Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
Húsavík
Bamaskólinn hlýtur
nafnið Borgarhólsskóli
Húsavík.
NÝBYGGING við Grunnskólann á Húsavík, sem nú hefur hlotið nafn-
ið Borgarhólsskóli, hefur nú verið tekin til afnota og leysir það mjög
úr húsnæðismálum skólanna á Húsavik.
Öldrunar- og hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík.
Grindavík
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Hjúknuiarheunili aldraðra
formlega tekið í notkun
Gríndavík.
í nýbyggingunni eru 6 kennslu-
stofur, bókasafn skólans sem nú er
orðið töluvert að vöxtum, stjómun-
arálma, söngstofa og geymslur í
kjallara.
Efnt var til fagnaðar við þetta
tækifæri og sagði þar Halldór Valdi-
marsson skólastjóri í stuttu máli
sögu bamafræðslu á Húsavík. Þor-
valdur Vestmann, formaður skóla-
nefndar, sagði byggingarsögu húss-
ins. Arkitekt er Sigríður Sigþórs-
dóttir, en byggingarverktakar vom
húsvísku fyrirtækin Borg hf., íjalar
hf., og Jónas Gestsson. Byggingar-
kostnaður í dag er 100 milljónir
króna eða um 70 þúsund krónur
fermetrinn og þykir það ekki dýrt í
slíku húsnæði. Húsið prýðir listaverk
eftir Sigríði Ásgeirsdóttur og er
mynd af því í Lesbók Morgunblaðs-
ins hinn 5. þessa mánaðar. Tónlistar-
skólinn er þarna til húsa og er hluti
nýbyggingarinnar sérstaklega hann-
aður með tilliti til þess. Þorvaldur
lauk máli sínu með því að tilkynna
að byggingarsögu skólans væri ekki
lokið. Einn áfangi væri eftir og
stefnt væri að því að honum yrði
lokið á árinu 1996 eða þá 100 ár
væm liðin frá því kennsla hófst í
sérstöku skólahúsnæði á Húsavík.
Skólanum hefur borist mikil
bókagjöf frá Sigurði Gunnarssyni,
sem var skólastjóri skólans í 20 ár.
Gjöfin hefur að geyma safn barna-
og unglingabóka, sem gefnar hafa
verið út á íslensku og nokkurt safn
sömu bóka útgefinna á Norðurlönd-
um. Og ekki er síst að nefna safn
gamalla námsbóka, sem nú eru ófá-
anlegar og margar hveijar hinir
mestu dýrgripir. Bókavörður skóla-
safnsins er Amheiður Eggertsdóttir
og sagði hún þetta mikla og kær-
komna gjöf.
Skólanefndin taldi rétt að gefa
skólanum eitthvert sémafn og efndi
til samkeppni þar um. Fyrir valinu
varð Borgarhólsskóli og 5 keppendur
áttu þá nafngift. En í Borgarhóls-
landi hefur barnaskóli Húsavíkur
staðið í yfir 80 ár og munnmæli
herma að landnámsmaðurinn Garðar
Svavarsson hafi reist bæ sinn á
Borgarhóli.
- Fréttaritari
HJUKRUNARHEIMILI aldraðra
í Víðihlíð var formlega tekið í
notkun við hátíðlega athöfn sl.
fimmtudag.
Þetta er fyrri hlutinn af tveimur
sem er tekinn í notkun og er fyrir
14 sjúklinga. 25 manns koma til
með að vinna við heimilið, flestir í
hlutastörfum, að sögn Eddu Sigur-
björnsdóttur deildarstjóra, og koma
11 þeirra frá Grindavík. Þá er einn-
ig starfrækt mötuneyti og eldhús
fyrir heimilið.
„Mér er efst í huga á þessum tíma-
mótum að nú nálgist takmarkið að
geta þjónað öllum öldruðum og sjúk-
um á svæðinu og veitt þeim þá þjón-
ustu sem þeir eiga skilið og rétt á,“
sagði Jóhann Einvarðsson fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Keflavík-
urlæknishéraðs í samtali við Morg-
unblaðið.
„Við sjáum einnig fram á, þegar
neðri hæðin verður tekin í notkun,
væntanlega í lok næsta árs ef allt
gengur að óskum, verulega stóran
áfanga í þessum málaflokki. Nú eru
14 rúm á efri hæð hússins og annað
eins verður á neðri hæðinni þegar
að því kemur og sú hæð verður ekki
eins dýr, ef hægt er að orða það
þannig, því nú þegar er eldhús og
mötuneyti fullfrágengið á efri hæð-
inni og rekstrareiningin verður að
öllu leyti hagkvæmari," sagði Jó-
hann.
Margt manna var viðstatt þessa
athöfn og tóku margir til máls.
Hrafn Pálsson formaður byggingar-
nefndar rakti byggingarsögu heim-
ilisins. Í máli hans kom fram að
nefnd var skipuð á árinu 1989 til
að skipuleggja öldrunarþjónustu á
Suðurnesjum. Könnun á vegum
nefndarinnar leiddi í ljós að þörfin
á að bæta þjónustu við aldraða var
mikil og þoldi illa bið. Þá voru uppi
hugmyndir að byggja myndarlega
við Sjúkrahúsið í Keflavík en í
Grindavík stóð fokheld bygging sem
var komin í þrot. Það ráð var síðan
tekið að koma hjúkrunarheimili á
stofn í Grindavík í samráði við sveit-
arstjórnir á Suðurnesjum annars
vegar og ríkið hins vegar. Gengið
var til samninga um kaup á C-álmu
þessa húss og hálfri B-álmunni fýrir
hjúkrunarheimili aldraðra í janúar
1990.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra flutti ávarp og afhenti
bygginguna og sagði m.a.: „Við höf-
um, íslendingar, á tiltölulega
skömmum tíma gert átak í málefn-
um aldraðra. Þeim var ekki vel kom-
ið fyrir 25 árum en við höfum lyft
þar Grettistaki, einkum og sér í lagi
eftir að til kom framkvæmdasjóður
aldraðra. Við höfum gjarnan leyst
vandamál okkar með steinsteypu og
á þessum tíma hefur okkur tekist
að bæta mjög verulega úr brýnni
þörf á vistunarrými, bæði hjúkrunar-
rými, heimilisrými og þjónusturými,
fyrir aldraða og er nú svo komið að
víða er ástandið orðið viðunandi og
sumstaðar mjög vel viðunandi þar
sem við erum komnir með yfir 17
rúm á hveija 100 íbúa yfir 70 ára
og er það um tvöfalt meira en talið
er nauðsynlegt í nágrannalöndum
okkar sem við miðum okkur gjarnan
við. Það verður þó að segja söguna
eins og hún er, að þeir sem hafa
setið eftir í þessari uppbyggingu eru
íbúar suðvesturhornsins, í Reykjavík
og eins í Reykjaneskjördæmi. Það
er því ánægjulegt þegar þessi stofn-
un er opnuð að um er að ræða þriðju
sh'ka opnun á rúmlega einu ári á
þessu svæði. Á þessu ári hafa orðið
verulegar framfarir í þessum málum
hér þó að betur megi að sjálfsögðu
gera.“
- FÓ
Morgunblaðið/SPB
Frá vinstri: Halldór Valdimarsson skólastjóri, Arnheiður Eggerts-
dóttir bókavörður og Gísli Halldórsson yfírkennari.
Neskaupstaður, Hafnarfjörður, Akranes og Sauðárkrókur
Breytingu á virðis-
aukaskatti mótmælt
BÆJARRÁÐ Neskaupstaðar og Sauðárkróks og bæjarstjórnir Akra-
ness og Hafnarfjarðar hafa sent frá mótmæli við þeim áformum ríkis-
stjórnarinnar að fella niður endurgreiðslur virðisaukaskatts af þeirri
vinnu og þjónustu sveitarfélaga sem upp er talin í reglugerð um virðis-
aukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.
, Morgunblaðið/SPB
Frá vinstri: Sendiherra Finna á Islandi, Hákan Branders, Þórarinn
B. Jónsson ræðismaður, Anneli Warén-Branders sendiherrafrú, Ein-
ar Njálsson bæjarstjóri og Sigurður Guðmundsson vígslubiskup.
Myndin er tekin þegar Hákan Branders lagði blómsveig á leiði
finnska skipsljórans sem jarðsettur var í Húsavíkurkirkjugarði árið
1940.
Húsavík
Látins Finna minnst
Húsavík.
HÁKAN Branders, sendiherra Finna á íslandi, kom til Húsavíkur
fyrir skömmu til að athuga legstað finnsk skipstjóra sem jarðsettur
var í HúsavJkurkirkjugarði 1940.
Bæjarstjórn Akraness skorar á
ríkisstjómina að beita sér fyrir efl-
ingu byggðar í landinu með samein-
ingu sveitarfélaga og tilfærslu verk-
efna til þeirra í stað þess að draga
úr framkvæmdagetu sveitarfélaga
og að auka ójöfnuð í orkumálum.
Bæjarráð Sauðárkróks skorar á
ríkisstjómina að draga til baka fram-
komnar hugmyndir og hvetur stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga til
að vinna að því að fá fyrirætlunum
ríkisins breytt.
A FUNDI stjórnar Ferðamið-
stöðvar Austurlands hf. þann 16.
september sl. var eftirfarandi
ályktun samþykkt og send sam-
gönguráðherra, flugmálastjóm
og þingmönnum Austurlands:
í ályktun bæjarstjómar Neskaup-
staðar segir: „Á síðasta ári þegar
hinn illræmdi löggæsluskattur var
lagður á sveitarfélögin var því heitið
að hann yrði ekki endurtekinn eða
nokkurt ígildi hans. Þetta er nú svik-
ið. Með þessum vinnubrögðum veikir
ríkisvaldi enn það traust sem byggt
var á þegar samkomulagið um
breytta tekju- og verkefnaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga tók gildi 1.
janúar 1990.
Bæjarráð Neskaupstaðar skorar á
drætti á framkvæmdum við Egils-
staðaflugvöll svo og ákvörðun um
verklok. Bent er á að dragist fram-
kvæmdir fram yfír næstu áramót
þurfi ákvörðun um verklok að liggja
fyrir hið fyrsta svo ljóst megi vera
hvort af leiguflugi geti orðið með
erlenda ferðamenn til Egilsstaða
ríkisstjómina að hætta við þessi
áform þegar sem þau draga mjög
úr möguleikum sveitarfélaganna til
að halda uppi góðri þjónustu og
minnkar svigrúm þeirra til atvinnu-
skapandi aðgerða.
í ályktun bsejarstjómar Hafnar-
fjarðar segir: „Á síðastliðnu ári var
lagður á hinn illræmdi löggæslu-
skattur og því þá heitið að hann yrði
ekki endurtekinn eða nokkurt ígildi
hans.
Með þessum vinnubrögðum nú
bregst ríkisvaldið enn á ný því
trausti, sem byggt var á þegar sam-
komulagið um breytta tekju- og verk-
efnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
tók gildi 1. janúar 1990.
Þessi skattlagning ríkisvaldsins á
hendur íbúum sveitarfélaga dregur
mjög úr möguleikum þeirra til að
halda úti góðri þjónustu og það sem
meira er, minnkar mjög svigrúm
sveitarfélaganna til að bregðast við
samdrætti í atvinnumálum með ýms-
um atvinnueflandi aðgerðum.
Hafnarfjarðarbær hefur lagt allt
kapp á að mæta atvinnuleysisvofunni
með auknum framkvæmdum á þessu
ári og því næsta. Það er hins vegar
ljóst að þessar endurteknu álögur
ríkisstjórnarinnar minnka mjög svig-
rúm sveitarfélaga í þessum efnum
sem öðrum og fráleitt bæta hag vinn-
andi fólks í bænum.“
Sendiherrann sagði að fylgst
væri með gröfum þeirra Finna sem
dáið hefðu á stríðsárunum og verið
í þjónustu finnsku þjóðarinnar utan
heimalands síns. Nú að 50 árum
liðnum legði hann blómsveig frá
finnsku þjóðinni á leiði þessa látna
skipstjóra með virðingu og þökk.
Skipstjórinn sem hér um ræðir
hét Aukusti Wirkki frá Sainiö, Vi-
borg í Finnlandi. Hann var skip-
stjóri á fínnsku skipi sem hét Figge
og varð vestan víglínunnar þegar
Norðursjórinn lokaðist og var skip
hans í siglingum með svokallaðan
kassafisk miili íslands og Englands.
Hann var fæddur 17. september
1875 og varð bráðkvaddur á afmæl-
isdegi sínum 1940 þegar skip hans
lá við bryggju á Húsavík og því
jarðsettur þar.
- Fréttaritari
uitr.:.\ JJ-:)! .íiiri- lawfJJi
„Stjórn Ferðamiðstöðvar Austur-
lands hf. lýsir áhyggjum sínum á sumarið 1993.
Ferðamiðstöð Austurlands
Ahyggjum lýst vegna fram-
kvæmda við Egilsstaðaflugvöll