Morgunblaðið - 18.10.1992, Side 4

Morgunblaðið - 18.10.1992, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 ERLEIUT INNLENT Aðgerðir í atvinnu- málum MEÐAL þeirra hugmynda um aðgerðir til aðstoðar sjávarút- veginum, sem ræddar hafa verið innan raða aðila vinnumarkaðar- ins, er að afnema aðstöðugjald og lækka tryggingargjald. Þetta tvennt er talið þýða 1,5% rekstrarbata fyrir sjávarútveg- inn og meira fyrir aðrar grein- ar. Til að bæta sveitarfélögum tekjutap vegna missis aðstöðu- gjaldsins hefur möguleg hækk- un útsvarsprósentunnar verið nefnd. Þá hefur verið rætt um að lækka raforkuverð til fyrir- tækja og lengja verulega þau lán, sem á sjávarútveginum hvfla. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að hann eigi von á að málefnaleg samstaða náist um aðgerðir í atvinnumálum. Hlutabréf Regins fryst Landsbanki íslands lagði í vik- unni fram formlega beiðni til forystumanna Sambands ís- lenskra samvinnufélaga þess efnis að fyrirtækið aðhafíst ekk- ert í málefnum Regins hf., dótt- urfyrirtækis Sambandsins, án þess að hafa um það samráð við Landsbankann. Reginn á 7,5% hlut í Sameinuðum verktök- um. Réttarhöld Wiesenthal- stofnunarinnar Efraim Zuroff, forstjóri Simon Wiesenthal-stofnunarinnar' í Jerúsalem, segir hugsanlegt að haldin verði opinber réttarhöld hér á landi yfír Eðvald Hinriks- syni (Evald Mikson), án aðildar íslensks dómsvalds og að Eðvald fjarstöddum. Ari Edwald, að- stoðarmaður dómsmálaráð- herra, segir að slík réttarhöld hefðu enga lögfræðilega þýð- ingu, heldur væru eins konar form á málþingi. Seðlabankinn kaupir verðbréf Verðbréfaeign Seðlabanka ís- lands tvöfaldaðist í sumar og var um 4 milljarðar í ágústlok. Ástæða þessi er sú, að bankinn keypti verðbréf til að stuðla að því að vextir hækkuðu ekki meira en þeir gerðu. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sagði að kaupin hefðu vafalaust dreg- ið úr þeirri vaxtahækkun, sem hefði orðið í sumar. ERLEIMT Norðmenn samþykkja EES Norska Stórþingið samþykkti samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið, EES, á föstudags- kvöld með 130 atkvæðum gegn 35, en lögum samkvæmt urðu þrír íjórðu þingmanna að greiða honum atkvæði. Stóðu umræð- umar um samninginn aðeins í tvo daga, en þær vom mjög harðar og mörg stór orð látin falla. Rigoberta Menchu Indíáni frá Guatemala fær friðarverðlaunin Rigoberta Menchu, indíána- leiðtogi og baráttukona fyrir mannréttindum í Guatemala, hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár. Menchu, sem er 33 ára gömul, hefur sagt að frumbyggjar Am- eríku hafí verið kúgaðir í 500 ár, eða frá því Kristófer Kól- umbus sigldi til álfunnar í októ- ber 1492. Flestir nánustu ætt- ingja hennar - móðir, faðir og bróðir - vom myrtir eftir að hafa haldið uppi andófí gegn hemum og ríkum landeigendum í Guatemala. Danir krefjast sérsamninga við EB Danir kynntu á fímmtudag til- lögur sínar um hvemig höggva bæri á þann hnút sem þjóðarat- kvæðagreiðslan í Danmörku um Maastricht-sáttmálann olli og sögðust vilja vera undanskildir ákvæðum sáttmálans um sam- eiginlega vamarstefnu, sameig- inlega mynt og þegnréttindi. „Okkur verður að takast að tryggja okkur sérstakan samn- ing ef Danmörk á að vera aðili að Evrópubandalaginu áfram,“ sagði Poul Schluter, forsætis- ráðherra Danmerkur, eftir að samkomulag náðist um tillög- umar í EB-nefnd danska þings- ins. Schluter kynnti tillögumar á leiðtogafundi EB í Birming- ham á föstudag. Leiðtogarnir samþykktu yfírlýsingu um að auka ætti lýðræðislega umræðu innan bandalagsins, koma í veg fyrir óþörf afskipti yfírstjórnar- innar af málefnum aðildarríkj- anna og virða þjóðleg einkenni þeirra í hvívetna. Gorbatsjov vændur um yfirhylmingu í Katyn-málinu Sérstakur sendimaður Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, af- henti á miðvikudag pólskum stjórhvöldum gögn sem sýna að það var Jósef Stalín sem skip- aði fyrir um morðið á 15.000 pólskum liðsforingjum á dögum síðari heimsstyijaldarinnar, sem kennt hefur verið við Katyn- skóg. Talsmaður Jeltsíns sagði að allir fyrrverandi leiðtogar Sovétríkjanna, þeirra á meðal Míkhaíl Gorbatsjov, hefðu vit- að um þennan glæp en kosið að þegja um hann. Þessu vísaði Gorbatsjov á bug og sagði að ásökunin væri aðeins liður í ófrægingarherferð Jeltsíns á hendur sér. „Sósíalískt markaðskerfi“ í Kína Kínverskir kommúnistar héldu 14. flokksþing sitt í síðustu viku og lögðu blessun sína yfír mark- aðshyggjustefnu Dengs Xiaop- ings, helsta valdamanns lands- ins. Jiang Zemin, aðalritari flokksins, sagði að efnahagum- bætumar jöfnuðust á við „nýja byltingu“ en lagði áherslu á að ekki yrði hróflað við alræði flokksins og lýðræði væri alls ekki á dagskrá. Finnland Ríkið veitir bönkum að- stoð til að afstýra hruni Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÁRHAGSVANDI finnskra banka hefur nú valdið því að ríkið hef- ur orðið að taka ábyrgð á starfsemi þeirra til að tryggja að banka- kerfið hrynji ekki algjörlega. Á móti stuðningi ríkisins koma aukin áhrif þess á starfsemi bankanna. Allir helstu bankar Finnlands hafa lent í fjárhagserfíðleikum og telja menn að heildartap þeirra vegna vanskila nemi allt að 16 millj- örðum fínnskra marka á árinu. Stjórn bankaábyrgðastofnunar fínnska seðlabankans hefuf lýst því yfír að gjaldþrot banka komi ekki til greina á núverandi krepputím- um. Stofnunin, sem var sett á fót fyrir nokkrum mánuðum, hyggst hins vegar stuðla að sameiningu og fækkun viðskiptabanka til að tryggja rekstrarskilyrði þeirra og hag fýrirtækja og viðskiptavina þeirra. Ábyrgðastofnunin hefur 20 millj- arða marka sem nota má til að bæta eiginfjárstöðu bankanna. Rík- ið hafði ákveðið í vor að veita bönk- unum 8 milljarða marka stuðning. Sérfræðingar telja hins vegar að þessi tæplega 30 milljarða marka aðstoð dugi skammt ef bankamir geta ekki breytt rekstri sínum veru- lega. íhlutun ríkisins veldur einnig því að réttur hluthafa í bönkunum verð- ur skertur, en verð hlutabréfa fínn- skra viðskiptabanka hefur lækkað ört á árinu. Um skeið var áformað að afskrifa verð allra hlutabréfa til þess að vega upp á móti fjárstuðn- ingi ríkissjóðs. Ekkert varð hins vegar af þessum áformum þar sem óheppilegt var talið að ríkið eignað- ist alla banka landsins. Þetta hefði einnig orðið mikið áfall fyrir verð- bréfamarkaðinn og dregið úr áhuga útlendinga á að fjárfesta í Finn- landi. Fjárstuðningur ríkisins er háður ströngum skilyrðum. Meðal annars mega bankamir ekki greiða arð til hluthafa nema þeir endurgreiði stuðninginn. Þannig vill ríkið stuðla að sameiningu bankanna. Nú þegar hefur verið tilkynnt um að bankinn SKOP og stærsti sparisjóður lands- ins verði sameinaðir. SKOP ram- baði á barmi gjaldþrots í fyrrahaust og var rekstur bankans settur und- ir umsjón fínnska seðlabankans. Botnlaust fjör í miðborg Sanaa. Sameiningarverkir og olíudraumar í Jemen „FORSETINN Ali Abdullah Saleh vill halda embætti sínu en til þess verður hann að breyta um háttu. Hann virðist hafa í kring- um sig halelújahóp manna sem hneigir sig fyrir öllu sem honum dettur í hug og hrtur hann standa í þeirri trú að allir hafi rangt fyrir sér sem anda út úr sér gagnrýni á störf hans.“ Þótt lygilegt sé vom þessi orð í leiðara Yemen Times á fímmtu- dag og fyrir varla ári hefði verið óhugsandi að slíkt væri sagt um hinn elskaða og dáða leiðtoga þjóðarinnar. Þetta sýnir, vonandi, að viðleitni Jemena til að þoka sér í átt til lýðræð- is, sem varla á sér hliðstæðu í Arabalandi, hefur tekið und- ir sig stökk. Sumir óttast þó að of geyst verði farið og niður- staða kosninganna í næsta mán- úði verði aðeins ringulreið og afturhvarf til fyrra stjórrtarfars. Forsetinn er líka sákaður um að vita ekkert um líðan þjóðarinn- ar. Inn í hans fílabeinstum berist ekki boð um að á þriðju milljón lifi undir fátæktarmörkum, millj- ón manna sé atvinnulaus og tvær milljónir búi í hálfgildings flótta- mannahúsnæði. Þá er mikil óánægja með að Á1 Attas for- sætisráðherra sem reyndi að segja af sér á dögunum vegna ágrein- ings við forsetann var neyddur til að vera áfram fram að kosningun- um í nóvember en hann telur sig ekki hafa þau völd sem hann vill til að geta gegnt embættinu sóma- samlega. Pólitíkusar em á fleygiferð um landið vegna kosninganna og ef þeir hafa ekki tíma til að heim- sækja einhveija smástaði í eigin persónu láta þeir varpa kosninga- ræðum af kassettum yfír Iýðinn með tilheyrandi húrrahrópum svo kassettan gerir öðru hveiju hlé á máli sínu. En burtséð frá lýðræðis- þróun og kosn- ingabaráttu hafa ýmsir verkir fylgt samein- ingu Jemenríkjanna. Það er urgur í sunnanmönnum. Þeim finnst völdin og peningamir hafa safn- ast til norðursins en á meðan olíu- gróðinn er ekki farinn að skila sér verður tæpast séð um hvaða miklu fjármuni er að ræða. Það ber held- ur engum saman um hvort olíu- vinnslan muni skipta sköpum fyr- ir bágborið efnahagsástand en víst er að mörg fyrirtæki em hér að leita og rannsaka. „Við verðum næsta Kúveit, mesta olíuríkið í þessum heims- hluta. Það fínnst alltaf meiri og meiri og meiri olía,“ sagði jem- enskur kaupsýslumaður við mig. „Við verðum í mesta lagi sjálfum okkur nógir. Annað er bara dag- draumar og mgl,“ sagði annar. Réttir og sléttir Jemenar virðast ekki vera að neinu marki með hugann við olíugróða, þeir hugsa um að eiga til næstu máltíðar. Samt má sjá breytingu á ýms- um sviðum frá þvi ég var hér fyrir tveimur ámm. Fleiri bílar, fleiri ferðamenn, gætu orðið alit að 40 þúsund í ár, skilst mér, menn vinna meira, ekki síst í suðr- inu eftir að jarðarskikum var skil- að úr ríkiseign eftir hrun kom- múnismans. Það er minna rusla í Sanaa og allt meira á iði. Útlend- ingar flykkjast hingað til að gera kaup við Jemena og það bendir óneitanlega til að þeir hafí trú á olíunni hér. Konur sjást óskýldar meira að segja hér í Sanaa, ýtt er undir að börn sæki skóla og fuflorðinsfræðslu hefur verið hleypt af stokkunum í stærstu bæjunum. Sameiningin gerði Jemen að fjölmennara ríki en Saudi-Arabiu og hefur líka leitt til þess að þeir hafa meiri uppburði í sér gagn- vart Saudum, sem nánast fram að Flóastríði héldu Jemenum á floti fjárhagslega. Fundir um óljós landamæri eru nú öðru hveiju en þau hafa aldrei verið á hreinu. Nú gera Jemenar hinar skelegg- ustu kröfur og Saudar hafa að minnsta kosti ekki treyst sér til að slíta þessum viðræðum þó aug- ljóst sé af fréttum að þá blóðlangi til þess. Þetta hefur svo enn haft þau áhrif að Jemenum fínnst að þeir geti greinilega staðið á sínu. BAKSVID Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar frá Jemen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.