Morgunblaðið - 18.10.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
17
hagsleg og stjórnmálaleg. Erlendur
Einarsson forstjóri skrifar (bls.
269): „Viðreisnaráratugurinn var
harður skóli fyrir stjórnendur Sam-
bandsins. Við misstum þau póli-
tísku tengsl við stjórnvöld sem við
hofðum haft og voru svo mikilvæg
á þessum árum.“ I stað skjóls fyrri
ára lék næðingur markaðarins nú
um Sambandið.
Gamall draumur samvinnu-
manna um eigin bankastofnun
rættist árið 1963 með stofnun Sam-
vinnubankans hf. Landbúnaðurinn
vóg þungt í viðskiptum og breyttir
búskaparhættir, með vélvæðingu
og áburðarnotkun, kölluðu á aukið
fjármagn. Fjárhagsvandi landbún-
aðarins varð viðvarandi vandamál
hjá Sambandinu á þessum árum.
Þörfin fyrir lánsfé jókst ár frá ári.
Þrátt fyrir að Sambandið ætti ekki
jafn greiðan aðgang að helstu ráða-
mönnum og áður var umfang þess
i þjóðarbúinu slíkt að stjórnvöld
urðu að taka tillit til viðskiptaris-
ans. Til dæmis um það er lítið at-
vik sem Ólafur Björnsson prófessor
og fyrrum þingmaður rifjaði upp í
samtali við blaðamann. Á þing-
flokksfundi sjálfstæðismanna á
Viðreisnarárunum barst í tal að
Sambandið hefði safnað verulegum
skuldum í Landsbankanum, þá
sagði Bjarni Benediktsson: „Ja, það
verður nú að láta þá lifa.“ Honum
hefur fundist það valda verulegri
röskun þá að þrengja að Samband-
inu hvað lánafyrirgreiðslu snerti.
Þegar leið á áratuginn voru fjár-
hagsvandræði Sambandsrisans
orðin talsverð.
Brugðist við byggðaþróun
Viðreisnarstjórnin féll árið 1971
eftir 12 ára valdaferil. Við_ tók
vinstri stjórn undir forsæti Ólafs
Jóhannessonar, formanns Fram-
sóknarflokksins og starfsmanns
Sambandsins í eina tíð. Samvinnu-
menn höfðu haft þungar áhyggjur
af byggðaþróuninni, fólk streymdi
úr sveitunum og flest til höfuðborg-
arsvæðisins. Þessi þróun leiddi
óhjákvæmilega til þess að mikil-
vægi samvinnuhreyfingarinnar í
efnahagslífinu mundi minnka, „ef
ekki yrði brugðist við henni á rétt-
an hátt“, eins og Erlendur Einars-
son segir í bók sinni (bls. 317).
Eitt af stefnumálum vinstri stjóm-
arinnar var svonefnd byggða-
stefna, sem fólst í stórfelldri upp-
byggingu úti á landi, einmitt þar
sem Samvinnuhreyfíngin stóð
traustustum fótum. Samvinnu-
menn tóku víða þátt í skuttogara-
væðingunni og juku mjög hlut sinn
í sjávarútvegi á þeim árum sem í
hönd fóru. Mörg kaupfélög end-
urnýjuðu og efldu útgerð og
vinnslu, Sambandið keypti frysti-
hús í Reykjavík og fjölgaði frysti-
skipum. Vestur í Bandaríkjunum
lenti fisksölufyrirtækið Iceland Se-
afood í miklum rekstrarerfiðleikum
og var í raun gjaldþrota 1975 að
sögn þáverandi framkvæmdastjóra
sjávarútvegsdeildarinnar, Guðjóns
B. Ólafssonar. Guðjón flutti vestur
um haf og tók stjórn fyrirtækisins
í eigin hendur.
Stofnlánadeild samvinnufélaga
var sett á laggirnar í Samvinnu-
bankanum árið 1972 og var hlut-
verk hennar að veita lán til verslun-
arbygginga. Árið eftir var hafin
bygging stórhýsisins Holtagarða í
Reykavík, sem rúma skyldi birgða-
stöð og skipaafgreiðslu. Naut Sam-
bandið ráðgjafar sænskra sam-
vinnumanna sem bentu á að KRON
hefði mun minni skerf af smásölu-
kökunni í höfuðborginni en sam-
vinnuverslanir í öðrum höfuðborg-
um Norðurlanda. Húsið var vel við
vöxt enda hugðu samvinnumenn á
stóraukna verslun á höfuðborgar-
svæðinu. Þær áætlanir gengu aldrei
eftir og þegar húsið var tekið í notk-
un 1977 reyndist það ofvaxið að
stærð og óhagkvæm fjárfesting.
Dótturfyrirtækin Olíufélagið hf. og
Samvinnubankinn hf. reistu einnig
hvort sitt stórhýsið í Reykjavík á
þessum árum. Um miðjan áratuginn
var stofnað í Reykjavík hlutafélagið
Samvinnuferðir um rekstur ferða-
skrifstofu og varð hún fljótlega
meðal þeirra stærstu á sínu sviði.
Vaxandi fjármagnsþörf
Samvinnuverslunin mátti þola
áföll undir lok 8. áratugarins. Áuk-
in velmegun í landinu kallaði á
meira vöruúrval, sem litlar stijál-
býlisverslanir áttu bágt með að
mæta. Bættar samgöngur gáfu
dreifbýlisfólki kost á að leita til
stærri verslunarstaða þar sem úr-
valið var meira. Smærri kaupfélög
ýmist sameinuðust eða lögðu upp
laupana. Enn sem fyrr kom það í
ljós að fjármagnsskortur háði mjög
samvinnufyrirtækjunum. Með
raunvaxtastefnunni varð dýrt að
skulda, það var ekki lengur „lán
að fá lán“ eins og á dögum nei-
kvæðu vaxtanna. Sambandið var
mjög skuldugt innan lands og utan
og í áhættusömum ábyrgðum. Það
var lífsspursmál að fá eigið fé í
reksturinn. Seint á áttunda ára-
tugnum varpaði Erlendur Einars-
son fram þeirri hugmynd á aðal-
fundi KEA að samvinnufélögin leit-
SAMVINNUSTEFNAN
byggðist á hugmyndum sem
rekja má til evrópskra sósíal-
ista á 18. öld. Frumheijar
samvinnuhreyfingarinnar
töldu nauðsynlegt að huga
að uppeldis- og menntamál-
um samvinnufólks, ekki síst
þeirra sem völdust til starfa
þjá hreyfingunni.
Skólastarf Samvinnumanna
hófst með námskeiðahaldi
á Akureyri 1916 að frum-
kvæði Hallgríms Kristins-
sonar forstjóra. Hallgrímur
vann að frekari uppbyggingu
fræðslustarfs og réði Jónas
Jónsson frá Hriflu til að koma
á fót og veita forystu skóla á
vegum Sambandsins. Hall-
grímur kom því og til leiðar
að fimmtungi af ársarði Sam-
bandsins skyldi varið til
fræðslu- og menntamála.
Reglulegt skólastarf Sam-
vinnuskólans hófst 1918, skól-
inn var skipulagður sem
tveggja vetra framhaldsskóli í
verslunar- og samvinnufræð-
um.
Ekki voru allir samvinnu-
menn á eitt sáttir um nauðsyn
skólastarfsins. Á aðalfundi
Sambandsins í Reykjavík 1919
urðu deilur um, hvort rétt væri
að Sambandið héldi uppi sér-
stökum skóla til að búa menn
undir störf vegna samvinnufé-
laganna. Frá þessu segir svo í
íslenskum samvinnumönnum
eftir Jónas Jónsson: „Sótti sr.
Arnór Árnason í Hvammi ...
einna harðast fram gegn Sam-
vinnuskólanum og taldi nóg í
þeim efnum að hafa Verzlunar-
skóla íslands, þar sem kennd
væru þau fræði, sem menn
þyrftu með við verzlun hér á
landi. Ingimar Eydal (innsk.:
skólastjóri á Akureyri og rit-
stjóri Dags) kvaddi sér þá
hljóðs og vitnaði í ummælin í
kveri Helga Hálfdánarsonar
um trú Múhameðsmanna. Lýsti
Ingimar Eydal með glöggum
og skýrum orðum þeirri skoðun
hins lútherska kirkjuhöfðingja,
að Múmameðstrúin væri að
vísu trú á einn Guð, en annars
blandin margs konar skaðlegri
hjátrú og villu. Taldi Ingimar
Eydal líkt ástatt um lífsskoðan-
ir kaupmannasinna frá sjónar-
miði samvinnumanna eins og
kennisetningar Múhameðs-
manna fyrir kristið fólk. Þótti
Ingimar Eydal hafa mælzt vel,
og hafa samvinnumenn síðan
talið rök hans í fullu gildi um
þetta atriði.“
Skólinn var til húsa í Sam-
bandshúsinu í Reykavík, við
hliðina á íbúð Jónasar Jónsson-
ar, en flutti að Bifröst í Borgar-
firði árið 1955. Fræðsla fyrir
starfsfólk samvinnufélaganna
var liður í starfsemi skólans.
Einnig byggðist upp Bréfaskóli
SÍS sem síðar var rekinn í sam-
vinnu við verkalýðshreyfing-
una og námskeiðahald fyrir
samvinnufólk. Skólastarfíð
heyrði undir Fræðsludeild Sam-
bandsins, sem einnig annaðist
útgáfu tímaritsins Samvinn-
unnar.
Skólastarf á Bifröst hefur
þróast í takt við auknar mennt-
unarkröfur. Árið 1988 varð
skólinn að sjálfseignarstofnun
og ber nú nafnið Samvinnuhá-
skólinn. Þessi skóli er á há-
skólastigi og leggur áherslu á
viðskiptamenntun. Áhrifa sam-
vinnuhugsjónarinnar gætir lítið
í skólastarfinu að sögn Vé-
steins Benediktssonar rektors,
á námsskrá er þó að fínna
„Samvinnufræði" sem fjalla
um rekstur samvinnufélaga.
Stjórn Sambandsins skipar
Qóra fulltrúa í skólanefnd og
menntamálaráðherra einn full-
trúa.
uðu eftir áhættuijármagni, líkt og
hlutafjár er aflað til hlutafélaga.
Þessar hugmyndir féllu ekki í fijó-
an jarðveg. „Eg sá að menn horfðu
á mig stórum augum eins og þeir
vildu segja að hugmyndir mínar
gengju í berhögg við samvinnuhug-
sjónina.“ (Bls. 320.)
Samvinnuhreyfingin fagnaði átt-
ræðisafmæli sínu í febrúar 1982.
Samþykkt var stefnuskrá Sam-
bandsins og stofnaður Samvinnu-
sjóður íslands hf. Tilgangur hans
var að afla fjár til framkvæmda
og fjárfestinga. Samvinnumenn
stofnuðu fjármögnunarfélagið Lind
hf. í félagi við franskan banka og
rekstrarerfiðleikar ágerðust með
hvetju árinu sem leið á 9. áratug-
inn. Þurfti hvað eftir annað að
grípa til aðhaldsaðgerða. Erlendur
Einarsson ákvað að láta af forstjór-
astarfí 1. september 1986. í ævi-
sögu sinni rekur hann all róttækar
niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðir
sem hann lagði fyrir stjórnarfund
Sambandsins veturinn 1986 og
hefur vakið nokkra furðu að þær
skyldu ekki komnar fram löngu
fyrr. Fæstar tillögurnar komust til
framkvæmda áður _en Erlendur
hætti um haustið. í kveðjuræðu
sinni fjallaði Erlendur meðal annars
um fjárhagslega uppbyggingu
samvinnufélaga í ljósi breyttra
þjóðfélagsaðstæðna. Benti hann á
að fjármagns til reksturs yrði að
afla í gegnum hlutafé eða hlið-
stæða eignahluta. Hann benti á þá
staðreynd að nýtt samvinnufélag
hefði ekki verið stofnað á íslandi
áratugum saman, þess í stað hefðu
samvinnufélögin stofnað hlutafélög
um nýjan rekstur. Þessi ræða stað-
festir þá skoðun að samvinnufé-
lagsformið hafi fyrir löngu gengið
sér til húðar sem grundvöllur versl-
unarreksturs í nútímahagkerfi.
Endalok Sambandsins
Hinn nýi forstjóri Sambandsins,
Guðjón B. Ólafsson, kom frá fisk-
sölufyrirtækinu Iceland Seafood
Corporation í Bandaríkjunum þar
sem hann hafði rifíð fýrirtækið upp
úr mikilli lægð. Aðkoman að Sam-
bandinu 1986 var með öðrum hætti
en Guðjón ætiaði eftir því sem fram
kemur í viðtali hans við tímaritið
Mannlíf (1. tbl. 1992): „Grundvall-
arvandamál Sambandsins á þessum
tíma var að reksturinn skilaði engu
og fyrirtækið var gífurlega skuld-
ugt innanlands og utan. Auk þess
hafði Sambandið tekið á sig miklar
ábyrgðir vegna annarra fyrirtækja.
Tap Sambandsins vegna þessara
ábyrgða nam hundruðum milljóna."
Ofan á slæma stöðu bættust erfið-
leikaár þegar mikil verðbólga og
fastgengisstefna mögnuðu erfið-
leika atvinnulífsins. Erlendar
skuldir hækkuðu ört og útflutn-
ingsafurðir skiluðu sífellt minna í
kassann. Skuldabyrðin með tilheyr-
andi fjármagnskostnaði reyndist
skuldugum viðskiptarisa óbærileg.
„Skuldirnar, sem voru geigvænleg-
ar í árslok 1986, tvöfölduðust á
einu til tveimur árum.“ Þrátt fyrir
erfíðleikana var enn eftir kraftur
til stórra hugmynda. Sambandið
áformaði að kaupa mikil land í
Kópavogi fyrir höfuðstöðvar, þær
hugmyndir urðu að engu en í stað-
inn var gamla frystihúsið við
Kirkjusand gert upp með miklum
tilkostnaði. Verslunardeildin var
rekin með bullandi tapi og miklir
fjármunir töpuðust í stórum gjald-
þrotum fyrirtækja sem tengdust
Sambandinu. Reynt var að tefja
undanhaldið með sölu eigna og
bjarga því sem bjargað yrði með
skipulagsbreytingum. í fyrra var
höfuðvígi samvinnustefnunnar,
SÍS, skipt upp í sex hlutafélög og
lauk þar með löngum kafla í ís-
lenskri viðskiptasögu.
Hvers vegna?
Þegar leitað er skýringa á hruni
Sambandsins er ekki úr vegi að
rilja upp ummæli Geirs Hallgríms-
sonár, formanns Sjálfstæðisflokks-
Kaupfélögin innan SÍS
&
Kf. Stranda-
, manna
■ . Norðurflrði
Kf. Isfirðinga
Kf. Súgfirðinga^jN ]
Kf. Önfirðinga Flateyri ^
Kf. Dýrfirðingðv-
Þingeyri ^
g v Steingrimsfj.
Sláturf.—^1% ' ** Hó'mavik
örlygur *—c >UV—
Kf. Króksfjarðar
Kf. Patreksfjarðar Kf. Saurbseinga ^
Kf. Birtrufjarðar
Óspakseyri-i
Kf. Húnvetninga
Blönduósi
Kf. Tálknfirðin;
Svf. Fljótamanna
Kf. Ólafsfjarðar
Kf. N-Þing’^yinga
Kópaskeri
\
Kf. Stykkishólms
Kf. Grundfirðinga
Kf.-J
Hvammsfjarðar
Búðardal
>
/ Kf. V-Húnvetninga
$1. Hvammstanga
Kaupfélag Hrútfirðinga
Borðeyri
Kf. Skagfirðinga
Sauðárkróki
Söluf. A-Húnvetninga
^Kf. Þingeyinga
Húsavík
Kf. Langnesinga Þórshöfn
’ 'X
ý
A<f. Vopnftrðinga
'Kf. Svalbarðseyrar
|" ®S>KI. verkamanna Akureyri
Kf. Eyfirðinga
Akureyri
I
Kf. Borgfirðingj
Borgarnesi
Kf. Reykjavíkur og nágrennis
Kf. Suðurnesja Keflavíl^^
Kf. Héraðsbúa
Egilsstöðum @
Pöntunarf. Eskfirðinga
Kf. Fáskrúðsfirðinga
Kf. Stöðfirðinga
^ Kf. Fram
„^.Neskaupstaí
Kf. Berufjarðar
Djúpavogi
r'Kf. Kjalarnesþings
^Kf. Árnesinga
>si
Kf.
^Rangæinga
Kf. Vestmannaeyja
Kf. Skaftfellinga Vik
Kaupfélögin voru víða nær alls ráðandi í verslun og atvinnulífi á
landinu. A þessari yfirlitsmynd frá 1978 eru merktar höfuðstöðvar
kaupfélaga, mörg hver með útibú á fleiri stöðum.