Morgunblaðið - 23.10.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992
Tríó Reykja-
víkur í
Hafnarborg
Tríó Reykjavlkur heldur tónleika
í Hafnarborg, menningar og
listastofnun Hafnarfjarðar,
sunnudaginn 25. október. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20.00
og eru þetta aðrir tónleikarnir
haust í samvinnu Hafnarborgar
og Tríós Reykjavíkur.
Auk meðlima tríósins, sem eru
Halldór Haraldsson, píanóleikari,
Guðný Guðmundsdóttir, fíðluleikari
og Gunnar Kvaran, sellóleikari,
kemur fram á tónleikunum þekktur
bandarískur píanóleikari, Brady
Millican. Hann hefur vakið athygli
beggja vegna Atlantshafsins fyrir
ijölbreytta efnisskrá og litríka túlk-
un. Bradi er að koma úr tónleika-
ferð um Austur-Evrópu með við-
komu á íslandi.
A efnisskrá tónleikanna verður
Fantasía í f-moll (f|'órhent) eftir
Schubert og tvær sónögur eftir
Brahms; Sónata í e-moll op. 38
yrir selló og píanó og Sónata í d-
moll op. 108 fyrir fiðlu og píanó.
Úr PLATANOV: Guðmundur Ólafsson, Ari Matthíasson, Sigrún
Edda Björnsdóttir og Pétur Einarsson.
Sögur úr sveitiimi
Góðvinafundir
Tónleikar Kammersveit-
arinnar endurteknir
HúsfyllirvarátónleikumKammersveitarReykjavíkuríRáðhúsinusíðast-
liðið þriðjudagskvöld. Uppselt var löngu áður en tónleikarnir hófust og
þurftu einhveijir fráað hverfa.
Vegna þessa og fjölda áskorana,
verða tónleikarnir endurteknir
mánudagskvöldið 26. október,
klukkan 20.30 í Ráðhúsinu. Á tón-
leikunum koma fram tveir ungir
tónlistarmenn, þau Gunnsteinn
Ólafsson, hljómsveitarstjóri og Nína
Margrét Grímsdóttir, píanóleikari.
Á efnisskránni eru kafli úr órator-
íunni Salomon, eftir Handel, Píanó-
konsert í C-dúr, K. 467, eftir Moz-
art, Eine kleine Nachtmusik, eftir
Mozart og sex þættir úr Vatnasvít-
Laugardaginn 24. október
frumsýnir Leikfélag Reykjavík-
ur á Litla sviði Borgarleikhússins
SÖGUR ÚR SVEITINNI, tvö leik-
rit eftir Anton Tsjékov í leik-
sljórn Kjartans Ragnarssonar.
PLATANOV er æskuverk
Tsjékovs, skrifað þegar hann er
tvítugur stúdent, en VANJA
FRÆNDI er samið 1895, þegar
höfundur er þrítugur og hefur náð
fullum þroska sem skáld. Leikritin
eru skyld um margt, en þó ólík.
Kjartan steypir þeim í eina leik-
sýningu í tveimur hlutum. Sviðs-
myndin er að mestu leyti sú sama
í báðum og sami tíu manna leikhóp-
ur í báðum leikritum. Þessi tilraun
var gerð ekki síst til að gefa áhorf-
endum kost á að kynnast þessum
merka höfundi betur.
í fréttatilkynningu segir, að
áhorfendur geti kynnst höfundi og
list hans á innilegri og nærgöngulli
hátt en áður í SÖGUM ÚR SVEIT-
INNI. Verkin verða frumsýnd sama
dag: PLATANOV kl. 17.00 og
VANJA FRÆNDI kl. 20.30. Áhorf-
endur eiga þess kost að sjá bæði
verkin um helgar á sérstöku tilboðs-
verði. Þá verður að sjálfsögðu selt
á stakar sýningar.
Kjartan Ragnarsson er leikstjóri.
Axel Hallkell Jóhannesson gerir
leikmynd. Stefanía Adólfsdóttir
hannar búninga. Ögmundur Þór
Jóhannesson sér um lýsingu. Egill
Ólafsson semur tónlist við bæði
verkin, en hann er einn af leikhópn-
um.
Jónas Ingimundarson, píanóleikari verður á ferð um Borgarfjörð á
vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, dagana 26. 27. og 28. október
næstkomandi.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýjar bækur
Aðrir leikendur eru: Ari-Matthí-
asson, Erla Ruth Harðardóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Guðrún S. Gísla-
dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Pét-
ur Einarsson, Sigrún Edda Björns-
dóttir, Theódór Júlíusson og Þröstur
Leó Gunnarsson.
VANJA er leikinn í nýrri þýðingu
Ingibjargar Haraldsdóttur, en
PLATANOV í leikgerð Péturs Ein-
arssonar eftir þýðingu Árna Berg-
manns.
I fréttatilkynn-
ingu segir að Jónas
muni heimsækja
grunnskólana að
deginum og auk
þess halda tvenna
kvöldtónleika. Þá
fyrri í Hótel Borg-
arnesi, þriðjudags- Jónas Ingimund-
kvöldið 27. októ- ar8on
ber, kl. 20.30. Þá síðari í Loga-
landi, miðvikudagskvöldið 28. októ-
ber, kl. 21.00.
Jónas kallar tónleikana GÓÐ-
VINAFUNDI, þar sem tónlistin er
aðalatriðið. Með spjalli sínu hyggst
hann leiða gesti sína til hlustunar
og skilnings á tónlistinni. Efnisskrá-
in verður fjölbreytt. Flutt verða verk
eftir innlend og erlend tónskáld,
yngri sem eldri, þó segja megi að
Beethoven sitji í öndvegi þess hóps.
Kammersveit Reykjavíkur á æfingu
Erhngur Pall Ingvarsson,sem hannaði útlit bókarinnar, Sigurð-
ur Svavarsson frá Máli og menningu, Sölvi Sveinsson, sem sat
í ritsljórn fyrir samtök móðurmálskennara, og Þorgeir Baldurs-
son frá Prentsmiðjunni Odda.
H Svört verða sóisetur Bókin,
sem er úrval af grænlenskum,
samískum, finnskum og norræn-
um goðsögnum, kemur samtímis
út á fimm tungumálum í sam-
vinnu sex norrænna bókaforlaga.
Titill bókarinnar Svört verða
sólsetur er sóttur í Völuspá, en
bókin hefst einmitt á því kvæði
og það er birt bæði í sinni fomu
mynd og í nútímalegri endursögn
Þórarins Eldjárns. Danska
skáldkonan Suzanne Brogger
endursagði kvæðið fyrir skandin-
avísku málin. í fréttatilkynningu
segir að Svört verða sólskin sé
eftir því sem best sé vitað stærsta
fjölþjóðaprent sem íslenskt forlag
og prentsmiðja hafi ráðist í -
fyrsta upplag verksins er prentað
í 22.000 eintökum.
Útgefendur bókarinnar eru:
Mál og menning, Cappelen í
Noretgi, Dlf/Amanda í Dan-
mörku, Editum í Finnlandi,
Laatusana oy í Finnlandi og
Natur och Kultur í Svíþjóð.
Bókin er að öllu leyti unnin hér á
landi; Mál og menning stýrði verk-
inu og Prentsmiðjan Oddi hf.
sá um alla prentvinnslu. Verð
bókarinnar er 1.290 krónur.
I Paródía Kalíbans eftir Ron-
ald Krisljánsson. I fréttatilkynn-
ingu segir að þetta sé safn 35
smásagna sm höfundur kýs að
nefna „sjortara“
og eru háðs-
ádeilur á þjóðfé-
lagið og mann-
inn, sprettilsög-
ur, huganir og
leiðslusögur í
anda dulspek-
innar.
Útgefandi er
Itonald Kristjáns- Bókaútgáfan
son Ósíris sf. , 135
blaðsíðna pappírskilja og unnin
hjá Prentsmiðju Arna Valde-
marssonar. Hönnun á kápu ann-
aðist Arnfinn Jensen. Myndir á
kápu tók Siguijón Helgi Kristj-
ánsson. Verð 1390 krónur.
I Markús Árelíus hrökklast
að heiman eftir Helga Guð-
mundsson. Bókin er framhald af
sögunni Markús
Árelíus, sem
kom út árið
1990. í kynn-
ingu segir að nú
hafi aðstæður
kattarins Mark-
úsar Árelíusar
breyst svo hann
hrökklast að
heiman og gerist
villiköttur.
Útgefandi er Mál og menning,
teikningar eru eftir Ólaf Péturs-
son , Prentsmiðjan Oddi prent-
aði. Verð 980 krónur.
Helgi Guðmunds-
• •
Signrður Orlygsson
Myndlist____________
Eiríkur Þorláksson
Listamenn þroskast væntan-
lega, líkt og flest annað fólk,
mest við að takast á við sjálfa
sig og þær venjur sem þeir hafa
skapað sér í leik og starfi; með
því að breyta um viðfangsefni,
vinnuaðferðir, efnivið eða um-
hverfí komast þeir stundum að
nýjum niðurstöðum, sem eiga ef
til vill eftir að hafa áhrif á þeirra
feril upp frá því. Þetta eru algild
sannindi sem koma oft fram í
ferli myndlistarmanna, þar sem
eitt skeiðið tekur við af öðru,
eftir að ákveðin geijun hefur átt
sér stað á þroskaferli listamanns-
ins.
Þetta er nefnt hér í tilefni sýn-
ingar Sigurðar Örlygssonar í
Gallerí G15 við Skólavörðustíg,
sem nú stendur yfír. Sigurður
stundaði nám_ í Myndlista- og
handíðaskóla íslands í kringum
1970, en sótti sér síðan fram-
haldsmenntun í myndlistinni til
Kaupmannahafnar og New York.
Hann hefur verið ötull við sýn-
ingahald, haldið fjölda einkasýn-
inga bæði heima og erlendis, og
hefur einnig tekið þátt í mörgum
merkum samsýningum, nú síðast
í Barcelona síðastliðið vor, ásamt
tveimur öðrum íslenskum mynd-
listarmönnum.
Sigurður hefur hin síðari ár
fyrst og fremst getið sér orð fyr-
ir hin gríðarstóru málverk sín,
þar sem menn og hlutir hafa flot-
ið um víðáttumikið rými og leit-
ast við að skapa áþreifanleg sam-
bönd í fletinum. Oftar en ekki
hefur þriðja víddin aukið við
verkin, þegar listamaðurinn hef-
ur smíðað hluti utan á myndirn-
ar, sem tilheyra myndskipuninni
og bæta því miklu við heildar-
myndina. Meðal annars vegna
stærðarinnar hafa verk Sigurðar
ætíð vakið athygli á sýningum,
og sóma sér vel á þeim opinberu
stöðum, þar sem þau fá fyllilega
notið sín í rúmgóðu umhverfi.
Með þennan feril í huga er
forvitnilegt að sjá á hvern hátt
Sigurður vinnur verk í mun
smærri formum fyrir lítinn sýn-
ingarsal eins og G15 við Skóla-
vörðustíg, þar sem er lágt til lofts
og þröngt til veggja, ef svo má
segja. Á sýningunni getur að líta
alls fímmtán verk, unnin með
akrýl og olíu á pappír, en auk
þess er m.a. klippimyndum
blandað í fletina.
í sem skemmstu máli kemur
sýningin gestum skemmtilega á
óvart. Þessi litlu verk ná ágæt-
lega að koma til skila myndsýn
listamannsins, og tenging efnis-
þátta í fletinum er ef til vill sterk-
ari en ella vegna smæðarinnar.
Hin mikla vinnsla lita og áferðar
sem einkennir grunninn á flest-
um stórum verkum Sigurðar er
einnig að nokkru til staðar, eink-
um í olíuverkunum. Hlutföll eru
ljós og vinna vel saman við upp-
byggingu myndanna. Form sem
eru kunnugleg frá verkum lista-
mannsins birtast hér í mörgum
verkum, þar sem þau byggja upp
ný tengsl og nýjar aðstæður, og
bakgrunnurinn er líflegur og íjöl-
breyttur sem fyrr.
Titlar þeir sem Sigurður velur
verkum sínum hafa ákveðnar til-
vísanir, bæði í efni myndanna og
þá samtíð, sem þau spretta úr.
Verk eins og „Fortíðarvandinn“
(nr. 6), „Áætlun“ (nr. 10) og
„Fyrirbyggjandi aðgerðir" (nr.
11) vísa þannig til umræðu dags-
ins, þótt öll lúti þau innri lögmál-
um listaverksins; einkum gengur
„Áætlun" vel upp. Þær ímyndir
sem brugðið er upp í olíuverkun-
um, einkum „Líftaug" (nr. 13)
og „Hleðsla“ (nr. 15) eru kunn-
uglegar úr verkum Sigurðar, en
eru sérlega sterkar í þessum
minni flötum, og ná þannig ágæt-
lega marki sínu.
Þessi sýning sýnir ótvírætt, að
myndmál Sigurðar er ekki háð
stærðinni, þó hún hafi verið áber-
andi þáttur í listsköpun hans
undanfarin ár. Það sem stendur
uppúr er vinnsla flatarins og
tenging þeirra forma og furðu-
hluta, sem einkenna myndheim
listamannsins; þeir þættir kom-
ast fyllilega til skila í minni verk-
um eins og hann sýnir hér, og
eru það ánægjuleg tíðindi fyrir
listunnendur sem hafa notið
stóru verkanna til þessa.
Sýning Sigurðar Örlygssonar
í Gallerí G15 við Skólavörðustíg
stendur til laugardagsins 31.
október.