Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 14

Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 Folaldalundir kr. 1 a095}a Folaldafillet kr. 1 i095jb kg. kg Nóatún, Nóatúni 17, Reykjavík, sími 617000. Nóatún, Rofabæ 39, Reykjavík, sími 671200. Nóatún, Hamraborg 14, Kópavogi, sími 43888. Nóatún, Þverholti 6, Mosfellsbæ, sími 666656. Nóatún, Furugrund 3, Kópavogi, sími 42062. * Nóatún, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 23456. Verslunfyrir þig Utsaa Folaldakjot af nyslatruðu Um auðlindir - og fyrir- hugaðar hafnarfram- kvæmdir í Stykkishólmi eftir Erlend Jónsson Bæjarstæði Stykkishólms er eitt hið fallegasta á landinu; þegar ekið er norður yfír Kerlingarskarð birtist Breiðafjörðurinn bjartur og fagur með sínum óteljandi eyjum, Bjam- arhafnarfjalli á vinstri hönd og Þórsnesi á þá hægri. Yzt á Þómes- inu stendur Stykkishólmsbær, þar sem nýja kirkjan gnæfír hátt, skjannahvít og ber við djúpbláan hafflötinn. Gamli bærinn stendur á gömlum ijörukambi á milli tveggja höfða niðri við höfnina, sem af- markast að norðanverðu af Súgand- isey, hárri og sæbrattri klettaeyju, sem lengi hefur verið tákn bæjar- ins. Elztu húsin em við höfnina og gamla byggðin teygir sig frá þeim út á höfðana tvo og upp frá „pláss- inu“ við höfnina. Utsýnið að höfn- inni niður eftir Skólastíg, með litlum litríkum húsum, Súgandisey, gras- krýndri og þverhníptri, bátum við bryggjur og gömlu húsunum við höfnina hefur eðlilega löngum vakið athygli og aðdáun ferðamanna og listamanna. Þessi sýn prýðir meira að segja eitt af frímerkjunum okk- ar. Stykkishólmur á ekki aðeins því láni að fanga að eiga fagurt bæjar- stæði. Þar er einnig bæði óvenju- mikið af gömlum húsum, er hafa sögulegt og menningarlegt gildi, og — sem ekki er síður mikilvægt — þar búa einstaklingar, sem þykir vænt um þessi hús og hafa haft vit á og vilja til að halda þeim við og endurbæta. Sem dæmi má nefna að miklu fé hefur verið varið til að færa Norska húsið, elzta tvílyfta timburhús landsins, í upphaflega mynd, og bæði eigendur Egilshúss og eigendur verslunarhúss Sigurðar Ágústssonar hf. hafa látið endur- smíða þessi hús af fádæma myndar- skap. Nú á dögum EES-viðræðna og aukins samstarfs okkar og tengsla við Evrópu er þeim mun mikilvægara að varðveita sögulega arfleifð, sem minnir á rætur okkar og þjóðmenningu. Það minnir líka á stöðu Stykkishólms í sögu þjóðar- innar að nú á næstunni mun fyrsta bindi í Sögu Stykkishólms koma út í tilefni 200 ára afmælis bæjarins. En ekki er nóg að varðveita gömlu húsin sjálf. Þau mynda ásamt umhverfi sínu eina heild, sem ekki er síður mikilvægt að varð- veita. Við megum því ekki gleyma að gæta þess að raska ekki þessari heild, gömlu byggðinni ásamt um- gjörð hennar. Alveg eins og um- hverfíð án húsanna er einskis virði, þannig dregur það verulega úr gildi húsanna að spilla umhverfí þeirra. íslendingar vilja gjaman annað- Frá Stykkishólmi. „Með þessum fram- kvæmdum er verið að gera Stykkishólmsbæ að bláberum viðkomu- stað, ferjubæ á leiðinni yfir Breiðafjörð, að beina umferð í gegnum bæinn, en ekki ti/hans.“ hvort vanmeta eða ofmeta auðlindir sínar. í móðuharðindunum lögðu menn sér frekar skósóla til munns en borða síld eða smokkfisk. Og fyrir skömmu héldu margir að í laxeldi væri óþijótandi auðlind. Okkur hættir líka stundum til að einblína á beint notagildi og gleyma öðrum gildum. Fyrr á öldum voru skinnblöð úr handritum notuð í skjái eða skó. Gamla byggðin í Stykkishólmi er verðmæti, auðlind, sem vissulega má ekki ofmeta, en ekki heldur gleyma og vanmeta, traðka á. Slíkt væri stórslys. Stykkishólmur hefur lengi verið viðkomustaður ferðamanna yfír Breiðafjörð. Með tilkomu nýja Bald- urs hefur þessi ferðamannastraum- ur í gegnum bæinn aukist, og ber að fagna því. En fara verður með hann af mikilli gát. Bæjaryfírvöld í Stykkishólmi fyrirhuga nú breyt- ingar á höfninni, sem hafa það í för með sér að allri umferð með Baldri yfír Breiðafjörðinn verður beint í gegnum gömlu byggðina, og eftir flæðarmálinu í höfninni, sem verður þá fyllt upp. Hver ein- asta bifreið er um höfnina fer, þar á meðal stórir 20 tonna flutninga- bílar með vagna aftaní, kemur til með að keyra þétt upp við gömlu húsin með tilheyrandi mengun og titringi. Með þessari ráðstöfun er Bókhaldsforritið Vaskhugi Sigurður Brynjólfsson, bílstjóri með sjálfstæðan rekstur: „Nú eru páskarnir orðnir frítími, áður fóru þeir í bókhaldsrugl". Vaskhugi færir sjálfvirkt í DEBET og KREDIT. Vaskhugi er í notkun um allt land. Hann hentar flestri starfsemi þar sem kaup og sala eiga sér stað, svo sem hjá verktökum, iðnaöarmönnum, sjoppum, verkfræðingum, svo eitthvað sé nefnt. Verð á Vaskhuga er kr. 48.000,-, sem er svipað og ein vinnslueining kostar í eldri kerfum. __ Hríngið og við sendum bækling um hæl Vaskhugi hf. 1? 682 680 verið að sóa verðmætunum, spilla auðlind. Ég efa ekki að bæjaryfirvöld hafi íhugað málið vel og gangi gott eitt til með hinum fyrirhuguðu hafnarframkvæmdum, en í öllum bægslaganginum við að einblína aðeins á hið beina notagildi hefur þeim, hygg ég, sézt yfír eitt mikil- vægt gildi; hið menningarsögulega gildi, sem höfnin og gamli bærinn hefur. Með þessum framkvæmdum er verið að gera Stykkishólmsbæ að bláberum viðkomustað, feijubæ á ieiðinni yfír Breiðafjörð, að beina umferð í gegnum bæinn, en ekki til hans. Við megum ekki koma í veg fyrir að nokkurn langi til að hafa viðdvöl í Stykkishólmi. Þegar taka á ákvörðun um mikil- væg málefni verður ávallt að vega og meta kosti og galla. Ef kostir hinna fyrirhuguðu framkvæmda og gallar annarra leiða væru yfírgnæf- andi, þannig að það menningarlega, fagurfræðilega og sögulega gildi sem ég lýsti hér að framan — sem raunar er auðlind — félli fullkom- lega í skuggann, bæri að sjálfsögðu að bretta upp ermamar og halda ótrauður áfram. En hveijir era kostimir og gall- arnir ,í þessu tilfelli? Unnt er að beina umferðinni aðrar leiðir, og með minni tilkostnaði. Til dæmis mætti, með einhveijum hagræðing- um, einfaldlega láta hana fara þá leið sem hún fer nú, og er búin að gera án teljandi vandræða í tvö ár. Onnur rök fyrir umræddri fram- kvæmd eru sögð þau að nauðsyn- legt sé að hafa beina leið frá löndun- arbryggju að vigtarhúsi. Ég vil að sjálfsögðu ekki gera lítið úr þörfum þeirra sem nota höfnina; ástæða er að taka fullt tillit til þeirra. Bein braut í flæðarmálinu myndi stytta leið frá löndunarbryggju að vigtar- húsi um 10-20 metra. Mér er spurn: Vega kostir þessarar stytt- ingar upp galla hennar? Það hlýtur að vera mögulegt að koma til móts við þessa notendur á annan hátt en með hryðjuverkum af ofan- greindu tæi. Samhliða vegalagn- ingu eftir flæðarmálinu er fyrirhug- að. að dýpka innri hluta hafnarinnar til að bæta aðstöðu smábátaeig- enda, og er ekki nema gott eitt um þann hluta framkvæmdarinnar að segja, að því er ég bezt veit. Eg vil því skora á bæjaryfirvöld í Stykkishólmi að endurskoða áætl- un sína um ofangreindar fram- kvæmdir. Við höfum enn tækifæri til að varðveita og nýta auðlind og gera Stykkishólm að einstökum bæ, jafnvel fallegri en hann er nú, sem ferðamenn langar til að skoða og dveljast í. Einblínum ekki um of á beint notagildi, látum ekki þröng- sýni og fyrirhyggjuleysi eyðileggja þetta tækifæri! Komum í veg fyrir annan harmleik og varðveitum skinnblaðið í stað þess að nota það í skó! % I Höfundur er dósent í heimspeki við Háskóla íslands, búsetturí Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.