Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992
19
hljómplötum. Hann söng með
hljómsveit minni og ég spiiaði með
hljómsveit hans. í langri ferð um
landið rödduðum við Flickorna-fra
Smáland með Stebba Þorleifs á
landleguballi á Raufarhöfn og á
gamla Röðli stóðum við hlið við
hlið og fluttum í fyrsta sinn mörg
íslensk lög, sem nú eru alþekkt og
næstum orðin þjóðlög.
Eftirminnileg er ferð til London
til þess að ráða skemmtikrafta
fyrir eitt veitingahúsið í bænum.
Þá var hann heimsmaðurinn, sem
þekkti stórborgina, en ég var að
koma þar í fyrsta sinn og starði
opinmynntur í allar áttir. Eg held
hann hafi fæðst heimsmaður.
Hvergi sá ég hann þó jafn kátan
og hagvanan og í Kaupmannahöfn,
þar sem við eitt sinn hljóðrituðum
hljómplötu. Hann þekkti borgina
vel, talaði góða dönsku og gekk
um eins og hann ætti f borginni
hvert bein. Hann var líka mestur
hrókur fagnaðar á kvöldin, þegar
við hin fengum okkur nokkra bjóra
á nokkrum stöðum og kom alltaf
með þótt hann væri alger reglu-
maður sjálfur.'
Svo fórum við einu sinni um
Færeyjamar þverar og endilangar
með bátum, bílum og flugvélum
og skemmtum í þorpum og bæjum.
Hann lék á als oddi og alls staðar
var eins og hann þekkti fulit af
fólki og það þekkti hann. Einnig
lágu leiðir saman í Sjálfstæðishús-
inu við Austurvöll og einu sinni
stóðum við tveir einir uppi á svið-
inu í Bæjarbíói í Hafnarfirði og
fluttum ákveðið lag úr kvikmynd
kvöldsins, með íslenskum texta
auðvitað, í upphafi hverrár níusýn-
ingar á þessari mjög svo vinsælu
mynd, sem ég man ekki lengur
hvað heitir, en ítölsk var hún.
Leiðir lágu líka oft saman í
Austurbæjarbíói, þar sem helstu
uppákomur í léttri tónlist fóru fram
um langt skeið. Á kabarettum,
hljómleikum, kvöldskemmtunum,
miðnæturhljómleikum og svo
framvegis. Við mættum til leiks
og hann hafði oft eitthveiju
skemmtilegu að segja frá áður en
við gengum fram á sviðið, enda
sögumaður góður. Oft var líka
rabbað og skipst á skoðunum eftir
að spilverki lauk, því að í rauninni
var hann næturhrafn og naut sín
gjaman vel fram á rauðan morgun.
Tíminn leið og við hittumst
stöku sinnum yfír kaffibolla. Alltaf
var talað um áhugamálið — músik
og söng — og við gerðum því gjam-
an skóna á þeim stundum, að eina
RAFORKAN
þarf ekki
aðvera
staðbundin
EB4500X
Rafstöðin frá HONDA er
hentug fyrir verktaka, við
byggingar sumarbústaða
og við almennar húsbygg-
ingar. Hún gefur frá sér
220V straum.
HOIXTDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
hljómplötu í viðbót ættum við eftir
að gera saman. Hún skyldi vera
með stórri hljómsveit til undirleiks
við söng hans.
Svo heyrði ég, að hann ætti í
baráttu við illvígan sjúkdóm. Við
hittumst í vor er leið á samkomu,
þegar STEF veitti honum viður-
kenningu fyrir áratuga afbragðs
flutning á íslenskum lögum — ekki
bara tugum laga, heldur hundruð-
um. Það var af honum dregið og
þegar við féllumst í faðma hvíslaði
hann að mér: „Þú átt Iíka hlut í
þessu, þið eigið allir hlut í þessu.“
Það var síðasta kveðja hans til
mín og annarra hljómlistarmanna,
sem með honum léku, að gefa
okkur þannig hlut í viðurkenning-
unni, sem hann átti svo sannarlega
skilið að fá. Ég kem þessum skila-
boðum hans hér á framfæri.
Haukur Morthens er nú allur
og það er vissulega skarð fyrir
skildi. Hljómplatan með stóru
hljómsveitinni verður aldrei gerð.
En margar aðrar hljómplötur vitna
um vandað ævistarf. Við Svanhild-
ur sendum Ransí, sonunum þrem
og öðrum ættingjum samúðar-
kveðjur.
Ólafur Gaukur.
Kveðja frá Jazzvakningn
Það er ekki ofsögum sagt að
Haukur Morthens hafi verið
fremstur íslenskra dægurlaga-
söngvara - einskonar Frank Sin-
atra íslands - og gladdi sú samlík-
ing Hauk, því fáa söngvara dáði
hann meira. Margt var þeim sam-
eiginlegt, s.s. frábært vald á ball-
öðutúlkun og djasstilfinning þótt
tónlist þeirra næði sjaldnast inn-
fyrir landamæri djassins. Sem ein-
staklingar voru þeir næsta ólíkir,
því ljúfari mann en Hauk gat varla.
Haukur söng með hljómsveit
Gunnars Ormslevs á Heimsmóti
lýðræðissinnaðrar æsku í Moskvu
árið 1957, en þar vann sveitin til
gullverðlauna sem djasshljómsveit
mótsins. Haukur var einnig fulltrúi
íslands á Heimsmótinu í Helsinki
árið 1961 og í hljómsveit hans þar
léku Guðmundur Steingrímsson,
Jón Möller, Sigurbjöm Ingþórsson
og Öm Ármannsson og hlutu tveir
þeir síðastnefndu gullverðlaun fyr-
ir djasssólóa sína. Síðan var haldið
til Leningrad þar sem Haukur sló
í gegn í sjónvarpsþætti - enda var
hann óhemju vinsæll í Sovétríkjun-
um og enn má heyra Ó, borg mín
borg leikið í útvarpi þar eystra.
Hljóðritanir Hauks era fjölmarg-
ar og undirleikarar alltaf þeir bestu
er völ var á. Nefna má af íslensk-
um hið frábæra Röðulstríó Hauks,
þar sem Gunnar Reynir Sveinsson,
Jón Páll Bjamason og Hjörleifur
Bjömsson léku með honum og svo
það er hann vann með Dönunum
Paul Godske og Jorgen Grauenga-
ard. Það var ógleymanlegt að
heyra Hauk og Paul Godske að
nýju á tónleikum þeim er haldnir
vora í Háskólabíói í tilefni sextugs-
afmælis Hauks fyrir átta áram.
Jazzvakning á Hauki mikið að
þakka. Þegar íjárhagur félagsins
var sem verstur kom hann fram á
styrktartónleikum á Hótel Borg og
söng þá m.a. með frænda sínum
Bubba Morthens og Megasi. Færri
komust að en vildu og Jazzvakning
gat siglt áfram á djassins ólgusjón
- þetta endurtók Haukur þegar
nauðsyn bar til og stórtónleika
SJÁ SÍÐU 35
' /
\ \ / I
" / N \
\ , \ \ / i \ II | /
\ y t \ i
AEC .
Hausttilb°ð
AEG vifta Competence 100 D-w
Verð áður 13.431 kr.
Tilboð 9.980 kr. stgr.
AEG þurrkari Lavatherm 53Ó W
Verð áður 84.664 kr.
niboð 69.730 kr. stgr.
AEG eldavél Competence 500 F-w
Verð áður 60.109 kr.
Tilboð 49.780 kr. stgr.
Gerðu heimilisstörfin auðveld með AEG!
Tilboðið gildirtil 1. nóvember 1992. Umboðsmenn um allt land.
Umboösmann Reykjavfk og nágrenni:
Byggt og búið. Reykjavík
BYKO, Hringbraut
BYKO, Kópavogi
BYKO, Hafnarfiröi
Gos, Reykjavfk
Hagkaup, Reykjavlk
Brúnás innréttingar, Reykjavík
Flt, Hafnarfiröi
Þorsteinn Bergmann, Reykiavík
H.G. Guöjónsson, Reykjavík
Rafbúöln, Kópavogi
Vesturland:
Málningarþjónustan, Akranesi
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi (
Guöni Hallgrimsson, Grundarfiröi
Ásubúö, Buöardal
VestfirÖir:
Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi
Bjarnabúð, Tálknafiröi
Edinborg, Bildudal
Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri
Einar Guöfinnsson, Bolungarvík
Straumur, Isafiröi
Noröurland:
Kf. Steingrimsfjaröar, Hólmavík
Kf. V-Hún., Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Rafsjá, Sauöárkróki •
KEA, Akureyri
KEA, Dalvík
Bókabúö Rannveigar, Laugum
Sel, Mývatnssveit
Kf. Þingeyinga, Húsavik
Urö, Rautarhöfn
Austurland:
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði
Stál, SeyöisfiröT
Verslunin Vík, Neskaupstaö
Hjalti Siqurösson, Eskifiröi
Rafnet Reyöarfirði
Kf. Fáskrúosfiröinga, Fáskrúösfiröi
KASK, Höfn
Suðurland:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli
Mosfell, Hellu
Árvirkinn, Selfossi
Rás, Þorlákshöfn
Brimnes, Vestmannaeyjum
Reykjanes:
Stapafell, Keflavfk
Rafborg, Grindavík
BRÆÐURNIR
OKMSSON HF
Lágmúla 8. Slmi 38820