Morgunblaðið - 23.10.1992, Side 20

Morgunblaðið - 23.10.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 Kveikt í rusli í Ný- listasafni Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Vatnsstíg- í fyrrinótt, þar sem vegfarendur fundu mikla reykjarlykt. í (jós kom, að eldur logaði í rusli í herbergi á Nýlista- safninu. Hann var fljótslökktur og skemmdir urðu iitlar. Talið er víst að um íkveikju hafi verið að ræða. Slökkviliðinu var tilkynnt um megna reykjarlykt á svæðinu kl. 3 um nóttina. Þegar það kom á staðinn reyndist reyk leggja undan þak- skeggi Nýlistasafnsins. Reykkafarar fóru inn í húsið og logaði þá í rusli á gólfi herbergis, sem er inn af sýn- ingarsal. Vel gekk að slökkva eldinn og var húsið reykræst. Skemmdir urðu litlar, nema smávægilegar af reyk. Slökkviliðið telur fullvíst að kveikt hafi verið í ruslinu og er talið að sá Mprgunblaðið/Kristinn í gær var unnið við að hreinsa Nýlisstasafnið. sem það gerði hafi komist inn um opinn glugga. Það styrkir slökkviliðið í trúnni, að á sama tíma og eldurinn uppgötvaðist í Nýlistasafninu gaus upp eldur í ruslatunnu við hús hinum megin við Vatnsstíginn. Spilaklúbbar Ekkí upplýst um ólögleg- an rekstur í Skipholti „LÖGREGLAN hefur ekki haft neina ástæðu til að ætla að í spilasalnum í Skipholti fari fram ólögleg starfsemi, en við munum grípa þarna inn í ef ástæða telst til,“ sagði Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn þegar hann var spurður hvers vegna lögreglan léti starf- semi spilavítis í Skipholti óáreitta. Ómar Smári sagði að eigandi spilasalarins í Skipholti hefði staðið öðruvísi að málum en eigendur spila- vítanna í Súðarvogi og Ármúla. „Hann setti upp aðstöðu og flutti inn spilaborð og rúllettuhjól, en leitaði til lögreglunnar eftir upplýsingum um hvort hann gæti fengið leyfi fyr- ir starfsemi," sagði Ómar Smári. „Lögregluembættið treysti sér ekki til að veita slíkt leyfi og vísaði á dómsmálaráðuneytið, sem gaf sömu svör. Við höfum því fylgst vel með því, hvað þama fer fram. Þama hef-' ur mjög lokaður hópur setið að spil- um og áfengi hefur ekki verið selt. Það er því engin ástæða til að ætla, að þar fari fram ólögleg starfsemi, þ.e. að þama sé starfrækt spilavíti í atvinnuskyni. Þessi spilavítamál eru hins vegar í biðstöðu núna og við flýtum okkur hægt þar til niðurstaða hefur fengist í málum eigenda spila- vítanna í Súðarvogi og Ármúla. Eg ítreka hins vegar að ef við teljum ástæðu til að grípa inn í, þarna eða annars staðar, þá gerum við það,“ sagði Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Kirkjuþing Stofnað verði embætti prests eða djákna er ann- ist þjónustu við fatlaða ÞRATT fyrir brýna þörf hefur embætti prests í þjónustu við fatl- aða verið lagt niður, um tíma a.m.k. Sr. Guðný Hallgrimsdóttir, sem gegnt hefur starfinu tímabundið, segir að ástæðan sé sú að samtök fatlaðra sem fjármagnað hafi starfið að V* hlutum á móti biskupsstofu, telji að þau eigi ekki að greiða sérstaklega fyrir prestþjónustu fatlaðra meðan almennir borgarar fái hana í gegnum ríkið. Kirkjuþingið beinir þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra og fjármálaráðherra að þeir beiti sér fyrir því að veitt verði fé til að stofna embætti prests eða djákna er annist þjónustu við fatlaða. í samtali við Guðnýju kom fram að hún hefði tekið við starfínu í ágústmánuði árið 1990 og hefði það mótast smám saman. Störf hennar hafa verið af ýmsum toga. „Ég hef sérstaklega sinnt fötluðum bömum og foreldrum fatlaðra bama sem þurfa, að mér finnst, mjög á stuðning að halda í sorg sinni. Því það er sorg að eignast fatlað barn þó svo það veiti foreldr- um sínum mikla ánægju þegar á líður,“ sagði Guðný og minnti á að það væri erfítt að sjá um fatlað- an einstakling og t.d. veita honum úrræði þegar foreldrarnir væm ekki lengur til staðar. Hún tók fram að hún hefði m.a. sinnt undirbúningi fermingar- fræðsluefnis fyrir fatlaða og ann- ast fermingar. Þá kannaði hún í samvinnu við Carl Brand, starfs- mann samstarfsnefndar um feril- mál fatlaðra, aðgengi við og í kirkj- um og safnaðarheimilum Reykja- víkurpófastsdæmanna tveggja. „Við komumst að því að kirkjan má mjög mikið bæta sitt aðgengi," sagði hún og bætti við að lítið þýddi að bjóða fatlaða einstaklinga velkomna þegar komið væri að svo til læstu dyrum í þeirri merkingu að ef til vill væra 10 tröppur upp að kirkjunni og 10 sm hár þrösk- uldur inn í hana. Starf Guðnýjar, sem var í 75% í greinargerð með framvarpinu segir m.a. að víðast hvar sé hið besta samstarf milli sóknarnefnda og sóknarpresta og náið samstarf um flesta þætti starfs, „... en þó virðist eðlilegt að ganga betur frá stöðu sóknarprestsins gagnvart mikilvægum ákvörðunum, ekki síst þeim er snerta búnað kirkju, útlit og starfsmannahald," segir í tillög- unni og í beinu framhaldi: „Sam- ræming ábyrgðar og forystu sókn- arprests og ábyrgðar og frum- kvæði sóknarnefnda mundi koma starfí, var fjármagnað af biskup- stofu að einum þriðja hluta og samtökum fatlaðra, þ.e. öryrkja- bandalagi og þroskahjálp, að tveimur þriðju en það hefur nú verið lagt niður vegna þess að sam- tök fatlaðra telja ekki að þau eigi að greiða sérstaklega fyrir prest- þjónustu á meðan hinn almenni borgari fær þessa þjónustu í gegn- um ríkið. Guðný telur mjög miður að staðan hafi verið lögð niður enda hafi sýnt sig að brýn þörf sé fýrir starf af þessu tagi. í veg fyrir árekstra, er oft stafa af misskilningi.“ Tillögu biskups var vísað til löggjafamefndar. Af öðram tillögum, sem lagðar voru fram í gær, má nefna tillögu til þingsályktunar um embætti og þjónustu í þjóðkirkjunni, tillögu til þingsályktunar um Hinn almenna kirkjusjóð og frumvarp til laga um kirkjuþing og kirkjuráð. í dag verð- ur m.a. fjallað um tillögu til þings- ályktunar um djáknanám og tillögu til þingsályktunar um að kanna aðstoð við atvinnulausa. Lög um sóknarnefnd- ir verði endurskoðuð HR. Ólafur Skúlason, biskup, flutti þingsályktunartillögu um að kjósa þriggja manna nefnd til að endurskoða lög um sóknamefnd- ir og gera tillögur til að tryggja sem best grundvöll að samstarfi sóknarnefnda og sóknarpresta, á þriðja degi Kirkjuþings í Bústað- arkirkju i gær. ftnita MATERNITY V. Verðandi mæður: Meðgöngubelti Meðgöngunærfatnaður Meðgöngubrjóstahaldarar Gjafahaldarar lympí Laugavegi 26, s. 13300 Kringlunni 8-12, s. 33600. J Þrotabú Fiskvinnslunnar á Bíldudal Heimamenn gera tilboð í eignimar og undirbúa stofnun hlutafélags HEIMAMENN á BÍIdudal ásamt fleiri aðilum lögðu fram og kynntu tilboð í þrotabú Fisk- vinnslunnar hf. á Bíldudal á miðvikudag, en þeir undirbúa jafnframt stofnun hlutafélags sem yfirtæki reksturinn ef samningar takast um söluna. Byggðastofnun sem á kröfu á fyrsta veðrétti hefur þegar sam- þykkt tilboðið fyrir sitt leyti, en að sögn Skarphéðins Þórissonar bústjóra verður væntanlega tek- in afstaða til tilboðsins á fundi veðkröfuhafa í dag. Skarphéðinn vildi ekki upplýsa fjárhæðir tilboðsins en sagði það fela í sér kaup á langflestum eigum þrotabúsins sem væra frystihúsið sjálft ásamt sláturhúsi og verbúð- um og auk þess væri gert tilboð í flest hlutabréf sem eru í eigu þrotabúsins, þ. á m. 75% hlut Fisk- vinnslunnar í Útgerðarfélagi Bíld- dælinga hf. Sagði hann ljóst að sumir veðkröfuhafar þyrftu að af- skrifa talsverðar fjárhæðir og því í ORGELHÚSI nýja orgelsins í Hallgrímskirlgu sem þýska fyrirtækið Klais Orgelbau hann- þyrfti tíma til að skoða tilboðið áður en afstaða til þess væri tekin. Útgerðarfélag Bílddælinga hef- ur haft rekstur Fiskvinnslunnar á leigu að undanförnu, samkvæmt leigusamningi, til 1. nóvember. Skiptafundur í þrotabúinu hefur verið auglýstur 29. október. aði og smíðaði er glerveggur sem vakið hefur athygli, en hönnun hans og smíði var í höndum íslenskra aðila. Orgelhúsið, sem er á fjóram hæðum, er smíðað úr gegnheilli eik og að baki þess er sérstakur tvöfaldur glerveggur sem varpar öllum hljóm inn í kirkjuna. Upphaf- lega vildi þýska fyrirtækið hafa vegg þennan úr steinsteypu en sú tillaga fékk lítinn hljómgrunn hjá húsameistaraembætti ríkisins. í samvinnu við Andrés Narfa Andr- ésson arkitekt og Gunnar Pálsson verkfræðing sem sá um hljómburð- inn, var veggurinn síðan hannaður úr gleri. Er þetta fyrsta Klaisorgel- ið sem hefur glervegg í orgelhúsi og voru forsvarsmenn þýska fyrir- tækisins mjög ánægðir með árang- urinn. Verkið var síðan boðið út og sá Vélsmiðjan Gils hf. um smíð- ina. Orgel í Hallgrímskirkj u Islensk hönnun á vegg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.