Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 21 Göngnmenn létu skúrirnar ekki aftra sér frá ánægjufegri útiveru og sumir spenntu regnhlífar. * Samtökin Iþróttir fyrir alla efna til göngudags Hátt í 100 þúsund manns tóku þátt SAMTÖKIN íþróttir fyrir alla áætla að um eitt hundrað þúsund manns á öllum aldri vítt og breitt um landið hafi tekið þátt í göngu- deginum sem samtökin gengust fyrir í gær. Dæmi eru um að heilu fyrirtækin hafi lokað á meðan starfsmennirnir brugðu sér í göngu. Að sögn Kristjáns Harðarsonar, framkvæmdastjóra íþrótta fyrir alla, voru um 400 skipulagðar göngur farnar í gær. Morgunblaðið/Emilía Markús Örn Antonsson borgarstjóri i hópi yngri borgara á göngu eftir Tjarnarbakkanum. Um 200 göngur voru famar á höfuðborgarsvæðinu og fór Markús Örn Antonsson-, borgarstjóri og göngugarpur, fyrir einni þeirra sem Iagði upp frá Ráðhúsi Reylq'avíkur um hádegisbilið. Sæmilega viðraði víðast hvar, en þó hmtu skúrir á göngumenn í Reykjavík. Kristján sagði að saumaklúbbar, kvenfélög, skólar, dagvistarheimili, eldri borgarar, fyrirtæki og íþrótta- félög hefðu skipulagt göngur. Göngurnar voru allt frá 20 mínútna hádegisgöngum upp í eins til tveggja tíma göngutúra. í Lækjar- skóla í Hafnarfirði vom allir, kenn- arar og starfsfólk jafnt sem nem- endur, skyldaðir til að ganga. Um eitt þúsund manns tóku þátt í sér- stakri Reykjavíkurgöngu og hátt í 200 manns vom í Landsbanka- göngunni. Póstur og sími var með göngu sem og Grandi, en fyrirtæk- inu var lokað í 45 mínútur meðan á göngunni stóð. Þá voru þrjár göngur skipulagðar af ATVR. „Göngudagur er upphaf á gönguátaki sem Iþróttir fyrir alla standa fyrir og á að standa yfir í eitt ár. Markmiðið er að fyrirtækin stofni í kjölfar þessa dags göngu- hópa innan fyrirtækjanna. Búið er að stofna gönguklúbb Miklagarðs sem hóf göngu sína í Öskjuhlíð- inni. Eftir helgi kemur út á vegum Iþrótta fyrir alla Handbók iíkam- ans. Þar er byijendum ráðlagt hve langt þeir eigi að ganga og ýmsar góðar ráðleggingar. Handbókinni verður dreift á bensínstöðvum Skeljungs. Veitt verður viðurkenn- ing til þeirra sem taka þátt í áætl- uninni," sagði Kristján. Hann sagði að sagði að ganga væri keppnisgrein á Ólympíuleik- unum. Maður sem gengi rösklega sömu vegalengd og sá er skokkar brennir sama kaloríufjölda. Gildi göngunnar væri því ótvírætt. Borgarspítali Röntgen- tæknar aft- ur til starfa RÖNTGENTÆKNAR á Borgar- spítala, sem sagt höfðu upp störf- um, hafa komist að samkomulagi við stjórnendur spítalans um að hefja störf að nýju. Hófu þeir störf í gær. Samkomulag náðist um óbreytt vinnufyrirkomulag og gerður var ráðningarsamningur milli spítalans og röntgentækna. Stefnt er að því að gerð kjarasamnings hefjist nú þegar og munu ráðningarkjör taka mið af honum eftir því sem segir í fréttatilkynningu. Áhersla verður lögð á hagræð- ingarverkefni innan röntgendeildar með aðferðum gæðastjómunar og munu röntgentæknar verða virkir þátttakendur í því verkefni. ----»-»-»—.-- Aðalfundur LS á mánudag LANDSSAMBAND smábátaeig- enda heldur aðalfund sinn næst- komandi mánudag á Hótel Sögu. Fundurinn hefst klukkan 8 ár- degis og lýkur síðdegis. Sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson árvarpar fundarmenn í upphafi, en kjörnir fulltrúar eru alls 50. Búizt er við mörgum áheyrnarfulltrúum á fundinn. Helztu mál fundarins verða framtíð krókaveiðibáta, skerðing á afla- heimildum aflamarksbáta, verndun fiskimiðanna og önnur hefðbundin aðalfundarmál. Formaður Lands- sambandsins er Arthur Bogason og framkvæmdastjóri Örn Pálsson. ----» ♦ ♦--- Boris Spasskí fékk frestun TUTTUGUSTU og fjórðu skákinni í einvígi Borisar Spasskís og Bobb- ys Fischers, sem haldið er í Belgrad, var frestað í gær að ósk Spasskís, sem er lasinn. Skákin verður tefld á laugardag. Nýtt tilbob í ríkisbréf mibvikudaginn 28. október Um er að ræða 6. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 2.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 50.000.000 Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga 30. apríl 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisbréfanna. Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 2.000.000 að nafnvirði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun'vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins miðvikudaginn 28. október fyrir kl. 14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.