Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 22
£eci ÍI3HÖTM0 ,8S ÍIUOACIUTBÖH
JöMUöHOM
22
MÖRGUNBLÁ'ÐÍÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992
Fulltrúaþing Rússlands kemur saman i byrjun desember
Mögnuð átök Borís Jeltsíns og
stjómarandstöðu í uppsiglingu
Erfitt verður fyrir forsetann að verja stjórn sína og róttæka efnahagsstefnu
„ÞAÐ er hafið stríð milli rússneska þingsins og forsetans," sagði
Dmitríj V. Ostalskg stj órnmálaritsj óri óháða dagblaðsins Nezavi-
simaja Gazeta í Moskvu í samtali við Morgunblaðið í gær. Víglínan
milU stjórnar og stjórnarandstöðu hefur verið dregin. Sú ákvörðun
þingsins að kalla saman fuUtrúaþing Rússlands í andstöðu við forset-
ann er ávísun á mögnuð átök fram að jólum milli Borís Jeltsíns og
sljómarandstöðunnar. Alexander Rútskoj varaforseti og einn helsti
talsmaður stjórnarandstæðinga (þótt undarlegt megi virðast) varp-
aði fyrstu sprengjunni í gær er hann krafðist þess að sex ótilgreind-
ir ráðherrar úr ríkisstjóminni vikju. Aðstoðarmenn Jeltsins segja
að forsetinn ætli að vetja sína menn með kjafti og klóm.
Þing Rússlands, Æðstaráðið,
felldi á miðvikudag með 114 at-
kvæðum gegn 59 tillögu Jeltsíns
um að samkomudegi fulltrúaþings
Rússlands yrði frestað. Jeltsín hafði
að sögn þýska dagblaðsins Frankf-
urter Allgemeine Zeitung ríkar
ástæður til að sælqast eftir því að
þinginu yrði frestað. Fulltrúaþing-
ið, þar sem um þúsund manns eiga
sæti, var kosið vorið 1990 þegar
aðstæður í Rússlandi voru allt öðru
vísi en nú. Meirihluti fulltrúaþing-
manna er talinn andsnúinn ríkis-
stjóm umbótasinnans Jegors Gajd-
ars. Þegar þingið koma saman í
apríl síðastliðnum héngu örlög
stjómarinnar á bláþræði. Og síðan
þá hafa andstæðingar Jeltsíns náð
að þétta raðir sínar.
Skipta má stjómarandstæðing-
unum í grófum dráttum í tvo hópa.
Annars vegar er Borgarabandalag-
ið. Félagar í því kalla sig „upp-
byggilega" stjómarandstöðu. Hins
vegar em ýmis samtök kommún-
ista og þjóðemissinna. Hinir fyrr-
nefndu vilja stefnubreytingu
stjómvalda S efnahagsmálum og
uppstokkun í ríkisstjóminni en hin-
ir síðamefndu vilja ekki einungis
velta ríkisstjóminni heldur og for-
setanum Borís Jeltsín. Einn megin-
vandi Jeltsíns hefur verið að hindra
samstarf þessara tveggja afla.
Efnahagslegur og pólitískur
öskuhaugur
Jeltsín þyrfti e.t.v. ekki að óttast
slík afturhaldsöf! ef ekki kæmu til
mikil áhrif Borgarabandalagsins
og hörð stjómarandstaða þess.
Forystumenn þess em Rútskoj
varaforseti Rússlands og Arkadíj
Volskíj formaður samtaka rúss-
neskra iðnrekenda. Þeir em ósáttir
við það hvemig ríkisstjómin hefur
tekið á efnahagsmálunum. Lýsti
Rútskoj ástandinu í landinu svo í
gær að Rússland væri „efnahags-
legur og pólitískur öskuhaugur".
Þeir vilja hægfara umbætur í efna-
hagsmálum með meiri þátttöku rík-
isins en núverandi ríkisstjóm gerir
ráð fyrir. Þeir hafa einnig sett fram
hugmyndir um nýja þjóðstjóm þar
sem yrðu stuðningsmenn Jeltsíns,
félagar í Borgarabandalaginu og
menn úr fylkingu kommúnista og
þjóðemissinna. Stuðningsmenn
Jeltsíns segja óforsvaranlegt og
hættulegt að færa andlýðræðiss-
innum valdataumana með þeim
hætti. Ostalskíj, stjómmálaritsjóri
óháða dagblaðsins Nezavisimaja
Gazeta, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að eftir atburði
miðvikudagsins væru menn í
Moskvu famir að tala um hugsan-
Iega arftaka Gajdars. Væri nefndur
maður að nafni Alexander Vlat-
Borís Jeltsin
islavlev en hann er skjólstæðingur
iðnrekandans Volskíjs.
Sigur andstæðinga Jeltsín í at-
kvæðagreiðslunni í þinginu hefur
fært þeim ný vopn í baráttunni
gegn forsetanum. Fulltrúaþingið
hefur vald til að svipta Jeltsín þeim
sérstöku heimildum sem hann fékk
á sínum tíma til að stjóma með
tilskipunum og til að skipa ráð-
herra án samþykkis Æðstaráðsins.
Höfuðrök Jeltsíns fyrir því að fresta
fulltrúaþinginu vora þau að skyn-
samlegt væri að Æðstaráðið fjall-
aði fyrst um framvarp að stjóm-
skipunarlögum Rússlands sem lagt
var fram af hálfu stjómlaganefnd-
ar þingsins fyrr í þessari viku.
Þingið gæti ekki afgreitt framvarp-
ið fyrir desemberbyijun og væri
tíminn fram í mars, apríl nauðsyn-
legur til þess ama. Hefði vilji Jelts-
íns náð fram að ganga þá hefði
honum e.t.v. unnist tími til að fá
samþykkta stjómarskrá þar sem
völd forsetans væra tryggð með
varanlegum hætti.
Nú mun fulltrúaþingið hins veg-
ar koma saman 1. — 9. desember.
Ljóst er að tíminn þangað til er
of skammur til þess að ný stjórnar-
skrá verði tilbúin. Á dagskrá þings-
ins verður því fyrst og fremst
umijöllun um efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Jeltsín hefur ekki
getað staðið við loforðið sem hann
gaf um bætt efnahagsástand fyrir
árslok 1992. Virðist því afar líklegt
að fulltrúaþingið svipti hann hinum
sérstöku völdum sem veitt voru á
grandvelli þessa fyrirheits. Þar með
væra örlög ríkisstjómarinnar ráðin.
Þingforsetinn fékk
hjartaáfali
Umgjörð samþykktar rússneska
þingsins á mánudag var að mörgu
leyti sérstök. Rúslan Khasbúlatov
þingforseti og höfuðandstæðingur
Jeltsíns í þinginu fékk vægt hjarta-
áfall á meðan á þingfundi stóð og
samþykkti þingið að nefnd lækna
kannaði heilsu hans. Einnig kom
til skotbardaga kom milli vopnaðra
þingvarða og lögreglu.
Ostalskij taldi ekki unnt að
draga neinar ályktanir af átökum
þessum í þá veru að vopnuð átök
væra í uppsiglingu milli stuðnings-
manna Jeltsíns og stjórnarand-
stæðinga. Vissulega væri sérkenni-
legt að Khasbúlatov þingforseti
hefði fimm þúsund vopnaða þing-
verði á sínum snæram. Opinberlega
hefði hann ekki getað gefið neina
skýringu á því hvers vegna svo
öflugt lið þyrfti til. Hins vegar
væra allir landsmenn þreyttir á
átökum og herinn stæði með Jelts-
ín og myndi ekki ganga í lið með
stjómarandstæðingum.
Auðjöfur skip-
aður forsætis-
ráðherra
Líbanons
Elias Hrawi, forseti Líbanons,
skipaði í gær 48 ára auðjöfur,
Rafík al-Hariri, í
embætti forsætis-
ráðherra og fól
honum að skipa
þriðju ríkisstjóm-
ina frá því borga-
rastyrjöldin lauk
árið 1990. Al-
Hariri hefur ekki_
gegnt neinu opin- Ai-Hariri
beru embætti áður.
Olíuforði
Bandaríkjanna
mikill
OLÍUFORÐI Bandaríkjanna er
umtalsvert meiri en talið hefur
verið, ef marka má rannsókn, sem
bandaríska orkumálaráðuneytið
kynnti á miðvikudag. Samkvæmt
skýrslu um rannsóknina er áætlað,
að nýtanlegur olíuforði landsins
sé frá 99 til 204 milljarðar olíu-
fata, eftir því hvert olíuverðið er,
eða um átta sinnum meiri en áður
var talið.
Plútoníumflutn-
ingi mótmælt
GREENPEACE-samtökin hafa
skorað á Kanada að koma í veg
fyrir, að hálft annað tonn af plút-
oníumoxíði verði flutt sjóleiðina
frá Frakklandi til Japans. Þeir
segja, að afleiðingamar gætu orð-
ið hrikalegar, ef slys henti á leið-
inni. Nokkur lönd hafa lagt blátt
bann við, að skipið leggi leið sína
um lögsögu þeirra. Kjamorkueftir-
litsstofnunin í Kanada sagði, að
engin hætta stafaði af plútoníumf-
arminum, sem væri kanadískur að
hluta til. Stofnunin byggist við að
veita samþykki sitt fyrir flutningn-
um til Japans innan örfárra daga.
George Bush heilsar kjósendum í Norður-Karólínu.
Reuter
Forskot Clintons minnkar
Washington. Reuter.
FORSKOT Bills Clintons, frambjóðanda demókrata í bandarísku
forsetakosningunum 3. nóvember, er að minnka, samkvæmt skoðana-
könnunum sem birtar voru í fyrrakvöld.
Könnun ABC-sjónvarpsins gefur
til kynna að Clinton hafi nú 12
prósentustiga forskot á George
Bush forseta, en það var 19 stig á
laugardag. 44% aðspurðra sögðust
ætla að kjósa Clinton, 32% Bush
og 16% óháða frambjóðandann Ross
Perot.
Samkvæmt Gallup-könnun
kapalsjónvarpsins CNN er fylgi
Clintons 45%, Bush 32% og Perots
15%. Miðað við könnun, sem sjón-
varpið birti daginn áður, hefur
Clinton misst 2 prósentustiga fylgi,
Bush bætt við sig 3, en Perot stað-
ið í stað.
í könnun ABC kom ennfremur
fram að tiltrú Bandaríkjamanna á
efnahag landsins hefur sjaldan ver-
ið jafn lítil. 92% aðspurðra sögðu
annaðhvort að efnahagur Banda-
ríkjanna væri „ekki góður" eða
„slæmur". Hlutfall þeirra sem eru
óánægðir með eigin efnhag hefur
aldrei verið jafn hátt; 55% að-
spurðra sögðu að efnahagur sinn
væri „ekki góður“ eða „slæmur".
Samkvæmt mælikvarða sjónvarps-
ins um tiltrú neytenda hefur hún
aldrei verið jafn lítil.
Sveitarstóórnarkosningarnar í Finnlandi
Úrslitin geta greitt fyr-
ir samstarfi flokkanna
Eftir Jaakko Iloniemi
UM síðustu helgi fóru fram sveitarstjórnarkosningar í Finnlandi en
sveitarstjórnirnar eru rúmlega 400 að tölu. Hafa þær umtalsverð
völd og áhrif eins og best sést á því, að þær hafa til ráðstöfunar
útsvarið, um 20% af tekjum launþega, og fá auk þess mikið fé frá
ríkinu til reksturs skóla og sjúkrahúsa eða heilsugæslustöðva og til
annarrar starfsemi. Rekstur sveitarfélagsins hefur því oft ekki minni
áhrif á þegnana en rekstur þjóðfélagsins í heild.
Sveitarstjómarkosningamar í
Finnlandi voru óvenjuþýðingar-
miklar að þessu sinni. I þingkosn-
ingunum í fyrravor vann Miðflokk-
urinn, áður Bændaflokkurinn, mik-
inn sigur en síðan hefur margt
breyst í landinu. Gífurlegir efna-
hagserfiðleikar og atvinnuleysi
setja nú mark sitt á þjóðlífið og
því lék mörgum forvitni á að vita
hvemig samstarfsflokkunum í rík-
isstjóm, Miðflokknum og Hægri-
flokknum, vegnaði í kosningunum.
í kosningabaráttunni sögðu
stjómarandstæðingar, einkum
jafnaðarmenn, að í kosningunum
kæmi í ljós hve mikils stuðnings
ríkisstjóm Eskos Ahos forsætisráð-
herra nyti en Aho lagði áherslu á,
að aðeins væri verið að kjósa til
sveitarstjórna og ekki um neitt
annað.
Kosningaúrslitin sýna, að
óánægjan meðal almennings beind-
ist helst að Hægriflokknum. Getur
ástæðan verið sú, að fjármálaráð-
herrann, Iiro Viinanen, er úr
Hægriflokknum og í hans hlut hafa
komið erfiðustu verkin. í augum
margra er hann boðberi illra tíð-
inda, niðurskurðar, skattahækkana
og þjónustugjalda í skólum og í
heilbrigðiskerfinu. Viinanen er auk
þess kunnur fyrir að kalla hlutina
sínum réttu nöfnum og hefur áunn-
ið sér virðingu margra fyrir það
en þeir virðast þó vera fleiri, sem
finnst hann beita niðurskurðar-
hnífnum heldur ótæpilega.
Sveitarstjómarkosningamar
fóru fram skömmu áður en viðræð-
ur um nýjan allsheijarkjarasamn-
ing áttu að hefjast en óhætt er að
segja, að verkalýðsfélögin standi
illa að vígi. Atvinnuleysið er komið
yfir 14% og eitt verkalýðssamband-
Jaakko Uoniemi
ið, helsti umbjóðandi kvenna í þjón-
ustustörfum, varð nýlega gjald-
þrota. Af þessum sökum verður lít-
ið um kröfugerð af hálfu verkalýðs-