Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 23

Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 23
Bretland MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 23 Samdrátt- ur er á öll- um sviðum efnahagsins London. Reuter. MIKILL samdráttur varð á öll- um sviðum efnahagslífsins á þriðja fjórðungi þessa árs, sam- kvæmt könnun • sem breska verslunarráðið (BCC) birti gær. Dróst framleiðsla saman eða stóð í stað á öllum svæðum Bretlands á þessu tímabili. Könnunin náði til 8.242 fyrir- tækja og er framkvæmd árs- fjórðungslega. Christopher Stewart Smith, for- maður BCC, sagði aðstæður allar hafa verið mjög slæmar á þriðja ársfjórðungnum. Samdráttur hefði orðið á jafnt innanlandsmarkaði sem útflutningsmörkuðum, miklar sveiflur verið í vaxta- og gengis- málum og almennur óstöðugleiki í efnahags- og stjórnmálum Bret- lands. „Þetta eru ekki aðstæður sem gefa tilefni til efnahagsbata," sagði Stewart Smith. John Major forsætisráðherra til- kynnti á þriðjudag um breyttar áherslur í efnahagsmálum en í þeim felst að aðaláherslan verður lögð á hagvöxt og sköpun atvinnu- tækifæra. Er það skoðun ríkis- stjórnarinnar að vegna hinnar djúpu efnahagslægðar, sem Bret- land er nú í, sé ekki hætta á að þessi áherslubreyting kyndi undir verðbólgu. INNLENT félaganna og atvinnuekendur eru ekki færir um að bjóða eitt eða neitt. Þótt útflutningur í sumum greinum hafi aukist allnokkuð að undanförnu er ástandið á heima- markaði afar bágborið og fátt, sem bendir til, að úr rætist á næstunni. Svo er einnig með gamla og gróna markaði Pinna í Svíþjóð, Bretlandi og Rússlandi. Ríkisstjórn Eskos Ahos virðist ætla að lifa af áfallið, sem hún varð fyrir í sveitarstjórnarkosning- unum, en sigurvegarar þeirra eru jafnaðarmenn og einnig græningj- ar. Það er líka talið sennilegt, að úrslitin verði til að auðvelda samn- inga á vinnumarkaði og hugsanlegt samstarf stjórnar og stjórnarand- stöðu og þegar allt kemur til alls skiptir það ekki meginmáli hverjir standa við stjórnvölinn á svona tím- um. Kostimir eru skýrir og það fínnast engar gervilausnir. Forsetakosningar verða í Finn- landi 1994 og allnokkur umræða um þær er hafin nú þegar. Eru margir nefndir til sem líklegir frambjóðendur en fínnsku forset- arnir voru flestir forsætisráðherrar þegar þeir voru kjörnir í embættið. Aho neitar því raunar, að hann hafi hug á að bjóða sig fram en hann ætlar að þrauka í forsætisráð- herrastólnum í vetur og að minnsta kosti fram til næsta sumars og hver veit nema eitthvað rætist úr fyrir efnahagslífinu. Það væri ekki ónýtt fyrir hugsanlegan forseta- frambjóðanda að geta þakkað sér fyrir að hafa leitt þjóðina út úr erfíðleikunum. (Höfundur er formaður ráðs atvinnulífsins í Finnlandi og fyrr- verandi sendiherra í Sviss og Bandaríkjunum) t Námamenn fagna sigri Roy Link, leiðtogi Sambands lýð- ræðislegra námamanna (UDM), fagnar hér sigri ásamt félögum sínum eftir vikulangt setuverkfall í kolanámu í Silverhill til að mót- mæla áformum bresku stjómar- innar um að loka 31 kolanámu. Verkfallinu lauk í gær eftir að stjómin hafði horfíð frá áformum sínum í einni mestu kúvendingu breskrar ríkisstjómar undir for- ystu íhaldsflokksins í tvo áratugi. Stjómin hyggst þó loka einhveij- um námum og breska þingið hef- ur hafnað tillögu Verkamanna- flokksins um að þær verði allar starfræktar áfram. ÖRYGGl ■ GOTT VERÐ REKSTRARÖRYGGI Sá sveigjanlegasti, Laserjet IIID. Prentar báðurn megin á blöðin. Tveir bakkar gefa kost á mismunandi pappír og möguleiki er á sér umslagamatara. (8 blaðsíður á mínútu, 300 punkta upplausn, upplausnaraukning, tveir bakkar, tengjanlegur við net, möguleikar á PostScript] Kr. 275.338.- Sá nettasti, Laserjet IIIP. Tilvalinn á skrifborðið. Hentar vel þar sem gerðar eru kröfur um hámarksgæði við útprentun. Möguleiki erá tveimur bökkum. (4 blaðsíðurá mínútu, 300 punkta upplausn, upplausnaraukning, einn bakki, tengjanlegur við net og möguleiki á PostScript) Kr. 121.064,- Sá afkastamesti, Laserjet IIISi. Vandaður, öflugur og hraðvirkur prentari með ótrúlega stækkunarmöguleika. Tilvalinn til tengingar á netkerfum. (16 blaðsíður á mínútu, 300 punkta upplausn, upplausnaraukning, tveir bakkar, tengfanlegur við net og möguleiki á PostScript, minni stækkanlegt upp í 17 Mb) Kr. 417.424.- Sá hagkvæmasti, Deskjet 500. Bleksprautuprentari sem fer nú sigurför um heiminn. Tæknin sem notuð er gefur upplausn á við vönduðustu geislaprentara. (240 stafir á sekúndu, 300 punkta upplausn, HP PCL3 samhæfður) Kr. 44.450.- Sá litríkasti, Deskjet 500C. Bleksprautuprentari með mikil gæði I litaprentun. Ómissandi fyrir þá sem prenta á glærur. (240 stafir á sekúndu, 3 mlnútur blaðsíðan í litaham, 300 punkta upplausn, HP PCL3 samhæfður) Kr. 82.786,- Sá stærsti í lit, Paintjet 300XL. A3 bleksprautuprentari með hámarksgæði í útprentun hvort sem er í lit eða svart/hvítu. Prentarinn er mjög stækkanlegur og tilvalinn til tengingar á netkerfi. möguleiki (1,5 mínútur blaðsíðan I lit, 300 punkta upplausn, á netkortum, minni stækkanlegt upp 118 Mb, 4 blekhyíki með frumlitunum, HP PCL5 samhæfður) Kr. 266.984,- HP Scanjet IIp myndlesari. Gráskala myndlesari með 256 skugga- afbrigðum, allt að 1200 punkta upplausn, 10 sekúndur að lesa A4 blaðsíðu. Kr. 99.083,- HP Scanjet Ilc myndlesari. Litamyndlesarí með 16,7 milljón litaafbrigðum, allt að 800 punkta upplausn, 15 sekúndur að lesa A4 blaðsíðu. Kr. 169.915.- Heimilistæki hf ÖRTÖLVUTÆKNI « Skeitunni 17 ■ slml: 72 20 ■ Fax: 68 72 60 SKEIFAN 17- -a (91) 681665, FAX: (91) 680664 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT GOTT VERD ■ TÆKMNYJUNGAR ■ REKSTRARÖRYGGI ■ GOTT VERD ■ TÆKNINYIUNGAR ■ REKSTRARORYGGl ■ GOTT VERfyv PRENTARAR FRA HEWLETT-PACKARD '.. j TÆKNINÝIUNGAR ■ REKSTRARÖRYGGI ■ GOTT VERD ■ TÆKNINÝJUNGAR ■ REKSTRARÖRY.GGI ■ GOTT VERÐ ■ TÆKNINÝJUNGAR ■ REKSTRARÖRYGGI ■ GOTT VERÐ ■ TÆKNINÝJUNGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.