Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 24
24
; MORGUNBLAÐtÐ FÖSTUDAGUR 23. QKTÓBER 1992
fltofgaitsMftfrtö
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 110 kr. eintakið.
Skipasmíðaiðnaðminn
Fiskiþing-
Alyktun fjárhagsnefndar
Útilokar ekki
gengisfellingai
Orðalag um lækkun launakostnaðar
fellt úr ályktuninni
MIKLAR umræður urðu um ályktun fjárhagsnefndar á Fiskiþingi um
afkomu sjávarútvegsins. í upphaflegu ályktuninni var að finna þau
orð að þingið útiloki ekki að óhjákvæmilegt verði að lækka gengi
krónunnar að einhverju marki. í umræðum var siðan samþykkt að
fella út orðin „að einhveiju marki“.
Sagan sýnir að það er mikil-
vægt fyrir eyþjóð, sem
sækir afkomu sína að stærst-
um hluta til sjávar og er veru-
lega háð millilandasiglingum,
að til staðar sé þróaður og
samkeppnisfær skipasmíða-
ijðnaður, meðal annars til að
sinna nauðsynlegu viðhaldi
fiskiskipaflotans. Það er á
hinn bóginn á brattann að
sækja að halda hér uppi þró-
uðum iðnaði af þessu tagi með
viðhaldsverkefnum einum
saman; það þarf jafnframt til
að koma nokkur nýsmíði svo
verkefni séu næg.
Veiðigeta fiskveiðiflotans
er langt umfram veiðiþol
nytjastofna. Samt sem áður
fellur jafnan til einhver ný-
smíði, meðal annars vegna
úreldingar. Æskilegt er að
nýsmíði, breytingar og við-
gerðir, sem til falla, komi í
hlut heimaaðila, ekki sízt á'
tímum atvinnuleysis. Eðlilegt
er hins vegar að fram-
kvæmdaaðilar beri saman
verð og gæði þjónustunnar á
þessu sviði sem öðrum.
Samkeppnisstaða íslenzks
skipasmíðaiðnaðar hefur
versnað undanfarið. Frá því
er greint í fréttum Morgun-
blaðsins síðastliðinn þriðjudag
að hlutdeild innlends skipa-
smíðaiðnaðar verði aðeins
8,2% af fjárfestingu í fiski-
skipum í ár í stað 40% á síð-
asta ári og 55% að meðaltali
á síðustu tíu árum. Talsmenn
atvinnugreinarinnar kenna
m.a. um undirboðum frá ríkis-
styrktum skipasmíðaiðnaði í
Evrópu. Svo er komið að ýms-
ir óttast algjört hrun í grein-
inni þegar bryddar á uppsögn-
um og umtalsverðu atvinnu-
leysi. Að sögn Jóns Sigurðs-
sonar iðnaðarráðherra hefur
ríkisstjórnin sett á fót starfs-
hóp til að kanna, hvort hingað
hafi borizt ólögmæt undirboð
af hálfu pólskra skipasmíða-
stöðva. Starfshópurinn á jafn-
framt að kynna sér fyrir-
komulag ríkisstyrkja til skipa-
smíðaiðnaðar í ríkjum hins
fyrirhugaða Evrópska efna-
hagssvæðis.
Fyrir stuttu stóð mikill
styrr um umsamda viðgerð á
strandferðaskipinu Búrfelli
(áður Heklu) í Póllandi, en
þarlend skipasmíðastöð átti
lægsta tilboð í verkið. Það
urðu hins vegar lyktir máls
að Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra ákvað, að við-
gerð á Búrfellinu færi ekki
fram í Póllandi, eins og gerður
hafði verið samningur um,
heldur í Stálsmiðjunni í
Reykjavík, sem átti lægsta
tilboð innlendra aðila. „Mér
fínnst að ríkisstjómin hafi
tekið skynsamlega á málum
með því að taka þá ákvörðun
að láta 'gera við Búrfellið í
Reykjavík í stað þess að sigla
því til Póllands. Það hefur
ekki verið létt verk hjá sam-
gönguráðherra að breyta fyrri
ákvörðun og því er þessi
stefnubreyting mjög virðing-
arverð,“ sagði formaður Fé-
lags járniðnaðarmanna.
Ríkið er eigandi Búrfellsins.
Umframkostnaður við viðgerð
skipsins hér á landi, miðað við
kostnað í Póllandi, kemur að
hluta til til baka í sköttum
fyrirtækis og starfsfólks sem
að viðgerðinni koma. Með til-
liti til þeirrar staðreyndar,
sem og aukins atvinnuleysis í
landinu, sem kallar á vaxandi
útgjöld í atvinnuleysisbótum,
verður að taka undir þau orð
formanns Félags jámiðnaðar-
manna að ákvörðun sam-
gönguráðherra hafí verið rétt.
Það er á hinn bóginn ekki
hægt að deila á útvegsmenn,
sem flestir eiga í vök að veij-
ast með reksturinn, þótt þeir
taki hagstæðustu tilboðum í
nýsmíði og viðgerðir, hvort
heldur þau koma frá erlendum
eða innlendum aðilum. Það
leiðir af frjálsri samkeppni og
frelsi í viðskiptum landa á
milli.
Á þessu máli em þó fleiri
hliðar, sem íslenzkt samfélag
hlýtur að horfa til. Nefna má
ríkisstyrki til skipasmíðaiðn-
aðar í samkeppnisríkjum, sem
leiða til undirboða. Þeir sam-
ræmast ekki heilbrigðri mark-
aðssamkeppni. Ef ríkisstyrkt
undirboð leiða til þess að verk-
efni og störf flytjast úr landi,
á tímum atvinnuleysis, með
tilheyrandi skatttekjutapi fyr-
ir ríkissjóð og sveitarfélög og
útgjaldaauka fyrir samfélagið
í atvinnuleysisbótum, er
ástæða til að staldra við og
huga að viðbrögðum. Býr t.d.
skipasmíðaiðnaðurinn við
sambærileg rekstrarskilyrði
og samkeppnisfyrirtæki í Evr-
ópu, að því er varðar skatta
á aðföng og starfsemi og/eða
aðra rekstrarþætti? Er fjár-
munum, sem ella fæm í aukn-
ar atvinnuleysisbætur, ekki
betur varið til atvinnuskap-
andi og arðbærra fram-
kvæmda eða til þess að létta
álögum af fyrirtækjum, sem
standa í harðri samkeppni við
erlenda aðila um að halda
störfum í landinu?
En mesta umræðan spannst um
orðalag í kaflanum um þá kostnaðar-
lækkunarleið sem nú er til athugunar
og þingið er samþykkt. Þar sagði
m.a. að tvísýnt væri að sú leið dygði
og að nauðsynlegt kynni að vera að
leita fleiri leiða meðal annars að lækk'a
launakostnað. Nokkrir þingffulltrúa
sem til máls tóku töldu að þetta orða-
lag mætti skilja sem svo að þingið
væri samþykkt beinni launalækkun
sem leið til að mæta vandanum og
að slíkt væri ógeðfellt. Því var ákveð-
ið áð fella úr ályktuninni orðin „með-
al annars að lækka launakostnað".
Orðrétt er því endanleg útgáfa af
þessum kafla ályktunarinnar svo: „51.
Fiskiþing telur lækkun kostnaðar vera
Guðjón A. Kristjánsson segir að
hann telji nauðsynlegt að rannsaka
áhrif lax á nytjastofna og hvort lax-
inn éti mikið af seiðum nytjastofna
eins og þorsks og ýsu. Þetta sé alger-
lega órannsakað hér við land og
hann fái ekki séð hvemig eigi að
standa að þeim rannsóknum án þess
að veiða laxinn. „Við vitum ekkert
um þátt laxsins í fæðukeðjunni í
sjónum hér við land og teljum að
hann þurfí að kanna," segir Guðjón.
Einn þeirra sem lagðist algeriega
gegn þessum hugmyndum á þinginu
var Arthúr Bollason. Arthúr segir
að það sé álíka gáfulegt að telja að
lax éti þorsk í einhveijum hættuleg-
um mæli og að hann sjálfur sé að
í hinni upphaflegu ályktun um EES
sem lá fyrir þinginu frá fjárhagsnefnd
var ekki að finna yfirlýsingu um
stuðning eða andstöðu við EES-samn-
inginn heldur m.a. skorað á stjómvöld
að falla ekki frá kröfum um tollfrelsi
og lýst áhyggjum vegna ríkisstyrkja
til sjávarútvegs.
Meðal þeirra sem til máls tóku í
umræðunum um ályktunina var Krist-
ján Loftsson. Hann sagði það sína
skoðun að samþykkja ætti EES-samn-
inginn enda engin hætta því samfara.
Hægt væri að segja samningnum upp
með eins árs fyrirvara. Kristján og
Pétur Bjamason fluttu síðan sameig-
vænlegustu leiðina til þess að atvinnu-
lífíð lifí af þann vanda sem við er að
glíma og til þess að tryggja að at-
vinnuástand geti orðið sæmilegt. En
hinsvegar er ljóst að um svo geigvæn-
legar fjárhæðir er að ræða að tvísýnt
er að niðurfelling skatta og lækkun
þjónustugjalda nægi. Þess vegna kann
að reynast nauðsynlegt að leita fleiri
leiða. Ekki þarf að taka fram að eng-
in ný skattlagning á sjávarútveginn
getr komið til álita, þar með talin
greiðsla Hagræðingarsjóðs. Þar að
auki er nauðsynlegt að lækka vexti
og lengja lán þeirra fyrirtækja sem
lífvænleg eru talin og létta þannig
þjmgstu greiðslubyrðina."
éta hvalastofnana undir drep. „Ef
menn era að leita að orsökum fyrir
því að nytjastofnamir era jafnilla
famir og raun ber vitni, með þessum
hætti, er verið að leita ansi langt
eftir sökudólgum," segir Arthúr.
„Við eigum að veiða lax á stöng
eins og gert er en ekki í sjó enda
hefur kílóið af stan'gveiðilaxi skilað
okkur 1.000 dolluram en kílóið af
laxi veiddum í sjó gefur okkur 10
dollara."
Pétur Bjarnason segir að hann
hafí komið með málamiðlun sína þar
sem hann telji rétt að lífhættir laxs-
ins í sjó séu kannaðir en hinsvegar
vilji menn alls ekki fara út í ein-
hvert hagsmunastríð við laxabænd-
inlega ályktunina sem samþykkt var
naumlega.
Ályktun um þjóðaratkvæði kom frá
Jónasi Haraldssyni. Hann sagðist
flytja hana þar sem hann taldi að þjóð-
in ætti að fá að tjá hug sinn í þessu
máli, alveg burtséð frá því hvort EES-
samningurinn væri sjávarútvegi hag-
kvæmur eða ekki.
Þar sem ályktun Kristjáns og Pét-
urs var talin ganga lengst af þeim
þremur sem fyrir lágu kom hún fyrst
til atkvæða. Er ljóst var að hún hafði
samþykki meirihluta fulltrúa voru hin-
ar tvær ályktanimar ekki bornar upp
til atkvæða.
Snarpar umræður um laxveiðar í sjó
Alyktun um tilrauna
veiðar á laxi samþykkt
SNARPAR umræður urðu á Fiskiþingi í gærdag um ályktun frá allsher-
jarnefnd um nýtingu á hval og sel. í fjórða lið þeirrar ályktunar er
kveðið á um rannsóknir á þeim sviðum vistfræði sem hugsanlega hafa
áhrif á nytjastofna. Guðjón A. Kristjánsson kom með viðbótarályktun
við þann lið sem kvað á um að tilraunaveiðar yrðu hafnar á laxi í sjó
til að rannsaka áhrif hans á lífríki nyljastofna. Eftir harðar umræður
kom Pétur Bjarnason síðan með breytingu á þessari viðbót sem kvað
á um takmarkaðar tilraunaveiðar og þannig var ályktunin samþykkt.
Skorað á Alþingi að samþykkja EES
Áíyktunin var samþykkt
með naumum meirihluta
FISKIÞING samþykkti með naumum meirihluta ályktun þar sem skor-
að er á Alþingi að samþykkja EES-samninginn. Ályktunin var sam-
þykkt með 17 atkvæðum gegn 15. Tvær aðrar ályktanir um EES lágu
fyrir þinginu en voru ekki afgreiddar vegna þessa. Var önnur þeirra
um að þjóðaratkvæði ætti að fara fram um EES.
-- - ■ -
2Q0Í
Sí
Morgunblaðið/Kristinn
Eflaust hlakka margir krakkar til að fá far með tveggja hæða Lundúnastrætisvagni.
Borgarkringlan
11 daga Bretlandsveisla
JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði Bret-
landsveislu í Borgarkringlunni með því að vígja nýuppgerðan
breskan símaklefa frá árinu 1939 í gær. Veislan felst í viðamik-
illi kynningu á breskri vöru ogþjónustu og stendur til 1. nóvem-
ber.
Meðal þeirra sem skemmta
gestum í Borgarkringlunni á
meðan á Bretlandsveislunni
stendur era skoski sekkjapípu-
leikarinn Robert Maclntosh,
listakonan Helen Cooper sem
málar á silki og grínleikarinn
Adrian Kaye í gervi Charlie
Chaplins.
Tískusýningar verða haldnar
á haust- og vetrartískunni frá
nokkram þekktustu hönnuðum
Bretlands s.s. Vivienne Westwo-
od, Jasper Conran og Paul
Smith. Og ekki má gleyma
áætlunarferðum tveggja hæða
Lundúnastrætisvagns í Borgar-
kringluna. Ferðir strætisvagns-
ins era ókeypis.
Meðal þess sem minnir á Bretland
í Borgarkringlunni þessa daga er
þessi gamli símaklefi.
Landssamtök atvinnulausra fengu styrki og húsnæði í gær
Tekjutenging bóta og
bótaréttur sjálfstæðra
atvinnurekenda athuguð
Nýsköpun meö styrk atvinnuleysistryggingasjóös
TIL greina kemur að miða atvinnuleysisbætur við tekjur bótaþega að
sögn Sighvats Björgvinssonar ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála.
Nefnd á hans vegum vinnur að því að endurskoða lög um atvinnuleysis-
bætur og segir Sighvatur rétt að endurmeta reglur um hveijir eigi aðild
að atvinnuleysistryggingasjóði, með tilliti til sjálfstæðra atvinnurekenda.
Nefndin mun líka fjalla um skráningu atvinnulausra og vinnutilboða en
Sighvatur segir að ekki verði horfið frá vikulegri skráningu, í henni
felist nauðsynlegt eftirlit. Allt eru þetta baráttumál nýstofnaðra Lands-
samtaka atvinnulausra. Reynir Hugason formaður samtakann segir að
um 120 manns hafi skráð sig í þau og segjast verkalýðsforkólfar til í
að ræða hugsanlegt samstarf. Samtökin fengu styrki frá atvinnurekend-
um í gær og hyggjast leigja húsnæði við Ármúla 38.
Landssamtök atvinnulausra hyggj-
ast leita til ríkis og sveitarstjóma um
fjárstuðning. Tvö samtök atvinnurek-
enda létu 200.000 í té í gær, og seg-
ir Reynir Hugason að ekki sé eftir
neinu að bíða. Til stendur að ráða
starfsmann í hálft starf og leigt hefur
verið 55 fm húsnæði við Ármúla 38.
Þangað geta atvinnulausir snúið sér
og taka vinnuhópar til starfa um helg-
ina. Á stofnfundinum furðuðu menn
sig á að verkalýðsleiðtogar létu ekki
sjá sig og vildu ræða hvemig stéttar-
félög gætu stutt við bak atvinnulausra
félagsmanna.
Lára V. Júlíusdóttir framkvæmda-
stjóri Alþýðusambands íslands segir
sjálfsagt að ræða við fulltrúa atvinnu-
lausra og reyna að greiða fyrir þeim.
„Við vorum ekki boðuð sérstaklega á
fundinn í gær og töldum rétt að hóp-
urinn fengi að hittast áður en við
blönduðumst í málin."
Þórann Sveinbjömsdóttir formaður
Sóknar tekur í svipaðan streng, segir
eðlilegt að samtökin leiti til stéttarfé-
laga og ræði aðgerðir. „Ég get ekki
á þessari stundu sagt til um hver við-
brögð yrðu en við viljum gera það sem
hægt er til að hjálpa þeim sem ekki
fá vinnu. Hvað uppbyggingu atvinnu-
lausra varðar má nefna gott mál, sem
er námskeið Námsflokkanna fyrir
þennan hóp,“ segir Þórunn.
Magnús L. Sveinsson formaður VR
segist telja að boða hefði átt forystu
launþegasamtaka á stofnfundinn i
fyrradag til að ræða hvernig standa
ætti að starfinu. „Aðstaða fyrir at-
vinnulausa til að hittast er kannski
ágæt hugmynd, en það sem mestu
skiptir er að ráða fram úr atvinnuleys-
inu sjálfu."
Skiptar skodanir um rétt
sjálfstæðra atvinnurekenda
Bjöm Grétar Sveinsson formaður
Verkamannasambands íslands segir
að óhætt hljóti að vera að fullyrða að
verkalýðsfélögin muni styðja sína
menn. „Húsnæði verkalýðsfélaga úti
á landi stendur atvinnulausum félög-
um til dæmis ábyggilega opið,“ segir
hann. „En ég get ómögulega tekið
undir kröfu samtaka atvinnulausra
um að sjálfstæðir atvinnurekendur fái
aðild að atvinnuleysistryggingarsjóði.
Ég minni á forsöguna, um sjóðinn var
samið eftir fimm vikna verkfall 1955
og við höfum hvað eftir annað þurft
RLR verði gert kleift
að sinna hlutverki sínu
- segir Hörður Jóhannesson, nýráð-
inn yfirlögregluþjónn RLR
„ÞAÐ þarf að endurskoða verkaskiptingu lögregluembættanna á
Reykjavíkursvæðinu og gera Rannsóknarlögreglu ríkisins kleift að
sinna því hlutverki, sem henni var ætlað I upphafí. Lögregian í Reykja-
vík, Kópavogi og Hafnarfirði ætti að sinna smærri afbrotum sjálf, líkt
og önnur lögregluembætti landsins gera, enda er staðarlögregian oft
betur í stakk búin til að greiða úr slikum málum en rannsóknarlögregi-
an, sem á, eðli sínu samkvæmt, að einbeita sér að stærri málum,“ seg-
ir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn Rannsóknariögreglu ríkisins.
Hörður, sem er 38 ára Reykvík-
ingur, starfaði hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins frá 1981 til ársloka
1990, þegar hann tók við starfi skrif-
stofustjóra embættis ríkissaksókn-
ara. Þann 1. september sl. tók hann
við starfi yfírlögregluþjóns hjá rann-
sóknarlögreglunni, en þá var yfir-
stjóm stofnunarinnar breytt, svo nú
eru yfírlögregluþjónamir tveir. Fyrir
var Helgi Daníelsson. Hörður segir
að sér lítist mjög vel á nýja starfíð,
en hann hefur ákveðnar hugmyndir
um breytingu á verksviði RLR.
Smærri mál fari ekki til RLR
„Þegar rannsóknarlögreglan var
stofnuð, árið 1977, var henni ætíað
að sinna alvarlegri brotamálum á
höfuðborgarsvæðinu og aðstoða
önnur lögregluembætti landsins við
rannsókn slíkra mála,“ segir Hörð-
ur. „Það var mikið framfaraskref
að koma RLR á laggirnar, en síðan
hefur of lítið gerst. Rannsóknarlög-
regian fær núna til sín aragrúa
mála, en stærstan hluta þeirra gætu
embættin á höfuðborgarsvæðinu
rannsakað sjálf. Rannsóknardeildir
annarra lögregluembætta á landinu
sinna slíkum málum og eru raunar
betur í stakk búnar til þess en rann-
sóknarlögreglan. Það skýtur til
dæmis skökku við að þjófnaður á
þvotti af snúru í Mosfellsbæ, eða
stuldur á hjólbarða í Hafnarfirði
skuli koma inn á borð rannsóknar-
lögreglunnar."
Hörður segir að rannsóknarlög-
reglan finni stundum fyrir alls konar
„tískusveiflum" í málatilbúnaði. „Á
tímabili var töfralausn allra sem
ekki gátu leyst úr ágreiningsmálum
sínum að kæra til rannsóknarlög-
reglunnar og allt átti að leysa með
„opinberri rannsókn". Ég fullyrði að
Iögmenn losuðu sig iðulega við við-
skiptamenn sína með því að kæra
mál hingað, jafnvel vitandi að ekki
væri um lögreglumál að ræða. Okk-
ur er hins vegar ætlað að rannsaka
sakamál, hvort brot hafi verið fram-
ið og þá hver það gerði, en ekki að
leysa úr ágreiningi milli manna eða
gera upp þeirra viðskipti."
Sérfræðiþekking innan RLR
Hörður segir að rannsóknarlög-
reglan hafi yfír víðtækri þekkingu
og tækjabúnaði að ráða, til að rann-
saka alvarleg sakamál. „Við stofnun
RLR vora deildir hennar þrjár. Ein
sinnir ofbeldis- og kynferðismálum,
önnur fjársvikum og skjalafalsi og
sú þriðja innbrotum, þjófnuðum og
unglingamálum. Fjórðu deildinni var
svo bætt við árið 1985 og það er
tímanna tákn að hún sinnir rann-
sóknum á skatta- og efnahagsbrot-
um. Þá er tæknideild okkar ágætlega
tækjum búin. Ég er maður sérhæf-
ingar og trúi því statt og stöðugt
að það sé öllum til góða að við höf-
um sérfræðinga á hveiju sviði.
Starfsmenn RLR fara til útlanda í
þjálfun og ráða yfir víðtækri þekk-
ingu, til dæmis í .skriftarrannsókn-
um, rannsóknum á eldsupptökum og
á fleiri sviðum. Þeir era góð blanda
af eldri og reyndari mönnum og
ungum mönnum, sem eiga framtíð
fyrir sér.“
Hörður segir að erfitt gæti reynst
að manna deildina, sem rannsakar
skatta- og efnahagsbrot. „Lögreglu-
skólinn þjálfar menn ekki í bókhaldi
og öðram fræðum, sem nauðsynlegt
er að kunna skil á til að vinna í
þeirri deild. Raunar miðast skólinn
ekki að neinu leyti við að mennta
menn til starfa í rannsóknarlögreglu.
Áhugi rannsóknarlögreglumanna á
því að starfa að rannsóknum á efna-
hagsbrotum og annarra lögreglu-
manna að koma til RLR er lítill,
kannski vegna þess að launamis-
Morgunblaðið/Júlíus
Hörður Jóhannesson, yflrlög-
regluþjónn RLR.
munur er nánast enginn. Ég bendi
á, að inn í stofiianir lögreglunnar
erlendist hafa í auknum mæli verið
ráðnir viðskiptafræðingar og endur-
skoðendur, til að starfa samhliða
lögreglumönnum."
Auðgunarbrot
fyrirferðarmikil
Afbrot hafa breyst í tímanna rás
og Hörður segir alls konar auðg-
unarbrot miklu fyrirferðarmeiri en
áður. „Tékkafalsið er að miklu leyti
angi af fíkniefnavandanum," segir
' hann. „í hópi þessara falsara er fólk,
sem kemur aldrei nálægt afbrotum
framar, ef það getur losað sig út
úr vítahring áfengis og fíkniefna.
Það er því ekki allt fengið með því
að efla löggæslu og þyngja dóma,
því það hefur lítil áhrif á þennan
hóp, sem þarf fyrst og fremst að
aðstoða við að komast út úr þessum
vítahring. Rannsóknarlögreglan er
því ekki hluti af þeirri lausn. Við
eram ágætlega í stakk búnir til að
rannsaka mál, en tékkamál era allt
of mörg. Lausnin liggur fyrst og
fremst hjá þeim, sem höndla með
tékka. Kæraleysi þeirra er allt of
mikið og þeir spyija til dæmis ekki
um skilríki með mynd, svo þeir viti
við hveija þeir era að skipta. Bankar
þurfa líka að bera meiri ábyrgð á
viðskiptamönnum sínum og vera
vandfýsnari á þá. Það er fáránlegt,
en satt, að menn sem hafa verið
dæmdir fyrir tékkamisferli, hafa
gengið inn í banka, opnað tékka-
reikning og fengið tékkhefti eins og
ekkert hafi í skorist."
Hörður segir að bankakort séu
vita gagnlaus og geri fremur ógagn
en hitt. „Við höfum nýverið upplýst
mál manna, sem komust yfír tékk-
hefti og bankakort. Þeir tæmdu heft-
ið og komust svo yfir nokkur hefti
til viðbótar. Þeir gátu skrifað út
ávísanir að vild og alltaf sýndu þeir
sama bankakortið. Með þessu móti
komust þeir yfir hundrað þúsunda."
Bókhaldsbrot og nótulaus
viðskipti
Nauðsynlegt er að skerpa laga-
ákvæði, sem ná til bókhaldsbrota,
að mati Harðar. „Það er engin hemja
að þessi mál skuli ekki hafa verið
tekin fastari tökum. Ef bókhalds-
skyldur aðili heldur ekki bókhald,
þá á það eitt að nægja til sakfelling-
ar. Bókhaldsleysi og gjaldþrot í
framhaldi af því er kjörinn jarðvegur
fyrir mann, sem vill taka fé út úr
rekstrinum. Þá þarf að vekja at-
hygli almennings á því, hve mikil
meinsemd nótulaus viðskipti era. í
Danmörku hefur tekist að innræta
fólki, að það sé öllum í hag að nótu-
laus viðskipti líðist ekki, heldur beri
öllum að standa skil á virðisauka-
skatti. Hér eigum við langt í iand
og stjórnvöld verða að fara að gera
upp við sig hvort þau vilja taka á
þessu," segir Hörður Jóhannesson,
yfirlögregluþjónn Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
að veija hann í kjarasamningum. Nú
segjast sjálfstæðir atvinnurekendur
vilja komast inn og ég spyr hver á
að fylgjast með þessum mönnum?
Hvenær á að telja þá atvinnulausa?“
Magnús L. Sveinsson bendir á að
fjórðungur af tekjum sjóðsins komi
frá sjálfstæðum atvinnurekendum eða
einyrkjum. Það hafi sýnt sig að undan-
fömu að þeir geti líka orðið atvinnu-
lausir.
Atvinnurekendur borga 6,2% ið-
gjald af öllum launum og fer obbi
þess til lífeyris- og slysatrygginga
Tryggingastofnunar en 1,15% í at-
vinnuleysistryggingasjóð. Iðgjaldið er
reyndar 2,7% fyrir þá sem vinna að
fiskveiðum, iðnaði og landbúnaði. Sig-
hvatur Bjorgvinsson segir vél komá
til greina að í ljósi þéssa verði annað
hvort breytt reglum um iðgjaldið eðá
sjálfstæðum atvinnurekendum veittur
réttur til atvinnuleysisbóta.
Gert er ráð fyrir að atvinnuleysis-
tryggingarsjóður þurfi 2,3 milljarða
króna á næsta ári en iðgjöldin gefa
aðeins 1,2 milljarða. Ríkissjóður samdi
nýlega við sveitarfélögin um 500 millj-
óna framlag á næsta ári. Þau geta
svo sótt um framlög úr sjóðnum fyrir
tiltekinn fjölda manna sem takist á
við ný verkefni. Sighvatur Björgvins-
son segir að framlag á mann verði
jafn hátt bótunum, ávinningurinn fel-
ist í að borga til atvinnuskapandi verk-
efna og stuðla að framföram.
Eitt af baráttumálum nýstofnaðra
Landssamtaka atvinnulausra er að
skilyrði verði sköpuð í þjóðfélaginu til
að fólk fái atvinnu við hæfi og nýsköp-
un i atvinnulífi er þáttur í því. Sighvat-
ur segir að á Húsavík hafi verið gerð
tilraun í takt við samkomulagið fyrir
1993. Þar hafi tekist vel til.
Keflvíkingar undirbúa samstarf
við atvinnuleysistryggingasjóð
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Kefla-
vík, segir að bæjaryfirvöld athugi nú
möguleika á að fá styrk úr Atvinnu-
leysistryggingasjóði í því skyni að
greiða laun starfsmanna fyrirtækja í
nýiðnaði um ákveðinn tíma, gegn því
að fólk, sem verið hefði atvinnulaust,
fengi vinnu.
Að sögn Ellerts stendur þetta ein-
göngu til boða fyrir fyrirtæki í nýiðn-
aði eða nýjum atvinnugreinum, sem
ekki era í samkeppni við atvinnustarf-
semi, sem fyrir er á staðnum. Hefð-
bundinn fiskiðnaður kemur því til
dæmis ekki til greina í þessu sam-
bandi.
Hann sagði að enn hefði ekkert
samkomulag af þessu tagi komizt í
kring. Hópur fyrirtækja, sem nú væra
í rekstri, hefði gert fyrirspumir um
styrki, en ekki reynzt uppfylla skilyrð-
in. Menn, sem væra með hugmyndir
um nýjan rekstur, hefðu rætt við
bæjaryfirvöld, þar á meðal einn sem
hefði í hyggju að setja á stofn fisk-
réttaverksmiðju af nýrri tegund. Þá
hefði bærinn boðið tveimur eða þrem-
ur aðilum upp á styrk af þessu tagi.
Þar á meðal væri Stakksvík (áður
Hraðfrystihús Keflavíkur). „Þeim var
sagt að ef þeir vildu fara af stað með
humarvinnslu eða einhvetja aðra ný-
breytni, væri hægt að bjóða þeim 20
starfsmenn í átta vikur," sagði Ellert.
„Þetta er raunverulega styrkur í
byijunarþrepinu. Menn era kannski
nokkum tima að koma framleiðslulínu
í gang, kenna starfsfólkinu réttu
handtökin og annað slíkt. Hámarkið
er átta vikur með þessum styrk og á
þeim tíma verða menn að koma fyrir-
tækinu á flot eða ekki,“ sagði Ellert.
„Þá getur þetta samstarf Atvinnuleys-
istryggingasjóðs og viðkomandi sveit-
arfélags hjálpað. Það er miklu betra
að gera eitthvað í þessa vera en að
bærinn taki stöðugt fólk í vinnu í
umhverfísmálum, því að það er ekki
til frambúðar."
-P