Morgunblaðið - 23.10.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.10.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 Félagslegt sölukerfi íbúða EINAR K. Guðfinnsson (S-Vf) gerir ekki ágreining um félags- lega aðstoð til íbúðarkaupa. En honum virðist framkvæmdin orka mjög tvimælis. í gær sagði hann í þing- ræðu: „Það er þess vegna ekki nóg með að við höfum byggt upp félagslegt kerfi til að að- stoða fólk við að kaupa sér húsnæði heldur höfum við líka komið á fót fé- lagslegu kerfi tíl þess að se(ja.“ Einar mælti fyrir þingsályktun- artillögu um að leita leiða til að efla almennan íbúðamarkað á landsbyggðinni. í gær gerði Einar K. Guðfínns- son (S-Vf) grein fyrir tillögu þingsályktunar sem hann og fjórir þingmenn úr jafnmörgum flokkum standa að. En _ meðflutningsmenn eru: Halldór Ásgrímsson (F-Al), Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf). Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- — stjórninni að skipa nefnd er leiti leiða til þess að efla almennan íbúðarmarkað á landsbyggðinni. Nefndinni verði sérstaklega ætlað að skoða hver áhrif lög og reglur um félagslegt íbúðarhúsnæði hafí á stöðu íbúðamarkaðarins.“ Verðhrun Framsögumaður, Einar K. Guðfinnsson, sagði tillöguna vera Stuttar þingfréttir Greiðslustöðvun vegna atvinnuleysis Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) og Svavar Gestsson (Ab-Rv) hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Flutningsmenn vilja bæta við tveimur lagagrein- um sem m.a. gera ráð fyrir að: „Húsnæðismálastjóm er heimilt að veita lántakendum frest á greiðslu afborgana, vaxta og verð- bóta, að hluta eða að öllu leyti, af lánum veittum til íbúðaöflunar úr Byggingarsjóði ríkisins eða Byggingarsjóði verkamanna og fasteignaveðbréfum sem hús- bréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins hefur tekið við í skiptum fyrir húsbréf." Tillagan gerir ráð fyrir því að greiðslufrestinn verði heimilt að veita ef atvinnuleysi, langvarandi veikindi eða aðrar sambærilegar ástæður valda verulegum fjár- hagsörðugleikum hjá lánþega eða fjölskyldu hans. flutta að mjög svo gefnu tilefni. Fyrir margt löngu væri ljóst að markaðsverð íbúðarhúsnæðis væri langt undir framreiknuðum stofn- kostnaði þess og víða væri hús- næði nær óseljalegt. Verðmæti húsnæðis hefði brunnið upp og skert eignir fólks á landsbyggðinni svo næmi gríðarlegum fjárhæðum. Ræðumaður sagði að þetta mál brynni á landsbyggðinni. Þessi til- laga hefði verið lögð fram á síð- asta þingi en ekki komið til um- ræðu. Fjölmiðlar hefðu þó getið tillögunnar að nokkru og hefði sá fréttaflutningur kallað fram sterk viðbrögð og stuðning landsbyggð- armanna. Einar K. Guðfínnsson riflaði upp að í eina tíð hefði verið upp- gangur og bjartsýni ríkjandi um landið, fólk byggði og keypti hús- næði alls óhrætt á landsbyggð- inni. En nú væri öldin önnur. „Fólk hikar við að fjárfesta á eigin ábyrgð í húsnæði, þó það hugsi sér að búa á viðkomandi stað. Það óttast óvissuna. Hræðist að sú MMIKSI staða komi upp að ekki reynist unnt að losna við húskofann ef þörf krefur. Fólk leitar þess vegna í öryggið, vissuna, hið félagslega íbúaðarhúsnæði sem sífellt verður stærri þáttur í húsakosti þeim sem í landinu er. Ekki síst úti á landi," sagði Einar K. Guðfínnsson. Framsögumaður lagði ríka áherslu á að hann væri sammála lagalegum og hugmyndalegum grundvelli Byggingarsjóðs verka- manna sem væri samkvæmt 63. grein laga nr. 84/1988: „Að ann- ast lánveitingar til félagslegra íbúða með það að markmiði að bæta úr húsnæðisþörf þess fólks sem þarfnast til þess sérstakrar fyrirgreiðslu." Um þetta væri eng- inn marktækur pólitískur ágrein- ingur. En menn væru örugglega ekki sammála um framkvæmdina. Einar K. Guðfínnsson tók dæmi frá heimahögum sínum á Vest- Ijörðum. Árið 1990 hefði fer- metraverð notaðra félagslegra íbúða af stærðinni 110-130 fer- metrar verið 63.100 krónur. Á sama tíma hefði meðalverð á fer- metra á almennum markaði verið 37.010 krónur. Það væri vitaskuld augljóst að hvað verðið áhrærði, væri það miklu vænlegri kostur að kaupa sér húsnæði á almennum markaði. T.d. vegna kaupa á 130 fermetra húsnæði; 4,8 milljónir á almennum markaði en 8,2 milljón- ir í félagslega kerfínu. En á hinn bóginn væri afskap- lega fróðlegt að athuga greiðslu- byrðina vegna þessara fasteigna- kaupa annars vegar á almenna markaðinum og hins vegar í hinu félagslega íbúðarkerfí. Ræðumað- ur rakti nokkra útreikninga Hús- næðisstofnunar ríkisins. Þar kom m.a. fram greiðslubyrði hjóna með 150 þúsundir króna í tekjur og 820 þúsunda króna eigið framlag. Ef keypt var á almennum markaði var greiðslubyrðin sem hlutfall af launum 44,3% fyrsta árið, 27-28% næstu þijú ár en hrapaði svo niður í 10,1%. Hins vegar væri hlutfallið stöðugt 11,8% ef kaupin voru gerð í félagslega kerfínu. Eftir að skammtímalánin hefðu verið greidd væri hlutfallið lægra á hin- um almenna markaði. Sjálfhelda Sú sjálfhelda sem almennir íbúðaeigendur á landsbyggðinni væru nú í, lyti ekki endilega að því að auðveldara væri að eignast þak yfír höfuðið með því að kom- ast inn í hið félagslega íbúðar- kerfí. Vandinn væri sá að þar væri öryggið. Lögin um Húsnæðis- stofnun kvæðu á um kaupskyldu sveitarfélaganna að öllum félags- legum eignaríbúðum og félagsieg- um kaupleiguíbúðum fyrstu 10 árin frá útgáfu afsals, en í fimm ár á almennum kaupleiguíbúðum. Einar K. Guðfinnsson sagði: „Sá sem er í félagslegu íbúðarhúsnæði hefur því allt sitt á þurru. Hann þarf ekki að óttast að geta ekki selt, þegar honum býður svo við Kirkjusögnsafn heim til Hóla TÓMAS Ingi Olrich (S-Ne) mælti í gær fyrir þingsályktun- artillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa stofnun safns þjóðminja að Hól- um í Hjaltadal er verði einkum helgað kirkjusögu íslands". Pálmi Jónsson (S-Nv) er með- flutningsmaður. Tómas Ingi Olrich minnti til- heyrendur sinnar ræðu á að þjóð- minjar eru meðal verðmætustu menningargilda hverrar þjóðar. Þær veittu inn- sýn í sögu þjóð- arinnar, styrktu ímynd hennar jafnt inn á við sem út á við, og efldu einnig sam- kennd þjóðarinnar. Tómas Ingi sagði menningargildi og áhrifa- mátt sýningargripa styrkjast til mikilla muna þegar hægt væri með góðu móti að koma því við að sýna þá á þeim stöðum sem tengdust þeim með beinum eða óbeinum hætti. Og ekki síst ef slíkir stðir væru samofnir megin- köflum í sögu þjóðarinnar og því í reynd minnismerki um líf og starf þjóðarinnar. Ræðumaður fór nokkrum orð- um um þann sóma og virðingu sem landsmenn vildu sýna þjóðminjum og fomum gripum. Hefðu sveitar- stjómir lagt þessum málaflokki; héraða- og minjasöfnum lofsvert lið. „Allmikið ber þó á-því að minni hyggju að þessi söfn séu innbyrðis lík að uppbyggingu og ekki hefur verið hugað nægilega að því þar sem þess er kostur, að þau gegndu hlutverki sem hefði þjóðlegt gildi fremur en að vera bundið við hér- að. Leita þarf því leiða til sundur- greiningar og sérhæfíngar annars vegar og hugsanlegs hlutverks einstakra landshluta í vörslu þjóð- minja hins vegar,“ sagði Tómas Ingi. Ræðumaður sagði einnig að til- laga þessi tengdist þróun ferða- mála með mjög beinum hætti. Til- lagan miðaði að því að efla Hóla sem áningarstað fyrir íslendinga. Það væri samdóma álit þeirra sem reynslu hefðu af ferðamálum að beinasta leiðin til eflingar ferða- þjónustu almennt væri að leita fyrir sér á heimamarkaði. Erlendir ferðamenn leituðu síðan í þann farveg sem þjónusta við innlenda ferðamenn markar. Athygli þingmanna var einnig vakin á þvi að á undangengnum árum og áratugum hefði verið unnið mikið endurreisnarstarf að Hólum á sviði skóla-, kirkju- og menningarmála. Prestar Hólastift- is hefðu mjög látið sig varða endurreisn biskupsstóls á Hólum og Skagfírðingar jafnan haft mik- inn metnað fyrir hönd Hóla. Og nú hefði vígslubiskupsembættið verið bundið Hólastað. í þingsályktunartillögu þessari væri ríkisstjóminni falið að und- irbúa stofnun þjóðminjasafns að Hólum er verði helgað íslenskri kirkjusögu. Kæmi tvennt til. Ann- ars vegar hefði ríkisstjóm íslands sameiginlega tekið ákvarðanir sem skipt hefðu sköpum um endurreisn Hóla og Hóladómkirkju. Hins veg- ar bæri að taka tillit til að þetta mál varðaði þrjú ráðuneyti, kirkju- málaráðuneytið, landbúnaðar- ráðuneytið og menntamálaráðu- neytið. Flutningsmaður lagði til þessu Tómas Ingi Olrich að horfa. Honum eru tryggð þau félagslegu réttindi að sveitarfélag- ið hans verður að kaupa af honum húsnæðið, bjóði honum svo við að horfa. Með öðrum orðum, það er ekki einasta að samfélagið hafí rétt hjálparhönd við að eignast húsnæðið, svo sjálfsagt og það var nú. Heldur kemur það einnig til bjargar ef hann ætlar að selja. Það er þess vegna ekki nóg með að við höfum byggt upp félagslegt kerfí til að aðstoða fólk við að kaupa sér húsnæði heldur höfum við líka komið á fót félagslegu kerfi til þess að selja.“ Ræðumaður sagði að við værum í skelfílegri sjálfheldu vegna þess vanda sem nú væri kominn upp úti á landi. Það stoðaði ekki að reyna að vísa þessu máli frá sem einhverri óvild í garð hins félags- lega kerfís. Aðstoð væri sjálfsögð til þeirra sem þess þyrftu með en það gengi ekki að um leið væru aðrir skaðaðir. Einar K. Guðfinns- son vænti þess að þessi tillaga fengi hraða og góða afgreiðslu. Hann lagði til að tillögunni yrði vísað til félagsmálanefndar og síð- ari umræðu. Þingmönnum þótti að hér hefði Einar K. Guðfinnsson hreyft við brýnu vandamáli. Ástæður og af- leiðingar af verðhruni og sölu- tregðu húsa og íbúða á lands- byggðinni væru margar og margslungnar. Þingsályktunartil- lagan væri hin þarfasta og var Einari þakkað fyrir tillöguflutn- inginn. Til máls tóku: Jóhann Ár- sælsson (Ab-Vl), Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Margrét Frí- mannsdóttir og Ingibjörg Pálma- dóttir (F-Vl). Umræðan var til lykta leidd en atkvæðagreiðslu frestað. Kantarakápa Jóns Arasonar Hólabiskups er nú geymd í Þjóð- minjasafninu i Reykjavík. máli yrði vísað til síðari umræðu og menntamálanefnd til um- fjöllunar. Ekki tóku aðrir til máls við þessa fyrri umræðu en at- kvæðagreiðslu var frestað. ■ Á PÚLSINUM föstudagskvöld- ið 22. október leikur hljómsveitin Vinir Dóra. Sérstakir gestir kvöld- ins verða meðlimir Jökulsveitar- innar með blússöngkonunni Mar- gréti Sigurðardóttur í farar- broddi. Meðlimir hljómsveitarinnar Jökulsveitarinnar eru auk Margrét- ar Georg Bjamason, Finnur Júlí- usson, Ásgeir Ásgeirsson og Baldvin Sigurðsson. Jökulsveitin stendur svo fyrir sjálfstæðum tón- leikum sunnudagskvöldið 25. októ- ber og verður sérstakur gestur það kvöld söngkonan Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir. Laugardaginn 24. október leikur svo rokkhljómsveitin Bleeding Volcano sem nýverið sendi frá sér geisladiskinn Damcrack. Hljómsveitina skipa Vilhjálmur Brekkan, Guðmund- ur Þ. Sigurðsson, Hallur Ingólfs- ,son og Sigurður Kristinsson. Hljómsveitin Jökulsveitin ■ HUÓMSVEIT- IN Todmobile kemur fram um helgina á tveimur stöðum. Á föstudagskvöldið leik- ur hljómsveitin á Tveimur vinum og á laugardagskvöldið í veitingahúsinu Þot- unni. Hljómsveitin hefur nýlega hafíð vetraryfirreið sína. Hljómsveitin Todmobile.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.