Morgunblaðið - 23.10.1992, Side 29

Morgunblaðið - 23.10.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 I 29 Endurbótum á Harðbak miðar vel Átta skip hafa verið eða eru til viðgerða í Póllandi Ljósmynd/Stefán Stefánsson Umfangsmiklar endurbætur eru nú gerðar á Harðbak EA, einu skipa Útgerðarfélags Akureyringa hf., í skipasmíðastöðinni Nauta í Gdyn- ia í Póllandi þar sem þessi mynd var tekin fyrir skömmu. Hafnaði 30 metra fyrir utan veg BIFREIÐ var ekið út af Súlu- vegi, vestan við hús Vegagerðar ríkisins, klukkan rúmlega 14 í gær. Okumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysa- deild til rannsóknar. Bifreiðin valt þegar henni var ekið útaf og hafnaði 30 metrum utan vegar. Meiðsii ökumannsins voru ekki talin alvarleg. ♦ ♦ ♦--- Davíðshús Átta aðilar fá afnot af lista- mannaíbúð Menningarmálanefnd hefur afgreitt umsóknir um afnot af lista- og fræðimannsíbúð í Dav- íðshúsi og hefur henni verið úthlutað til átta aðila frá byrjun desember á þessu ári til loka september á næsta ári. Ólöf Sigurðardóttir myndlistar- maður hefur íbúðina til afnota frá 4. desember næstkomandi til 20 janúar 1993, en þá hefur Leikfé- lagi Akureyrar verið úthlutað ibúð- inni vegna sýninga á Leðurblök- unni og hefur félagið íbúðina til afnota til marsloka. í apríl verður Anna S. Snorra- dóttir rithöfundur í Davíðshúsi, þá kemur Hrafn A. Harðarson, bóka- vörður og ljóðskáid, þá Lárus M. Bjömsson rithöfundur, Kristín Bjamadóttir rithöfundur, Hafliði Hallgrímsson tónlistarmaður og loks Einar Öm Stefánsson þjóðfé- lagsfræðingur. -----♦ ♦ ♦--- Kvæðakvöld í Grófargili KVÆÐAKVÖLD verður haldið með Þorsteini Gylfasyni á verk- stæði Norðanpilta í kjallara gamla mjólkursamlagsins í Grófargili annað kvöld, laugar- dagskvöldið 24. október, kl. 20.30. Þar mun höfundur fara með eig- in kvæði ásamt þýðingum á ljóðum ýmissa erlendra góðskálda, einnig munu Hólmfríður Benediktsdóttir og Michael J. Clarke syngja við undirleik Robert Simm nokkra sí- gilda söngva í þýðingum Þorsteins. (FréttatiJkynning) VIÐAMIKLAR endurbætur og lagfæringar eru nú gerðar á Harð- bak EA, einu skipa Útgerðarfé- lags Akureyringa hf., í skipa- smiðastöðinni Nauta í Gdynia í Póllandi, en tilboð pólsku stöðvar- innar í verkið var sem kunnugt er umtalsvert lægra en önnur. Harðbakur kom til Gdynia 20. september síðastliðinn og hófust end- urbætur á togaranum þá þegar, en þeim miðar vel. Endurbætumar fel- ast m.a. í endurnýjun á togþilfari, togspili, innréttingum í brú og bún- aði á millidekki. Pólveijar hafa haft í nógu að snú- ast fyrir íslendinga undanfarin miss- eri, en af skipum sem afgreidd hafa verið þaðan í sumar má nefna Húna- röst RE, Happasæl KE, Óskar Hall- dórsson RE, Kóp GK, Örn KE og Sléttanes ÍS er væntanlegt þangað á næstunni. Auk Harðbaks EA er Hafnarey SU þar nú til viðgerða Jþessa stundina, en um er að ræða átta skip. Umræða um tíðar utanferðir ís- lenskra skipa til viðgerða hafa verið háværar að undanfomu og um síð- ustu helgi var brottför Búrfells til Póllands stöðvuð, en gera átti við skipið þar ytra. Vetrarstarf Guðspekifé- lags Islands að hefjast VETRARSTARF Guðspekifélags íslands hefst með opnu húsi með kaffi og kökum fyrir félagsmenn og velunnara laugardaginn 24. október kl. 15-18 í Ingólfsstræti 22 í tilefni af þvi að lokið er við umfangsmikla endurbyggingu efri hæðar hússins. Starfíð í vetur verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á föstudög- um kl. 21 verða flutt erindi og mun prófessor Þórir Kr. Þórðarson haida fyrsta erindi vetrarins föstudaginn 30. október. Á laugardögum verður opið hús með fræðslu og umræðum - kl. 15-17. Á sunnudögum kl. 17 verður kyrrðarstund með tónlist. Níu vikna námskeið í hugrækt verður á þriðjudögum í umsjá Ein- ars Aðalsteinssonar. Hefst það þriðjudaginn 27. október ki. 21 og er ókeypis og öllum opið meðan húsrúm leyfír. Guðspekifélagið er alþjóðlegt fé- lag sem stofnað var í New York 1875. Stefnuskráin byggist á bræðralagi og jafnrétti ásamt algeru hugsana- og trúfrelsi. Guðspekifé- lagið gefur út tímaritið Ganglera, sem fjallar um andleg málefni á breiðum grunni. (Úr fréttatilkynningu) ■ ■ ♦ ♦ ♦------- Lokaátak vegna und- irskrifta- söfnunar NÚ UM helgina fer fram lokátak í undirskriftasöfnuninni þar sem farið er fram á að þjóðin fái að segja álit sitt á EES-samning- unum. Söfnunin hefur gengið vel úti á landsbyggðinni en sama er ekki að segja um höfuðborgarsvæðið. Um helgina á að gera átak til að ljúka undirskriftasöfnuninni og munu menn verða við helstu verslunarmið- stöðvar og í Kolaportinu með undir- skriftarlista. Fyrstu vikuna í nóvember mun Alþingi að öllum líkindum afgreiða þingsályktunartillöguna um að samningurinn fari fyrir þjóðarat- kvæði. Þá þurfa undirskriftalistar að liggja fyrir. Skrifstofan verður opin um helg- ina, föstudag frá kl. 16-19 og á laugardag frá kl. 11-16. UNIFEM- fundur á Holiday Inn UNIFEM á íslandi, félag til stuðn- ings þróunarsjóði sem styrkir konur í þróunarlöndum til sjálfs- bjargar, hyggst halda upp á stofndag Sameinuðu þjóðanna laugardaginn 24. október nk. með morgunverðarfundi kl. 9.30-11 á Holiday Inn. Dagskrá fundarins verður í bland fræðsla og skemmun: Davíð Oddsson forsætisráðherra mun ávarpa fund- inn. Oddfríður Halla Þorsteinsdóttir, deildarstjóri alþjóðaskrifstofu, Mar- grét Einarsdóttir sálfræðingur og Jón Ormur Halldórsson lektor munu flytja erindi um þróunarmál og Páll Eyjólfsson mun leika á gítar fyrir gesti fundarins. Fundurinn er öllum opinn. Leikfélag Akureyrar Útlendingnrinn æfður S AMLESTUR á gaman- og spennuleiknum Útlendingnum eftir Larry Shue hófst hjá Leikfélagi Akureyrar í vikunni, en þetta verk verður jólafrumsýning félagsins. Nú er barnaleikritið Lína langsokkur sýnt þjá leikfélaginu fimm sinnum í viku fyrir fullu húsi. Útlendingurinn hefur notið sí- vaxandi vinsælda allt frá frumsýn- ingu í Bandaríkjunum fyrir nokkr- um árum og var verkið t.d. sýnt 700 sinnum í New York, það sló í gegn í London og þá hefur það verið sýnt i 17 leikhúsum á Norður- löndum og verður aftur frumsýnt á öllum Norðurlöndunum í vetur. Aðalpersóna leiksins, Charlie, er svo sjúklega feiminn að þegar hann fer í ferðalag með vini sínum frá Bretlandi til Suðurríkja Banda- ríkjanna þykist hann vera útlend- ingur til að losna við að halda uppi samræðum. Hann kemst því að mun fleiru en honum er ætlað og í gegnum ótrúlegar uppákomur fá bæði hann og aðrir vanmáttug- ir uppreisn æru, en illmennin mak- leg_ málagjöld. Átta leikarar fara með stór hlut- Morgunblaðið/Rúnar Þór Hópurinn sem tekur þátt í gaman- og spennuleiknum Útlendingnum hjá Leikfélagi Akureyrar kom saman til fyrsta samlestrar í gær, en verkið verður frumsýnt um jólin. verk, Þráinn Karlsson, Sigurveig Jónsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Bryndís Petra Bragadóttir, Jón Bjarni Guðmundsson, Sigurþór Albert Heimisson og Björn Karls-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.