Morgunblaðið - 23.10.1992, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.10.1992, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 Haukur Morthens söngvari - Minning Jazzvakningar sótti hann oftast. Haukur söng í síðasta skipti á vegum Jazzvakningar í Súlnasal Hótels Sögu er Guðmundar Ing- ólfssonar var minnst. Hann hafði I þá tekið þann sjúkdóm er leiddi hann til dauða, en óhætt er að segja að enginn heillaði hlustendur jafn mikið á þeim tónleikum og Haukur er hann sveiflaði blúsnum. Til loka var ryþmagaldurinn hans. Farinn að heilsu tók Haukur boði RúRek djasshátíðarinnar og var heiðursgestur á tónleikum Jons Hendricks og kompanís 16. maí sl. Það var gaman að heyra þá stórsöngvarana spjalla í hléinu og þeir og Ellý Vilhjálms voru mynd- aðir í bak og fyrir. Ég þakka Hauki ótal ánægju- stundir í tali og tónum og fyrir hönd Jazzvakningar sendi ég ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Vernharður Linnet. Sumarið 1950 var drengur á tí- unda ári í sveit í Suðursveit. Þar var daglegt líf eins og gekk og gerðist í þann tíð, lítið um vélar og hraða og mennirnir, skepnurnar og náttúran í miklu betri tengslum hvað við annað en nú er. Þama var drengurinn oft löngum stund- um einn með sjálfum sér á rölti úti við, ýmist í erindisleysu eða að huga að kindum, sækja kýmar eða fara í sendiferðir. Þama urðu þjóð- sögumar að lifandi veraleika og tekinn krókur fram hjá stöðuvötn- um af hræðslu við nykurinn. Frá þessu sumri er honum tvennt minnisstæðast. Annars vegar vora það hestamir og reiðmennskan og hins vegar Haukur Morthens. Á þessum bæ eins og öðram var útvarpið sá gluggi sem umheimur- inn sást í. Þar leitaði drengurinn eftir tónlist frekar en töluðu máli og þar var ein rödd sem bar af. Það var rödd Hauks Morthens, sem nú er látinn fjöratíu og tveimur söngárum síðar. Þetta sumar var eitt þeirra laga, sem hann söng, langvinsælast. Það hafði drengurinn á heilanum og kom það í góðar þarfír í einver- unni. Drenguimn var sá sem þetta Fæddur 28. október 1937 Dáinn 15. október 1992 í dag kveðjum við Bjarna Anton j Jónsson, en hann var vinur okkar og félagi. Við munum Bjama sem mann er ávallt var dagfarslega prúður, léttur í lund og kom sér vel við alla, sem umgengust hann. Hann átti lengi við erfíð öfl að stríða. Nú síðast krabbamein er dró hann til dauða. Það er ekki lengra síðan en í ágúst að greinilegt var að Bjarni Anton gekk ekki heill til skógar. Líkamlegt atgervi var að gefa sig. En hann æmti ekki eða skræmti. Hann var hetja til hinstu stundar í þessum erfiðu veikindum. Við undruðumst oft hve æðrulaus hann var, þótt honum væri ljóst að hverju dró. skrifar og þótt nafnið á laginu sé gleymt hljómar það í huganum hvenær sem til er kallað. Sumarið 1950 var ekki fyrsta sumarið sem Haukur Morthens söng. Hann hafði þá þegar skemmt fólki í sex ár svo alls urðu söngár- in fjöratíu og átta. Starfsævi manna, sem miklu era taldir hafa til leiðar komið, er oft tíunduð þegar hún er öll. En það er misjafnt sem mennimir láta eft- ir sig og mælikvarðinn er einnig misjafn. í þetta sinn held ég þó að flestir séu á einu máli. Framlag Hauks Morthens var ómetanlegt. Hann var iistamaður allrar þjóðar- innar og orðinn goðsagnarkennd persóna. Fágun hans og látlaus innlifun ásamt hófsemi í túlkun og öryggi í flutningi gerði það að verkum að allir höfðu unun af að heyra hann og sjá þegar hann söng. Það er varla of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé, að starf Hauks Morthens hafi verið ígildi mikil- vægrar velferðarstofnunar, sem þjóðin fékk að njóta áratugum saman. Velferð er nefnilega ekki bara menntunin og heilbrigðisþjón- ustan heldur er menningin það líka. Sú iðkun andlegra verðmæta, sem felst í því að njóta menningar og lista, er undirstöðuatriði fyrir hvem mann og fýrir hveija þjóð. Haukur Morthens var einn þeirra manna, sem gátu miðlað þessum verðmætum á þann hátt sem fáum er gefið. Þess vegna var ævistarf hans svo mikils virði. Það era ekki nema rúm þijú ár síðan ég hitti Hauk Morthens í fyrsta sinn. Það var þegar við vor- um báðir kjömir til sætis í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Haukur var jafnaðarmaður af lífí og sál og fylgdi því eftir með dyggu starfí í þágu málefnisins um ára- tuga skeið. Þar var ljúfmennska hans og greiðasemi slík að fáir vora jafningjar hans að því leyti. Við í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Við vitum að við eigum öll eftir að njóta hans og listar hans um ókomin ár þótt hann sé allur. Skúli G. Johnsen. Æviferill Bjama Antons verður ekki rakinn hér. Hann átti sína fjölskyldu og sín einkamál, sem við þekkjum ekki. Hann átti vafa- laust sínar sorgir og sína gleði, eins og allir aðrir. Það er þó víst að oftar var Bjami hamingjusamur i lífínu en sorgmæddur. Hans lund- arfar hlaut að leiða til þess að svo væri. Allt til hins síðasta trúði Bjami því að hann mundi sigra þetta mein sem kvaldi hann svo mjög. Andlátsorð Bjama Antons, eftir langt meðvitundarleysi, vora: Ég er fijáls. Við trúum því og reyndar vitum það, að nú sé Bjami Anton fijáls. Með þessum fáu kveðjuorðum viljum við minnast Bjama Antons og votta ættingjum hans okkar dýpstu samúð. Með Hauki Morthens er genginn góður maður. Það var Ijúft að kynnast honum, eldlegum áhuga hans á mönnum og málefnum. Þjóðin ferðaðist með honum hálfa öld um vegi dægurtónlistarinnar. Rödd hans hefur sannarlega ekki þagnað. Hún mun hljóma um ókomna tíð og vitna um ástsælasta dægurtónlistarmann aldarinar. Haukur var einlægur jafnaðar- maður og kærði sig ekki um að jafnaðarstefnan væri túlkuð fijáls- lega. Hann hafði vakandi gætur á því sem fram fór á vettvangi stjómmála og hvar sem var í mannlífin. Um árabil starfaði Haukur fyrir Alþýðuflokkinn. Hann sat meðal annars í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Ótaldar eru þær sam- komur, þar sm blíð röddin hljóm- aði. Haukur var ómissandi þegar mikið stóð til og jafnaðarmenn glöddust. Við samferðarfólk hans kveðjum góðan vin og félaga. Sjálfur átti ég því láni að fagna að kynnast einstökum manni. Heilræðin geymi ég og þakka fyrir samfylgdina. Fyrir hönd félaga í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur flyt ég Ragnheiði, eiginkonu Hauks, og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Þorlákur H. Helgason, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Ég hef ekki átt betri viiy um dagana en Hauk Morthens. Ég á honum mörg af gæfuríkustu spor- um ævi minnar að þakka án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Hann var fyrsta „átrúnaðargoðið" mitt. Ég hef líklega verið ellefu ára þegar ég sá hann fyrst í eigin persónu. Það var á útiskemmtun í Sandgerði og ég horfði gersamlega bergnuminn á hann. Hins vegar kynntist ég honum ekki fyrr en ég var sjálfur farinn að syngja dægurlög, átján ára gamall. Með okkur tókst svo náin vinátta að alla tíð síðan var hann mér eins- konar stóri bróðir. Hann útvegaði mér starf sem skemmtikraftur í Danmörku, við gáfum út tímarit saman, hann kom því til leiðar að ég gerðist myndmenntakennari og ýmislegt annað höfum við brallað. Ég get fullyrt að líf mitt hefði tek- ið aðra stefnu hefði ég ekki kynnst honum. Haukur var gersemi, bæði sem persóna og listamaður. Mér fannst hann alltaf eiga undarlega margt Blessuð sé minning Bjama Ant- ons Jónssonar. F.h. starfsfólks og vistmanna Gunnarsholtshælisins, Hörður Valdimarsson. sameiginlegt með Paul McCartney og Charlie Chaplin. Ég get ekki útskýrt hvað er líkt með þessum þrem listamönnum, en það sem þeir áttu sameiginlegt er ólíkt öll- um öðrum mönnum sem ég hef haft spumir af. Sem persóna var hann prúðmenni og hógvær heims- maður; örlátur, einlægur, afslapp- aður, gamansamur. Hann var svo þægilegur í viðkynningu að til vandræða horfði á stundum. Að labba með honum eftir Austur- stræti gat tekið langan tíma því hann virtist þekkja aðra hveija manneskju og gaf sér nægan tíma til að tála við alla. Þetta var bara eitt af því sem hann reiknaði með og virtist því ekkert há honum. Sem skemmtikraftur bjó hann yfir þvílíkri útgeislun að hann breytti andrúmslofti hvers staðar sem hann kom fram á. Og hvort sem hann söng amerískan blús, enska slagara, ítölsk einsöngslög, íslensk ættjarðarlög eða eitthvað annað þá var stíll hans óviðjafnanlegur, enda hafði hann áhrif á fleiri söngvara en margan granar. Hann kom sífellt á óvart enda voru dans- leikir sem hann söng á eins og vel undirbúnir hljómleikar. En þrátt fyrir ljúft viðmót beitti hann sjálfan sig ströngum aga og hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hann var svo vinsæll víða er- lendis að ef hann var t.d. beðinn að syngja á frægasta skemmtistað Danmerkur í einn mánuð, þá var honum ekki sleppt fyrr en hann Fc 35 hafði sungið í tvo mánuði og þá með því skilyrði að hann kæmi aftur seinna á árinu og syngi einn mánuð í viðbót. Enn þann dag í dag eru hljómplötur með söng hans spilaðar á útvarpsstöðvum í Dan- mörku, Finnlandi, Þýskalandi, Rússlandi, Indlandi og víðar. Sennilega hefur lag hans, Simbi sjómaður, verið hljóðritað af fleiri erlendum listamönnum en nokkurt annað íslenskt dægurlag. Hann var auðvitað mjög vinsæll hér á landi líka, enda hefur enginn íslenskur alþýðusöngvari átt lengri feril en hann. Samt granar mig að íslenska þjóðin hafí ekki gert sér fyllilega grein fyrir hverskonar gersemi maðurinn .var. Ég veit að margir koma til með að fjalla um Hauk Morthens á síð- um Morgunblaðsins í dag og næstu daga. Ég ætla því ekki að tíunda afrek hans og mannkosti nánar, þótt ég gæti lengi haldið áfram. Ég hafði vitað um veikindi hans síðan hann hringdi í mig snemma á árinu til að segja mér allt af létta. Samt kom fregnin um fráfall hans eins og reiðarslag og ég gat ekki haldið aftur af táranum þegar ég hafði heyrt hana. Hógvært mikil- menni er fallið í valinn en ég hugga mig við að Haukur Morthens deyr ekki með þessari þjóð. Ég get samt ekki gert að því að ég sakna hans. Ég bið ykkur, Ragnheiði og nán- ustu aðstandendur Hauks, að þiggja samúð mína. Guð blessi ykkur. Þorsteinn Eggertsson. TVÆR FRUMSÝNIN GAR Á LITLA SVIÐINU Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Ögmundur Jóhannesson Tónlist: Egill Ólafsson Þýöing á Platanov: Árni Bergmann Leikgerö af Platanov: Pétur Einarsson Þýöing á Vanja frænda: Ingibjörg Haraldsdóttir Leikarar: Ari Matthíasson, Egill Ólafsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún S. Gísladóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór Júlíusson, Þröstur Leó Gunnarsson. Platanov: Frumsýning lau. 24. okt. kl. 17.00. Uppselt Vanja frændi: Frumsýning lau. 24. okt. kl. 20.30. Uppselt LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ SÍMI 680680 barnafataverslun, Laugavegi 12. Bjami Anton Jóns- son - Minning Lokað 1 dag vegna flutnings Opnum á Laugavegi 12 á morgun 10% afsláttur 24/10-31/10 '92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.