Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 23. OKTÓBER 1992
37
Bjamheiður Brynjólfs-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 23. júní 1900
Dáinn 16. september 1992
Nýlega hefur horfið af sjónar-
sviðinu Bjarnheiður Brynjólfsdótt-
ir, eftir langt og athafnasamt
ævistarf. Bjárnheiður var gift
Magnúsi Guðmundssyni frá
Hörgsholti í Hrunamannahreppi.
Magnús var móðurbróðir minn, og
því naut ég hins breiða frænd-
garðs, sem leitaði skjóls hjá þeim
Magnúsi og Bjarnheiði í Hafnar-
stræti 18. Þar rak Bjarnheiður
matsölu í áratugi eða þar til hún
flutti í eigið húsnæði að Stangar-
holti 38, nokkru eftir að Magnús
féll frá. Magnús var einn þeirra,
ásamt Guðmanni bróður sínum,
sem fórst með Glitfaxa 1951.
Þannig atvikaðist að við, Magn-
ús yngri, sonur Magnúsar móður-
bróður míns og stjúpsonur Bjarn-
heiðar, urðum uppeldisbræður. Við
vorum báðir móðurleysingjar og
teknir í fóstur hjá Jóni Guðmunds-
syni frá Hörgsholti, bróðir Magn-
úsar og Ólafíu móður minnar, og
konu hans Sigríði Guðnadóttur frá
Laxárdal í Gnúpverjahreppi. Þau
hjón bjuggu um áraraðir á Brúsa-
stöðum í Þingvallasveit, og stóðu
fyrir hótelrekstri á Hótel Valhöll
á Þingvöllum.
Þar nutum við Magnús yngri,
ásamt Sigrúnu frændsystur okkar,
Haraldi og Sigríði, sem ekki voru
skyld okkur, skjóls og uppvaxtar-
skilyrða, sem við værum eigin
börn þeirra Brúsastaðahjóna. Þau
ólu okkur upp við hjartahlýju og
gott atlæti.
Við Magnús yngri vorum næst-
um jafngamlir, fæddir á sama al-
manaksárinu. Þess vegna rugluð-
um við meira saman reitum okkar
en ella hefði orðið. Þetta hélst eft-
ir að við fluttum á mölina í Reykja-
vík. Báðir leigðum við árum saman
á Bræðraborgarstíg 18. Hér naut
ég frændsemi, því að enginn mun-
ur var gerður á mér sem heimilis-
manni og á Magnúsi uppeldisbróð-
ur mínum. Hafnarstræti 18 var
mitt annað heimili og svo var um
fjölmarga aðra. Frændgarður
þeirra Magnúsar og Bjamheiðar
var stór. Allt frændliðið var sem
heimamenn í Hafnarstræti 18, og
margir sem höfðu að engu öðru
að hverfa.
Mötuneytið í Hafnarstræti var
. lífsskóli í mannlegum kynnum.
Þangað sóttú kost sinn ólíklegustu
manngerðir, þar var mikið spjall-
að, og mikið nám fyrir okkur hina
yngri. Þar kynntist maður mönn-
um, sem síðar áttu eftir að lenda
á hinum ólíklegustu þrepum
mannlífsins.
Svo fór að Iausamennsku minni
lauk, og að ég stofnaði mitt eigið
heimili. Þannig fór einnig um
Magnús uppeldisbróður minn.
Meðan ég bjó syðra fylgdist ég
jafnan með þeim systrum Bjarn-
heiði og Þórdísi og eftir að ég fór
norður hafði ég ákveðin tengsl við
mitt fyrra velgerðarfólk í gegnum
Magnús uppeldisbróður minn.
Magnús yngri er fallinn í valinn
fyrir nokkrum misserum, og því
tókst mér ekki að fylgjast, sem
skyldi, með þeim í Stangarholtinu,
eins og mér hefði borið skylda til.
Bjarnheiður markaði djúp spor
í lífi mínu og þannig er um fjöl-
marga, sem nutu samfylgdar
hennar, þeirrar umhyggju er ein-
kenndi allt viðmót hennar. Fyrir
mér var þetta ómetanleg stoð á
þeim tímum í ævi minni, þegar ég
átti í fá skjól að venda. Eg fyllist
söknuði og þakklæti, þegar ég
hugsa til minninganna um Bjarn-
heiði Brynjólfsdóttur.
Ég votta Eddu, dóttur hennar,
manni hennar og börnum samúð
mína. Ég flyt Þórdísi systur Bjarn-
heiðar. þakkir fyrir áralöng kynni
og votta henni samúð mína. Hún
var hin þögla stoð þeirra Bjarn-
heiðar og Magnúsar á hveiju sem
gekk í úfnum sjó langrar ævi.
Ekki get ég lokið þessu án þess
að færa Jens Skarphéðinssyni,
hinni traustu stoð til hinstu stund-
ar, virðingu mína og kveðjur.
Askell Einarsson.
Baiidarískur miðill heldur námskeið
Bandaríski miðillinn og leið-
beinandinn Patrice Noli heldur
námskeið helgina 24. og 25.
október þar sem kennt verður
að opna fyrir miðilshæfileik-
FYRSTA þjóðmálaráðstefna
kirkjunnar verður haldin
laugardaginn 24; október kl.
10.00 í Háskóla íslands, Odda,
stofu 101, undir yfirskriftinni:
Staða heimilis og fjölskyldu í
íslensku þjóðlífi.
ana. Námskeiðið er byggt á
bók Sanaya Roman, „Opening
to Channel en hann er einnig
höfundur bókanna Lifðu í gleði
og Auktu styrk þinn.
þjónustu kirkjunnar, og Ragnheið-
ur Sverrisdóttir, djákni, varpa ljósi
á þá líknar- og stoðþjónustu sem
kirkjan getur veitt. Fyrirspurnir
verða leyfðar eftir hvern mála-
flokk og almennar umræður verða
í lokin.
(Úr fréttatilkynningu)
Helgina 31. og 1. nóvember
heldur Patrice, námskeið í sköpun
alsnægta. Það'Viámskeið er byggt
á bók Sanaya Roman og Duane
Packer, „Creating Money“. Unnið
er með æfingar og staðfestingar
til að skapa alsnægtir á öllum
sviðum lífs okkar og miðað að því
að það nýtist fólki dagsdaglega.
Bæði þessi námskeið standa frá
10-18 á laugardeginum og 10-17
á sunnudeginum.
Patrice Noli miðlar fræðsluafl-
inu Ceyda og á meðan á dvöl henn-
ar stendur mun hún bjóða upp á
hálfrar eða heillar klukkustundar
einkatíma. Öll kennsla fer fram á
ensku og allar nánari upplýsingar
um námskeið og einkatíma er að
fá hjá Nýaldarsamtökunum,
Laugavegi 66.
(Úr fréttatilkynningu)
Er vegið að heimil-
inu og fjölskyldunni?
í þeim tilgangi að rödd kirkj-
unnar gæti hljómað á markvissan
hátt í almennri umræðu setti þjóð-
kirkjan á síðasta ári á fót sérstaka
nefnd er skyldi hafa það hlutverk
að efla umræðu um þjóðmál út frá
kristnum forsendum bæði í söfn-
uðum landsins og á opinberum
vettvangi og vera ráðgefandi þeim
er þess óska. Jafnframt skyldi
nefndin boða til þjóðmálaráðstefnu
kirkjunnar til að fjalla um mikils-
verð mál líðandi stundar. í nefnd-
inni eiga sæti dr. Björn Björnsson,
prófessor, sr. Baldur Kristjánsson,
sóknarprestur, Helgi K. Hjálms-
son, formaður Leikmananráðs
kirkjunnar, Hólmfríður Péturs-
dóttir, kennari, og sr. Þórhallur
Höskuldsson, sóknarprestur, sem
jafnframt er formaður nefndarinn-
ar.
Atriði úr myndinni Bitrum mána.
Stjömubíó sýnir
myndina Bitran mána
Ráðstefnan hefst á umfjöllun
Sigríðar Ingvarsdóttur, héraðs-
dómara, um réttarstöðu fjölskyld-
unnar, Sigrún Júlíusdótitr, félags-
ráðgjafi, fjallar um ólíkar fjöl-
skyldugerðir og dr. Guðmundur
K. Magnússon, hagfræðingur um
fjárhag heimilanna.
Eftir hádegi ræða dr. Guðný
Guðbjörnsdóttir, uppeldisfræðing-
ur, og félagsráðgjafarriir Sigur-
björg Sigurgeirsdóttir og Lára
Björnsdóttir um uppeldis- og
umönnunarhlutverkið. Magnús
Skúlason geðlæknir fjallar um
gildi heimilisins fyrir andlega vel-
ferð og sr. Þorvaldur K. Helgason,
framkvæmdastjóri Fjölskyldu-
STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til
sýningar myndina Bitran mána
í leikstjórn Romans Polanskis.
Myndin er byggð á skáldsögu
Pascals Bruckner „Lunes de
Fie“. Með aðalhlutverk fara
Peter Coyote, Emmanuelle
Seigner og Hugh Grant.
Bitur máni gerist um borð í
skemmtiferðaskipi og í anda Pol-
anskis er myndin full af erótík,
spennu, dulúð og yfirþyrmandi
ástríðu. Coyote leikur fatlaðan
Bandaríkjamann, Oscar, sem hef-
ur sjúklega þörf fyrir að segja
saklausum Breta frá ást lífs síns.
Bretinn verður heltekinn af eigin-
konu Bandaríkjamannsins og þráir
að njóta konunnar sem eiginmaður
hennar lýsir svo fjálglega.
KIRKJUSTARF
AÐVENTKIRKJAN, Ingólfs-
stræti 19. Biblíurannsókn kl.
9.45. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður: Erling B. Snorra-
son.
SAFNAÐARHEIMILI aðvent-
ista, Blikabraut 2, Keflavík.
Biblíurannsókn kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður:
Lilja Armannsdóttir.
HLÍÐARDALSSKÓLI, Ölfusi.
Biblíurannsókn kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður:
Eric Guðmundsson.
AÐVENTKIRKJAN, Breka-
stíg 17, Vestm. Biblíurannsókn
kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður: Þröstur B. Stein-
þórsson.
AÐVENTSÖFNUÐURINN
Hafnarfirði, Vitanum, Strand-
götu 1. Samkoma kl. 10. Ræðu-
maður: Steinþór Þórðarson.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna,
t
Ástkær móðir okkar og amma,
JAKOBÍNA J. WALDERHAUG,
andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar aðfaranótt 21.' október.
Börnin.
t
Litli drengurinn okkar,
REYNIR GÍSLI PÉTURSSON,
lést í Landakotsspítala 21. október.
Pétur Árni Rafnsson,
Ásta María Reynisdóttir.
t
Ástkær dóttir okkar, systir, móðir, sam-
býliskona og amma,
LÍNA KRAGH,
til heimilis í Hraunbæ 102E,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 26. október 1992 kl. 13:30.
Sveinn G.A. Kragh, Sigríður Kragh,
Þorsteinn I. Kragh,
Sveinn Kragh,
Þorsteinn Kragh,
Kjartan Guðbrandsson,
Eydis Gréta Guðbrandsdóttir,
Sveinn Gíslason,
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát
PÁLMA HANNESAR JÓNSSONAR,
Fornhaga 17.
Ágústa Júlíusdóttir,
Pétur Pálmason, Elín Bjarnadóttir,
Elín Pálmadóttir,
Sólveig Pálmadóttir,
Árni Jón Pálmason, Eva J. Júlíusdóttir,
Helga Pálmadóttir, Helgi Samúelsson
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls afa okkar og langafa,
ÞORSTEINS AUÐUNSSONAR
útgerðarmanns,
Tunguvegi 6,
Hafnarfirði.
Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn Einarsdóttir,
Róbert Einar,
Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson,
Þorsteinn Ari Bergmann Þorsteinsson,
Hjálmar Þröstur Pétursson, Lovfsa Þórðardóttir.