Morgunblaðið - 27.10.1992, Page 16

Morgunblaðið - 27.10.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 MQRGtlKIBLADiÐ; ÞRTOfl STÓRKOSTLEGT TSJEKOV-LEIKHÚS Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Borgarleikhúsið. SÖGUR ÚR SVEITINNI: PLATANOV OG VANJA FRÆNDI. Höfundur: An- ton Tsjekov. Þýðandi Platanovs: Árni Bergmann. Leikgerð Plat- anovs: Pétur Einarsson. Þýðandi Vanja: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhann- esson. Búningar: Stefanía Adolfs- dóttir. Tónlistarumsjón: Egill Ólafsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Það er mikil dirfska hjá Leikfélagi Reykjavíkur að gera tilraun með að bjóða upp á tvö verk eftir Tsjekov í einum pakka; bjóða áhorfandanum yfir Platanov og eftir rúmlega klukkustundarhlé í hátt í þriggja stunda sýningu á Vanja frænda. Þótt verkin tvö fjalli um svipaða hluti og gerist í samskonar umhverfi, eru þau æði ólík, enda annað skrifað við upphaf rithöfundaferils Tsjekovs, hitt á seinni hluta hans. í báðum verkunum er Tsjekov að fjalla um lífið í sveitinni í Rússlandi og tíminn er lok 19. aldarinnar. Sveitaaðallinn, sem virðist dvelja á setrum sínum yfir sumarið — vetur- inn í Moskvu eða Pétursborg — lifir af því sem jörðin gefur af sér, sem er nánast ekki neitt. Aðallinn á land- ið, en peningamir em ekki lengur í fómm þeirra. Það em aðrir sem safna þeim og til að mæta þörfum sínum fyrir letilíf, tekur aðallinn peninga að láni hjá peningamönnunum og er því stórskuldugur. Aðallinn borðar, sefur, gengur um, kvartar undan hitanum og fer í bamaleiki - eða situr bara úti í garði. Innri tími Platanovs er einn tæp- lega einn sólarhringur. Ung ekkja, Anna Petrovna, kemur á sveitasetur sitt til sumardvalar. í för með henni er stjúpsonur hennar, Sergei og Sof- ia, eiginkona hans. Anna segir þjón sinn hafa dottið í það til að fagna komu hennar og fær því hrossaþjóf- inn Ósip til að taka á móti gestum sínum. Eins og í flestum leikritum Tsjekovs stendur gestalistinn saman af „intelligensíu" sveitarinnar; lækn- inum Trilotski, Söshu systur hans, eiginmanni hennar, Platanov sem er skólastjóri, Porfiri Semjenovítsj Gal- góléf, landeiganda sem Anna skuldar stórfé og ungri gáfukonu úr sveit- inni, Maríu Jefímovnu Grekovu. En það er ljóst að auk þess að vera eina fólkið á þessum leiðinda- stað sem Anna getur haft samskipti við, em aðrar ástæður fyrir gestun- um — sem em í rauninni meira en gestir, því þeir virðast dvelja meira og minna í húsi Önnu á meðan hún er þar. Glagóléf er vonbiðill hennar; gamall, púkalegur karl, sem hún gefur undir fótinn og reynir eftir megni að halda góðum, þótt hún fyrirlíti hann. Það líður að skuldadög- um. Anna heldur að hún geti haldið áfram að vefja Glagóléf um fíngur sér, án þess að gefa neitt af sjálfri sér, án þess jafnvel að veita honum sérstaka athygli. Hún gimist Plat- anov, sem er æskuvinur stjúpsonar hennar. Platanov er ungur og ákaf- lega heillandi en „pínulítið" kvæntur hinni einföldu Söshu. Anna er ekkert ein um að gimast hann. Það em all- ar kvensumar á hjólum í kringum manninn. Platanov daðrar við þær allar og meira en það og leikurinn gerist um allt hús og allan garð, það er fátt fólk og auðvelt að fela sig. Og það er getið og borðað og dmkk- ið kampavín og koníak og vodka. Það er farið í leiki og skotið upp flugeld- um, en í rauninni era allir að leita að öllum. Anna er alltaf að leita að Platanov, Glagóléf er alltaf að leita að Önnu, Sasha er alltaf að leita að eiginmanni sínum. Sergeij leitar að Platanov til að láta hann kynnast Sofíu, nýju eiginkonu sinni, en veit ekki hversu vel þau þegar þeklqast og að hún bætist í leitarhópinn. Mar- ía Grekova er líka að leita að Plat- anov. Læknirinn hringlast dmkkinn um svæðið og skilur hvorki upp né niður og verkamaður frá verksmicij- unni leftar hans vegna slyss sem hef- ur átt sér stað. Veislan sem Anna heldur til að fagna eigin heimkomu verður stöðugt ískyggilegri. í Vanja frænda hefur myndin breyst nokkuð. Á því heimili em Vanja og systurdóttir hans, Soffía og þau búa á setrinu allan ársins hring. Þau lifa ekki sem aðalsfólk, heldur vinna þau hörðum höndum að því að rækta jörðina og hirða skepnumar. Þau em bændur í orðs- ins fyllstu merkingu, lúin og beygð af striti, rétt eins og gamla fóstran á heimilinu hún Marína. Afrakstur stritsins rennur beint til að halda föður Soffíu uppi. Sá er fyrrverandi prófessor, Alexander Vladimirovits, heldur betur kominn til ára sinna, hefur misst konu sína (móður Soffíu) og kvænst aftur, hinni ungu og fögm Jelenu. Á heimilinu em einnig móðir Vanja, María, vinur hans Vafla og læknirinn er tíður gestur. Enn er sumartími og enn er dmkkið og enn leita allir að ástinni. Vanja og læknir- inn era báðir ástfangnir af Jelenu, hún og hin unga Soffía, em báðar ástfangnar af lækninum — en enginn getur fengið það sem hann þráir. Allir þrá eitthvað en enginn fær neitt, enginn nær sambandi við neinn. I báðum verkunum streitist fólk við að halda í gömul gildi. Það lifír í sjálfsblekkingu sem felst í því að láta eins og allt sé eins og áður var: aðall sé aðall og hinir séu bændur eða einhvers konar mmpulýður. Að- allinn sem kann ekkert til neinna verka og er í rauninni enginn aðall lengur, er að drepast úr leiðindum, sálarástand hans er í sömu niðum- íðslu og eignimar. Þeir sem vinna em ekki að vinna fyrir sjálfum sér, heldur einhveijum öðrum. Þeir sem eiga peningana era fyrirlitnir; þeir era hvorki bændur né aðall. Þeir hafa í rauninni ekki neinn stað sam- kvæmt gömlu úreltu stéttskipting- unni og allir láta eins og ekkert sé að breytast. Sá reginmunur er á verkunum, að í því fyrra gerir Tsjekov grín að þessu fólki; Platanov er fullt af glensi, per- sónurnar lifa fyrir nautnir sínar og tilfinningamar þvælast ekkert sér- staklega fyrir þeim. Vanja frændi er alvarlegra, þrangið tilfínningum og nú leitast fólk ekki eftir að upp- fylla nautnir, heldur þráir að fínna ástina; fínna einhvem til að deila líf- inu með. Það verður þá kannski ekki eins ömurlegt. En þótt verkin séu ólík, er ekki hægt að segja að annað sé betra en hitt. Fyrir mér em þetta fullkomin leikhúsverk, þar sem tekist er á við innri og ytri heim manneskjunnar; þrá hennar eftif tilfínningasam- bandi, þörf hennar fyrir andlegan og líkamlegan félaga, kunnáttuleysi hennar til að ná því sambandi, van- mátt hennar til að koma í veg fyrir þann harmleik sem lífíð er og hvað hún getur litlu ráðið í samfélagi umróts og breytinga. Ytri harmleik- urinn felst í því að hafa verið skil- greind eftir stétt og stöðu sem í raun- inni er ekki lengur til, en tregða manneskjunnar til að þola breytingar er stór og í stað þess að skilgreina stöðu sína upp á nýtt og takast á við raunvemleikann er bara látið eins og ekkert sé. Hún kann ekki að skipta um hlutverk. Tsjekov gagn- rýnir iðjuleysi í þessum verkum sín- um sem öðram, leggur ríka áherslu á að manninum beri að vinna. Honum beri að gefa af sér til að rækta jörð- ina til að hún geti gefíð af ávöxtum sínum, honum beri að gefa af sér til samferðarmanna sinna, enda var hann sístarfandi sjálfur; framfleytti sér með ritstörfum en gaf vinnu sína sem læknir. Dirfska Leikfélags Reykjavíkur felst ekki bara í því að bjóða upp á þessar tvær sýningar í einum pakka. Hún felst líka í því að það er sami hópur- inn sem leikur báðar sýningamar. Það era tíu leikarar sem halda út þetta ríflega fímm klukkustunda maraþon og útkoman er alveg með ólíkindum. Guðrún S. Gísladóttir leikur Önnu Petrovnu (Platanov) og Jelenu Andrejevnu (Vanja frændi). Hlut- verkin em svipuð að því leyti að konurnar tvær era iðjuleysingjar, en Anna er meiri gerandi. Hún tekur það sem hún vill fá, er alveg sama um allt og alla, skeytingalaus gagn- vart afleiðingunum og ætlar að njóta lífsins á meðan það er hægt. Jelena þorir það ekki einu sinni. Þegar hún stendur andspænis tilfínningum sín- um, flýr hún af hólmi. En hún hefur líka verið afhjúpuð sem afæta og hún þarf að komast í burtu frá því fólki sem vill breyta henni — fá hana til að taka sér eitthvað fyrir hendur. Meðferð Guðrúnar á þessum skyldu en ólíku konum er feykigóð. Þótt klæðaburður þeirra og ytri mynd sé nánast sú sama, nær Guðrún að skapa mjög ólíkar persónur. Vegna skyldleika þeirra, felst mismunurinn í algeram smáatriðum eins og svip- brigðum og áherslum í textameðferð. Anna Guðrúnar er áköf, gráðug í svipbrigðum, dálítið æst í samskipt- um en Jelena er dauðleið, döpur og talandi hennar því tempraðri. Þótt gervið hafí verið svipað, hafði ég aldrei á tilfínningunni að Jelena væri nein endurtekning af Önnu. Pétur Einarsson leikur Glagóléf (Platanov) og prófessor Ale>?ander (Vanja). Þeir era báðir gamlir skarf- ar, en mjög ólíkir. Glagóléf tilheyrir einhveijum ófáguðum lýð sem hefur eignast peninga, en hefur enga virð- ingu, prófessorinn hefur bara virð- ingu, þött óljóst sé hvers vegna. Hann er eiginlega loddari, sem mergsýgur þá sem trúa honum. Pétur gæðir báða þessa karla lífí á ógleymanlegan hátt — og þá sérstaklega Glagóléf. Persónusköpunin er mögnuð. Sigrún Edda Björnsdóttir er Sofja (Platanov) og Soffía (Vanja). Túlkun hennar á þessum ólíku persónum - annars vegar ungu sjálfsöruggu eig- inkonunni sem missir fótanna þegar hún mætir Platanov öðra sinni í líf- inu, hinsvegar bældu ungu sveita- stúlkunni sem þrælar í einangmn til að halda föður sínum uppi - er óað- fínnanlegt. Það er ekki eins og það sé sama leikkonan sem færir okkur fyrst þetta ísmeygilega sjálfsöryggi sem breytist í reiði og örvæntingu og síðan beygða unga stúlku, sem á sér enga framtíð - enga von. Guðmundur Ólafsson hefur bráð- skemmtileg hlutverk í báðum verk- unum. Hann er Triletskí læknir (Plat- anov) og Vafla (Vanja). Tríletskí er drykkfelldur, kæmlaus gleðimaður. Hann nennir ekki að lækna lýðinn í verksmiðjunni, vill bara njóta lífsins (sem felst í því að vera fullur). Vafla er allur til baka. Eiginkonan hefur jrfírgefið hann og fengið allar eigur þeirra, svo hann flytur bara inn til Vanja og reynir að láta lítið fara fyrir sér. Þótt hlutverkin séu bæði skyldari gamanleikjum en harmleikj- um og Guðmundur gæði þau mikilli „kórník", verða þær aldrei gaman- leikjatýpur, heldur persónur af holdi og blóð. Guðmundur teflir mjög vel fram andstæðum í látbragði og textameðferð og sýnir svo ekki verð- ur um villst að bæði læknirinn og Vafla era bara að reyna að hanga í lífínu á meðan þeir þurfa þess. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Platanov og fer með örlítið hlutverk húskarls í Vanja. Hann er í einu orði sagt frábær í Platanov. Hann er hin fullkomna rómatíska hetja; fagur og grimmur. Þröstur Leó gerir manninn ómótstæðilegan með ögrandi augnaráði og svipbrigðum, hefur seiðandi sviðsframkomu og magnar upp erótíkina í sýningunni. Theódór Júlíusson leikur þjófinn Ósip í Platanov og gerir það mjög vel. í Vanja frænda fer hann með hlutverk sjálfs Vanja. Og það er allt á sömu bókina lært í þessari upp- færslu. Vinna Theódórs á þessu hlut- verki er yndisleg. Persónulega hef ég aldrei séð Theódór sýna þá hæfni og það vald sem hann hefur sem leikari á borð við það sem hann ger- ir hér. Hann nístir mann með sárs- auka þessa manns sem hefur aldrei lifað; hefur aldrei gefíð sér tíma til að fínna sér eiginkonu eða gleðja sjálfan sig á neinn hátt, vegna þess að hann hefur verið að vinna fyrir öðram — og nú elskar hann nýju konu prófessorsins, vonlausri ást. Ari Matthíasson leikur stjúpsoninn Sergei (Platanov) og einkaþjón pró- fessorsins í Vanja. Það hefur lengi verið ljóst að það er fínn leikari í Ara, en í hlutverki Sergeis fær hann tækifæri til að sýna hvað hann get- ur. Ari er mjög góður sem hinn ást- fangni/hamingjusami/staurblindi og síðar örvæntingarfullu, kokkálaði eig- inmaður í. Persónusköpunin er fín. Það er kannski Sergei sem fellur í mestu örvæntinguna í Platanov og í verki sem er mitt á milli gamans og alvöm er hætta á að ofgera það. I þá gryfju fellur Ari ekki og sorg þessa unga manns verður sár og trúverðug. Helga Braga Jónsdóttir leikur hina einföldu, óásjálegu Söshu, eiginkonu hins fagra Platanovs og síðan gömlu fóstrana í Vanja. Umkomuleysi Sös- hu er algert. Eiginmaðurinn álítur hana flón, en það er sama hvemig hann kemur fram við hana, hún sættir sig við allt. Allt er betra en að missa hann. Aðrir umgangast hana eins og hálfvita sem getur ekki fundið til. En Sasha er góð við alla og hinn villti eiginmaður hennar þarf lífsnauðsynlega á góðmennskunni að halda. Helga Braga kemur sársauka Söshu og umkomuleysi mjög vel til skila - sömuleiðis leikur hún gömlu fóstmna í Vanja af stakri prýði. Erla Ruth Harðardóttir leikur vel menntuðu stúlkuna Maríu (Platanov) og ættmóðurina í Vanja. Þetta er gerólík hlutverk; María er ofur við- kvæm, trúgjöm og kann ekkert í hjartans málum. Hún er því auðsærð og létt bráð fyrir Platanov. Erla Ruth fer vel með taugaveiklun henn- ar og öryggisleysi og jafnvel með ískulda og hörku hinnar Maríunnar, ættmóðurinnar í Vanja. Egill Ólafsson leikur verkamann í Platanov, örlítið hlutverk og lækninn í Vanja. Persónulega hef ég ekki verið hrifín af Agli sem leikara, en líklega er það vegna þess að hann hefur ekki fyrr fengið hlutverk sem henta honum til túlkunar. Hann leik- ur hlutverk Mikhails læknis af miklu öryggi, nærvera hans er sterk og textameðferð mjög góð. Leikstjórnin er frábær. Það er mikil spenna í sýningunni, erótíkin næstum sýnileg í Platanov; sýningin er heit og villt og glöð. Þar er ram- bað á mörkum hæfni leikarans til að skila tilfinningum og þarmeð hæfni áhorfandans til að taka við þeim - en aldrei farið yfír strikið. Vanja frændi gengur jafn langt í að snerta hjá manni sársaukann, sorg- ina og samúðina með umkomuleysi manneskjunnar, sem á svo bágt. Leikmyndin er sú sama í báðum verkunum, unnin af miklli útsjónar- semi og fellur vel að þeim báðum og það án þess að gera sýningamar of líkar. Það sama gildir um búning- ana, þeir em óaðfínnanlegir. Það er eiginlega vont að þurfa að nota orð, þegar maður stendur and- spænis verkum og uppfærslum á borð við Sögur úr sveitinni. Auðvitað ætti maður bara að fara að ráðum Jóns prímusar í Kristnihaldinu og tísta eins og fuglar himinsins. Það ná engin orð að lýsa þeim tilfinning- um sem svona meistaraverk kveikja hjá rnanni. Málfar þýðinganna hjá þeim Árna og Ingibjörgu er hljómm- ikið og fallegt og leikgerð Péturs á Platanov er ákaflega vel samsett. Tónlist Egils Ólafssonar slær svo punktinn yfír i-ið, sérstaklega „Vals Platanov" og á stóran þátt í að gæða sýninguna angurværð og styðja hana í að kafa niður í dimma djúpið þar sem tilfínningarnar eru geymdar. Sögur úr sveitinni er ævintýraför í leikhúsið, ein af þessum sýningum sem breytir einhveiju í manni. Eng- inn ætti að missa af henni og ég ráðlegg öllum að sjá bæði verkin í striklotu. Það er reynsla sem erfítt er að slá út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.