Morgunblaðið - 27.10.1992, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
Bókin um
Madonnu
seldist upp
BÓKAVERSLUN ísafoldar
hóf á laugardag sölu á um-
deildri bók söngkonunnar
Madonnu sem ber heitið
„Sex“ en í henni eru djarfar
nektar- og kynlífsmyndir,
meðal annars af rokkstjörn-
unni sjálfri. Skömmu fyrir
hádegi í gær var bókin upp-
seld í versluninni, alls 100
eintök. Er þegar búið að
panta fleiri eintök af bókinni
sem verða komin til sölu í
versluninni síðar í vikunni.
Samkvæmt upplýsingum
sem fengust í bókaverslun Isa-
foldar í gær var mikill straum-
ur fólks, aðallega af yngri kyn-
slóðinni, í verslunina á laugar-
dag en haft var opið til kl. 16
af þessu tilefni. Bókin er seld
innsigluð og í þykkum álpappír
en hennir fylgir geisladiskur
með einu lagi söngkonunnar.
Verð bókarinnar 4.680 krónur.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölgar ört í samtökum atvinnulausra
LANDSSAMTÖK atvinnulausra stækkuðu um meira en helming í gær
þegar 220 manns skráðu sig í samtökin um leið og þeir mættu til skrán-
ingar á vinnumiðlanir. Menn úr samtökunum voru á ráðningarskrifstofu
Reykjvíkur við Borgartún og skrifstofunni í Kópavogi og buðu mönnum
að gerast félagar. A myndinni er Valur Höskuldsson sem sat í Borgar-
túni, en þar skráðu 198 manns sig í samtök atvinnulausra. Reynir Huga-
son formaður þeirra segir að í dag verði menn frá samtökunum á vinnum-
iðlunum á Suðurnesjum. Hann bendir á að fólk geti haft samband við
samtökin í síma 684220 eða komið á skrifstofuna við Ármúla 36.
Fijálsa kjötið seldist upp á sjö tímum
Fleiri bændur fara
sömu leið næsta ár
Mikil kjötsala á Svarta markaönum
KÁRI í Garði lauk sölu á fijálsa dilkakjötinu um helgina. Hann seldi
kjöt af um 250 dilkum samtals á rúmum sjö klukkutímum þær tvær
helgar sem salan stóð yfir. Kári er nú að undirbúa sölu á slátri í Kola-
portinu og hefur hug á að halda áfram sölu kindakjöts með því að
láta vinna lqöt frá afurðastöðvum og selja í bás sínum. Sala Hjöts á
heildsöluverði á Svarta markaðnum í JL-húsinu gekk einnig vel. Um
helgina seldust þar liðlega 300 skrokkar. Kári segist vita um bændur
sem væru ráðnir í að fara hans leið í framleiðslu og sölu næsta haust.
Kári Þorgrímsson bóndi í Garði II
í Mývatnssveit hefur verið með kjöt
sitt, sem nefnt hefur verið frjálsa
lambakjötið vegna þess að hann
framleiðir það utan við framleiðslu-
stjómunarkerfi landbúnaðarins, til
sölu í Kolaportinu um tvær helgar,
samtals í rúma sjö klukkutíma, og
seldi á þeim tíma kjöt af um 250
dilkum. Það kjöt sem hann taldi ekki
söluhæft sem nýtt kjöt seldi hann í
vinnslu. Samtals eru þetta um 3,5
tonn af kjöti.
Kári sagði að sér hefði komið
fjaðrafokið í kringum þetta framtak
svo og viðbrögð neytenda gjörsam-
lega á óvart. Hann sagðist fagna
þeim áhrifum sem þetta hefði haft á
markaðinn og vísaði til framtaks
þeirra sem seldu kindakjöt á heild-
söluverði á Svarta markaðnum í JL-
húsinu. Þar hófst sala á kihdakjöti
á laugardag og um helgina seldust
liðlega 200 skrokkar eða um 3 tonn,
að sögn Sverris Sigutjónssonar í
Kjötsalnum hf. sem stendur fyrir
kjötsölunni þar. Kjötið er keypt úr
sláturhúsi. Verðið var talsvert undir
algengu útsöluverði í verslunum.
Kílóið af lambalæri kostaði 669 kr.,
hryggur 650 kr. og í hálfum skrokk-
um kostaði kjötið 449 kr. kílóið.
Sverrir sagði að viðtökur hefðu verið
miklu betri en hann hefði þorað að
vona. Hann sagðist halda áfram
næstu helgar og stefna að því að
bæta annarri kjöttegund við um
næstu helgi og þróa þetta þannig.
Kári sagðist ekki vera búinn að
gera upp fjárhagsliðina á kjötsölutil-
Mjög góð síldveiði
MJÖG góð síldveiði var á miðunum suðaustur af landinu í fyrrinótt
einkum hjá stóru bátunum að sögn Magnúsar Þorvaldssonar skipstjóra
á Sunnuberginu GK. Hann sagði að 10-12 bátar hefðu verið á miðunum
suður af Hvalbak. Reytingsloðnuveiði var á miðunum austur af Langa-
nesi.
Magnús var á leið til Grindavíkur
með fullfermi eða 770-800 tonn af
síld þegar talað var við hann síðdeg-
is í gær. Hann sagði að síldin væri
falleg. „Hún er mjög góð þó sjáist í
henni millisfld. Ég held að hún sé
öll yfir 30 cm og mikið af henni er
yfir 32 cm á lengd,“ sagði Magnús
en aflinn fékkst í 4 köstum í fyrri-
nótt. Mest fékk þó í tveimur köstum,
á bilinu 200-300 tonn úr hvoru.
Bestu köstun fengust að sögn
Magnúsar snemma í fyrrakvöld. „Eg
veit til þess að 5-6 skip fylltu sig
strax eftir fyrsta kastið um kvöldið.
Seinna um nóttina fylltu sig einir 2
bátar,“ sagði Magnús. Hann sagði
að smærri bátunum hefði gengið ver
enda væru þeir með minni veiðar-
færi og sfldin stæði djúpt. „Ég held
að þetta fari að koma hjá þeim þeg-
ar sfldin færist nær landinu," sagði
Magnús. Á undan Sunnuberginu var
Hábergið GK á leið í land með um
620 tonn.
Guðmundur Garðarsson, skipstjóri
á Sjávarborginni GK, sagði að reyt-
ings loðnuveiði hefði verið um 50
mflur austur af Langanesi í fyrrinótt
en loðnan færðist sífellt austar. Hann
sagði að um 10 skip hefðu verið á
miðunum í fyrrinótt en í gærmorgun
hefðu Bjami ólafsson og Júpiter far-
ið til hafnar með hátt í fullfermi.
Bjami fór til Seyðisfjarðar og Júpíter
til Eskifjarðar. Austankaldi var á
miðunum.
í síðustu viku komu 8.600 tonn
af loðnu á land, 5.800 tonn til Siglu-
fjarðar, 100 tonn til Norðfjarðar,
1.070 tonn til Eskifiarðar og 1.620
tonn til Akraness. Heildarloðnuaflinn
er kominn upp í 110.500 tonn sam-
kvæmt upplýsingum frá Félagi ís-
lenskra fiskmjölsframleiðenda.
raun sinni en hann afsalaði sér bein-
um greiðslum frá ríkinu vegna fram-
leiðslunnar og er því óbundinn af
opinberri framleiðslustjómun. Hann
sagði þó Ijóst að hann næði ekki því
sem kallað væri grundvallarverð til
bænda. Sagði Kári að því verði hefði
hann náð og gott betur ef hann hefði
haft aðstöðu til að lóga lömbunum
sjálfur og losnað við að greiða þann
háa sláturkostnað sem Kaupfélag
Þingeyinga setti upp. Hann sagðist
hafa fallist á að greiða reikning slát-
urhússins en hann myndi þó óska
umsagnar stjómar Stéttarsambands
bænda á því hvort þar væri um eðli-
lega verðlagningu að ræða. Annað
atriði sem Kári nefndi að væri óklárt
varðandi fjárhagslega útkomu sína
er endurgreiðsla á virðisaukaskatti.
Hann sagði að lagður væri 24,5%
virðisaukaskattur á kjötið þó það
ætti í raun að bera 14% skatt og
hefði mismunurinn verið endur-
greiddur. Sagði Kári að ekki væri
alveg á hreinu hvort hann fengi
þennan mismun greiddan eins og
aðrir framleiðendur.
Bændur hafa fylgst með framtaki
Kára ekki síður en neytendur. Kári
sagðist vita um bændur sem væru
ráðnir í að fara sömu leið og hann
næsta haust. Þar væru til dæmis
menn sem sætu á góðum jörðum en
hefðu lélega nýtingu á fiárfestingu
sinni. Þeir gætu þrefaldað fram-
leiðslu sína utan framleiðslustýring-
arinnar. Hann sagði að menn þyrftu
ekki að hafa áhyggjur af sölunni,
Iqötsala sín sýndi að neytendur vildu
frekar eiga viðskipti við menn sem
stæðu utan kerfisins en við slátur-
húsin.
-------♦ ♦ ♦---------
Nítján innbrot
í Reykjavík
NÍTJÁN innbrot voru framain í
Reykjavík um helgina og þótti lög-
reglumönnum veturinn byija
heldur illa. Oftast var raftækjum
eða peningum stolið.
Tveimur vínflöskum var stolið á
Café Óperu, hljómflutningstækjum
úr SEM-húsinu, 140 þúsund króna
hljómtækjum úr bifreið, 10 þúsund
krónur voru teknar á hárgreiðslu-
stofu, talstöð úr bfl, útvarp og sími
úr vallarhúsi við gervigrasvöllinn og
reiðhjóli var stolið úr geymslu, svo
eitthvað sé nefnt.
KIRKJUÞING
Tvenns konar náms-
mögnleikar djákna
NEFND um nám djákna við Háskóla íslands leggur til að
gert sé ráð fyrir tvenns konar námsmöguleikum fyrir djákna
á vegum guðfræðideildar Háskóla íslands í skýrslu sinni.
Annar möguleikinn sé eins vetrar nám í guðfræði fyrir fólk
sem þegar hafi hlotið starfsmenntun sem hjúkrunarfræðing-
ar, félagsráðgjafar, kennarar eða fóstrur. Hinn möguleikinn
sé þriggja vetra djáknanám innan vébanda guðfræðideildar
sem ljúki með B.A. prófi í guðfræði. Skýrsla nefndarinnar var
lögð fram á Kirkjuþingi. Stefnt er að því að djáknanám hefj-
ist næsta haust.
aða geta slíkir djáknar haft með
höndum fræðslu fyrir böm, ungl-
inga og fullorðna og ýmist séð
um framkvæmdina eða annast
skipulagið. Á vegum prófasts-
dæma eða biskpdæmisins geta
djáknamir annast skipulag á
fræðslumálum umdæma sinna.
Eins og áður segir er gert ráð
fyrir tvenns konar námsmögu-
leikum, eins og þriggja ára námi
en markmið djáknamenntunar er
talið þríþætt. Það er að auka
faglega þekkingu í þeim greinum
sem tengjast starfsvettvangi
djákna, auka fæmi fólks til að
leysa verkefni sín á faglegan
ábyrgan og sjálfstæðan hátt og
glæða vitund og sjálfsmynd nem-
enda sem kirkjulegra starfs-
manna og gefa þeim kost á að
þroska persónuleika sinn og
dýpka trú sína. Gert er ráð fyrir
að starfsþjálfun djákna í tengsl-
um við námið fáist í söfnuði eða
kirkjulegri starfsemi og í félags-
legri starfsemi innan félagsþjón-
ustu eða heilsugæslu.
í skýrslunni kemur fram að
nefndin sé sammála um að þörf
sé fyrir djákna innan íslensku
þjóðkirkjunnar samfara breytt-
um þjóðfélagsaðstæðum og
breyttum starfsháttum kirkjunn-
ar. Leggur nefndin til að talað
sé um tvenns konar þjónustu
djákna, annars vegar líknarþjón-
ustu og hins vegar fræðsluþjón-
ustu.
Djáknar í líknarþjónustu geta
verið hvort heldur innan safnaða
eða á vegum félagasamtaka og
stofnana er ráðið hafa presta til
sérþjónustu undanfarið eins og
Örykjabandalgið og Þroskahjálp
og Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar. Slíkir djáknar geta
bæði annast skipulagt ýmsa fé-
lagsþjónustu á vegum safnað-
anna og kirkjulega þjónustu inn-
1 an viðkomandi samtaka eða
stofnunar.
Djáknar í fræðsluþjónustu
geta hins vegar samkvæmt
skýrslunni verið ýmist á vegum
safnaða, prófastsdæma eða bisk-
upsdæmisins í heild. Innan safn-
Lausna verði leit-
að í atvinnumálum
KIRKJUÞING hvetur stjórnmálamenn og alla þá sem forystu
gegni í þjóðlífinu að taka höndum saman til að leita nýrra lausna
í atvinnumálum landsmanna og umfram allt að veija hag þeirra
sem minnst megi sín.
í þingsályktunartillögu Kirkju-
þings um að kanna aðstoð við
atvinnulausa eru prestar og söfn-
uðir ennfremur hvattir til að leita
leiða til að veita aukna sálgæslu
og leiðsögn þeim sem eigi um
sárt að binda af völdum atvinnu-
leysis, og héraðsnefndir og
kirkjuyfirvöld að hefja viðræður
við samtök atvinnurekenda og
launþega svo og stjórnvöld um
leið til úrlausna, aðstoðar,
fræðslu og handleiðslu.
í greinargerð með tillögunni
segir að kirkjan hafi engin tilbú-
in svör og lausnir í fjármálum
og atvinnumálum. „En hún er
kölluð til að ganga með þeim sem
þjást í samstöðu kærleikans. Og
hún er kölluð til að minna þá sem
ráða málum manna á kröfu kær-
leikans og miskunnseminnar að
hagur einstaklinga umfram allt
hins snauða og varnarlausa, veg-
ur þyngra en hagsmunir fjár-
magns og valdakerfís.“
Úttekt verði gerð á
skipulagi kirkjunnar
DR. Gunnar Kristjánsson var flutningsmaður tillögu til þings-
ályktunar um skipulag íslensku þjóðkirkjunnar á Kirkjuþingi á
mánudag. Tillagan felur í sér að þingið feli kirkjuráði að skipa
fimm manna nefnd til að gera úttekt á skipulagi íslensku þjóð-
kirkjunnar og sambandi hennar við ríkisvaldið.
Samkvæmt greinargerð með
tillögunni er tilgangur hennar
tvíþættur. Annars vegar sé um
að ræða lýsingu á núverandi
ástandi en hins vegar þjóni þessi
vinna því markmiði að vera
grundvöllur fyrir endurskoðun á
skipulagi kirkjunnar. „í þjóðfé-
lagi örra breytinga má umræða
um skipulag aldrei nema staðar.
Starfshættir kirkjunnar, skipu-
lag hennar og samband við Hkis-
valdið hlýtur að kalla á sífellda
endurskoðun. Það eina sem aldr-
ei breytist í kristinni kirkju er
grundvöllur kirkjunnar og boð-
skapur hennar. Állt er að starfi
og skipulagi lýtur hlýtur að
þarfnast umræðu. Slík umræða
er vissulega í gangi í ríkum máli
nú um stundir. En hún ber keim
af ráðleysi, af langvarandi
ómarkvissum umræðum um
skipulagsmál kirkjunnar," segir
meðal annars í niðurlagi greinar-
gerðarinnar.
Kirkjuþingið beinir þeim til-
mælum til menntamálaráðherra
að hann beiti sér fyrir því að
veitt verði fé til að aðstoða ís-
lendinga í Lúxemborg við kristi-
lega uppfræðslu og íslensku-
kennslu bama. Ennfremur er því
beint til Fræðslu- og þjónustu-
deildar kirkjunnar í samvinnu við
guðfræðideild Háskóla íslands
að koma á formlegari skipan trú-
fræðslu fyrir fullorðna innan vé-
banda Leikmannaskóla kirkjunn-
ar.