Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 25 Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Húsmæðurnar verða aldrei atvinnulausar hvað sem gengur á. Flóki hf. á Barðaströnd gjaldþrota Skuldiryfir 100 milljónir króna Reynt að koma rekstrinum aftur af stað BÚ Flóka hf. á Brjánslæk hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að ósk stjórnar fyrirtækisins. Að sögn Konráðs Eggertssonar stjórnar- formanns eru heildarskuldir liðlega 100 milljónir kr. Hann segir nauðsynlegt að koma rekstrinum aftur í gang. Oddviti Barðastrand- arhrepps segir að gjaldþrotið hafi ekki úrslitaáhrif á atvinnuástand- ið í hreppnum en sveitarfélagið muni eiga erfitt með að standa undir láni sem það tók vegna hlutafjárframlags í Flóka hf. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími Jöjk, 671800 Höfn Skráðir atvinnu- lausir í heilt ár Höfn. NÚ hefur fólk verið á atvinnuleysisskrá á Höfn í samfleytt eitt ár, en það er nokkuð sem menn hafa ekki átt að venjast hér undan- gengna áratugi. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Jökuls, hafa verið 12-17 manns atvinnulausir frá því í fyrrahaust en oftast þó mjög fáir. Hámarkið kom í kjölfar gjaldþrots Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar hf. og með sölu á togaranum Þór- halli Daníelssyni SF. Þá varð og aukning á atvinnuleysinu er Skinney hf. varð að loka fiskvinnslu sinni um tíma síðla sumars vegna hráefniss- korts. Nú eru einungist 5 bátar á síld- veiðum frá Höfn en undanfarin ár hafa um 10 bátar farið á síld. Söltun fer nú fram hjá Skinney hf. en Borg- ey hf. vinnur síld í frystingu. Sam- dráttur í síldarvinnslunni verður því umtalsverður frá bestu vertíðum en þá var saltað í tveimur stöðvum auk annarrar vinnslu. Enn er þokkalegt ástand í byggingariðnaði og skyldum greinum, en framundan virðist ekki of bjart. - JGG Flóki hf. annaðist vinnslu á hrefnu þar til hrefnuveiðar voru bannaðar. í staðinn fór fyrirtækið út í hörpudiskvinnslu. Þá var um tíma stunduð þar rækjuvinnsla og keypt tæki til hennar. Engin vinnsla hefur verið í fyrirtækinu frá því í vor að hörpudiskvertíðinni lauk. Um 20 manns unnu hjá fyrirtækinu í fyrravetur, að sögn Konráðs. Konráð Eggertsson sagði að þrjár ástæður væru einkum fyrir erfiðri stöðu Flóka hf. í fyrsta lagi nefndi hann almennt efnahags- ástand í landinu, í öðru lagi sölu- tregðu og birgðasöfnun á skel og í þriðja lagi stöðvun hrefnuveið- anna. Hann sagði að fjárfestingarn- ar eftir að hrefnuyinnslan stöðvað- ist hefðu ekki staðið undir sér. Konráð sagði að skuldir Flóka hf. losuðu 100 milljónir kr. en þar á móti ætti fyrirtækið birgðir að verðmæti 20-30 milljónir kr., auk fasteigna og tækja á Bijánslæk og hluta í tveimur útgerðum. Stærstu lánardrottnarnir eru Landsbanki Fjöldi íslenskra listamanna á norrænni hátíð í Lundúnum FJÖLDI íslenskra listamanna tekur þátt í norrænni listahátíð í Barbican-miðstöðinni í Lundúnum í nóvember og desember. Fjórir íslenskir myndlistarmenn eiga verk á sýningu fjórtán helstu málara Norðurlanda frá seinni hluta 19. aldar til þessa dags og haldin verð- ur sérstök sýning á íslenskum Ijósmyndum. Einleikarar og hljóm- sveitir koma fram, íslenskar kvikmyndir verða sýndar og forseti íslands flytur erindi um hvað felist í því að vera norrænn. Norðurlöndum 13. nóvember og ýmsir tónlistarmenn aðrir koma fram á hátíðinni í Barbican. íslands, Byggðastofnun og Fisk- veiðasjóður. Konráð sagði að eig- endur væru í persónulegum ábyrgð- um fyrir hluta skuldanna, þannig væri hann og annar maður í ábyrgð fyrir 6,5 milljónum kr. lánum. Konráð sagði nauðsynlegt að koma rekstrinum aftur í gang sem fyrst, bæði vegna fólksins sem þarna hefði haft vinnu og til að bjarga verðmætum. Það mál er nú í athugun hjá bústjóra. Finnbogi Kristjánsson starfandi oddviti Barðastrandarhrepps sagði að gjaldþrotið kæmi illa við sveitar- sjóð einkum vegna láns sem sveitar- sjóður hefði tekið vegna fyrirtækis- ins. Sagði Finnbogi að hreppurinn hefði tekið 8 milljóna kr. lán í Byggðastofnun á síðasta ári í tengslum við endurskipulagningu rekstrar Flóka hf. og lagt fram sem hlutafé. Það lán þyrfti sveitarsjóður að greiða þó fyrirtækið yrði gjald- þrota og tekjur hreppsins minnkuðu vegna þess. Annars sagði Finnbogi að rekstur Flóka væri ekki eini atvinnurekstur- inn í hreppnum, eins og skilja hefði mátt af fréttum. Þar væri enn nokk- ur búvöruframleiðsla,- grásleppu- veiðar og trilluútgerð. Nokkir hreppsbúar hefðu haft vinnu í fyrir- tækinu meðan það starfaði en mik- ið hefði verið um aðkomumenn í hópi starfsfólks, meðal annars hefði þurft að ráða verkafólk frá Póllandi í fyrravetur vegna þess hvað illa gekk að fá fólk í vinnu. Nissan Micra LX '90, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. 4 þ. Sem nýr. V. 590 þús. stgr. Volvo 440 GLTi ’89, rauður, 5 g.t ek. 53 þ., álfelgur o.fl. V. 890 þús. stgr. Toyota 4Runner EFi V-6 '91, hvítur, 5 g., ek. 39 þ., ýmsir aukahl. Toppeintak. V. 2.2. millj. Toyota Corolla XL ’81, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 25 þ. Fallegur bíll. V. 850 þús. Subaru 1.8 GL Sedan 4x4 ’88, sjálfsk. ek. 42 þ. V. 830 þús. stgr. MMC L-200 Douple Cap diesel '91, lengdur vsk-bíll, ek. 35-þ^V. 1450 þús. sk. á ód. Citroen AX II TRE ’89, 3ja dyra, ek. 55 þ. V. 390 þús. stgr. Ford Econoline 350 diesel (7.1) '89. V. 1500 þús., sk. á ód. Nissan Vanette diesel '92, innréttaður, 7 manna, ek. 13 þ., ýmsir aukahl. V. 1390 þús., sk. á diesel fólksb. Cherokee Laredo ’91, sjálfsk., ek. 16 þ. mílur, m/öllu. Sem nýr. V. 2.4 millj., sk. á ód. MMC Colt GLX ’90, ek. 44 þ., 5 g. V. 790 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi 4x4 ’90, 5 g., ek. 21 þ., ýmsir aukahl. V. 1050 þús., sk. á ód. Susuki Sidekick '91, ek. 17 þ., 5 dyra, 31“ dekk. Einn m/öllu. V. 1500 þús. Toyota Landcr. langur diesel ’86, ek. 100 þ., 35" dekk, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1580 þús., sk. á ód. Nissan Vanette '91, ek. 29 þ., 5 dyra m/gluggum. „VSK-bíll“. V. 900 þús. M. Benz 190 '87, rauður, 5 g., ek. 53 þ. Dekurbíll. V. 1550 þús. Honda Civic DX '90, rauður, 5 g., ek. 50 þ. Fallegur bíll. V. 730 þús.i sk. á ód. VANTAR A STAÐINN ÁRG. '88 - !92. 0 é * * * Norræna hátíðin í Barbican-lista- miðstöðinni hefst 10. nóvember og syngur skólakór Kársness við opn- unarathöfnina. Þangað koma Bretadrottning og þjóðhöfðingjar Norðurlandanna allra. Sama dag opnar sýning á ljósmyndum Ragn- ars Axelssonar, Páls Stefánssonar, Guðmundar Ingólfssonar og Nönnu Bisp Buchert. Jafnframt opnar sýn- ing á verkum fjórtán norrænna myndlistarmanna og íslensku verk- in eru eftir Jóhannes Kjarval, Svav- ar Guðnason, Huldu Hákon og Sig- urð Guðmundsson. Sýningar á íslenskri samtímalist hefjast í Butlers Wharf 12. nóvem- ber. Sama dag opnar Vigdís Finn- bogadóttir norræna hönnunarsýn- ingu sem standa mun til febrúar- loka. Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín verður frumsýnt á ensku í Lyric Theatre 17. nóvember í leik- stjórn Þórunnar Sigurðardóttur. Með hlutverkin fara Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Baltasar Kormákur Samper og Gunnar Eyjólfsson. í sama leikhúsi verður leikgerð Sveins Einarssonar á Bandamanna- sögu færð upp 12. nóvember við tónlist eftir Guðna Fransson. Og þann 25. verður leiklestur Royal Shakespeare Company úr Njáls- sögu. Margar íslenskar bíómyndir verða sýndar á listahátíðinni, nefna má til dæmis Börn náttúrunnar, Veggfóður og Svo á jörðu sem á himni. íslenskir söngvarar og tónlistar- menn fjölmenna á listahátíðina í Barbican Center og geta tónleika- gestir valið rokk, klassík, popp eða djass. í dæmaskyni má geta fiðlu- tónleika Sigrúnar Eðvaldsdóttur 11. og 12. nóvember, orgelspils Mar- teins Hungers Friðrikssonar 11. nóvember og flautuleiks Ashildar Haraldsdóttur þann 23. Rokksveit- irnar Inferno 5 og Síðan skein sól spila ásamt fleiri hljómsveitum af VETRARSKOÐUN * * 0 0 * íslensk málnefnd gagn- rýnir Ríkissjónvarpið Á FUNDI í stjórn íslenskrar málnefndar 21. október sl. urðu miklar umræður um hlut- verk og skyldur Ríkisútvarps- ins, segir í frétt frá nefndinni. Aðaltilefni þeirra umræðna var það að nýlega flutti ríkissjón- varpið bandarískar sjónvarps- kappræður í beinni útsendingu (12. og 19. október), þar sem frambjóðendur til forsetakjörs í Bandaríkjunum leiddu saman hesta sína. I lok umræðnanna var einróma samþykkt þessi ályktun: „Stjórn íslenskrar málnefndar telur ámælisvert að sjónvarps- stöð Ríkisútvarpsins skuli senda út skýringa- og textalaust er- lendar stjómmálaumræður sem íslenskur almenningu fær ekki notið nema kunna erlent tungu- mál. Ef þess er ekkt gætt að daglegar útsendingar séu skiljan- legar öllum landslýð er Ríkisút- varpið að bregðast skyldu sinni.“ EIGENDUR MITSUBISHI OG VOLKSWAGEN BIFREIÐA Við minnum á vetrarskoðun og kerfisbundið eftirlit á bílnum fyrir veturinn. m HEKLA SÍMI695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.