Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
25
Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson
Húsmæðurnar verða aldrei atvinnulausar hvað sem gengur á.
Flóki hf. á Barðaströnd gjaldþrota
Skuldiryfir 100
milljónir króna
Reynt að koma rekstrinum aftur af stað
BÚ Flóka hf. á Brjánslæk hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að
ósk stjórnar fyrirtækisins. Að sögn Konráðs Eggertssonar stjórnar-
formanns eru heildarskuldir liðlega 100 milljónir kr. Hann segir
nauðsynlegt að koma rekstrinum aftur í gang. Oddviti Barðastrand-
arhrepps segir að gjaldþrotið hafi ekki úrslitaáhrif á atvinnuástand-
ið í hreppnum en sveitarfélagið muni eiga erfitt með að standa
undir láni sem það tók vegna hlutafjárframlags í Flóka hf.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími Jöjk,
671800
Höfn
Skráðir atvinnu-
lausir í heilt ár
Höfn.
NÚ hefur fólk verið á atvinnuleysisskrá á Höfn í samfleytt eitt ár,
en það er nokkuð sem menn hafa ekki átt að venjast hér undan-
gengna áratugi. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns
Verkalýðsfélagsins Jökuls, hafa verið 12-17 manns atvinnulausir frá
því í fyrrahaust en oftast þó mjög fáir.
Hámarkið kom í kjölfar gjaldþrots
Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar
hf. og með sölu á togaranum Þór-
halli Daníelssyni SF. Þá varð og
aukning á atvinnuleysinu er Skinney
hf. varð að loka fiskvinnslu sinni um
tíma síðla sumars vegna hráefniss-
korts.
Nú eru einungist 5 bátar á síld-
veiðum frá Höfn en undanfarin ár
hafa um 10 bátar farið á síld. Söltun
fer nú fram hjá Skinney hf. en Borg-
ey hf. vinnur síld í frystingu. Sam-
dráttur í síldarvinnslunni verður því
umtalsverður frá bestu vertíðum en
þá var saltað í tveimur stöðvum auk
annarrar vinnslu. Enn er þokkalegt
ástand í byggingariðnaði og skyldum
greinum, en framundan virðist ekki
of bjart. - JGG
Flóki hf. annaðist vinnslu á
hrefnu þar til hrefnuveiðar voru
bannaðar. í staðinn fór fyrirtækið
út í hörpudiskvinnslu. Þá var um
tíma stunduð þar rækjuvinnsla og
keypt tæki til hennar. Engin vinnsla
hefur verið í fyrirtækinu frá því í
vor að hörpudiskvertíðinni lauk. Um
20 manns unnu hjá fyrirtækinu í
fyrravetur, að sögn Konráðs.
Konráð Eggertsson sagði að
þrjár ástæður væru einkum fyrir
erfiðri stöðu Flóka hf. í fyrsta lagi
nefndi hann almennt efnahags-
ástand í landinu, í öðru lagi sölu-
tregðu og birgðasöfnun á skel og
í þriðja lagi stöðvun hrefnuveið-
anna. Hann sagði að fjárfestingarn-
ar eftir að hrefnuyinnslan stöðvað-
ist hefðu ekki staðið undir sér.
Konráð sagði að skuldir Flóka
hf. losuðu 100 milljónir kr. en þar
á móti ætti fyrirtækið birgðir að
verðmæti 20-30 milljónir kr., auk
fasteigna og tækja á Bijánslæk og
hluta í tveimur útgerðum. Stærstu
lánardrottnarnir eru Landsbanki
Fjöldi íslenskra listamanna á
norrænni hátíð í Lundúnum
FJÖLDI íslenskra listamanna tekur þátt í norrænni listahátíð í
Barbican-miðstöðinni í Lundúnum í nóvember og desember. Fjórir
íslenskir myndlistarmenn eiga verk á sýningu fjórtán helstu málara
Norðurlanda frá seinni hluta 19. aldar til þessa dags og haldin verð-
ur sérstök sýning á íslenskum Ijósmyndum. Einleikarar og hljóm-
sveitir koma fram, íslenskar kvikmyndir verða sýndar og forseti
íslands flytur erindi um hvað felist í því að vera norrænn.
Norðurlöndum 13. nóvember og
ýmsir tónlistarmenn aðrir koma
fram á hátíðinni í Barbican.
íslands, Byggðastofnun og Fisk-
veiðasjóður. Konráð sagði að eig-
endur væru í persónulegum ábyrgð-
um fyrir hluta skuldanna, þannig
væri hann og annar maður í ábyrgð
fyrir 6,5 milljónum kr. lánum.
Konráð sagði nauðsynlegt að
koma rekstrinum aftur í gang sem
fyrst, bæði vegna fólksins sem
þarna hefði haft vinnu og til að
bjarga verðmætum. Það mál er nú
í athugun hjá bústjóra.
Finnbogi Kristjánsson starfandi
oddviti Barðastrandarhrepps sagði
að gjaldþrotið kæmi illa við sveitar-
sjóð einkum vegna láns sem sveitar-
sjóður hefði tekið vegna fyrirtækis-
ins. Sagði Finnbogi að hreppurinn
hefði tekið 8 milljóna kr. lán í
Byggðastofnun á síðasta ári í
tengslum við endurskipulagningu
rekstrar Flóka hf. og lagt fram sem
hlutafé. Það lán þyrfti sveitarsjóður
að greiða þó fyrirtækið yrði gjald-
þrota og tekjur hreppsins minnkuðu
vegna þess.
Annars sagði Finnbogi að rekstur
Flóka væri ekki eini atvinnurekstur-
inn í hreppnum, eins og skilja hefði
mátt af fréttum. Þar væri enn nokk-
ur búvöruframleiðsla,- grásleppu-
veiðar og trilluútgerð. Nokkir
hreppsbúar hefðu haft vinnu í fyrir-
tækinu meðan það starfaði en mik-
ið hefði verið um aðkomumenn í
hópi starfsfólks, meðal annars hefði
þurft að ráða verkafólk frá Póllandi
í fyrravetur vegna þess hvað illa
gekk að fá fólk í vinnu.
Nissan Micra LX '90, 5 dyra, blásans, 5
g., ek. 4 þ. Sem nýr. V. 590 þús. stgr.
Volvo 440 GLTi ’89, rauður, 5 g.t ek. 53
þ., álfelgur o.fl. V. 890 þús. stgr.
Toyota 4Runner EFi V-6 '91, hvítur, 5 g.,
ek. 39 þ., ýmsir aukahl. Toppeintak. V.
2.2. millj.
Toyota Corolla XL ’81, 5 dyra, rauður,
5 g., ek. 25 þ. Fallegur bíll. V. 850 þús.
Subaru 1.8 GL Sedan 4x4 ’88, sjálfsk.
ek. 42 þ. V. 830 þús. stgr.
MMC L-200 Douple Cap diesel '91,
lengdur vsk-bíll, ek. 35-þ^V. 1450 þús.
sk. á ód.
Citroen AX II TRE ’89, 3ja dyra, ek. 55
þ. V. 390 þús. stgr.
Ford Econoline 350 diesel (7.1) '89. V.
1500 þús., sk. á ód.
Nissan Vanette diesel '92, innréttaður, 7
manna, ek. 13 þ., ýmsir aukahl. V. 1390
þús., sk. á diesel fólksb.
Cherokee Laredo ’91, sjálfsk., ek. 16 þ.
mílur, m/öllu. Sem nýr. V. 2.4 millj., sk. á
ód.
MMC Colt GLX ’90, ek. 44 þ., 5 g. V. 790
þús., sk. á ód.
MMC Lancer GLXi 4x4 ’90, 5 g., ek. 21
þ., ýmsir aukahl. V. 1050 þús., sk. á ód.
Susuki Sidekick '91, ek. 17 þ., 5 dyra,
31“ dekk. Einn m/öllu. V. 1500 þús.
Toyota Landcr. langur diesel ’86, ek. 100
þ., 35" dekk, álfelgur o.fl. Toppeintak. V.
1580 þús., sk. á ód.
Nissan Vanette '91, ek. 29 þ., 5 dyra
m/gluggum. „VSK-bíll“. V. 900 þús.
M. Benz 190 '87, rauður, 5 g., ek. 53 þ.
Dekurbíll. V. 1550 þús.
Honda Civic DX '90, rauður, 5 g., ek. 50
þ. Fallegur bíll. V. 730 þús.i sk. á ód.
VANTAR A STAÐINN
ÁRG. '88 - !92.
0 é * * *
Norræna hátíðin í Barbican-lista-
miðstöðinni hefst 10. nóvember og
syngur skólakór Kársness við opn-
unarathöfnina. Þangað koma
Bretadrottning og þjóðhöfðingjar
Norðurlandanna allra. Sama dag
opnar sýning á ljósmyndum Ragn-
ars Axelssonar, Páls Stefánssonar,
Guðmundar Ingólfssonar og Nönnu
Bisp Buchert. Jafnframt opnar sýn-
ing á verkum fjórtán norrænna
myndlistarmanna og íslensku verk-
in eru eftir Jóhannes Kjarval, Svav-
ar Guðnason, Huldu Hákon og Sig-
urð Guðmundsson.
Sýningar á íslenskri samtímalist
hefjast í Butlers Wharf 12. nóvem-
ber. Sama dag opnar Vigdís Finn-
bogadóttir norræna hönnunarsýn-
ingu sem standa mun til febrúar-
loka.
Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi
Hagalín verður frumsýnt á ensku í
Lyric Theatre 17. nóvember í leik-
stjórn Þórunnar Sigurðardóttur.
Með hlutverkin fara Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, Baltasar Kormákur
Samper og Gunnar Eyjólfsson. í
sama leikhúsi verður leikgerð
Sveins Einarssonar á Bandamanna-
sögu færð upp 12. nóvember við
tónlist eftir Guðna Fransson. Og
þann 25. verður leiklestur Royal
Shakespeare Company úr Njáls-
sögu.
Margar íslenskar bíómyndir
verða sýndar á listahátíðinni, nefna
má til dæmis Börn náttúrunnar,
Veggfóður og Svo á jörðu sem á
himni.
íslenskir söngvarar og tónlistar-
menn fjölmenna á listahátíðina í
Barbican Center og geta tónleika-
gestir valið rokk, klassík, popp eða
djass. í dæmaskyni má geta fiðlu-
tónleika Sigrúnar Eðvaldsdóttur 11.
og 12. nóvember, orgelspils Mar-
teins Hungers Friðrikssonar 11.
nóvember og flautuleiks Ashildar
Haraldsdóttur þann 23. Rokksveit-
irnar Inferno 5 og Síðan skein sól
spila ásamt fleiri hljómsveitum af
VETRARSKOÐUN
* * 0
0 *
íslensk málnefnd gagn-
rýnir Ríkissjónvarpið
Á FUNDI í stjórn íslenskrar
málnefndar 21. október sl.
urðu miklar umræður um hlut-
verk og skyldur Ríkisútvarps-
ins, segir í frétt frá nefndinni.
Aðaltilefni þeirra umræðna
var það að nýlega flutti ríkissjón-
varpið bandarískar sjónvarps-
kappræður í beinni útsendingu
(12. og 19. október), þar sem
frambjóðendur til forsetakjörs í
Bandaríkjunum leiddu saman
hesta sína. I lok umræðnanna
var einróma samþykkt þessi
ályktun:
„Stjórn íslenskrar málnefndar
telur ámælisvert að sjónvarps-
stöð Ríkisútvarpsins skuli senda
út skýringa- og textalaust er-
lendar stjómmálaumræður sem
íslenskur almenningu fær ekki
notið nema kunna erlent tungu-
mál. Ef þess er ekkt gætt að
daglegar útsendingar séu skiljan-
legar öllum landslýð er Ríkisút-
varpið að bregðast skyldu sinni.“
EIGENDUR MITSUBISHI
OG VOLKSWAGEN BIFREIÐA
Við minnum á vetrarskoðun og kerfisbundið
eftirlit á bílnum fyrir veturinn.
m
HEKLA
SÍMI695500