Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 29 Sá blettur í berginu þar sem veðrunin hefur gengið næst ættar- tölunni á þeim fimm árum sem liðin eru síðan hún var máluð. Þarna er bergið sprungið og vatn seytlar niður sprunguna. Einn gerninganna sem framkvæmdir voru og sýndir eru í bókinni. Forsíða bókarinnar um umhverf- islistaverkið. 1989 og sá ættartöluna fyrst þá um sumarið, sagði við Morgunblaðið í gær að hann teldi eðlilegt að ráðist yrði í að afmá ummerki um þessi spjöll af berginu, til dæmis með sand- blæstri. Hann segist telja slíkar ráð- stafanir nauðsynlegar því reynsla sýni að séu spjöll af þessu tagi látin standa óhögguð þá virki þau eins og segull á aðra þá sem vilji setja mark sitt á umhverfið með svipuðum hætti. Kári kvaðst telja að til þess að geta unnið verkið hljóti Hollending- arnir að hafa haft einhvers konar sigstóla eða annart sigútbúnað þar sem erfitt sé að ímynda sér að menn geti komið við stigum á þessum stað. Bergið er um það bil 12 metra hátt og er efsta nafnið í ættartölunni í allt að fjögurra mannhæða hæð. Hver stafur í ættartölunni er allt að 40 sentímetrar á hæð. Kári sagði að þegar ekið væri vestur yfir ána sæist grilla í ættartöluna í augnablik skömmu áður en komið væri að brúnni sem tekin var í notkun yfir fijótið árið 1987, árið sem Hollend- ingamir voru að störfum. Um 100 metra gangur væri upp fyrir veginn uns ættartalan blasti við vegfarend- um. Guðríður Þorvarðardóttir, starfs- maður Náttúruverndarráðs, sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að máln- ingin sem Hollendingarnir notuðu á hamarinn hefði veðrast ótrúlega lítið og þá aðeins þar sem vatn rynni nið- ur með sprungum í berginu. Hjá fleiri viðmælendum Morgunblaðsins kom fram undrun yfir því hversu lítið málningin hefði látið á sjá og mátti ráða að fyrstu viðbrögð ýmissa þeirra sem af málinu fréttu hefðu verið þau að vona að málningin veðraðist af mun hraðar en komið hefur á daginn. Frá fundinum á Hótel Sögu í gær. Morgunbiaðið/Þorkeii Arthur endurkosinn formaður ARTHUR Bogason var endur- kosinn formaður Landssam- bands smábátaeigenda á fundi sambandsins í gær. Ekki tókst að ljúka fundinum vegna fjölda mála og verður honum því fram- haldið í dag. Aðrir í stjórn Landssambands- ins eru Aðalbjörn Siglaugsson frá Ólafsfirði, Arnar Barðason frá Suðureyri, Haukur Jónsson frá Siglufirði, _ Heimir Bessason frá Húsavík, Áki H. Guðmundsson frá Bakkafírði, Birgir Albertsson frá Stöðvarfírði, Hilmar Sigurbjörns- son frá Vestmannaeyjum, Gunnar Svavarsson frá Keflavík, Jón Rún- ar Backmann úr Garðabæ, Birgir Guðjónsson úr Reykjavík, Skarp- héðinn Árnason frá Akranesi, Bergur Garðarsson frá Grundar- fírði og Leif Halldórsson frá Pat- reksfírði. Áheyrnarfulltrúar eru Bjarni Elíasson frá Drangsnesi, Björn Guðjónsson úr Reykjavík og Rögnvaldur Einarsson frá Akra- nesi. Aðalfundur Landsambands smábátaeigenda Smábátamir hagkvæm- asti útgerðarkosturinn -segir Arthúr Bollason formaður L.S. í SETNINGARRÆÐU sinni á aðalfundi Landssambands smábátaeig- enda í gærmorgun greindi Arthúr Bollason formaður L.S. frá því að á næstunni væri Háskóli íslands að skila af sér verkefni um afkomu smábátaútgerðarinnar. Þar kæmi fram stuðningur við það sjónarmið smábátaeigenda að smábátaútgerð væri hagkvæmasti útgerðarkostur- inn. „Þetta er því merkilegra þegar það er haft í huga hversu litlar aflaheimildir fjöldi þeirra hefur,“ segir Arthúr. Aðalfundur L.S. var haldinn á Hótel Sögu í gærdag. Að lokinni setningarráðu formannsins ávarpaði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra fundinn. Hann greindi frá stöðu mála í sjávarútvegi í dag en hvað varðaði smábátaeigendur sér- staklega fjallaði hann m.a. um þær skiptu skoðanir sem eru innan sjáv- arútvegsins hvort setja eigi alla þessa báta á kvóta eða framlengja krókaleyfið sem þeir eru með. Þor- steinn segir það sína skoðun að fínna verði milliveg í þessum efnum. Örn Pálsson framkvæmdastjóri L.S. flutti skýrslu stjórnar og þar kom fram hörð gagnrýni á fiskveiði- stjórnunina á síðustu árum einkum vegna þess hve mjög hún hefur skert hlut smábátaeigenda. Og hann taldi að stjórnvöld hafi átt að grípa fyrr inn í það sem hann kallar „hömlu- lausar tilfærslur aflaheimilda yfír á togara.“ Síðan sagði Örn um fisk- veiðistjórnunina: „Það ákvæði lag- anna að gefa ekki öllum smábátum kost á að velja á milli banndagakerf- is og aflamarks hefur verið of dýru verði keypt. Það skilur eftir sig þá staðreynd að smábátum sem settir voru á kvóta 1. janúar 1991 hefur fækkað um 40%, eða úr 900 niður í 550 báta. Eins og áður var vakin athygli á færðust veiðiheimildir þeirra án undantekninga yfir á tog- ara.“ í máli Arnar kemur fram að smá- bátaeigendur hafa aflað sér víðtæks stuðnings við áframhald á krókaleyf- um smábáta en leyfið á að gilda fram til 1. september 1994. Alls hafa 23 sveitarfélög ályktað um stuðning sinn við smábátaeigendur í þessum efnum svo og Fjórðungssamband Vestijarða. I almennum umræðum sem urðu á aðalfundinum í kjölfar upphafser- indanna var töluvert rætt um Hag- ræðingarsjóð og krókaleyfin. Allir sem tjáðu sig um Hagræðingarsjóð vom mótfallnir sölunni á kvóta hans, einkum þar sem þeir gætu engan veginn staðið undir því verði sem kvótinn er boðinn á, eða 38 krónur kílóið. Kristinn Gunnarsson I Garði sagði að salan á kvóta Hagræðingar- sjóðs sé rugl og með því að sam- í úttekt þeirri sem Karl Benedikts- son hefur gert kemur fram að hlut- deild smábáta í botnfiskafla er mjög mismunandi eftir landshlutum. Mest- ur er hann á Vesturlandi eða 13% en minnstur á Suðurlandi eða 5%. Á AustQ'örðum er þessi hlutdeild 12% og á_ Suðurnesjum er hlutdeildin 11%. 1 öðmm landshlutum liggur hún á bilinu 8-10%. Ef reynt er að meta hve mikla atvinnu smábátaflotinn skapar í landi má gefa sér að fyrir hvert starf á sjó séu þijú í landi og að þannig séu þetta um 4000 störf alls við veiðar og vinnslu aflans af smábátum. Þegar skoðaðar em tölur um aukningu á afla smábáta í einstökum sjávarplássum á milli áranna 1983 og 1991 kemur í ljós að mest er aukningin á Suðurnesjum. í Grinda- vík hefur þessi afli farið úr um 600 þykkja hana séu útgerðarmenn í raun að samþykkja auðlindarskatt. Og hvað krókaleyfíð varðar sagði Kristinn: „Við verðum að sækja til baka krókaleyfí á báta 6-10 tonn að þyngd. Krafa okkar á að vera óbreytt krókaleyfi fyrir báta að 10 tonnum að stærð.“ Aðalbjörn Sigurlaugsson Ólafs- firði sagði að krókaleyfið sé ódýrasta leiðin til að halda uppi atvinnu á landsbyggðinni. Hann lýsti yfír ánægju með þann stuðning sem þegar hefur aflast meðal sveit- arstjóma og bæjarfélaga í því að viðhalda krókaleyfinu og hvatti til þess að áfram verði haldið á þeirri braut. tonnum árið 1983 og upp í rúmlega 2000 tonn í fyrra. Hlutfallslega er aukningin hinsvegar mest í Keflavík en þar var smábátaaflinn innan við 100 tonn árið 1983 en var kominn í 1600 tonn í fyrra. Um 70% af afla smábáta erþorsk- ur og þegar skoðaðar em tölur yfir hlutdeild smábátaflotans í þorskveið- um á undanförnum áratug kemur í Ijós að þegar þorskaflinn náði hámarki 1987 var hlutfall smábáta 9,3% af um 390.000 tonnum af óslægðum þorski. í fyrra var hlutfallið hinsvegar 11,6% af innan um 306.000 tonnum. Hinsvegar hef- ur hlutfall smábáta í þorskaflanum aukist ört frá 1983 en þá nam það 4,3% af rétt innan um 290.000 tonn- um. Hámarki náði hlutfallið 1990 er það nam 14,3% af heildarþorsk- aflanum. * Arsverk í smábáta- útgerð 1300talsins í ERINDI sem Karl Benediktsson landfræðingur flutti á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda kemur fram að unnin ársverk í smábá- taútgerð á landinu öllu eru nú rífiega 1300 talsins. Karl athugaði sér- staklega vægi smábáta í atvinnu tveggja landshluta, Suðurnesja og Austfjarða, og kemur fram í þeirri athugun að veiðar og vinnsla tengt smábátum geti verið 4% af mannafla á Suðurnesjum og um 10% af mannafla á Austfjörðum. Karl tekur fram að hér sé ekki um nákvæma útreikninga að ræða en þeir gefi ágæta vísbendingu um mikilvægi þessa sjávarútvegs fyrir efnahag viðkomandi landshluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.