Morgunblaðið - 27.10.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.10.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 Minning Hinrik Eiríksson Fæddur 30. september 1921 Dáinn 15. október 1992 Hinn 15. október sl. lést Hinrik frændi í Landakotsspítala eftir stutta sjúkdómslegu. Engan óraði fyrir því í ágúst þegar Hinni og Stína heimsóttu mig og fjöiskyldu mína í sumarbú- staðinn okkar í Skorradal að aðeins tæplega tveimur mánuðum síðar yrði hann að lúta í lægra haldi fyr- ir sjúkdómi þeim sem manninum reynist svo erfitt að finna iækningu við. Hinni sem alltaf var svo hraust- ur og heilsugóður. Margs er að minnast er ég hugsa til baka, hve gaman það var að koma til Hinna og Stínu. Fyrst á Réttarholtsveginn og svo í Nökkva- vog 28 en heimsóknimar hefðu mátt vera miklu fleiri. Ávallt var manni tekið opnum örmum og aldrei fór maður þaðan öðru vísi en mett- ur eftir að hafa gætt sér á öllum þeim kræsingum sem Stína bar fram. Þegar svo leið að heimferð kom það ósjaldan fyrir að Hinni laumaði eins og einu súkkulaði í úlpuvasann sem að sjálfsögðu var voða vinsælt. Skömmu fyrir andlát hans var ég svo stödd hjá honum á Landakoti, stolt yfir því að geta sýnt honum fyrstu lopapeysuna mína sem ég pijónaði en segja má að hún hafi orðið til í nokkrum heimsóknum til þeirra Stínu. Þá töluðum við líka um fiskinn stóra sem við vorum sannfærð um að leyndist einhvers staðar í Skorradalsvatni. Ætlaði ég að fá Hinna mér til aðstoðar við að veiða hann næsta sumar. Hinni vissi vel hvemig fara á að þegar kastað er fyrir þá allra stærstu, hann hafði veitt nokkra slíka sjálfur. En nú hefur Hinni frændi verið kallaður til mikilvægari starfa hjá Guði. Ég er þó viss um það að hann mun fylgjast með mér og gefa mér góð ráð. Elsku Stína, missir þinn er mikill en Guð geymir nú Hinna okkar og megi minningin um hann lýsa okkur veginn fram á við. Aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. Með sínum dauða’ hann deyddi dauðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi, ekkert mig skaða kann, þó leggist lík í jörðu, lifir mín sála frí, hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. (Hallgrímur Pétursson.) Ég óska Hinna frænda góðrar heimkomu í Guðsríki. Erla Kristófersdóttir. Haustið er komið, blóm sumarsins sofnuð og sölnuð laufin falla af tijánum og þekja jörðina í sínum brúnu, gulu og grænu litum. Það var á fögrum degi hinn 15. þessa mánaðar sem Hinrik vinur okkar og starfsfélagi kvaddi þennan heim í Landakotsspítala. Þrátt fyrir þrek hans og mikinn baráttuvilja, ásamt allri nútímatækni, gekk illvígur sjúkdómur með sigur af hólmi. Okkur starfsfélögum hans er brugðið og söknum vinar í stað. Um síðustu áramót lét hann af störfum eftir 36 ára samfellt starf hjá Ó. Johnson & Kaaber hf., fyrst sem starfsmaður á lager fyrirtækisins en síðar sem verkstjóri. Við minnumst Hinriks með hlýju og þökkum samverustundimar á vinnustað, á hátíðarstundum, í ferðalögum og í sumarbústað okkar við Skorradalsvatn, en þar naut hann sín vel og urðum við oft vitni að hve snjall veiðimaður hann var. Þegar hann landaði stærstu bleikju sem veiðst hefur hér við land var hann stoltur veiðimaður. En nú verður ekki veitt meira héma meg- in, en á veiðilöndum hins eilífa vitum við að veiðin verður mikil. Vinnufélagamir kveðja hann með söknuði og þakka fyrir alla hans góðu kímni og hressa anda. Kristínu eigin- konu hans, dóttur og fjölskyldu, send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hinriks. F.h. starfsfólks 0. Johnson & Kaaber, Hilmar Jónsson, Jón E. Baldvinsson. BÓLUSETNING Boðið verður upp á bólusetnmgu við inflúensu í Heilsugæslustöðinni á Seltjamamesi sem hér segir: Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn 28.okt.kl. 15-17. 29. okt.kl. 15-17. 30. okt.kl. 15-17. 4. nóv. kl. 15-17. 5. nóv. kl. 15-17. ó.nóv.kl. 15-17. Verð fyrir sprautuna er kr. 750 og gildir það fyrir alla. Fólk er vinsamlegast beðið að ganga inn um suðvesturhlið hússins gegnt Valhúsaskóla. Geymið auglýsinguna. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi. ; Okkur langar að rita örfá orð til að minnast vinar okkar og ná- granna, Hinriks Eiríkssonar, er lést á Landakotsspítala þann 15. októ- ber, 71 árs að aldri. Við höfum búið í sama húsi og þau ágætu hjón í þijú og hálft ár og það hefur verið góður tími. Þau tóku okkur bamafólkinu eins vel og hugsast gat. Hinrik var mjög greiðvikinn mað- ur og lánaði hann okkur ýmis verk- færi, afnot af geymslunni sinni og góðu ráðin vom ófá, Og allt var jafn sjálfsagt frá hans hendi. Einnig var Hinrik mjög vinnusamur og eyddi hann löngum stundum í að dútla í bflskúrnum og rækta og betmmbæta í garðinum. Áttum við oft góðar stundir úti við með hon- um, sérstaklega á sumrin, við slátt, rakstur eða bara létt spjall. Eitt er það þó sem sérstaklega skal fyrir þakkað, en það er sú þolinmæði og góðmennska sem Hinrik sýndi drengjunum okkar. Oft er sagt að böm séu mannþekkjarar og trúum við því að svo sé. Þeir löðuðust að Hinriki og þær vom margar stund- imar sem þeir dvöldu með honum í bflskúmum hans eða í garðinum. Hans er nú saknað. Er við sögðum drengjunum okkar frá láti Hinriks, leið dágóð stund, þar til sá eldri spurði. „Mamma, vantaði Guð góðan mann til að slá garðinn sinn?“ Kæra Kristín við samhryggjumst þér svo og öðmm ástvinum. Blessuð sé minning um góðan mann. Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, Ragnar Pálmason og synir. Svo langt aftur sem við systkinin munum hafa Hinrik Eiríksson og Kristín Jónsdóttir verið hluti af lífi okkar. Stína og Hinni em ekki hið minnsta skyld okkur, en þau hefðu ekki getað tilheyrt fjölskyldu okkar meira þótt þau hefðu verið nánasta frænka og nánasti frændi. Og kannski meira en það því þau áttu ekki svo lítinn hlut í að ala okkur upp. Bömin okkar hafa líka litið á Stínu og Hinna eins og eitthvað sem eðlilega tilheyrði íjölskyldunni. Þá ekki síst Gúðmundur Jón, sem hefur sótt til þeirra slíka ástúð og styrk. Nú þegar við kveðjum Hinna reik- ar hugurinn aftur til svo ótal margra atvika því þau Stína hafa verið þátt- takendur í öllum þeim stundum sem helst hafa skipt máli í lífi okkar. Bæði í gleði og sorg. Öllum jólum hafa þau dejlt með okkur. Ollum áramótum. Öllum skímum, ferm- ingum og öðmm hátíðisdögum. Og þegar við kistulögðum foreldra okk- ar vom þau þar líka. Við litum geysilega mikið upp til Hinna þegar við vomm böm. Hann var til sjós á ámnum 1947 til 1953 og gerði víðreist um heimsbyggðina. Á þeim ámm vom millilandasigling- ar mikið ævintýri í hugum ungra barna og þótt Hinni væri ekki sú manngerð sem segði ævintýrasögur af sjálfum sér þá var hann frækinn sæfari í okkar augum. Eftir að við fullorðnuðumst breyttist barnsleg aðdáun í djúpa virðingu, því þá fyrst gátum við gert okkur grein fyrir þeim kostum sem þessi hægláti maður var gædd- ur. Eftir að hann hætti á sjónum vaiin Hinni í tvö ár hjá Ora en í maí 1955 réðst hann til starfa hjá 0. Johnson & Kaaber og var þar æ síðan þar til hann lét af störfum um síðustu áramót. Þegar hann veiktist sýndi Ólafur Johnson, for- stjóri, að spor Hinna hjá því fyrir- tæki vom eins góð og önnur sem hann gekk í lífinu. Við minnumst þess ekki að hafa séð hann yikna fyrr en hann sagði okkur frá þeirri heimsókn. En eins og við var að búast af Hinna viknaði hann bros- andi. Við vissum að Hinni gekk ekki heill til skógar þegar hann gladdist með okkur í fimmtugsafmæli Ingva í júlí síðstliðnum. En það var ekki fyrr en nokkmm vikum síðar að við fengum að vita að hann væri með ólæknandi krabbamein. Hinni tók veikindum sínum af því æðmleysi sem við hefðum búist við af bamdómshetju okkar, sægarpin- um. Hann settist alltaf upp með bros á vör í sjúkrarúmi sínu þegar íann fékk heimsókn. Og þegar hann gat ekki sest upp lengur, brosti hann samt. Hjúkmnarfólkið, sem annaðist hann af svo mikilli alúð, hafði orð á því að hann kvartaði aldrei. Stína var alltaf hjá honum þegar við komum. Hún var hjá honum til hinstu stundar. En enginn hafði búist við öðm. Það hefur fækkað um einn í fjöl- skyldunni og það skarð verður aldr- ei fyllt nema með minningunum. Við sendum Þórhildi dóttur hans og öðmm ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Stína. Þú þekkir hug okkar svo vel að þessi tvö orð em öll kveðj- an sem við sendum þér. Svo langt aftur sem við munum hefur Hinni verið þar. Svo lengi sem við lifum verðum við þakklát fyrir það. Jón Orn Jónsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Óli Tynes Jónsson, Sigtryggur Jónsson, Margrét Jónsdóttir. Ég vil minnast í fáum orðum frænda míns og uppeldisbróður, Hinriks Eiríkssonar, sem lést í Landakotsspítala 15. október sl. Hinrik var fæddur 30. september 1921 á Hellissandi. Hann var elstur 4 systkina en auk þess átti hann einn hálfbróður sem alinn var upp af afa hans og ömmu. Foreldrar hans vom Eiríkur Kúld Andrésson og María Kristrún Pétursdóttir. 3. desember 1931 lést Eiríkur faðir hans úr botnlangabólgu og 7 mán- uðum síðar lést móðir hans einnig á sóttarsæng. Ættingjar og vinir tóku þá bömin í fóstur og Hinrik, sem þá var 10 ára, kom þá að Skjaldartröð til foreldra minna, Gunnars Kristóferssonar og Mál- fríðar Einarsdóttur. Ólst hann upp með okkur sem stóri bróðir. Hinrik stundaði sjó á yngri áram, fyrst á trillu með fóstra sínum en síðar á mótorbátum, bæði á vetrar- vertíðum og síldveiðum. Þegar Hin- rik hætti til sjós sneri hann sér að verslunarstörfum, lengst af hjá O. Johnson & Kaaber en hætti fyrir aldurs sakir um síðustu áramót. Hinrik var vel látinn af vinnuveit- endum sínum. Samviskusemi og heiðarleiki vom hans aðalsmerki. Hinrik kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Fremri-Hálsi í Kjós, hinn 13. júlí 1953. Þau hjónin vora mikið fyrir ferðalög og útivist. Á hveiju sumri komu þau í heimsókn vestur á Snæ- fellsnes og vitjuðu æskustöðva Hin- riks, var þá oft settur á flot bátur og veitt í soðið. Hinrik hafði gaman af öllum veiðiskap, ekki síst lax- og silungsveiði. Margar sögur sagði hann af skemmtilegum veiðiferðum þar sem baráttan við þá stóru var oft mikil og hörð en sigurinn þó oftast hans megin. Eitt vatn þekkti hann þó betur en önnur, það var Skorradalsvatn. Þar veiddi hann margan stóran og fékk t.d. fullkom- in veiðibúnað í verðlaun frá ABU í Svíþjóð. Eina helgi í ágúst sl. dvöldu þau hjónin hjá okkur 1 sumarbústað í Skorradal, fékk ég þá nokkra til- sögn hjá honum um bestu veiðistað- ina. Síðan átti ég að fá verklegu kennslustundina næsta sumar en af því getur nú ekki orðið nema frændi minn geti úr fjarlægð stjómað stýr- inu þegar siglt verður á miðin. Hinn 30. mars 1947 eignaðist Hinrik dótturina Þórhildi með Ólöfu Jóhannsdóttur. Þórhildur er flug- freyja og býr ásamt manni sínum, Þórði Sigurjónssyni flugstjóra hjá Cargolux, í Luxemborg. Þau eiga 4 böm. Hinrik og Kristín fóra margar ferðir til Luxemborgar og heimsóttu afabömin. Skrapp Hinrik þá stund- um með tengdasyninum í ferðir til Qarlægra staða svo sem Singapore og Hong Kong. Fékk maður þá að heyra ferðasögumar þegar heim var komið. Það er mikil eftirsjá í manni eins og Hinriki Eiríkssyni en minningin um góðan dreng lifir áfram í hjört- um okkar. Ég og fjölskylda mín vottum Kristínu og fjölskyldu dýpstu sam- úð. Kristófer Gunnarsson og fjölskylda Sjötíu ár em ekki langur tími í mannkynssögunni og þótt æviskeið manna spanni oft ekki lengri tíma eiga margir eftir mörg góð ár þegar sjötugsaldrinum er náð. Þannig blasti iífið við Hinrik, sem hætti störfum um síðustu áramót og átti þá fyrir höndum aukinn tíma til að sinna áhugamálum sínum og njóta samvista við sína nánustu — og eflaust hefði hann fundið sér ein- hver verðug verkefni til að sinna, j því aðgerðarleysi átti ekki upp á pallborðið hjá honum. En stuttu eft- ir að hann hætti störfum var knúið dyra. Og sá sem handan dyranna beið sneri ekki aftur einsamall. Það hefur verið ein mesta gæfa fyrirtækisins Ó. Johnson & Kaaber1 hversu einvala starfslið hefur ráðist þar til vinnu. Margir starfsmanna þess hafa unnið áratugum saman hjá fyrirtækinu og sýnt því mikið trygglyndi. í þessum hópi var Hin- rik, sem eftir að hafa stundað sjó- mennsku um árabil og unnið svo í skamman tíma hjá niðursuðuverk- smiðju ORA, kom til starfa hjá 0. Johnson & Kaaber árið 1955. Þijá- tíu og sex árum síðar lét hann af störfum og satt best að segja held ég að honum hafi reynst það tals- vert erfitt að skilja við sinn gamla vinnustað, eins og oft vill verða hjá duglegu og vinnusömu fólki. Það fór ekki mikið fyrir honum, þessum grannvaxna, lipra manni, en hans aðalsmerki var hversu snar í snúningum og bóngóður hann var. Hinrik var maður framkvæmdanna og honum var hægt að treysta fyrir því sem hann var beðinn um. Og hlýr var hann í viðmóti. Alltaf átti hann til jákvæð svör við hveiju sem á dundi og glettnin var sjaldnast langt undan. Það var ekki síst þessi létta lund sem gerði það að verkum að Hinrik var vinsæll meðal sam- starfsmanna sinna og hafði gott lag á því að fá aðra til að vinna með sér. Hinrik var ákafur stangveiðimað- ur og naut þess að renna fyrir sil- ung ýmist í Þingvallavatni eða Skorradalsvatni. Hann veiddi ein- göngu á flugu og bjó yfir þolin- mæði hins reynda veiðimanns þar sem hann stóð á bakkanum og beið þess að gómsætur kvöldmaturinn tilvonandi nartaði í færið. Hinrik sagði mér að hann hefði fyrst fund- ið fyrir veikindum þegar hann, nú* í vor, treysti sér ekki lengur að standa í köldu vatninu vegna slapp- leika. Að veiðistaðnum átti Hinrik ekki afturkvæmt þvf sjúkdómurinn sem þama gerði vart við sig lagði hann að velli á haustmánuðum. Eftirlifandi eiginkona Hinriks er Kristín Jónsdóttir. Þau vom barn- laus, en fyrir átti Hinrik dótturina Þórhildi sem er búsett í Lúxemborg. Hún er gift Þórði Sigutjónssyni yfir- flugstjóra hjá Cargolux og eiga þau fjögur böm. Hinrik og Kristfn hafa gjarnan varið hluta af sumarfríi sínu hjá Þórhildi og fjölskyldu hennar og án efa hefur Hinrik vænst þess að geta eytt fleiri stundum með þeim áður en kallið kæmi. En óskir mannanna em ekki alltaf uppfylltar. Starfsfólk 0. Johnson & Kaaber kveður í dag einstakan samstarfs- mann til margra ára með hlýju og þakklæti í hjarta. Megi hann hvíla í friði. Kristínu, Þórhildi og fjöl- skyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Ó. Johnson og íjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.