Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 *r MU;l 1 "3I~!/J I / U ") r'f I; ^ HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLADSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Betra að vanta brauð Fyrri hluti Frá Úlfi Ragnarssyni: FÓLK með vakandi, óspillt innsæi er að eðlisfari trúað á tilgang í líf- inu. Það getur verið óháð öllum trúarbrögðum og samtökum eins fyrir því, en tekur samt mark á innra skyni, sem það býr yfír, finn- ur á sér hvað til heilla horfir og hvað sé skaðvænlegt. Kannanir sem gerðar hafa verið (t.d. af Erlendi Haraldssyni) benda til þess að þjóðin okkar hafi þetta innra skyn jafnvel í ríkara mæli en flestar aðrar. Hugsanlegt er að hörð lífsbar- átta og náin tengsl við náttúru landsins hafi stuðlað að því að ís- lendingar hafi eignast þennan þjóðarauð, þetta, sem heimsborg- arinn Einar Benediktsson skynjaði sem svo dýrmætt sérkenni frónbú- ans, að betra væri að vanta brauð en glata því. Þó að þetta sé ort fyrir nærfellt öld á það enn við — eigi síður nú en þá: En þó við Flóann byggðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð - ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi er hún ber er betra að vanta brauð. - Þeir segja að hér sé hættan mest og héma þróist frónskan verst og útlend týzka temjist flest og tungan sé í nauð. Þetta er ort árið 1897, en boð- skapurinn er fyllilega tímabær enn, jafnvel það að héma (í Reykjavík) sé hættan mest, hættan á öfugþró- un frónskunnar, sem er í huga skáldsins hið jákvæðasta, sem þjóðin á. Hvaða hlutverk getur sú þjóð átt, sem býr yfir þesskonar þjóðar- auði sem hér er við átt? Draumar geta gefið verðmætar vísbendingar um hvað framundan er og hvemig bregðast megi við. Hér kemur einn draumur af mörg- um, sem mér hafa verið sagðir. Þessi er rúmlega ársgamall, og það var skynsöm kona á besta aldri sem dreymdi hann. Ég greini frá honum í fyrstu persónu eins og hann var sagður: Ég þóttist standa á barmi Al- mannagjár ásamt vinkonu minni, sem heitir Vera. Veður var fagurt, himininn heiður og kyrrð yfír öllu. Ég horfði til austurs yfír Þingvell- ina. Sá ég þá eld gjósa upp á Ioftið í fjarska, ekki á landinu okkar, heldurmiklu fjær. Þessi eldurgaus upp þrívegis, en hjaðnaði þess á milli. Það greip mig ótti við að landið okkar yrði eldinum að bráð. En þá sá ég furðulegt fyrirbæri. Stórri hendi var brugðið upp á loft- ið. Fyrst kom ein, en svo fjölgaði höndunum, og ég vissi að landinu okkar yrði þyrmt. Ráða mætti drauminn svo: Al- mannagjá skírskotar til almenn- ings. Þetta varðar almenning á íslandi. Eldurinn gæti táknað þijár heimsstyijaldir, en tvær þeirra era að baki eins og allir vita. Hendum- ar era verndarhendur afla, sem okkur eru hliðholl. Fyrsta höndin gæti verið hönd Guðs. Hinar til- heyra fólki, sem gengur til liðs við vemdaraflið. Vinkonan, Vera, er trúlega draumgjafinn, æðri vera, ekki af okkar heimi, sem flytur dreymandanum þennan boðskap. Það er algengt að fremur beri að fara eftir táknrænni merkingu nafna en líta svo á að persóna með því nafni komi við sögu. Þetta þekkja allir sem eitthvað hafa fengist við draumráðningar. Draumurinn virðist fleirum ætlað- ur en konunni sem dreymdi hann. Þess vegna birtist hann hér. Boð- skapur draumsins til þjóðarinnar er einfaldur: Friðaröflin í hjörtum fólksins á íslandi eru traustasta vörnin gegn ófriðarvá. Takið hönd- um saman! Sjáið um að ísland verði fríðarlandið! ÚLFUR RAGNARSSON, Neðstabergi 6, Reykjavík. Höfundur er læknir sem numið hefur djúpsálarfræði við sál- fræðistofnun C.G. Jung í Sviss. Bréf til blaðsins Morgunblaðið hvetur les- endur til að skrifa bréf til blaðsins um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og skoðanaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa að vera vélrituð, og nöfn, nafnnúmer og heimilisföng að fyigja. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðs- ins utan höfuðborgarsvæðis- ins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Velvakandi Velvakandi svarar eftir sem áður í síma frá mánudegi til föstudags. Flestir virðast sammála um, að Bush falli í kosningunum, sem fram fara í Bandaríkjunum að viku lið- inni, þótt rétt sé að hafa í huga, að á árinu 1948 vann Traman óvæntan sigur eftir almenna spádóma um að Dewey, ríkisstjóri, yrði kjörinn. Þá er líka rétt að minna á, að John Major vann þingkosningamar í Bretlandi á síðustu dögum kosn- ingabaráttunnar, þrátt fyrir skoð- anakannanir, sem bentu til sigurs Verkamannaflokksins. Falli Bush er ljóst, að hann fellur af svipuðum ástæðum og Hoover í kosningunum á milli hans og Roose- velts fyrir sex áratugum, þ.e. vegna efnahagskreppunnar. xxx Iumfjöllun um stjómmálaleiðtoga er þess of sjaldan gætt, að þeir era leiksoppar örlaganna að veru- legu leyti. Þeir ráða sjaldnast ferð- inni, þótt á því séu örfáar undan- tekningar. Atburðarásin tekur völd- in. Uppsveifla í efnahagsmálum getur leitt til mikillar velgengni, þótt viðkomandi stjórnmálaleiðtogi hafi haft lítið um þá uppsveiflu að segja. Með sama hætti getur sam- dráttur í efnahagsmálum ráðið ör- lögum stjórnmálamanna, sem mikl- ar vonir eru bundnar við. Víkveiji skrifar Kekkonen gnæfði yfir aðra finnska stjórnmálamenn á sinni tíð. Hann var talinn hálfgerð- ur galdramaður í samskiptum við Sovétríkin og ráðamenn þess, mað- ur, sem annars vegar hafði gott samstarf við ráðamenn í Kreml en tryggði hins vegar sjálfstæði Finn- lands. Nú era ýmsar upplýsingar að koma fram í dagsljósið, sem varpa ljósi á samskipti Kekkonens og þessara manna. Þegar Kekkonen var fyrst kjörinn- forseti 1956 munaði einungis tveim- ur atkvæðum á honum og Fager- holm, en þeir tveir vora þá helztu forystumenn í finnskum stjórnmál- um. Þær upplýsingar, sem nú eru komnar fram um stuðning sovézkra ráðamanna við Kekkonen í þeirri kosningabaráttu benda ótvírætt til þess, að mennimir í Kreml hafi ráðið úrsíitum forsetakosninganna þá. Þegar aftur var kosið 1962 var virtur finnskur lögfræðingur í fram- boði gegn Kekkonen en dró fram- boð sitt til baka nokkram vikum fyrir kosningar, ef Víkveiji man rétt, án þess að fullnægjandi skýr- ingar kæmu fram á því. Nú er kom- ið í ljós, að Kekkonen og Kremlveij- ar gerðu með sér samsæri til þess beinlínis að hræða Finna til að end- urkjósa Kekkonen. Vafalaust eiga fleiri upplýsingar eftir að koma fram um þessi sam- skipti. Hér á áram áður var talað um svonefnda „Finnlandiseringu" og var þá átt við yfirráð Sovétríkj- anna yfír Finnlandi án þess, að sovézkur hermaður væri á finnskri jörð. Finnar vora mjög viðkvæmir fyrir þessu orði og vildu ekki heyra á þetta minnzt. Óneitanlega fær þetta orð sterkari merkingu eftir þær upplýsingar, sem fram era komnar um tengsl forseta Finn- lands og ráðamanna í Kreml. Það er svo önnur saga, hvort leið Kekkonens var eina færa leiðin til þess að koma í veg fyrir, að sovézk- ir hermenn ryddust inn I Finnland og legðu landið undir sig. Jaras- elski, fyrrverandi forseti Póllands ver herlögin, sem hann setti á sínum tíma og bann við starfsemi Sam- stöðu með því, að þannig hafi hann komið í veg fyrir sovézka innrás í Pólland. xxx Herbert Hoover, Gerald Ford og Jimmy Carter, era einu for- setar Bandaríkjanna, sem á síðustu 60 áram hafa ekki náð endurkjöri eftir setu í Hvíta húsinu. Hoover féll vegna kreppunnar, Ford varð forseti við óvenjulegar aðstæður og kannski ekki réttmætt að hafa hann með í þessum hópi og kosningu Carters á sínum tíma má rekja til Watergate-málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.