Morgunblaðið - 27.10.1992, Page 56
\
Fjárfestingarfélagið Skandia hf.
Leitað eftir yfir-
dráttarheimild í
Landsbankanum
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Skandia hf. hafði í gærkveldi enn ekki
greint bankaeftirliti Seðlabankans frá því með hvaða hætti félagið
hyggst eyða þeirri óvissu sem nó ríkir um starfsemi sjóða félagsins.
Þórður Olafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann ætti von á slíku svari frá Skandia í dag.
„Við höfum sett fram þá kröfu gagnvart Fjárfestingarfélaginu Skandia
hf. að þeir taki ákvörðun í málefnum félagsins og verðbréfasjóðanna,
sem það hefur annast umsýslu með, innan mjög skamms tíma,“
sagði Þórður.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins unnu forsvarsmenn Skandia
að því yfir helgina og í gær, að
kanna hvort Landsbankinn væri
reiðubúinn til þess að veita félaginu
yfírdráttarheimild, sem það hefði
sem tryggingu upp á að hlaupa,
þegar og ef ákvörðun verður tekin
um að hefja starfsemi sjóða Fjárfest-
ingarfélagsins Skandia á nýjan leik.
Heimildir Morgunblaðsins herma að
þá sé rætt um verulega gengisfell-
ingu hlutdeildarbréfa í verðbréfa-
sjóðum Fjárfestingarfélagsins Skan-
dia, til þess m.a. að koma í veg fyr-
ir að innlausnir bréfanna keyri úr
hófí fram á fyrstu opnunardögum
ijóðanna.
Þannig mun það hafa verið kann-
að í Seðlabanka í gær, hvort Seðla-
bankinn væri reiðubúinn til þess að
veita Landsbankanum bakábyrgð,
ef félaginu yrði veitt sú yfírdráttar-
heimild sem sóst er eftir. í gildandi
lögum um verðbréfaviðskipti og
verðbréfasjóði segir að verðbréfafyr-
irtæki megi ekki taka lán, fyrir hönd
verðbréfasjóðs, nema sem nemur
ákveðinni hlutfallstölu af verðmæt-
um í sjóðunum. Ljóst er að þessi
grein laganna takmarkar mjög
hversu mikla yfírdráttarheimild fé-
lagið getur farið fram á í lánastofn-
unum.
Þórður Ólafsson sagði að banka-
eftirlitið væri að segja félaginu að
taka ákvörðun til þess að eyða þeirri
óvissu sem væri gagnvart þeim aðil-
um sem eiga hlutdeildarskírteini í
sjóðunum. „Þrýstingur af okkar
hálfu um að opna sjóðina, hann hef-
ur aldrei verið til staðar, einfaldlega
vegna þess að þeir gætu þess vegna
tekið þá ákvörðun að opna þá ekki.
Þeir verða þá að ígrunda þá ákvörð-
un, en hún er alfarið þeirra. Það
útilokar samt sem áður ekki þann
möguleika að bankaeftirlitið kynni
að grípa inn í þá ákvörðun, ef það
telur að hún sé ekki í samræmi við
ákvæði gildandi laga um verðbréfa-
viðskipti og verðbréfasjóði," sagði
Þórður Ólafsson, forstöðumaður
bankaeftirlits Seðlabanka íslands.
í golfi í góða veðrinu
Morgunblaðið/RAX
Þessir heiðursmenn notuðu góða veðrið í gær til
þess að taka golfhring á Nesvellinum. Þórhallur
Ásgeirsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri slær kúluna
og þeir fylgjast spenntir með, f.v. Magnús Guð-
mundsson fyrrv. flugstjóri, Gísli Jóhannesson útgerð-
armaður, Sverrir Guðmundsson fyrrv. yfírlögreglu-
þjónn og Einar Sæmundsson fyrrv. forstjóri.
Stal skilríkj-
um frá lög-
reglumanni
BROTIST var inn í skáp í
búningsklefa Sundhallar
Reykjavíkur við Barónsstíg-
um helgina og þaðan stolið
veski með peningum,
greiðslukortum og lög-
regluskilríkjum.
Lögreglumanninum sem
átti veskið varð að vonum illa
við enda hafði hann átt sér
einskis ills von þar sem hann
svamlaði um í lauginni. Það
má enda kallast bíræfinn þjóf-
ur sem stelur af lögreglunni.
Mannvirkjasjóður NATO dregur úr framkvæmdum á Kefiavíkurflugvelli
Stefnir í 35% niðnrskurð
fjárveitinga á næsta ári
Fj öldauppsagnir hjá íslenskum aðalverktökum þegar 1 þessari viku
ALLT bendir til þess að fjárframlög næsta árs frá Mannvirkjasjóði
NATO til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli verði skorin niður um
sem svarar 35%, miðað við árið í ár, þar sem framkvæmt hefur verið
á Keflavíkurflugvelli fyrir liðlega 50 miHjónir dollara, eða rúma 2,7
miHjarða króna. Líkur eru nú á að fjárveitingin til framkvæmda á
íslandi fyrir næsta ár, verði ekki nema um 34 miHjónir dollara, eða
um 1,9 milljarðar króna. íslenskir aðalverktakar munu af þessum
sökum segja upp verulegum fjölda starfsmanna þegar í þessari viku,
eða fyrir 1. nóvember nk.
Bandaríkjaþing hefur, eins og l Morgunblaðinu, skorið niður fjár-
áður hefur verið greint frá hér í | veitingar til Mannvirkjasjóðs NATO
Gáfu út bók um ætt-
artöluna víð Jökulsá
TVEIR hollenskir listamenn, Reinout van den Bergh og Gerhard
Lentink, skrifuðu ættartölu Völsunga á hamravegg í Jökulsárgljúfri
skammt frá Upptyppingum sumarið 1987 og var það hluti af um-
• hverfislistaverki og gjöraingum sem mennirnir frömdu við gfjúfrið
um sumarið. Þeir gáfu út sérstaka bók í Hollandi árið 1989 til að
lýsa þessu verki sínu.
Bókin ber nafnið Upptyggingar
og þar er tilurð verksins lýst í máli
og með fjölda mynda.
Skrifstofu Náttúruvemdarráðs
hefur verið kunnugt um ættar-
töluna á hamraveggnum i 2-3 ár
en hefur talið að það hafi verið
unnið árið 1984. Amþór Garðars-
son, formaður ráðsins, kvaðst fyrst
hafa fengið vitneskju um tilvist
hennar í síðustu viku. í samtali við
Morgunblaðið kvaðst hann telja rétt
að kanna lögfræðilega hvort Hol-
lendingamir hefðu með þessu gerst
sekir um lögbrot og hvort þau væm
þá fymd. Einnig kvaðst hann telja
eðlilegt að ráðið fjallaði um hvort
ráðast beri í einhveijar aðgerðir til
að afmá ummerki um ættartöluna
af hamraveggnum, en málningin
sem Hollendingarnir notuðu hefur
nær ekkert veðrast.
Sjá nánar á miðopnu.
á næsta ári, úr 221 milljón dollara
í 60 milljónir dollara. Þetta jafngild-
ir því að miðað við þessa takmörk-
uðu fjárveitingu, þá er áætluð fjár-
veiting til framkvæmda á íslandi á
næsta ári skorin niður úr 63 milljón-
um dollara í rúmar 34 milljónir
dollara, sem jafngildir 46% niður-
skurði, miðað við áætlun næsta
áre. Ef þetta gengur eftir, hefur
þessi niðurskurður það í för með
sér að vinna við þau stóra verk sem
átti að ráðast í á næsta ári, eins
og að ljúka framkvæmdum við
Helguvík, olíuleiðslulagnir og flug-
skýlabyggingar, getur ekki hafíst.
Þetta era þegar umsamdar fram-
kvæmdir, en íjárveitingin, ef hún
verður ekki meiri en 34 milljónir
dollara, mun engan veginn nægja
til þess að ljúka þessum verkefnum.
Ekki er þó enn útséð um að þessi
verði niðurstaðan, þar sem hem-
aðaryfirvöld í Washington hafa lát-
ið í veðri vaka að enn sé mögulegt
að útvega fjármagn til framkvæmd-
anna, á þann veg að Mannvirkja-
sjóður eigi fymingar inni, vegna
skulda annarra aðildarríkja NATO,
sem nú séu gjaldfallnar og eigi að
greiðast. Reyndar mun Dick Chen-
ey, vamarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, hafa tilkynnt á fundi vamar-
málaráðherra NATO-ríkjanna í
Skotlandi í síðustu viku, að um-
ræddar 60 milljónir dollara væra
nú orðnar að 120 milljónum dollara.
Ennfremur segjast hemaðaryfír-
völd í Washington ætla að sækja
um aukafjárveitingu til Mannvirkja-
sjóðs NATO á Bandaríkjaþingi, en
á þessari stundu er útilokað að segja
til um hver niðurstaðan verður í
meðföram þingsins og liggur hún
væntanlega ekki fyrir, fyrr en með
vorinu 1993. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins, er þó takmörk-
uð bjartsýni á jákvæða niðurstöðu
Bandan'kjaþings í þeim efnum,
einkum og sér í lagi fari Bill Clint-
on með sigur af hólmi í forsetakosn-
ingunum eftir rétta viku.
Það bendir því fátt til þess að
botn fáist í þetta mál, fyrr en eitt-
hvað talsvert er liðið á næsta ár.
Frágengið mun, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins, að íslenskir
aðalverktakar segi þegar í þessari
viku upp verulegum fjölda starfs-
manna og þá verður það í fyrsta
sinn í sögu fyrirtækisins sem það
verða ekki einungis verkamenn,
vélamenn og iðnaðarmenn sem fá
reisupassann í hendur, heldur einn-
ig skrifstofufólk og tækni- og verk-
fræðimenntaðir sérfræðingar fyrir-
tækisins. Fyrirtækið mun hafa
haldið að sér höndum hvað upp-
sagnimar varðar að undanförnu, í
þeirri von að úr rættist.