Morgunblaðið - 28.10.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 28.10.1992, Síða 4
MOfttíUNlBlkbÍD MIDWátÍDAtíUR 28. OKTÖBRk 1992 ri Atvinnulíf í Eyjum tekur kipp með komu sfldarinnar Vantar fólk, segir Sigurgeir Sigurjónsson, verkstjóri í Vinnslustöðinni Vestmannaeyj um. ATVINNULÍF í Eyjum hefur tekið kipp með komu síldarinnar. Síldar- vinnsla er á fullu bæði hjá ísfélagi og Vinnslustöð og farið er að ijúka úr skorsteinum bræðslna fyrirtækjanna og peningalykt komin í bæinn. í gær var var unnið af krafti i Vinnslustöðinni við frystingu og söltun og einnig var vinnsla í gangi í ísfélaginu. Mokveiði hefur verið á síldarmiðunum í Lónsbugt síðustu daga og hafa bátamir fengið aflann í fáum köstum. Til að mynda fékk ísleifur 600 tonna kast í vikunni. Nú hafa um 4.500 tonn borist á land í Eyjum á sfldarvertíðinni. Bátar Vinnslustöðvarinnar hafa landað um 2.500 tonnum og ísfé- lagsbátamir um 800 tonnum en auk þess hafa Gullberg og ísleifur land- að um 1.300 tonnum í bræðslu hjá Vinnslustöðinni. Mest flakað o g fryst fyrir Evrópumarkað Sigurgeir Siguijónsson, verk- stjóri í síldarfrystingu Vinnslu- stöðvarinnar, sagði að þeir hefðu um 12.000 tonna sfldarkvóta og reiknað væri með að um 5.000 tonn færu í vinnslu, frystingu og salt, en restin færi til bræðslu. Sigur- geir sagði að síldin væri þokkalega falleg og vinnslan gengi vel en mest af sfldinni væri flakað og fryst fyrir Evrópumarkað. „Það eru um 50 manns sem vinna hjá mér við sfldina og það hefur verið frekar erfítt að fá fólk og okkur vantar fólk frekar en hitt,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að hámarksafköst í flakafrystingunni væm um 65 tonn af frystum flökum á dag en þeir keyrðu yfirleitt 35 til 40 tonn í gegn, sem væri vinnsla úr 80 til 90 tonnum af sfld. Sigur- geir sagðist búast við að Vinnslu- stöðin myndi geyma um 1.000 tonna síldarkvóta fram yfir áramót en það hefði verið gert á síðustu vertíð og gafst vel því síldin hafi hafi haldið vinnslunni gangandi í janúar, sem oft hefði verið frekar rólegur mánuður. Kryddsaltað fyrir Svía í kjallara Vinnslustöðvarinnar var verið að kryddsalta síld. Guð- mundur Ásbjömsson verkstjóri sagði að þeir hefðu kvóta fyrir að salta í 1.000 tunnur, sem væri ekki mikið og því væri rólegt yfír söltun- inni, en sfldin væri falleg og góð til söltunar. „Við söltum í eitthvað á annað hundrað tunnur á dag og það er allt kryddsaltað fyrir Sví- þjóð,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að einnig ætti að salta flök og bita, sem fæm á Norðurlöndin og Þýskaland, og bjóst hann við að það yrðu um 3.000 tunnur. VEÐUR IDAGkl. 12.00 HBimild; Veðurstofa ístands (Byggt á vaðurspá kl. 16.16 í gær) VEÐURHORFUR 1DÁG, 28. ÖÍOÖBER: YFIRLIT: Við Skotland er 983 mb tægð sem þokast austur. Við Hvarf er 1.023 mb hæð sem þokast austur og yftr Norður-Grænlandi er önnur hæð, 1.025 mb, sem er nssrri kyrrstæð. SPÁ: Norðanátt austantil, kaldi eða stinningskaldi og slydduél norðaustanlands en skýjað með köflum eða léttskýjað suðaustantil. Vestanlands verður norðan- og norð- vestan gola eða kaldi og víða léttskýjað. Hiti 0-5 stig að deginum en víðast næturfrost VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A FIMMTUDAG: Vestlæg átt, víðast fremur hæg. Utils háttar slydda eða snjókoma á Vestfjörðum og Norðurtandi en léttskýjað sunnanlands og austan. Hiti nálægt frostmarki. HORFUR A FÖSTUDAG: Breytileg étt. Léttskýjað á Suðausturlandi, él norðanlands en slydda og síðar súld suðvestantil. Hlýnandi veður suðvestanlands. HORFUR A LAUGARDAG: Suðaustanstrekkingur með rlgnlngu eða súld um sunn- an- og vestanvert landið en hægari og þurrt norðaustanlands. Hiti á bilinu 2-6 stig. Nýlr veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30,7.30,10.46,12.46,16.30,19.30,22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnlr: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Ý Ý í Skúrir Slydduél Él * / * * * * * r * * r * / * * * Slydda Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐ A VEGUM: <ki. 17.30.9ær) Pjóðvegir landsins eru yfirleitt ágætlega greiðfærír en þó er víða hálka á vegum, svo sem á Helllsheiði og Þingvallavegi. Gjábakkavegur er aðeins fær jeppum og stærri bílum. Þá er hálka á Fróðárheiði, í Kerlingarskarði, Bröttubrekku og á Holta- vörðuheiði. Færð hefur þyngst fyrir Gilsfjörð en þar verður mokað á morgun. Á Vestfjörðum er hálka og snjór án fyrirstöðu á heiðum og fjallvegum en Hrafneyrar- heiði og Þorskafjarðarheiði eru bó aðeins færar jeppum og stærri bílum. Á Noröur- landi er hálka I Vatnsskarði, á Oxnadalsheiði og i Víkurskarði en Lágheiði er aðelns fær jeppum og stærri bflum. Þá er hálka og snjór án fyrirstöðu víða á Norðaustur- landi og á fjailvegum á AustfjÖrðum. Öxarfjarðartieiði og Hellisheiði eystri eru að- eins fær8r jeppum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftiriiti í síma 91-631600 og í grænni línu 99-6316. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 3 rigning Reykjavfk 3 léttskýjað Björgvin 7 skýjað Helsinkí +4 snjókoma Kaupmarmahöfn 7 léttskýjað Narssarssuaq *7 léttskýjaö Nuuk vantar Óstó 2 alskýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 19 alskýjað Amsterdam 8 þokumóða Barcelona 21 hálfskýjað Berlín 2 þoka Chicago 1 léttskýjað Feneyj8r 17 heiðskírt Frankfurt 8 rigning Glasgow 4 skúr Hamborg 4 þokumóða London 10 rigning LosAngeles 17 atekýjað Lúxemborg 5 rigning Madrfd 15 þokumóða Malaga 23 hálfskýjað Mallorca 21 hálfskýjað Montreal 3 úrkoma (grennd NewYork 9 léttskýjað Oriando 19 þokumóða Parfe 10 alskýjað Madeira 20 skýjað Róm 20 skýjað Vín 8 skýjað Washington 13 skýjað Winnipeg 4 skúr Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson „Það fara 15 kíló af salti, 7 kíló af sykri og 1 poki af A-kryddi í blönduna,“ sagði Óli Pétur Sveinsson, sem útbjó kryddblönduna í steypuhrærivél. Tilraunavinnsla fyrir Þýskalandsmarkað í Vinnslustöðinni stendur yfír til- raunavinnsla á síld. Flökunarvél hefur verið breytt þannig að hún haussker, kviðristir og slógdregur síldina. Hún er síðan fryst og seld til Þýskalands. Ingi Júlíusson verk- stjóri sagði að þessi vinnsluaðferð væri ný hér á landi, en Þjóðverjar hefðu unnið eitthvað af síld á þenn- an hátt. „Við prófuðum þetta einn- ig á vertíðinni í fyrra og það gekk ágætlega. Núna ráðgerum við að vinna 200 tonn á þennan hátt og selja til Þýskalands. Það er spenn- andi að prófa þetta og vonandi verð- ur framhald á,“ sagði Ingi. Grímur íslensk áhöfn á Bakkafoss EIMSKIP hefur gert þurrleigusamning við eiganda þýska skipsins Bakkafoss og ákveðið að fslensk áhöfn verði á skipinu. Eimskip hefur verið með Bakkafoss, sem áður hét Helios, á tlmaleigu með erlendri áhöfn að hluta. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur verið að kanna launa- kjör sjö Filippseyinga í áhöfn skipsins vegna gruns Alþjóða flutninga- verkamannasambandsins, ITF, um að þau væru undir lágmarkstöxtum sambandsins og hefur komið til tals að kyrrselja skipið vegna þeirra mála. „Við erum mjög ánægðir með að Eimskip skuli hafa tekið þennan pól í hæðina," sagði Birgir Björgvinsson stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur þegar leitað var álits hans á þurrleigusamningi Eimskips á Bakkafossi. Taldi hann að afskipti félagsins af launamálum Filippsey- inganna væru þar með úr sögunni. Birgir sagði að án efa væri barátta þeirra í málinu ástæðan fyrir því að þessi breyting var ákveðin og væri mjög ánægjulegt að þarna sköpuðust störf fyrir þeirra félagsmenn. Sjó- mannafélagið hefði lengi barist fyrir aukinni vinnu fyrir sína menn og þetta mál tengdist því að hluta. Þurrleigusamningurinn, sem er til tæplega eins árs, hefur í för með sér að Eimskip verður ábyrgt fyrir öllum Fleiri grun- aðir um ölvun LÖGREGLAN í Reykjavfk hand- tók 85 ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur í septembermán- uði og höfðu 15 þeirra lent í óhöppum og slysum. í sama mán- uði í fyrra voru 65 ökumenn grun- aðir um ölvun við akstur og höfðu sex þeirra lent í slysum. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfírlögregluþjóns vek- ur það athygli í þessu sambandi að konur eiga mestan hluta fjölgunar- innar, þótt enn séu karlar mun fjöl- mennari í þessum hópi. Karlamir eru 56 en voru 54 í fyrra. Konum hefur fjölgað úr 11 í 29. rekstri Bakkafoss, mönnun hans og viðhaldi. Mun fyrirtækið taka við rekstri skipsins í Árhus í dag. Á Bakkafossi verður eliefu manna íslensk áhöfn og verður hann áfram í siglingum til Norðurlandahafna. ------♦ ♦ ♦---— Réðust á mann og rændu MAÐUR var rændur á Snorra- braut laust eftir klukkan eitt í fyrrinótt. Lögreglan handtók ræningjana skömmu síðar. Þeir höfðu 700 krónur upp úr krafsinu. Maðurinn var að koma frá veit- ingastaðnum Keisaranum við Hlemm og gekk eftir Snorrabraut þegar tveir menn réðust að honum aftan frá, slógu hann niður og gengu í skrokk á honum. Annar þeirra tók seðla- veski úr úlpuvasa hans með banka- bók og 700 krónum í reiðufé. Mennimir hlupu á brott og voru horfnir þegar lögregla kom að en sá sem rændur var gat gefið á þeim lýsingu og vom þeir handteknir við Barónsstíg skömmu síðar og færðir á lögreglustöðina. Veskið fannst á öðrum þeirra. Báðir hafa þeir marg- sinnis komið við sögu lögreglu. Sá sem rændur var var færður á slysa- deild en mun ekki hættulega meidd- ur. Rætt um að Flugleið- ir aðstoði Nígeríumenn RÆDDIR háfa veríð möguleikar á að Flugleiðir aðstoði einkaaðila i Nígeríu við að stofna flugfélag. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir málið skammt á veg komið en Nígeríumenn séu að leita eftir sérfræðiaðstoð. Einar segir Flugleiðir nú vera að leita fyrir sér um leiguflug og rætt hafi verið við tvo aðila. Fyrirhugað sé að leigja út eina af fjórum Boeing 737 vélum félagsins en taka í notkun þriðju Boeing 757 vél þess sem nú er leigð af bresku flugfélagj. Þannig á sætaframboð á næsta ári að auk- ast um 8%. Þá hyggjast Flugleiðir leigja Fokker 50 vél, en ekki varð af samningum við Malasíumenn. Flugleiðir hafa áður átt þátt í að koma á fót flugfélag í Nígeríu og segir Einar að þá hafi vél verið leigð til félagsins, Kabo Air, sem enn starfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.