Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 7

Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 7 Ovenjulega mörg jökulhlaup í ár ÓVENJUMARGIR íslenzkir jöklar hafa hlaupið fram það sem af er árinu. I fréttabréfi Jöklarannsóknafélags Islands kemur fram að mikil hreyfing hafi verið á sex jöklum á árinu. í fréttabréfinu segir að fram- hlaup Skeiðaráijökuls hafi enzt langt fram á síðastliðinn vetur og í sumar hafi verið gangur í þeim hluta hans sem kemur niður á milli Þórðarhyrnu og Háubungu. „Á veturmánuðum hljóp Þjórs- árjökull sunnanverður fram um 200-300 m. í marz og apríl 1992 hljóp Köldukvíslaijökull sunnan- verður ofan í Hvítalónslægðina og stíflaði þar aftur upp lón sem tæmdjst 1989,“ segir í fréttabréf- inu. „í sláturtíðinni hljóp svo Múla- jökull fram eftir aðeins 6 ára hlé og er enn á sprettinum ef að líkum lætur. Mældist Leifi Jónssyni að jökuljaðarinn væri kominn 50 m fram þann 26. september.“ Greint er frá því að jaðar Sátu- jökuls (norðanverðs Hofsjökuls) sé óvenjubrattur ofan til og væntan- lega komi í ljós á næstunni hvort þar sé venju fremur mikil hreyfing á jöklinum. Þá hafi Helgi Björns- son jöklafræðingur og félagar orð- ið varir við óvenjumikið skrið á Tungnaáijökli, en of snemmt sé að segja til um hvort þar sé hafið framhlaup. Flugleiðir leigja Boeing þotu Flugleiðir hafa tekið á leigu þessa Boeing 757 þotu af breska flugfélaginu Monarch. Vélin kom til landsins á mánu- dag og verður notuð fram til 22. nóvember þegar lokið hefur verið reglubundinni skoðun á tveim þotum Flugleiða af sömu gerð. Vélamar eru aðallega notaðar á Ameríkuleiðum fé- lagsins og em nú til síðustu stórathugunar í skýli Banda- ríkjahers. Ný viðhaldsstöð Flugleiða í Keflavík verður tek- in í notkun í desember. Sum íslensk ökuskírteini talin ógild í útlöndum NOKKUR brögð hafa verið að því að íslendingar sem aka um í útlöndum hafi lent í vandræðum vegna þess að á ökuskírteinum þeirra segir að þau séu ekki leng- ur í gildi. Þetta á við um skír- teini sem samkvæmt eldri regl- um væru útrunnin en gildistími þeirra var framlengdur árið 1989 þegar ákveðið var að ekki þyrfti að endurnýja skírteini fyrr en við 70 ára aldur. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfírlögregluþjónn, segir að útlendingar eigi eðlilega erfitt með að skilja, að ökuskírteinin séu í fullu gildi ef á þeim stendur að þau séu útrunnin. Hann segir að nokkr- ir íslendingar hafi lent í stappi vegna þessa, en enginn í teljandi vandræðum. „Það er hins vegar full ástæða til að benda fólki á að fá sér ný ökuskírteini áður en hald- ið er til útlanda, ef þetta á við um þeirra skírteini," segir hann. Ómar segir að sá misskilningur virðist ríkjandi hjá mjög mörgum, að engin ökuskírteini þurfí að end- urnýja fyrr en við 70 ára aldur. „Þetta er ekki rétt. Þeir sem eru með meirapróf þurfa að endurnýja skírteinin reglulega og einnig þeir, sem eru með bráðabirgðaskírteini, sem gilda í tvö ár frá bílprófi. Ef gildistími þessara skírteina rennur út og fólk dregur í eitt ár eða leng- ur að endurnýja þau verður það að endurtaka bílprófið. Frá þessu eru engar undantekningar," sagði Óm- ar Smári. ----♦ ♦ ♦ Hótel Loftleiðir Blómasaln- um lokað BLÓMASALURINN á Hótel Loftleiðum er nú lokaður og seg- ir Þórunn Reynisdóttir hótel- stjóri að óráðið sé hvenær hann verður opnaður aftur. Ástæður lokunarinnar eru dræm aðsókn að staðnum og samdráttur í bók- unum á hótelið. „Þetta er svipað ástand hjá okkur og öðrum í veitingarekstri og við brugðumst við með því að loka Blómasaln- um,“ segir Þórunn. Að sögn Þórunnar mun stjórn hótelsins skoða málin og fara yfir stöðuna í veitingarekstrinum áður en tekin verður ákvörðun um fram- haldið. „Við erum að velta fyrir okkur breyttum áherslum og einnig er inni í myndinni að breyta innrétt- ingunum í Blómasalnum,“ segir Þórunn. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS KYNNIR: Skipulag og fararstjórn: Ingólfur Guðbrandsson IQLATILBOÐ s foti. Thailand Sólskinsparadís um jól 26 dagar með lúxusgistingu og fullum morgunverði á fimm stjömu hótelum ÓDÝRARA EN Á KANARÍEYJUM! Flug báðar leiðir aðeins kr. 89.000,- barnaafsláttur kr. 30.000,- Lúxusgisting 24 dagar í tvíbýli með fullum morgunverði aðeins kr. 69.000,- Börn í herbergi með foreldrum 50% afsláttur. Staðgreiðsluverð án flugvallarskatts. AUSTURSTR&TI 17,4. hæð 101 REYKJAVÍK-SÍMI 620400-FAX 626S64 Uppselt Grípið einstakt tækifæri og pantið strax HEIMSKLUBBUR INGOLFS Ljúfasta líf í skammdeginu á besta hóteli Filippseyja og glæsilegasta strand- og hvíldarstað Thailands. Westin Plaza Manila, 670 glæsilega búin herbergi, stór garður með pálmalundum og landslagssundlaug. Margir veitingasalir með ijúffenga rétti og rómaða þjónustu. Ambassador city — Jomtien ✓ Lúxusgististaður alveg við ströndina. / 3 glæsilegar stórsundlaugar í fögrum garði. / Friðsæll staður laus við skarkala. / Fullkomnasta aðstaða sem um getur til hvíldar, slökunar, þjálfunarog heilsubótar. / 14 fjölþjóðlegir veitingasalir að velja sér gómsæta rétti á austurlenska og vestræna vísu á lágu verði, s.s. kínverskan, japanskan, thailenskan. ítalskan, franskan o.s.frv. viðbótarsæti til sölu núna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.