Morgunblaðið - 28.10.1992, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
hreyfíngum. Við sjáum upphitun,
hnefaleika, línudans, skautadans,
ruðningsbolta og karate — allt
með nokkuð glettnu ívafí. Verkið
er samið árið 1971 og er dálítið
bam þess tíma og hefur e.t.v.
ekki elst vel. Kostir verksins eru
glettnin og hve auðvelt er að fylgja
höfundi eftir, enda voru leikhús-
gestir vel með á nótunum. Hópur-
inn skilaði sínu mjög vel. Hér
reyndi nokkuð á leikræna hæfi-
leika og karldansararnir David
Greenall, Hany Hadaya og Rafael
Delgado voru góðir og eins lofa
nemamir í hópnum, þau Viðar
Maggason og Hlíf Þorgeirsdóttir,
góðu. Tónlistin var eftir Handel,
háklassísk barrokktónlist. Smekk-
ur manna er misjafn, en þetta val
á tónlist stakk mig svolítið, þó svo
að tilgangurinn hafí verið að kalla
fram andstæður. Fyrir vikið varð
glettnin öll að vera í hreyfíngun-
um, engin hjálp frá tónlistinni
þar. Samt sem áður hið ágætasta
verk.
Notturno er ljóðrænn ballett í
nýklassískum stíl, sem gerist á
mörkum svefns og vöku. William
Soleau samdi þennan ballett fyrir
íslenska dansflokkinn og er hér
um heimsfrumsýningu að ræða.
Þessi ballett var hápunktur sýn-
ingarinnar. Notturno tekst að
hrífa áhorfandann með sér. Hreyf-
ingarnar eru ákveðnar og fjaður-
magnaðar, en tekst samt að við-
halda dulúð og draumkenndum,
ljóðrænum blæ. Staðsetningin á
sviðinu var góð og samstilling
dansaranna með ágætum. Fyrsti
kaflinn er dansaður í þögn, en síð-
an tekur við tónlist eftir Irving
Fine, sem styður verkið vel. Bún-
ingar voru góðir og lýsingin ljóm-
andi vel unnin. Ég hef ekki séð
Hany Hadaya í annan tíma gera
betur. Hann dansaði hlutverk sitt
frábærlega vel og hafði það á valdi
sínu. Melissa Anderson er nýliði í
dansflokknum og heillaði með
þokka og mýkt. Hún var sem fís
í höndum Hany Hadaya og tvídans
þeirra í lokin stórgóður. Átta dans-
arar eru í verkinu og stóðu sig
allir vel. Nefna mætti einnig Hel-
enu Jóhannsdóttur, David Gre-
enall og Rafael Delago, en þeir
tveir eru í hópi karldansaranna,
sem bæst hafa í dansflokkinn og
styrkja hann.
Rauðar rósir heitir lokaverkið
og er rómantískur ballett um ást-
ina, þó að hún vilji stundum taka
á sig harkalegar myndir. Dansað
er við tónlist Edith Piaf og smellur
hún beint í hjartastað. Sex dansar
eru í verkinu, sem er aðgengilegt
og liggur ljóst fyrir. Helena Jó-
hannsdóttir naut sín bæði í sólók-
afla í Le Vieux Piano og svo ásamt
Rome Saladino í Cést Peut Etre.
Og aftur og enn heilla Hany
Hadaya og Melissa Anderson með
góðum samdans. Svona verk er
kjörið sem lokapunktur sýningar,
enda var undir lokin búið að
byggja upp góða stemmningu í
salnum.
Það verður að telja þessa sýn-
ingu sigur fyrir hópinn sem að
henni stendur. Sýningin hefur alla
möguleika til að höfða til breiðs
hóps áhorfenda. Hér gefst kjörið
tækifæri til að höfða til framhalds-
skóla og annarra, sem ég vil leyfa
mér að kalla „byrjendur" í því að
horfa á ballett á sviði. Móttökur
leikhúsgesta á frumsýningu voru
framúrskarandi og risu þeir á
fætur og þökkuðu fyrir sig. Það
má búast við miklu af þessum
hópi og uppreisn íslenska dans-
flokksins er hafín fyrir alvöru.
Uppreisn ekki kveðin niður
Bernskur útskurður
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Það má um Sæmund Valdi-
marsson segja, að hanr sé iðinn
við kolann, því að frá því hann
kom fyrst fram fyrir 9 árum eru
einkasýningar hans orðnar 10
talsins!
Trauðla er það samt of mikið
ef hann heldur sínu striki, því
að jafnaðarlega eru á sýningum
hans forvitnilegir hlutir. Þá eru
þessir útskomu tijábolir hans á
svo hóflegu verði, að manninum
gengur augsjáanlega flest annað
til en hagnaðarsjónarmið og
sýndarmennsku held ég að þessi
látlausi maður eigi ekki til.
Fram til 6. nóvember getur
að líta 8 verk listamannsins í list-
homi Sævars Karls Ólasonar á
homi Banka- og Ingólfsstrætis.
Engar stökkbreytingar eiga
sér stað í list Sæmundar, en
greina má þó hæga þróun og þá
helst í þá átt, að listamaðurinn
vill tjá meiri sögu í verkum sínum
og virkja náttúraöflin í mynd-
sköpun sinni, þannig feykir vind-
urinn dökkbrúnu hári stúlkunnar
í mynd nr. 8 er ber nafnið „Sunn-
anvindur“ og í myndinni „Amor“
(4) kemur fram græskulaust
gaman við hagnýtingu kvists í
trédrambinum. En hér truflaði
mig hinn ónáttúralegi blái litur
í hárinu. Þá er myndin Hallgerð-
ur (langbrók) með táknræna til-
vísun og í verkinu „Heimasæta“
hniprar stúlkutetrið sig saman
og er eins og það sé í sálarháska
í einveranni. Flest virðist ganga
upp í verkinu „Stúlka" (7), en
þar er viðurinn nýttur til fulls
og einhver sposkur svipur er á
andliti stúlkunnar með kattar-
augun.
Þetta er sem sagt skemmtileg
sýning og margt má lesa úr
myndunum, allt eftir því hvert
hugarfarið er hjá þeim sem skoð-
ar.
_________Ballett__________
Ólafur Ólafsson
Ballettar: Concerto Grosso,
Nottumo, Rauðar rósir.
Danshöfundar: Charles Czamy,
WiUiam Soleau, Stephen MiIIs.
Dansarar: Ásta Henriksdóttir,
Birgitte Heide, Helena Jó-
hannsdóttir, Hlíf Þorgeirsdótt-
ir, Lára Stefánsdóttir, Melissa
Anderson, Anthony Wood,
David Greenall, Hany Hadaya,
Rafael Delgado, Rome Salad-
ino, Viðar Maggason.
Tónlist (af bandi): Georg Fried-
rich Handel, Irving Fine og
söngvar með Edith Piaf.
Búningahönnun: Joop Stokvis,
Guðrún Reynisdóttir.
Ljósahönnun: Björa Þ. Guð-
mundsson.
Sýningarsljóri: Kristín Hauks-
dóttir.
Framkvæmdastjóri: Salvör
Nordal.
Aðstoð við sviðsetningu: Alan
Howard.
Sviðsetning: María Gísladóttir.
Þjóðleikhúsið 25. október 1992.
Straumhvörf urðu hjá íslenska
dansflokknum á sunnudagskvöld-
ið, þegar dansflokkurinn hélt sína
fyrstu framsýningu eftir nokkurt
51500
Maríubakki - Rvik
Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1.
hæð. Herb. fylgir í kj.
Hafnarfjörður
Laufvangur
Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á
2. hæð í sex íbúða stigahúsi.
Áhv. ca. 2 millj.
Hjallabraut
Góð 4-5 herb. ib. á 1. hæð.
Trönuhraun
Til sölu gott rúml. 300 fm skrifst-
húsn. Hentar vel fyrir félagasam-
tök eða sem kennsluaðstaða.
Allar nánari uppl. á skrifst.
Vantar
Vantar gott einb. í Hafnarfirði
fyrir fjársterkan aðila, helst í
skiptum f. glæsilega hæð og ris
í Hafnarf. Milligjöf staðgreidd.
Allar nánari uppl. á skrifst.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.,
Linnetsstig 3,2. hæð, Hfj.,
simar 51500 og 51601
hlé. Veralegar breytingar hafa
orðið á skipulagi og starfsemi
hans.
íslenski dansflokkurinn hefur
hlotið mun meira sjálfstæði, sem
(auk fjármagns) er ytri forsenda
þess að fijótt listrænt starf geti
náð að blómstra. í löngu máli
mætti fjalla um ábyrgð og skyldur
hins opinbera gagnvart listum en
hér er hvorki réttur staður né
stund til þess. En það er staðreynd
að veralegar breytingar hafa orðið
í skipulagsmálum flokksins og til
hins betra. Einnig er nú lagt af
stað með nýjan kjarna dansara.
Þeim brautryðjendum, sem nú
hafa lokið störfum sínum hjá
flokknum, ber að þakka fyrir gott
starf. Ef til vill hefur það svolítið
gleymst í hita og þunga dagsins.
Sumir hveijir höfðu starfað með
dansflokknum frá upphafí og starf
framheija er ávallt erfítt. Núna
er að hefjast 19. starfsár flokksins
og um leið nýr kafli.
Á fyrstu sýningu starfsársins
era þrír ballettar. Sýningin ber
heitið Uppreisn. Það er á margan
hátt táknrænt heiti og það er víst
að þessi uppreisn tekst og sýning-
in er í alla staði hin ágætasta. Það
er verið að reisa flokkinn við og
hann rís úr öskustónni með sóma.
Listdansstjóri flokksins er María
Gísladóttir. Verkefnaval og list-
ræn stefnumótun hvílir á hennar
herðum. Henni er vandi á höndum
að velja verkefni sem mæta list-
rænum kröfum og metnaði og
uppfylla einnig væntingar ís-
lenskra leikhúsgesta. Einnig þarf
að huga að dönsuranum og hvað
hæfír þeim og líkamsbyggingu
þeirra. En hvert skal stefna; inn
á klassískari brautir eða á að
byggja upp nútímaballett? Þessi
umræða er ekki ný og listdans-
stjóri verður að hafa frelsi til að
velja. Kannski Iiggur vandinn í því
að verkefnin hafa ekki verið nógu
mörg til að hægt hafí verið að
„ala upp“ áhorfendur. Með þessari
fyrstu sýningu fer hún skynsam-
lega af stað í verkefnavali. Hér
era fluttir þrír ballettar sem falla
í eina heild þótt þeir séu nokkuð
ólíkir; einn kómískur, annar
draumkenndur og ljóðrænn og sá
þriðji alþýðlega rómantískur. í
stöðunni var þetta rétta útspilið
og enginn verður svikinn af þess-
ari sýningu.
Conserto Grosso er kómískur
nútímalegur ballett eftir Charles
Czamy, þar sem hreyfíngar
íþróttamanna hafa verið teknar
og notaðar sem grannur að dans-
91^7fl LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
'ml I vU'k I 0 / v KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.loggilturfasteígnasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Stór og góð - sérþvottahús
Nýleg 2ja herb. íb. á neðri hæð v. Kambasel 70,3 fm. Fjórbýli. Góð lán
fylgja. Laus fljótl. Hentar m.a. fötluðum.
Glæsileg sérhæð í tvíbhúsi
Nýleg 4ra herb. neðri hæð 104,3 fm skammt frá Háskólanum. Allt
sér. Gott skipul. Frág. lóð. Góður bílskúr. Laus fljótl.
Einbhús í Stekkjahverfi
vel byggt og vel með farið steinhús ein hæð 136 fm. Bílsk. 30 fm.
Stór, ræktuð lóð. Vinsæll staður. Losun eftir samkomulagi.
Efri hæð við Garðastræti - þríbhús
5 herb. mjög góð sérhæð 125,1 fm. Tvennar svalir. Geymsluris fylgir.
Bílsk. Ræktuð lóð. Fráb. staöur.
Skammt frá Landspítalanum
nýl. endurb. 4ra herb. neðri hæð tæpir 100 fm í þríbhusi. Góð sam-
eign. Langtlán. Tilboð óskast.
Skammt frá Menntask. við Hamrahlíð
glæsil. 6 herb. neðri hæð. Allt sér. Forstherb. m. snyrrtingu. Góður
bílsk. Öll eins og ný. immmmma^^^^^^^^^^mm^^^m
... AtMENNA
2ZXSSSSS2, FASIEIGNASAUN
gamla austurbaenum. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370