Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 11

Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER .1992 Lifandi frásögn af merkri og mikilli sögu _________Bækur_____________ Steinar J. Lúðvíksson Saga landsmóta UMFÍ 1909— 1990. Höfundar: Viðar Hreins- son, Jón Torfason og Höskuldur Þráinsson. Útgefendur: Jóhann Sigurðsson og Sigurður V. Sig- mundsson. Reykjavík 1992. Það hefur löngum verið reisn yfír landsmótum Ungmennafélags Islands. í hugum fjölmargra hafa þau verið annað og meira en íþróttahátíð þar sem ungmenni landsins hafa safnast saman til keppni á leikvöllum. Þau hafa ver- ið sýnilegt tákn þess öfluga og þróttmikla starfs sem ungmenn- afélögin hafa haldið uppi, merki hins félagslega styrks þeirra og nokkurs konar mótvægi á móti íþróttaveldi höfuðborgarinnar. Um langt árabil var það metnaðarmál ungs íþróttafólks úti á lands- byggðinni að komast sem kepp- endur á landsmót og það þótti jafn- vel eftirsóknarverðara en flest annað. Sigurvegarar á landsmóti voru hetjur í héraði rétt eins og sigurvegarar í ólympíuleikunum til forna. Og þótt þjóðfélags- aðstæður hafi breyst gífurlega á Bókmenntir Jenna Jensdóttir Meðal fyrirlestra er lagðir voru fram til flutnings á 23. Alþjóða- ráðstefnu Ibby í september 1992 var fyrirlestur Kínveijans Bi Bingbin, sem var þó ekki flutt- ur, þar sem höfundur kom ekki frá Kína. Hér birtist útdráttur úr efni hans. Höfundur greindi frá því í upphafi fyrirlesturs síns að höfundarlaun fyrir þýð- ingar héngju eins og Demókles- arsverð yfir bókmenntum í Kína. Kallaði hann orð sín „spáfyrir- lestur“ sem væri grundvallaður á raunveruleika og varðaði fyrir- sjánleg vandamál er upp hlytu að koma á næstunni þegar Kína gengi í tvö meiriháttar alþjóða höfundaréttarsamtök. Varðaði þetta einkum aukaverkanir sem erlendar bókmenntir í kínverskri þýðingu yrðu fyrir. Innganga Kína í ofangreind samtök ætti sér stað á tímum þeg- ar markaðskerfið vofði yfir. Út- gáfufyrirtækin nytu ekki lengur stuðnings hins opinbera og því þyrftu útgefendur að standa alger- lega á eigin fótum og sæta mjög íslandi frá því fyrsta landsmótið var haldið á Akureyri árið 1909 hafa þessi mót enn haldið „sjarma“ sínum og eru fjölmennustu íþrótta- mót sem haldin eru á Islandi. Stundum er talað í niðrandi tón um „ungmennafélagsandann" sem þykir víst á skjön við það sem er nýtískulegt, en þeir, sem viðstadd- ir hafa verið landsmót, hafa fljótt komist að því að þessi andi svífur þar yfir vötnum á eins jákvæðan hátt og hægt er að hugsa sér. Landsmótin hafa þróast í það að verða hinar glæsilegustu hátíðir, þau eru meira að segja kannski orðin of íburðarmikil þar sem það er ekki á færi nema tiltölulega fárra byggðarlaga að halda þau. Landsmót Ungmennafélags ís- lands eru orðin hluti af íslandssög- unni, jafnvel enn stærri hluti en flestir gera sér grejn fýrir. Stofnun Ungmennafélags íslands markaði ákveðna vakningu í íþrótta- og æskulýðsstarfí landsmanna sem aftur virkaði sterkt á sjálfstæðis- baráttu okkar. Erfítt er að meta þennan þátt ungmennafélags- starfsins til fulls. Það verður kannski verkefni sagnfræðinga framtíðarinnar. Nú fyrir skömmu kom út Saga landsmóta UMFI, mikil bók að þröngum gjaldeyrisreglum. Þeir ættu erfitt með að greiða höfundarlaun í beinhörðum pen- ingum. Þeim væri ætlað að afla gjaldeyris með sölu eigin útge- fínna bókmennta erlendis. Vandinn væri sá að bækur seld- ust illa sökum tungumálaerfíðleika og öðruvísi framsetningar. Auk þess þrengdist bókamarkaðurinn hraðar en nokkru sinni og yki það á vanda útgefenda við að afla gjaldeyris. Á sama tíma settu erlendir rit- höfundar og umboðsmenn þeirra fram allsendis óaðgengilegar kröf- ur á hendur kínverskum útgefend- um um greiðslur í beinum gjald- eyri. Vegna þessa hefðu nokkrir kínverskir útgefendur hætt að gefa út erlendar bókmenntir í kín- verskri þýðingu. Til þess að efla útgáfu á heims- bókmenntum og um leið vernda rétt erlendra höfunda þyrfti að nást samkomulag sem sættanlegt yrði báðum aðilum. T.d. mætti gera bráðabirgðasamkomulag um greiðslur í kínverskum gjaldeyri („soft money“) þar til kínverskur gjaldmiðill yrði alþjóðlegur. Að öðrum kosti myndi hinn almenni kínverski lesandi líða undir þessu vandræða ástandi. Frá einu af Landsmótum UMFÍ. umfangi og vexti. í formála henn- ar kemur fram að hugmynd og frumkvæði að ritun bókarinnar hafi átt þeir Jóhann Sigurðsson frá Lækjamóti og Sigurður V. Sig- mundsson frá Laugum og eru þeir útgefendur bókarinnar. I formála segir m.a.: „Meginmarkmmið með rituninni eru tvö: Annars vegar að koma til skila öllum tiltækum fróðleik um framkvæmd landsmót- anna, úrslit og breytingar, og hins vegar að reyna að miðla hinum einstæða anda landsmótanna. Þetta tvennt er kryddað með margvíslegum fróðleik um það íþróttafólk sem í gegnum tíðina hefur tekið þátt í landsmótum. Vonandi verður ritið um leið til þess að glæða áhuga almennings á landsmótunum, styrkja þau í sessi og treysta hugsjónir ung- mennafélagshreyfíngarinnar með- al ungra sem aldinna.“ Það þarf ekki að blaða lengi í bókinni um landsmótin til þess að komast að raun um að höfundarn- ir þrír, Viðar Hreinsson, Jón Torfa- son og Höskuldur Þráinsson, hafa lagt mikla vinnu og alúð í verk sitt. Fljótt á litið virðist það of- rausn að skrifa á sjötta hundrað blaðsíðna bók í stóru broti um mótin en að lestri bókarinnar lokn- um verður þó sú skoðun ofan á að fátt sé þar ofsagt. Og það er óhætt að fullyrða að höfundunum hefur tekist það ætlunarverk sem lýst er í formálanum; að samtvinna fróðleik, tölulegar upplýsingar og einstaklega skemmtilegar lýsingar á þeim anda sem ríkir á landsmót- um. Ekki má heldur gleyma þeirri sögu sem fjölmargar ljósmyndir segja í bókinni. Það er stundum sagt að myndir segi meira en ÍSLENSKUR tónlistardagur verður haldinn hátíðlegur í Efstaleiti laugardaginn 31. október. Beinar útsendingar verða á Rás 1 og 2 frá klukkan 13.00 um daginn til klukkan 19.00. í fréttatilkynningu segir að þar komi fram jafn ólíkar söngkonur og Hallbjörg Bjarnadóttir, Shady Owens og Jóhanna Linnet, auk söngvara á borð við Ragnar Bjarnason og Helga Björnsson. Klukkan 17.00 verður sent frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói, þar sem rokkhljómsveit leikur ásamt Sinfó- níunni verk Trúbrots, Lifun. Þar syngja meðal annars Björgvin Halldórsson og Sigríður Beinteins- dóttir. Ed Welch stjórnar. Þann 30. október verður mikil tónlistarráðstefna í Ríkisútvarpinu sem ber yfírskriftina: Hvert þykir þér brýnasta úrlausnarefnið í ís- lenskum tónlistarmálum um þess- ar mundir? Ráðstefnunni lýkur með aðalfundi Tónlistarbandalags íslands á laugardagsmorgni. Sunnudaginn 1. nóvember verð- ur mikil fjölskylduhátíð í Perlunni í tilefni þess að á tónlistardeginum mörg orð og þau orð sannast vel í þessari bók þar sem keppnis- harka og keppnisgleði þátttakenda í mótunum skín á móti lesendunum nánast á hverri síðu. Bókin geymir mikla sögu. Hún endurspeglar þá miklu aldarfars- breytingu sem orðið hefur á ís- landi og þá ekki síst breytinguna í íþróttalífi landsmanna. En hér á árum áður létu menn ekki erfiðar samgöngur eða aðstæður spilla gleði sinni og metnaðurinn var engu minni þá en nú, jafnvel þótt afrekin, mæld með skeiðklukku eða málbandi, væru ekki meiri en svo að jafnvel sæmilegur trimmari ætti auðvelt með að vinna þau núna. Menn gengu sannarlega ekki haltir meðan báðir fætur voru jafnlangir og víluðu ekki fyrir sér að stinga sér til sunds í ískalda polla jafnvel þótt það kostaði þá rúmlegu sumarlangt á eftir. Og rómantíkin sveif líka yfír votnum. Á landsmótum fundu margir elsk- una sína og laumuðust út í hraun til þess að setja upp trúlofunar- hringa milli þess sem þeir börðust harðvítugri baráttu við keppinauta sína á íþróttavellinum. Höfundar bókarinnar leggja áherslu á bæði hinn félagslega og íþróttalega þátt landsmótanna. Þeir segja frá tildrögum og undir- búningi, sýningum og skemmtun- um og lýsa síðan meistaralega því sem fram fór á íþróttasviðinu. Þar eru dregnar upp margar skemmti- legar og ógleymanlegar lýsingar á mönnum, viðureignum og afrek- um. Þessar lýsingar eru oft svo lifandi að lesandinn getur tæpast slitið sig frá þeim, verður að vita hvernig fór og freistast til þess að fylgja þeim köppum, sem um lauk Ári söngsins, en Tónlistarár æskunnar hófst. Skemmtunin hefst kl. 14.30. Þar koma fram ungir hljóðfæraleikarar og söngv- arar. Auk þess munu Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds, Mó- LEIKFÉLAGIÐ Grímnir á Stykkishólmi heldur upp á 25 ára afmæli sitt með því að frum- sýna söngleikinn Síldin er kom- in eftir Iðunni og Kristinu Steinsdætur laugardaginn 31. október. Lög og textar eru eftir Valgeir Guðjónsson (Stuðmann), leikstjóri er Ingibjörg Bjömsdóttir og hljóm- sveitarstjóri er Hafsteinn Sigurðs- son. Um 50 manns taka þátt í sýningunni, 25 leikarar og 5 hljóð- færaleikarar. er fjallað, landsmótanna á milli. Og íþróttagreinarnar eru hinar fjölskrúðugustu þar sem hinar svo- nefndu starfsgreinar, sem alla jafnan er ekki keppt í á íþróttamót- um, skipa enn veglegan sess á landsmótum. Það getur verið jafn- mikil list að leggja á borð eða baka pönnukökur eins og að tefla skák eða varpa kúlu. Kannski er það aðal þessarar bókar hversu vel höfundum tekst að lýsa keppni og keppnisanda landsmótanna. Þeir vitna oft í blöð og prentaðar frásagnir auk þess sem þeir hafa rætt við aragrúa fólks sem komið hefur við sögu á landsmótum. Allt er þetta einkar smekklega unnið hjá höfundunum og þeim tekst furðu vel að búa til skemmtilega samfellu, draga út einstök atvik og lýsa einstökum atburðum og mönnum, já, og því iðandi mannlífí sem jafnan er á landsmótum. Mannlífínu verður best lýst með eftirfarandi orðum úr dagblaði sem lýsti gestum á landsmóti á Laugarvatni 1965: „Þarna voru sólbrenndir íslending- ar og sólbrúnir útlendingar. Svart- klæddir, sveittir lögregluþjónar og hvítklæddir, þreyttir læknanemar. Virðulegar konur á peysufötum og blómarósir á bikini. Strákar með bítlahár og sköllóttir karlar. Ungbörn með pela og eldri krakk- ar með kók. Hestar stóðu í haga, kindur á beit og öll bílastæði full af gljáfægðum bílum.“ Bókin er skemmtilega upp sett. Meginmál er brotið upp með stutt- um rammafrásögnum og myndir setja mikinn svip á bókina og gefa henni aukið gildi. Mér fínnst það hins vegar hálfgert stílbrot að myndirnar frá síðasta landsmóti eru í lit, en allar aðrar svart-hvít- ar. í þessu tilviki verða litmyndir ekki það skraut sem ætlast er til, fremur að þær bijóti upp heildar- svip bókarinnar. Ástæða er til þess að hrósa höfundum bókarinnar sérstaklega fyrir ágæta framsetningu sína og góða málnotkun. Oft hefur verið sagt að sú íslenska, sem notuð er til þess að lýsa íþróttamönnum og íþróttaviðburðum, sé einhæf og „frasakennd". Vitanlega komast höfundarnir ekki hjá töluverðri notkun lýsingarorða í keppnislýs- ingum sínum en þeim tekst þó að stilla henni í hóf og komast hjá einhæfri orðanotkun. Allir þeir, sem standa að útgáfu þessarar bókar, eiga lof skilið. Að henni er fengur, ekki aðeins sem sögulegri heimild, heldur líka og ekki síður sem skemmtilegu og aðgengilegu lestrarefni. heiður Júníusdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson syngja barnalög. Val- geir Guðjónsson stjórnar sam- komu og fjöldasöng. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfír. í fréttatilkynningu segir að sýn- ingin sé geysilega viðamikil og taki rúma 2 tíma í flutningi. Leik- ritið fjallar á gamansaman hátt um lífið á síldarplaninu í Fagra- fírði snemma á 7. áratugnum, seg- ir frá ástum og eijum íbúanna og einnig vandræðum með síldina sem hvarf og kom svo aftur. Sýnt verður í Félagsheimili Stykkishólms. Önnur sýning er 3. nóvember. Fleiri sýningar eru fyr- irhugaðar, en vegna stærðar sýn- ingarinnar er erfitt að setja hana upp annarsstaðar. Kennslustund í Peking. Ljósm.: Þorvaldur Óskarsson. Kínversk rödd Islenskur tónlistardagur 1992 Síldin er komin á Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.