Morgunblaðið - 28.10.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
Afmæli
Níu stækkaöar myndir af barninu/börnunum þínum, þar
af ein í ramma
Ljósmyndastofurnar 3 ódýrastir
Ljósmyndastofan Mynd sími 65 42 07
Barna og fjölskyldu Ijósmyndir sími 677 644
Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20
Asgeir Þ. Olafsson
fyrrverandi héraðs-
dýralæknir - 90 ára
í dag, 28. október, verður Ásgeir
Þ. Ólafsson, fyrrverandi héraðs-
dýralæknir í Borgarnesi, níræður.
Ásgeir hóf störf hér í Reykjavík
strax að loknu námi við dýraiæknis-
háskólann í Hannover árið 1927,
en var skipaður dýralæknir í Vest-
firðingafjórðungi haustið 1928 með
aðsetri í Borgamesi._
í Borgarnesi bjó Ásgeir alla sína
embættistíð en með fjölgun dýra-
lækna og breyttri skipan umdæma
héraðsdýralækna er nú svo komið
að sjö dýralæknar starfa í þeim
héruðum sem Ásgeir þjónaði einn
fyrstu embættisár sín.
Hér á landi hefur sú breyting
orðið undanfarna áratugi að flestar
starfsstéttir hafa fengið viður-
kenndan mun styttri vinnutíma en
áður var og flestir vinna nú aðeins
fimm daga vikunnar. Þessu er öfugt
farið með héraðsdýralækna. Með
fullkomnari símþjónustu, bættum
samgöngum og vegakerfí og betri
efnahag þeirra sem dýr hafa undir
höndum hefur starfsdagur héraðs-
dýralækna víða lengst frá því sem
áður var þegar erfitt var að ná til
þeirra í síma og takmarkað hve
mörgu var hægt að sinna vegna
samgönguerfiðleika.
Nú má heita að flestir héraðs-
dýralæknar séu bundnir við starf
sitt allt árið, helga daga jafnt og
virka, og á mesta annatíma gefst
oft lítill tími til hvíldar eða reglulegs
XBarnaheill
Ráðstefna um
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
verður haldin á vegum Barnaheilla í samvinnu við Rauða kross íslands
dagana 30. til 31. október 1992. Ráðstefnustaður er Vinabær (gamla Tóna-
bi'ó) og ráðstefnugjald kr. 1.500.-
Vinsamlegast skráið þátttöku f sfma 680545.
DAGSKRÁ:
Föstudagur 30. október 1992
13:00 - 13:10 Nemendur í Suzuki-skólanum leika á hljóðfæri.
13:10 - 13:20 Anna Harðardóttir 15 ára flytur ávarp.
13:20 - 13:30 Arthur Morthens, formaður Barnaheilla, setur ráðstefnuna.
13:30 - 14:00 Tilurð Barnasáttmálans, vægi hans og hlutverk. Hvaða skyldur leggur Barnasátt-
málinn stjórnvöldum á herðar? Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur.
14:00 - 14:30 Verkefni íslenskra stjórnvalda í kjölfar fullgildingar Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.
14:30 - 15:00 Kaffihlé
15:00 - 16:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, gjöf Sameinuðu þjóðanna til bama heims-
ins. Trond Viggo Torgersen, umboðsmaður barna í Noregi.
16:00 - 16:30 Fyrirspurnir og pallborðsumræður.
Pallborð: Trond Viggo, Guðmundur Eiríksson, Hrólfur Kjartansson, Anna Ólafs-
dóttir Björnsson og Arthur Morthens. Fundarstjóri Páll Ásgeirsson, yfirlæknir.
Laugardagur 31. október 1992
svefns. Þegar slíkt annríki stendur
vikum saman þarf engan að undra
þó að það komi fyrir að þeir séu
ekki alltaf jafn vel fyrir kallaðir.
Við svipaða starfstilhögun og hér
er lýst þurfti Ásgeir að búa lengst
af.
Það er til marks um líkamlega
hreysti Ásgeirs að þegar hann lét
af störfum rúmlega sjötugur að aldri
var hann enn eins unglegur og
maður á miðjum aldri, kvikur í
hreyfíngum, bar sig vel og hafði tii
að bera þá reisn og snyrtimennsku
að eftirtekt vakti.
Nokkru eftir að Ásgeir hóf störf
í Borgarfirði kom þar upp skæður
smitsjúkdómur í sauðfé, svonefnd
lungnapest. Það kom í hlut Ásgeirs
ásamt Niels Dungals, síðar prófess-
ors, að rannsaka þennan sjúkdóm.
Þeir komu sér upp aðstöðu til rann-
sókna á læknissetrinu á Kleppjáms-
reykjum í Reykholtsdal. Þó að allar
aðstæður til rannsóknarstarfa væm
þar næsta frumstæðar og ófull-
komnar tókst þeim að sýna fram á
hver væri orsök veikinnar og síðan
að þróa varnarlyf gegn henni.
Nú rúmum sextíu árum síðar
finnst manni lýsing á störfum þeirra
félaga við þessar aðstæður líkust
furðulegu ævintýri, en sýnir um leið
glöggt hve miklu áhugi, dugnaður
og einbeitni fá áorkað þó að aðstæð-
ur séu fátæklegar og frumstæðar.
Nokkrum árum síðar kom annar
sauðfjársjúkdómur upp í héraði Ás-
geirs, svonefnd mæðiveiki. Barst sá
sjúkdómur til landsins með innfluttu
sauðfé. Olli sjúkdómurinn geysitjóni
á mörgum bæjum í héraðinu og
breiddist þaðan út til annarra lands-
hluta. Stóðu menn í fyrstu ráðþrota
gegn þessum sjúkdómi þar sem lítið
var um hann vitað í þeim löndum
þar sem hann var iandlægur.
Ásgeir fylgdist að sjálfsögðu með
þessum sjúkdómi frá byijun og nú
munu haldbestu upplýsingar um
hegðan sjúkdómsins og útbreiðslu
hans fyrstu árin vera að finna í rit-
gerð Asgeirs frá árinu 1937 um
þennan faraldur. Síðar kom það hins
vegar í hlut annarra að rannsaka
mæðiveikina, sem raunar reyndist
vera tveir sjúkdómar þó að þeir
kæmu stundum báðir fyrir í sömu
kindinni samtímis. Gaf Ásgeir raun-
ar í skyn að svo gæti verið í áður-
nefndri grein sinni.
Eins og kunnugt er tókst að út-
rýma báðum þessum lungnasjúk-
dómum með stórfelldum niðurskurði
alls_ fjár í sýktum landshlutum.
Á fyrstu starfsárum Ásgeirs kom
upp miltisbrandur, oft banvænn
smitsjúkdómur, á einum bæ í Reyk-
holtsdal. Drápust þar nokkrir stór-
gripir og maður sem átti við fyrsta
Borgarráð
gripinn sem drapst áður en ljóst var
hver voði væri á ferð, veiktist alvar-
lega. Þegar ljóst varð hve hættuleg-
ur sjúkdómur þetta var vakti það
óhug og ótta, ekki bara hjá fólkinu
á bænum heldur líka í sveitinni allri.
Enn er fólkið á þeim bæ þar sem
veikin kom upp að dásama hve ötul-
lega Ásgeir gekk fram í öllum nauð-
synlegum sóttvarnaraðgerðum, en
þó ekki síður hitt, hve drjúgan tíma
hann gaf sér til að skýra málin og
draga þannig úr ótta fólksins við
þennan voðasjúkdóm, sem menn
kunnu fá ráð við.
Um árabil skrifaði Ásgeir um
búfjársjúkdóma í tímarit bænda og
var þeim fróðleik tekið með þökkum
enda voru þessar greinar vel skrif-
aðar án allra óþarfa málalenginga.
Störf héraðsdýralækna eru jöfn-
um höndum lækningar, leiðbeining-
ar og eftirlitsstörf ýmiskonar. Hefur
stundum reynst erfitt að halda öllum
þessum skyldum fram án þess að
til árekstra kæmi. Þeim málum
gegndi Ásgeir á þann veg að hann
vann hylli flestra þeirra héraðsbúa
sem hann þurfti að hafa skipti við.
Kom þar til virðuleg framkoma og
alla jafna hlýlegt viðmót og er stirð-
lega gekk hafði Ásgeir jafnan á
hraðbergi rætnislausar skopsögur
eða glettin tilsvör, sem oftast komu
mönnum í léttara skap og liðkuðu
málin.
Árið 1930 gekk Ásgeir að eiga
Guðrúnu Svövu Ámadóttur, mikil-
hæfa myndarkonu, sem alla tíð hef-
ur stutt bónda sinn í starfi og verið
hin styrka stoð á hvetju sem gekk.
Hún ól honum þijá sonu, Ólaf,
verkfræðing í Bandaríkjunum,
Braga, tannlækni í Reykjavík og
Ásgeir, fulltrúa í Borgamesi.
„Já, er hann að verða níræður,
Ásgeir blessaður. Hann hjálpaði
oft,“ sagði gömul borgfirsk húsmóð-
ir við mig um daginn. Undir þau
orð mun margt eldra bændafólk í
Borgarfírði geta tekið.
Á þessum tímamótum senda
dýralæknar landsins aldursforseta
sínum bestu heillaóskir og þakkir
fyrir unnin störf en um árabil var
Ásgeir formaður félags þeirra, og
biðja þess að Elli kerling fari um
hann mildum höndum.
Páll A. Pálsson.
10:00 - 10:30 Sýning myndbands um Barnasáttmálann og fulltrúi Barnaheilla fjallar um
sáttmálann í heild.
10:30 - 10:50 Hannes Hauksson, framkvæmdasjóri Rauða kross íslands, flytur ávarp.
11:00 - 11:15 Réttur fatlaðs barns skv. 23. gr. Ásta Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
11:15 - 11:30 Réttur barns til leiks og frístunda skv. 31. gr. Guðrún Alda Harðardóttir, fóstra
við Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar.
11:45 - 12:00 Réttur barns til bestu heilbrigðisþjónustu skv. 24. gr. Dr. Sveinn Kjartansson,
barnalæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
12:00 - 12:15 Réttur barna til slysavarna pg öruggs umhverfis skv. 24. gr. Herdís Storgaard,
hjúkrunarfræðingur hjá SVFÍ.
12:15 - 13:15 Matarhlé.
13:15 - 13:45 Réttur barns til beggja foreldra skv. 9. gr. og 18. gr. Nanna K. Sigurðardóttir,
félagsráðgjafi, Tengslum sf.
13:45 - 14:15 Réttur barns sem tímabundið eða til frambúðar nýíur ekki foreldra sinna skv.
20. gr. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur Barnaverndarráðs.
14:15 - 14:45 Ábyrgð iðnríkja á börnum þróunarríkja. Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður.
14:45 - 15:00 Kaffihlé.
15:00 - 15:30 Fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri Haraldur Finnsson, skólastjóri.
Tíu millj. til atvinnu-
leysistryggingasjóðs
SAMKVÆMT lögum njóta starfsmenn sveitarfélaga í BSRB ekki endur-
greiðslna úr atvinnuleysistryggingasjóði ef þeim er sagt upp störfum
vegna samdráttar. En þeim er lögum samkvæmt tryggður réttur til
atvinnuleysisbóta frá ríki og viðkomandi sveitarfélagi. Árin 1991 og
1992 greiddi Reykjavíkurborg rúmlega 10 milljónir í
atvinnuleysistryggingasjóð.
Þetta kemur fram í svari Jóns G.
Kristjánssonar, starfsmannastjóra
Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn
Sigrúnar Magnúsdóttur, Framsókn-
arflokki, í borgarráði. Sigrún spurði
ennfremur hvort ekki væri um tví-
sköttun á sveitarfélögin að ræða ef
sveitarfélög þurfa eftir sem áður að
greiða sjálf atvinnuleysisbætur til
fyrrverandi BSRB-starfsmanna
sinna.
f svari Jóns kemur fram að um
tvísköttun er að ræða að því marki
sem nemur útborguðum atvinnuleys-
isbótum hvers sveitarfélags fyrir sig.
Gjaldstofn tryggingagjalds fyrir
Reykjavíkurborg vegna ársins 1991
var rúmlega 5.500 millj. 0,15% af
þeirri upphæð eru um 8,3 millj. sem
renna til atvinnuleysistrygginga-
sjóðs.
Reykjavíkurborg greiddi sjóðnum
rúmlega 4,5 millj. í bætur fyrir árið
1991 og rúmlega 5,5 millj. árið 1990.
V