Morgunblaðið - 28.10.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
19
Hví slær þú mig-, prestur?
Opið bréf til sr. Þórhalls Höskuldssonar á kirkjuþingi
# > *
eftir Ola Agústsson
Ekki vissi ég nein deili á þér.
Aldrei hafði ég séð þig og aldrei
hafði ég heyrt þig. Aldrei hefur þú
komið inn á gólf Samhjáipar og aldr-
ei hefur þú talað við starfsfólk Sam-
hjálpar. Ég held að þú vitir ekkert
um Samhjálp Hvítasunnumanna og
hafir engan áhuga á að vita neitt
um hana. Samt ertu nú kominn á
kirkjuþing hér í Reykjavík og flytur
tillögu um að starf Samhjálpar verði
dæmt annars eða þriðja flokks
áfengismeðferð af prestastéttinni á
íslandi.
Ég sætti mig ekki við ósannindi
þín og undra mig á hvað hægt er
að leyfa sér í skjóli hempu og hök-
uls. Meðflutningsmenn þínir að til-
lögunni eru þrír, einn sr. Gunnar
Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós.
Aldrei hef ég hitt hann og aldrei
hefir hann komið inn á gólf Sam-
hjálpar. Þá er þarna sr. Ólafur Jens
Sigurðsson fangaprestur, hvað veit
hann um Samhjálp? Og loks er þarna
sr. Jón Bjarman og undrar það mig
mest. Sr. Jón hefir haft samstarf
við Samhjálp og þá yfirleitt gefið
henni gott orð.
Það dularfulla við tillöguna eru
svö tveir menn á meðriti hennar,
læknarnir Þórarinn Tyrfíngsson, for-
maður SÁÁ, og Jóhannes Berg-
sveinsson, yfirlæknir á áfengisdeild
Ríkisspítalanna. Þórarinn veit ekki
mikið um Samhjálp. Það upplýstist
á áfengismálafundi nýulega. Og
hvað veit Jóhannes um Samhjálp?
Samstarf er stöðugt á milli deildar
hans og Samhjálpar. Aldrei hefur
komið fram hjá Jóhannesi sú skoðun
að meðferð Samhjálpar væri annars
eða þriðja flokks. Það skyldi þó ekki
vera að hagsmunamál þeirra ýti
þessu öllu af stað?
Sem leiðréttingu við ósannindun-
um vil ég segja þetta:
1. Það hefir aldrei verið samstarf
á milli Krossins í Kópavogi og
Samhjálpar Hvítasunnu-
manna.
2. Samhjálp Hvítasunnumanna
hefir aldrei óskað eftir vist-
heimilinu á Vífilsstöðum.
3. Það er til skrá yfir 60 tilfelli,
á síðustu 12 mánuðum, þar
sem Samhjálp greiðir götu
skjólstæðinga sinna til hinna
ýmsu áfengisstofnana, SÁÁ
og Landspítalans.
4. Samhjálp er ekki söfnuður og
hefir þess vegna enga hags-
muni í að fjöiga í „flokknum“.
5. Samhjálp skilgreinir sjúkdóm-
inn eftir forskrift Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar: Alco-
holismus Chronicus og Abusus
medicamentum.
Samstarf Samhjálpar við þjóð-
kirkjuna hefir verið verulegt. Þrír
biskupar hennar hafa prédikað þar.
18. þingSSÍ
hefst í dag
18. þing Sjómannasambands Is-
lands verður haldið næstu daga
að Hótel Sögu. Þingið verður
sett klukkan 10 árdegis í dag,
miðvikudag. Þingið stendur fram
á föstudag.
Helztu málefni þingsins að lokn-
um ávörpum sjávarútvegsráðherra
og annarra gesta verða atvinnu-
og kjaramál, markaðsmál sjávaraf-
urða, öryggis- og tryggingamál, líf-
eyrismál og evrópska efnahags-
svæðið. Helztu málin verða kynnt
í dag, en fimmtudagurinn fer að
mestu í nefndarstörf. Stjómarkjör
verður á fímmtudagskvöld sam-
kvæmt dagskrá, en í sumar boðaði
Konráð Alfreðsson framboð sitt til
formanns sambandsins. Núverandi
formaður er Óskar Vigfússon. Á
föstudag lýkur umræðum og álykt-
anir og tillögur þingsins verða af-
greiddar.
Þá hafa þrír prófessorar við guð-
fræðideild Háskóla íslands prédikað
þar. Til viðbótar því hafa yfír 20
þjónandi prestar þjóðkirkjunnar
prédikað þar. Þetta er gert af um-
hyggju fyrir skjólstæðingum Sam-
hjálpar sem eru jú 96% þjóðkirkju-
menn. Einnig er þetta gert með því
hugarfari að efla samkirkjulega við-
leitni, sem nú er ofarlega í þjóðun-
um, en virðist hafa farið framhjá þér.
Samhjálp Hvítasunnumanna er
mjög sjálfstæð stofnun og ræður
sínum málum sjálf. En hvað er Sam-
hjálp Hvítasunnumanna? Mig langar
að upplýsa um það í sem fæstum
orðum: Samhjálp er kristilegt sam-
starf. Hún er stofnun Fíladelfíusafn-
aðarins í Reykjavík. Hún verður 20
ára í janúar næstkomandi. Hún er
byggð á módeli sænskra Hvíta-
sunnumanna, LP stiftelsi, sem hefir
starfað í 30 ár. Þeir hafa yfír 600
rúm til umráða. í niðurskurði á fjár-
lögum sænskra, er minnst skorið hjá
LP stiftelsi. Vegna þess að þeirra
árangur er góður.
Samhjálp rekur meðferðarheimili
í Hlaðgerðarkoti. Þar er starfsleyfi
fyrir 30 rúm. Stöðugildi eru 16.
Meðalnýting síðustu ár er 104%.
Fimm af starfsmönnum þar eru há-
skólamenntaðir. Geðlæknir, hjúkr-
unarfræðingur, lyfjafræðingur, guð-
fræðingur og starfsmaður sem hefur
sérhæft sig í efninu „mannleg sam-
skipti" sem byggir á kennisetningum
prófessors við Loyola háskólann í
Chicago og hefír kristna trú sem
bakgrunn.
Dagskrá meðferðarinnar í Hlað-
gerðarkoti varir frá klukkan 9.00 til
19.00 alla virka daga. Frá klukkan
12.00 til 18.00 aðra daga. Þátttaka
í dagskránni er skylda. Þar fer fram
hópastarf og fjöldakennsla. Þá eru
viðtöl í gangi alla daga. Unnið er
með skjólstæðingum úr ytri vanda
þeirra einnig. Af sjö til átta manns
sem vinna við meðferðina eiga fimm
að baki margra ára óreglu sem þeir
hafa sigrast á.
Samhjálp rekur einnig félagsmið-
stöð í Hverfísgötu 42. I félagsmið-
stöðinni er kaffistofa, samkomusalur
og áfangaheimili. Rekstur kaffistof-
unnar er styrktur af Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar. Hún er
opin alla virka daga kl. 10.00 til
17.00. Súpa og brauð eru gefin þar
á þriðjudögum, útigangsmönnum og
öðrum sem þurfa á að halda. í sam-
komusalnum er komið saman þrisvar
til fjórum sinnum í viku. Þar eru
kristilegar samkomur og bæna-
stundir. Þar er aldrei glímt við að
reka út illa anda. Ráðgjafarþjónusta
Óli Ágústsson
„Það er alkunna að
frjálsum félagasamtök-
um hefir tekist að reka
hin ýmsu fyrirtæki á
hagkvæmari hátt en því
opinbera. Og er það eitt
af markmiðum heil-
brigðisáætlunar ríkis-
stjórnarinnar að efla
félagasamtök af þess-
um toga.“
er látin í té alla þriðjudaga. Hana
annast guðfræðingur stofnunarinn-
ar. Þá er í félagsmiðstöðinni áfanga-
heimili, þar sem einstaklingar fá að
búa eftir meðferð í Hlaðgerðarkoti,
á meðan þeir eru að koma undir sig
fótunum. Allt starf félagsmiðstöðv-
arinnar er eftirmeðferðarstarf og
forvarnarstarf og miðar að því að
hughreysta fólk, uppörva það og
brýna. Áætlaður fjöldi gesta í félags-
miðstöðina á árinu er 18.000 til
20.000, miðað við aðsókn fyrstu 10
mánuði ársins.
Samhjálp rekur einnig Gistiskýli
í Þingholtsstræti 25 í Reykjavík fyr-
ir Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar. Þar er gistirými fyrir 15
manns. Borgin fær þar virkari rekst-
ur fýrir minni peninga en áður. Stöð-
ugt er unnið að því að hvetja menn
til þess að taka á málum sínum og
leitað úrræða með þeim. Er þá leið
þeirra greidd í hinar ýmsu meðferðir.
Um Gunnarsholt. Hugmynda-
fræði Samhjálpar um Gunnarsholt
er um fjölskyldumeðferð. Gunnars-
holt er vel í sveit sett til þess að
sinna slíku starfi. Þar er mikið af
húsum og hægt að taka á móti
mörgu fólki. Varla er hægt að hugsa
sér glæsilegra starf en það að geta
grætt saman heila fjölskyldu. Hjón
með börn, þar sem fjölskyldan er
við það að tvístrast vegna erfíðra
aðstæðna. í Samhjálp er fólk aldrei
hvatt til hjónaskilnaðar. Þar er alltaf
reynt að græða sár og laða fólk
saman að nýju. í Gunnarsholti væri
hægt að útvega fólki atvinnu, bæði
á staðnum og í nágrannbæjum, og
kenna því að ganga undir ábyrgð
að nýju og styðja það á þeim erfíða
vegi. Halda utan um það, tryggja
því sigur, vilji það sigur. Jafnframt
væri það þátttakendur í öflugu með-
ferðarstarfí sem færi fram utan
venjulegs vinnutíma.
Umfram allt, þá er engin meðferð
jafn líkleg til þess að fullnægja slík-
um þörfum eins og kristileg umönn-
un. Samhjálp mun sækja það af al-
efli að fá aðstöðu til þess að sýna
hvers trúin er megnug í að endur-
skapa fólk. Hún mun einnig sækja
það að fá að vinna meira starf fyrir
minni peninga. Það ætti öllum að
líka vel á þessum sorgartímum efna-
hagsmála. En ég vil geta þess að
við hreyfðum málinu fyrst í ágúst
1991, áður en farið var að kveina
um niðurskurð.
Það er alkunna að fijálsum fé-
lagasamtökum hefír tekist að reka
hin ýmsu fyrirtæki á hagkvæmari
hátt en því opinbera. Og er það eitt
af markmiðum heilbrigðisáætlunar
ríkisstjórnarinnar að efla félagasam-
tök af þessum toga.
Að lokum. Samhjálp Hvítasunnu-
manna hefir ekki mikinn- áhuga á
orðaskaki í fjölmiðlum. Hún mun þó
ekki sætta sig við óheiðarlegan áróð-
ur og verjast honum af fremsta
megni. í öllu falli mun hún gera
allt sem hún getur til þess^að fá að
starfa og segja sannleikann.
„Hafi ég illa mælt, þá sanna þú,
að svo hafi verið, en hafi ég rétt
að mæla, hví slær þú mig?“
Höfundur er forstöðumaður
Samhjátpar.
Verðdæmi:
F 4804 X
OFN
Yfir-undirhiti, biástur og
grill, hvítt glerútlit,
klukka
kr. 39.150,-
TV 483 B
HELLUBORÐ
Keramik yfirborð hvítur
eða svartur rammi,
fjórar hellur
kr. 42.250,-
LV 8-343
UPPÞVOTTAVÉL
Hvít, 45 cm breið,
4 kerfi.hljóðlát
kr. 51.550,-
Funahöfða 19, sími 685680.
Söluaðili ó Akureyri:
Örkin hans Nóa, Glerórgötu 32.
FileMaker Pro
15 klukkustunda námskeið um þetta öfluga gagnavinnslukerfí á Macintosh og PC.
Spjaldskrár, límmiðar, og alls konar upplýsingaúrvinnsla verður leikur einn.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 ®
é>
Fimmtudaginn 5. nóvember fylgir Morgunblaðinu sérblað með yfirskriftinni
Tækni - á heimilinu. Þar verður fjallað um ýmsa þá tækni, sem er til staðar á
nútímaheimilum og nýjungar, svo sem tækni í eldhúsinu, tölvutækni
á heimilum, hljómtæki, stýrikerfi, almiðlun, símtækni
og margt fleira forvitnilegt.
Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í biaðinu er bent á
auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 691111, en tekið verður við
auglýsingapöntunum í þetta blað til kl. 11.00,
mánudaginn 2. nóvember.