Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 32
J2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTOBER 1992
„Snjallræði“ - hvað er það?
eftir Orm Guðjón
Ormsson
Því er oft svarað að fátt verði
um_ svör þegar stórt er spurt.
Ég ætla með þessari grein að
leitast við að svara því hvað
„Snjallræði“ er frá sjónarhóli hug-
vitsmanns sem telur sig hafa feng-
ið talsverða innsýn í og reynslu
af málefnum hugvitsmanna í gegn-
um tíðina.
„Snjallræði" er samkeppni sem
ætluð er til að örva nýsköpun og
frumkvæði í íslensku atvinnulífi,
eða svo er sagt í auglýsingum.
Iðnaðarráðuneytið, Iðnlánasjóð-
ur og Iðnþróunarsjóður fjármagna
þessa hugmynd en Iðntæknistofn-
un íslands (hér eftir nefnd ITI) sér
um framkvæmd þessa verkefnis.
Ég held ég muni rétt, að ég
hafi lesið um í blöðum þar sem
talað var um að þessir sjóðir og
iðnaðarráðuneytið legðu saman-
lagt til þessa verkefnis 40 milljón-
ir kr. Þykir mér það talsverð upp-
hæð, ef satt er eftir haft. Því vakn-
ar sú spurning hvort þessu fé
væri ekki á annan hátt betur varið
til árangurs, frá sjónarhóli hugvits-
. manna, en að fela það ITI til ráð-
stöfunar, burtséð frá þörf ITI til
nauðsynlegrar fjáröflunar fyrir sig.
Ég vil vekja athygli opinberra
ráðamanna og forsvarsmanna
sjóða ef ætlunin er að efla og örva
íslenskt hugvit og atvinnulíf með
hugmyndum hugvitsmanna. Er
það samdóma álit þeirra hugvits-
manna sem ég þekki til, að betur
MÓTORVINDINGAR
og aðrar rafvélaviðgerðir
á vel búnu verkstæði.
RAFLAGNAÞJÓNUSTA
í skipum, verksmiðjum
og hjá einstaklingum.
VANIR MENN
vönduð vinna, áratuga
reynsla.
Reynið viðskiptin.
Vatnagöröum 10 • Reykjavík
■H’ 685854 / 685855 • Fax: 689974
væri varið til árangurs í nýsköpun
að svona upphæð væri sett í þró-
unarsjóð fyrir hugmyndir sem nú
þegar í sumum tilvikum er búið
að styrkja með opinberu fé, en
liggja hjá hugmyndasmiðum hálf-
kláraðar og misjafnlega á veg
komnar vegna fjárskorts.
Þannig sjóður gæti t.d. verið í
umsjá Rannsóknaráðs ríkisins og
einungis ráðstafað í hugmyndir
sem þannig er sannanlega ástatt
um.
Sá hugvitsmaður sem einu sinni
hefur leitað til ITI með sín mál,
fer ekki þangað aftur ótilkvaddur,
sú er reynsla mín og margra ann-
arra sem ég þekki til af þeirri
stofnun.
Það breytir ekki þeirri staðreynd
þó haft sé eftir forsvarsmönnum
Snjallræðis að ITI hafí í mörgum
tilvikum aðstoðað hugvitsmenn
með hugmyndir þeirra og þar hafi
margt oft orðið um áþreifanlegan
árangur að ræða. Þá hygg ég að
þaðan hafi margur farið út fátæk-
ur af visku og fé en ríkari af
reynslu.
Ég tel, og það eru fleiri þeirrar
skoðunar, að tími sé kominn fyrir
stjórnmálamenn að taka til endur-
skoðunar tillegg sitt til íslensks
hugvits, ef það á ekki að verða
marklaust bla bla allt tal þeirra
um að efla þurfi íslenskt hugvit
og styrkja það til nýsköpunar og
skapandi atvinnutækifæra fyrir
land og lýð. Eins og svo fagurlega
er kveðið að í ræðu og riti - á
sunnudögum.
Það er staðreynd að það er eng-
inn of sæll af því að vera þeirri
áráttu gæddur að velta fýrir sér
hlutunum, gerast hugvitsmaður og
fást við skapandi verkefni, í flest-
um tilfellum á eigin vegum, í hjá-
verkum.
Ég þekki ekki marga sem hafa
komist út úr því óskaddaðir, að
segja má á sálu og líkama, að
ekki sé síður talað um fjárhags-
lega, eins og hlúð er að þessum
„vandræða“mönnum í dag á ís-
landi.
Hugvitsmenn verða oft fyrir
aðkasti og háði samborgara sinna,
sem hættir við að líta á þá sem
skrítið fólk.
Þegar þeir hafa varið ómældum
vinnustundum í hugmynd sína og
fjármunum frá heimili sínu, oftast
langt fram í tímann, segja vinir
og kunningjar: „Hvernig í ósköp-
unum datt þér í hug að fara út í
þessa vitleysu?" En samt höldum
við áfram.
Það mun vera fátítt að þeir sem
gerast hugmyndasmiðir séu há-
tekjumenn. Þeir eru heldur ekki
hámenntaðir háskólamenn. í flest-
um tilfellum eru þetta menn með
almenna menntun og í sumum til-
vikum iðnlærðir.
Ég hef ekki rekist á nein fyrir-
tæki á íslandi, sem leggja fé í þró-
unarverkefni og þar af leiðandi
ekki ginkeyptir fyrir að kaupa
hugmyndir hugvitsmanna. Þetta
þarf að breytast og það er örugg-
lega höfuðatriði til að koma nýjum
álitlegum hugmyndum áfram í
framleiðslu svo að þjóðin, fýrirtæk-
in og hugvitsmaðurinn fái notið
arðsins sem af því yrði.
Ég ætla bara að vona að ég
hafi rangt fyrir mér þegar ég segi
að „Snjallræði" verði ekki til þess
að bæta þar um. Framkvæmd
keppninnar, eins og ég skil hana,
er ekki til þess fallin. Þeir sem í
úrslit komast bætast í hóp þeirra
Ormur Guðjón Ormsson
„ Auðvitað tel ég að ITI
sé þarfleg stofnun, og
hún er það á ýmsum
sviðum, en hún þarf að
bæta umgengni sína við
íslenska hugvitsmenn
til þess að þeir líti hana
hýru auga, ef svo má
segja.“
sem nú sitja uppi með hálfkláraðar
hugmyndir, hjálparlausir og fé-
vana. Auðvitað tel ég að ITI sé
þarfleg stofnun, og hún er það á
ýmsum sviðum, en hún þarf að
bæta umgengni sína við íslenska
Bamasáttmáli Sam
einuðu þjóðanna
eftir Láru Pálsdóttur
20. nóvember 1989 var söguleg-
ur dagur í lífi þeirra tveggja millj-
arða barna sem lifa í heiminum í
dag. Þann dag samþykktu Samein-
uðu þjóðirnar sáttmálann um rétt-
indi bama sem nú er staðfestur sem
alþjóðlög. Sáttmálinn var sam-
þykktur án atkvæðagreiðslu sem
þýðir að öll þau þjóðríki sem eiga
aðild að Sameinuðu þjóðunum við-
urkenni að börn og unglingar eigi
réttindi sem ber að virða. Þessi lög
bamanna fela í sér full mannrétt-
indi allra barna og unglinga. Öll
börn eiga sama rétt til að alast upp
í friði og öryggi. Börn og unglingar
eiga rétt á að láta í ljósi skoðanir
sínar og tillit skal tekið til þeirra.
Velferð barnanna á alltaf að sitja
í fyrirrúmi. Það ríki sem lokar aug-
unum fyrir velferð barna eða van-
BRÆÐURNIR
DIORMSSONHF
BOSCH
VERKSTÆÐI
Lágmúla 9 sími 3 88 20
• Vélastillingar
• Smurþjónusta
• Raíviðgerðir
• Ljósastillingar
• Díselverkstæði
rækir þarfír þeirra brýtur gegn lög-
unum. Með tilkomu Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna var brotið blað
í réttarsögu barna. Aldrei fyrr í
heimssögunni hafa mannréttindi
bama verið útfærð jafn rækilega
og í þessum nýja Barnasáttmála.
Ný af nálinni er einnig sú staðreynd
að þau þjóðríki sem fullgilt hafa
sáttmálann eru lagalega bundin
honum. Þau ríki sem bijóta gegn
ákvæðum sáttmálans em alþjóðleg-
ir lögbijótar.
Barnasáttmálinn var 10 ár í
smíðum. Ríkisstjórn Póllands lagði
fram hugmynd um eigin lög barn-
anna þegar undirbúningur fyrir Ár
barnsins 1979 stóð sem hæst. Mál-
inu var skotið til Mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf
sem skipaði nefnd til þess að vinna
hugmyndavinnu og semja texta. í
þessari 10 ára undirbúningsvinnu
voru fijáls félagasamtök og líknar-
félög kölluð til skrafs og ráðagerða
og tillit tekið til sjónarmiða sem þau
höfðu fram að færa. Þetta vinnulag
er nánast einsdæmi í vinnu af þessu
tagi en vissulega til fyrirmyndar.
Staðreyndin er einfaldlega sú að
hin fijálsu félagasamtök hafa ára-
tuga reynslu af líknar- og mannúð-
armálum og búa yfir þekkingu sem
er afar dýrmæt.
Barnasáttmálinn er mjög ýtar-
legur og vekur það reyndar furðu
hversu langt er gengið til þess að
tryggja að réttindi barna séu virt.
Nýmæli er að réttindi barna og
réttur til aðstoðar eru samtvinnuð.
Þetta þýðir að ekki er einungis fjall-
að um rétt bama heldur einnig
hvemig þessum rétti skuli fram-
fylgt. Bamasáttmálinn er ekki að-
eins viljayfírlýsing, hann er einnig
mikilvægt og öflugt hjálpartæki
fyrir börn og unglinga og aðra sem
Lára Pálsdóttir
„Hver kynslóð sem fæð-
ist í þennan heim felur
í sér fyrirheit um frið
á jörð. Það er hlutverk
okkar fullorðna fólks-
ins að sjá til þess að að
þessi fyrirheit nái að
verða að veruleika.“
beijast fyrir rétti bama til betra lífs.
Barnasáttmálinn skiptist í þijá
höfuðþætti. I fyrsta lagi er fjallað
um grundvallarmannréttindi,
þ.e.a.s. daglegt lífsviðurværi, viðun-
andi húsaskjól, heilsugæslu, mennt-
un o.s.frv. I öðru lagi er fjallað um
rétt barna til verndar gegn hvers
kyns misrétti og ofbeldi. T.d. and-
legu og líkamlegu ofbeldi, vændi,
hugvitsmenn til þess að þeir líti
hana hýru auga, ef svo má segja.
Ég fékk send gögn til þátttöku
í „Snjallræði", Leikreglur og Um-
sókn. Jú, mér datt í hug að senda
eins og tvær hugmyndir í keppn-
ina. Þegar ég hafði lesið þessi blöð,
komst ég að þeirri niðurstöðu að
ég hefði ekki áhuga á þátttöku og
ekki heldur fjárhagslega getu, ef
svo líklega vildi til að ég lenti í
úrslitum hennar. Gögnin era skýr
og vel útfærð, vel læsileg með
stóra letri, nema á bakhlið um-
sóknareyðublaðs, þar er klausa
með mjög smáu letri. Þetta er trú-
lega gert til að sú klausa skeri sig
betur úr eða þannig sko.
Nú skulum við segja að ég yrði
einn af átta til úrslita í fyrsta
áfanga, þá ætlar ITI að verðlauna
mig með 600 þúsund kr. Ég fæ
það ekki í peningum heldur fæ ég
það í reikningum yfir kostnað
þeirra við að skoða hugmynd mína.
Og gott betur, ég á greiða þeim
200 þúsund kr. til vibótar. Ég yrði
að láta ellistyrkinn minn í fimm
mánuði til að greiða þetta. Ef ég
yrði svo vitlaus að láta mér detta
í hug að ég lenti aftur í seinni
áfanga, yrði einn af fjórum úr
fyrsta áfanga, þá segjast þeir ætla
að verðlauna mig með 1,5 milljón-
um kr. En ekki í peningum held-
ur, eins og áður, í reikningum og
þá vantar meira því nú er ég skyld-
aður að leggja fram 1,5 milljónir
kr. á móti.
Þá hef ég samanlagt, í báðum
áföngum, lagt til 1,7 milljónir kr.
í peningum. Þetta kalla þeir verð-
laun. Eg fæ ekki betur séð en að
það sé ég sem er að verðlauna ITI
fyrir að dæma og kíkja á teikning-
arnar mínar.
Hvað er það? „Snjallræði".
Höfundur er varaformaður og
heiðursfélagi Félags ísl.
hugvitsmanna.
klámiðnaði, vinnuþrælkun, eitur-
lyfjaneyslu o.s.frv. í þriðja lagi er
fjallað um rétt barna til þess að
taka þátt í umræðu og ákvarðana-
töku í málum sem lúta að þeim.
Grundvallarsjónarmið Barnasátt-
málans er „velferð barnsins“.
Mannréttindi barna eru skýlaus og
án skilyrða. Einstaklingar á aldrin-
um 0-18 ára eru í sáttmálanum
skilgreindir sem börn. Með þessu
er lögð áhersla á að uppvaxtarárin
hafa sjálfstætt gildi og eru ekki
einungis undirbúningur fyrir full-
orðinsárin.
Barnasáttmálinn leggur stjórn-
völdum á herðar þá ábyrgð að
vernda börn gegn líkamlegu eða
andlegu ofbeldi af hálfu foreldra
eða forsjáraðila. Þetta þýðir að í
sumum tilvikum getur verið nauð-
synlegt að aðskilja foreldra og börn.
í Barnasáttmálanum er þar með
viðurkennt að hagsmunir barna og
fullorðinna eigi ekki alltaf samleið.
Á hinn bóginn er kveðið á um rétt
barna til þess að þekkja uppruna
sinn og hafa samneyti við báða for-
eldra. Mikilvægt er að hafa hugfast
að þetta er réttur barnsins til for-
eldranna en ekki réttur foreldra til
barns.
I Barnasáttmálanum er lögð
áhersla á alþjóðlega samábyrgð.
Iðnríkin skuldbinda sig til þess að
vera fátækari löndum innan handar
við að framfylgja sáttmálanum
þannig að þau börn sem fædd eru
í eymd og fátækt eygi von um
mannsæmandi tilveru. Hver kyn-
slóð sem fæðist í þennan heim felur
í sér fyrirheit um frið á jörð. Það
er hlutverk okkar fullorðna fólksins
að sjá til þess að að þessi fyrirheit
nái að verða að veruleika. Það er
okkar ábyrgð að sjá til þess að
hvert og eitt einasta mannsbarn fái
möguleika til þess að blómstra og
þroskast. Nú höfum við eignast
öflugt tæki í baráttunni fyrir betra
lífi. Látum þetta tæki ekki liggja
ónotað í skrifborðsskúffum. Látum
baráttuna fyrir framtíð barnanna
hefjast fyrir alvöru.
Höfundur er félagsráðgjafi og
varaformaður Barnaheilla.