Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 34

Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 Starfsmanna- heilsuvemd eftír Guðrúnu Sigurðardóttur Áhættuþættir í starfsumhverfi Starfsmannaheilsuvemd er þýð- ing á enska orðinu Occupational Health Service. Viðfangsefni hennar er að vinna með áhættuþætti í starfsumhverfi. Hér erum við komin að kjama málsins. Að vinna með áhættuþætti í starfsumhverfinu. Heilsuvernd á vinnustöðum Mikil umræða um heilsuvemd á vinnustöðum hefur átt sér stað að undanfömu. Mörg fyrirtæki hafa boðið starfsmönnum sínum upp á ýmiskonar þjónustu þar að lútandi. Sem dæmi má nefna reglubundnar heilsufarsathuganir. Greitt er alveg eða að hluta fyrir nudd, ýmis konar heilsurækt, og aðgang að sundstöð- um. Þetta er allt góðra gjalda vert og sýnir að atvinnurekendum er annt um starfsmenn sína. En er þetta starfsmannaheilsuvemd? Þetta er starfsmannaheilsuvemd ef: — Þetta er gert á vinnutíma. — Það sem gert er, er byggt á áhættuþáttum í vinnuumhverf- inu. Að leggja fé í heilsuvernd starfsmanna En skiptir þetta máli? Á evrópsku vinnuvemdarári hljótum við að staldra við og hugsa okkar gang. Nú er lag fyrir atvinnurekendur, launþega, verkalýðshreyfinguna, heilbrigðisyfirvöld og stjóm Vinnu- eftirlits ríkisins að staldra við og skoða þessi mál vandlega. Það þarf m.a. að skoða hvenær er verið að leggja fé í heilsuvemd starfsmanna samkvæmt XI. kafla vinnuverndar- laganna og hvenær er verið að leggja fé í meðferð eða almenna heilbrigðisþjónustu. Heilsufarsstimpill? Því miður býr heilbrigðisþjónust- an í heiminum ekki yfír neinu því tæki sem hægt er að setja fólk í og út komi einstaklingur sem hefur verið skoðaður frá toppi til táar og fengið stimpillinn 1. flokkur, eða það er ekkert að. Minnt skal á að huliðstími margra krabbameina er um 20 ár. Það verða allir að gera sér grein fyrir að allar mælingar/rannsóknir sem gerðar em á fólki, sýna aðeins hvemig ástandið var á þeirri mínútu sem mælingar/rannsóknir voru gerðar. _________Brids___________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Bridsfélag Sauðárkróks Mánudaginn 26. október var spiluð 2. umferð í úrstlitakeppninni. Staðan eftir tvær umferðir: Kristján Blöndal - Bjami Brynjólfsson 57 SteinunnHlöðversd.-SigrúnAngantýsd. 39 Haukur Haraldss. — Erla Guðjónsd. 20 Páll Hjáimarss. - Gunnar Þórðars. 10 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Erla Guðjónsdóttir - Haukur Haraldss. 28 SigurgeirÞórarin8s.-GunnarGuðjónss. 19 Kristján Blöndal - Bjami Brynjólfss. 17 Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Fjórar umferðir era búnar í aðaltví- menningi deildarinnar og er staða efstu para nú þessi: Hannes Ingibergsson - Jónína Halldórsdóttir 702 GunnarPétureson-AllanSveinbjömsson 685 AntonSigurðsson-ÁmiMagnússon 666 RagnarBjömsson-LeifurJóhannsson 662 HaraldurSverrisson-LeifurKr.Jóhannesson 657 ÞórarinnÁmason-GísliVíglundsson 657 Hæsta skor í A-riðli síðast: Sigurður ísaksson - Edda Thorlacius 186 GunnarPétureson-AllanSveinbjömsson 183 Þórarinn Ámason - Gísli Víglundsson 177 Hæsta skor í B-riðli: RagnarBjömsson-LeifurJóhannsson 182 Sérfræðingar í heilbrigði En höfum við sérfræðingarnir í heilbrigði kannski alið almenning upp í þeirri trú að hægt sé að gefa áðumefndan stimpil? Er það þess- vegna sem fólk er reiðubúnara að mæta í rannsóknir eða líkamsskoð- anir heldur en að sitja fræðslufundi um áhættuþætti í vinnuumhverfi? Er það þess vegna sem atvinnurek- endur era frekar reiðubúnir að greiða fyrir heilsufarsathuganir á starfsmönnum heldur en að halda vinnustaðafundi í vinnutíma um áhættuþætti í starfsumhverfinu og áhrif þeirra á heilbrigði starfs- manna? Að segja_____ Það er erfítt að segja fólki hvem- ig áhættuþættir í starfsumhverfi hafa áhrif á heilsufar þess þegar það hefur fengið niðustöður sem sýna að heilsufarsathuganir eða rannsóknir séu eðlilegar. Fólk situr sælt í þeirri trú að ekkert sé að. „Það bítur ekkert á mig. Sjáið, ég reyki pakka á dag og er búin að vinn í þessu ryki og skít í 10 ár. Mér var sagt að lungun væra hrein.“ En það er einmitt það sem þarf að gera. Að segja starfsmönnum frá hvaða líkur séu á því að áhættuþætt- ir í vinnuumhverfí þeirra hafí áhrif á heilsufar þeirra og líðan. Það verð- ur að segja þeim hvemig þeir geti minnkað þessa áhættu. Með því t.d. að breyta hegðunarmynstri sínu. Það þarf að segja atvinnurekendum frá því sama svo að þeir geti breytt og bætt vinnuumhverfið og komið þannig í veg fyrir eða minnkað lík- urnar á að starfsmenn þeirra verði fyrir heilsutjóni eða slysi. Það verð- ur að segja atvinnurekendum hvem- ig fjárfesting í bættum aðbúnaði og „hér gildir sú regla að allir starfs- menn noti persónuhlífar" skili sér til baka samanber fækkun dauða- slysa í byggingariðnaði. Það þarf að segja atvinnurekendum frá hve- nær þeir era að fjárfesta í réttum hlutum. Síðan geta þeir lagt eins mikið fé og þeir vilja í aðra heilbrigð- isþjónustu sem ekki er bundin AntonSigurðsson-ÁrniMagnússon 182 Hannes Ingibergsson - Jónína Halldórsdóttir 177 Bridsfélag Kópavogs Sl. fímmtudag lauk hraðsveita- keppninni með sigri sveitar Magnúsar Torfasonar. Með honum spiluðu Sig- tryggur Sigtryggsson, Gísli Torfason, Hjálmtýr Baldursson og Karl Her- mannsson. Lokastaðan: Magnús Torfason 1622 Ingvaldur Gústafsson 1614 HelgiViborg 1585 Sveitin fyrir sunnan 1557 Guðmundur Pálsson 1557 Sigurður Siguijónsson 1539 Kvöldskor: Guðmundur Pálsson 566 Ingvaldur Gústafsson 558 Sigurður Siguijónsson 538 Næsta fimmtudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en fímmtu- daginn 5. nóv. hefst 6 kvölda barómet- er. Skráning er þegar hafín og er væntanlegum þátttakendum bent á að skrá sig sem fyrst hjá Þorsteini hs. 40648 vs. 73050 eða hjá Her- manni 41507. Bridsfélag byrjenda Þijátíu pör mættu sl. þriðjudag og var að venju spilaður Michell-tvímenn- ingur. Guðrún Sigurðardóttir áhættuþáttum í vinnuumhverfí starfsmanna. Heymarmælingar á vinnustöðum er eitt atriði sem mikið hefur verið barist fyrir sl. ár. Það er ekki nóg að mæla heym starfsmanna. Það þarf að nota niðurstöðumar til að segja starfsmönnum hvernig og hvaða áhrif hávaðinn hefur á heyrn- ina. Það þarf að segja þeim hvemig heymarhlífar eða tappar veija heymina. Það þarf að hlusta á um- kvartanir starfsmanna varðandi notkun hlífa og finna lausnir með þeim. Hver tekur ákvörðunina? Það er hægt að mæla margt, bæði í vinnuumhverfinu og hjá starfsmanninum. Það er hægt að segja starfsmönnum hvemig þeir eiga að hegða sér og hvaða persónu- hlífar þeir eiga að nota. En það er starfsmaðurinn sem fyrst og síðast ákveður hvort hann fer eftir því sem honum er sagt. Það er þetta sem atvinnurekendur eiga að greiða fyrir. Það er þetta sem starfsmenn eiga að taka þátt í. Það er þetta sem heilsugæslu- stöðvarnar í landinu eiga að vinna markvisst að. Það er þetta sem Vinnueftirlit ríkisins á að búa til starfsramma um. Eg hvet hvem einasta launþega og atvinnurekanda, að leggjast á eitt í tilefni af evrópska vinnuvemd- arárinu til að skoða nánasta starfsumhverfi sitt m.t.t. áhættu- þátta. Vinna með þessa áhættu- þætti, okkur öllum til hagsbóta. Þannig leggjum við okkar lóð á vogarskálina til að ná markmiði Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) að allir starfsmenn eigi kost á starfsmannaheilsuvernd fyrir árið 2000. Höfundur lauk sémámi í starfsmannaheilsuvemd frá Sænska vinnueftirlitinu 1986 og er hjúkrunarfrædingur í starfsmannaheilsuvernd. Hæsta skor í N/S: ÓlafúrHand-SigurðurPállHauksson 304 DagrúnHauksdóttir-BorgþórBjamason 262 Amar Eyþórsson - Björk Lind Óskarsdóttir 248 Daisy Karlsdóttir - Ragnheiður Guðmundsd. 241 Óskar Mapússon - Einar Rafnsson 241 Hæsta skor í A/V: Gunnar Hámundason - Þorleifur Þórarinsson 294 Álfheiður Gísladóttir - Pálmi Gunnarsson 249 María Jónsdóttir - Þorbjörg Bjamadóttir 239 KolbrúnThomas-EinarPétursson 234 Næsta spilakvöld er 3. nóvember nk. íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningi 1992 Skráning í íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningi 1992 stend- ur nú yfír hjá Bridssambandi íslands í síma 91-689360. Mótið verður haldið helgina 14.-15. nóvember nk. í Sig- túni 9. Keppnisgjald verður það sama og síðasta ár, 4.000 kr. á parið. Keppn- isstjóri verður Kristján Hauksson og spilaður verður barómeter, tvö spil á milli para. Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 12. nóvember. Áætlað er að mótið hefjist kl. 13 laugardaginn 14. nóvember, en öll tímaáætlunin miðast við fjölda para svo hún getur breyst og verður ekki endanleg fyrr en að lokinni skráningu. Til yngri spil- ara teljast þeir sem fæddir era 1968 og síðar. Vinsamlega látið skrá ykkur sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.