Morgunblaðið - 28.10.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.10.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 Minning Gunnar Jens Gíslason bóndi, Vagnsstöðum Fæddur 28. nóvember 1904 Dáinn 12. september 1992 Borgarhafnarfjall í Suðursveit er ekki ýkja hátt en efst á því framan- verðu er sem skaparinn hafi snert töfrasprota og myndað hina feg- urstu stuðlahvelfíngu er nefnist Fallastakkanöf. Á sléttunni fram- undan, sunnan við háls einn, stend- ur bærinn Vagnsstaðir. Þar var Gunnar fæddur 28. nóvember 1904 og voru foreldrar hans hjónin Hall- dóra Skarphéðinsdóttir (f. 1861, d. 1943) og Gísii Sigurðsson bóndi (f. 1854, d. 1943). Þau eignuðust átta böm og er Gunnar yngstur og sá sem síðastur þeirra fellur frá. Systkini Gunnars hétu: Láms, trésmiður á Eskifírði, Sigríður, hús- freyja í Holtum, Sigurður, bóndi í Gamla-Garði, Borgarhöfn, Páll Sig- bjöm Þórarinn, dó ungbam, Skarp- héðinn, smiður á Vagnsstöðum, Rannveig Þómnn, húsfreyja á Höfn, Valgerður, húsfreyja á Höfn. Gunnar kvæntist Sigríði Þórar- insdóttur 18. ágúst 1929. Hún var frá Neðrabæ í Borgarhöfn (f. 28. febrúar 1893), dóttir Guðríðar Jóns- dóttur og Þórarins Gíslasonar. Hún lést 16. júlí 1969. Gísli faðir Gunnars var sonur Sigurðar, b. í Borgarhöfn, Jónsson- ar, b. á Heinabergi, Hálfdánarson- ar, b. í Eskey, Jónssonar, b. á Lambleiksstöðum, Hinrikssonar, b. á Viðborði, Sigurðssonar. Móðir Gísla á Vagnsstöðum var Rannveig Jónsdóttir, b. í Borgarhöfn, Þor- steinssonar. Halldóra Skarphéðinsdóttir, móðir Gunnars, var dóttir Skarp- héðins, b. á Fagurhólsmýri og í Borgarhöfn, Pálssonr, b. í Amar- drangi, Jónssonar, prests á Kálfa- felli. Börn Gunnars og Sigríðar em þijú: Halldóra, var gift Bjarna Bjarnasyni frá Efri-Laugey á Breiðafírði en sonur þeirra er Bjami Skarphéðinn Gunnar. Þórarinn Guðjón, b. á Vagnsstöðum, kvæntur Ingunni Jónsdóttur frá Smyrla- björgum og eiga þau eina dóttur, Sigríði Lúcíu. Guðný Valgerður, húsfreyja á Stapa í Nesjum, gift Sigurði Sigurbergssyni bónda þar. Þeirra böm em sex talsins: Sigur- björg, Sigríður Gunnþóra, Hallur, Sigurlaug Jóna, Hulda Steinunn og Gísli Skarphéðinn. Kynni okkar Gunnars hófust fyr- ir rúmlega 30 árum þegar ég sem ungur piltur átti þess kost að dvelja sumarlangt á Vagnsstöðum. Þá vom þar auk Gunnars og Sigríðar, Skarphéðinn bróðir Gunnars ásamt Þórami og Ingunni. Ýmislegt var Fædd 6. maí 1915 Dáin 20. október 1992 Löngu gestaboði er lokið. Húsið litla sem hefur staðið opið gestum og gangandi í meir en hálfa öld er í dag hnípið og yfírgefíð. Þar sem áður ríkti gleði og hamingja hefur sorgin knúið dyra. Þarna í milli skrúðgarðs og sundlaugar, neðan götu er Svalbarð sem í mínum huga er meira ævintýri en raunvemleiki. Þó húsið sé yfírlætislítið að utan- verðu og mér liggur við að segja allt að því dúkkulegt þá er þar vítt til veggja þegar inn er komið og þó umfram allt er svo auðvelt að skynja andardrátt og hjartaslög hússins því ef nokkurt hús sem ég hef kynnst, utan míns heima, hefur sál og það stóra sál þá er það Sval- barð í Neskaupstað. Sú sem síðust gekk um góif þar fyrir austan er í dag til grafar bor- þá öðm vísi en nú. Búið var í gamla bænun með baðstofuloftinu þar sem allir sváfu undir sama þaki. Enn vom stórfljót sýslunnar óbrúuð, einn sími í sveitinni og heimaraf- stöð, sem Skarphéðinn hafði reist endur fýrir löngu við Árkvarnarlæk. Landbúnaður þessa tíma hafði enn mörg helstu einkenni þess landbún- aðar sem landsmenn höfðu stundað öldum saman. Fénu var smalað um sumarið til rúningar í gijótréttinni á Borgarhafnarhálsi. Hvorki mjaltavélar né sjónvarp vom komin til sögunnar og menn höfðu ánægju af því að hittast og gáfu sér tíma til að ræðast við. Það var ungum pilti mikill fengur að hlusta á sam- ræður þeirra Borghefninga. Málfar- ið var afar sérstakt, framburður einnig, eins og Þorvaldur Thorodd- sen tók eftir og taldi einsdæmi er hann ferðaðist um landið seint á síðustu öld. Einangrun sveitarinnar hafði enn varðveitt skýr málfarsein- kenni. Heimilislífíð á Vagnsstöðum var ákaflega gott og milli Gunnars og Sigríðar ríkti einstakt samlyndi. Ég held að Vagnsstaðamenn hafí verið opnir fyrir nýjungum, jafnvel um- fram það sem almennt tíðkaðist. Má vafalítið rekja það til Skarphéð- ins bróður Gunnars sem var víð- frægur hugvitsmaður og þúsund- þjalasmiður. Gunnar og Skarphéð- inn voru mjög ólíkir menn en áttu engu að síður frábæra samvinnu. Þeir fýlgdust vel með framförum í landbúnaði og tækni almennt og mun rafstöðin á Vagnsstöðum hafa verið sú fýrsta í sveitinni. Gunnar var búmaður af lífí og sál eins og forfeður hans höfðu verið og tók virkan þátt í sauðfjár- ræktun. Hann bjó myndarbúi ásamt Þórarni syni sínum en mátti jafn- framt sem fulltrúi aldamótakyn- slóðarinnar horfa uppá ærnar breytingar í landbúnaði. Fyrir fáum árum sagðist hann ekki skilja þær kröfur sem almennt væru gerðar. Önnur orð viðhafði hann ekki um þær kollsteypur sem fylgt hafa þró- un þessarar atvinnugreinar. Gunnar vann mikið að málum stéttar sinnar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var hlé- drægur að eðlisfari og hefur varla tranað sér fram heldur verið valinn til þeirra verka sem honum var fylli- lega trúað fyrir. Það er til marks um hver áhugi Gunnars var á búmálum að haustið 1928 gerði hann sér ferð á hendur til Möðrudals eftir hrútum til kyn- bóta. Með í þeirri för var Gísli Þór- arinsson mágur hans. Slíkt þætti ef til vill ekki í frásögur færandi in. Ólöf Jóna hét hún fullu nafni en af kunningjum var hún ætíð nefnd Óla í Svalbarði. Ólöf heitin var fríð kona, andlitssvipur hennar hreinn, alvörugefínn þegar hún var ein en hýmaði fljótt í viðræðu og lék þá bros um munninn. Hún var ekki margmál en stóð föst á sínu í rökræðum. Allt lék í höndum henn- ar, veisluhöld og hannyrðir voru henni leikur. Hún var greind og hollráð vinum sínum. Hún var bam- góð svo eftir var tekið. Ólöf heitin hafði átt við nokkur veikindi að stríða undanfarin ár þó hún bæri það ekki utan á sér. í sumar sem leið kvaddi ég hana í þeirri vissu að stutt yrði til næsta fundar okkar en nú er hún öll. Hún kvaddi þennan heim á sínn eigin máta hljótt og stillilega, vék ekki úr húsinu þar sem hún hafði búið ein í fullan áratug fyrr en öll sund voru lokuð og ekkert eftir nema nú en þeir fóm gangandi utan fýrsta spölinn og vom alls 19 daga í ferðinni. „Okkur langaði að fara og sjá þessar slóðir," segir Gunnar í stuttri ferðasögu sem hann ritaði skömmu eftir ferðina. Sú saga var að þeirrar tíðar hætti ekki birt öðru- vísi en að ganga manna á meðal handskrifuð í tímariti Suðursveit- unga. Sagan er fróðleg fyrir margra hluta sakir. Gunnar lýsir skemmti- lega því sem fyrir augu bar, meðal annars er þeir komu að þústu í Jökuldalsheiði sem reyndist vera Veturhús. „Kona var þar úti við læk að þvo. Tók hún kveðju okkar glað- lega. En eftir útliti virtist okkur hún mundi vera orðin um 200 ára göm- ul og föt hennar, sem voru úr pok- um og striga, hafa eflaust verið frá tíð ömmu hennar, svo vom þau úr sér gengin. Sagði hún okkur vel til vegar.“ Á fýrstu áratugum aldarinnar gat verið þröngt í búi í sveitum þegar líða tók á veturinn. Þá vom öll úrræði nýtt og m.a. gengnar fjör- ur. Gunnar sagði mér frá því þegar hann var unglingur sendur á fjöm í leit að físki. Mér er sem ég sjái hann halda fýrir allar aldir niður hlaðvarpann frá gamla Vagns- staðabænum. Leimrnar em ísi lagð- ar en vegna leysinga liggur vatn yfír. Hann veður berfættur út á Bjarnahraunssand og heldur austur fjöruna í leit að selrifnum físki. Safnar í þijár fískspyrður en meira getur hann ekki borið. Heldur síðan sem leið liggur til baka í þann mund sem fuglar fara á kreik. Eng- in eftirsjá er að slíku harðræði en vert er að minnast þess, ekki síst nú á tímum, sem gengnar kynslóð- ir töldu ekki eftir sér í leit að bjarg- ræði. Þótt árin liðu frá því ég dvaldi sem unglingur á Vagnsstöðum lá leiðin samt oft á þessar slóðir og þar var gaman að líta inn. Gunnar var alltaf, nema síðastliðið sumar, nógu hress til að aka út á fjöru, helst austur í Hálsós. Þar var hann öllum hnútum kunnugur, bæði ör- nefnum, munnmælum, landamerkj- um og þvi þegar þar var síðast sleg- ið, en það virtist ótrúlegt svo mikið sem landið þar er nú upp blásið. Það em fá ár síðan Gunnar sveifl- aði böggum í hlöðunni á Vagnsstöð- um. Hann hafði samt hægt um sig síðustu árin og naut þess að dvelja ævikvöldið á fæðingarstað sínum, í skjóli sonar og tengdadóttur, í sveitinni þar sem hann hafði unnið sitt ævistarf. Minni hans var ávallt óbilað og með ánægju miðlaði hann af þekk- ingu sinni á örnefnun í Suðursveit og yfirfór örnefnaskrár. En að lok- um var hann sem þrotinn að kröft- um og fékk sína hvíld. Með Gunn- ari er genginn vel gerður maður sem var drengur góður og stakt prúðmenni. Um leið og Gunnari eru þökkuð góð kynni vottum við hjón- in ættingjum hans og fjölskyldu samúð. Jóhann Helgason. örskömm stund til hinstu ferðar. Með þessum fáu orðum kveð ég kæra mágkonu og votta systkinum hennar og öðrum aðstandendum djúpa samúð. Fari heil og sæl, góð vinkona. Björn Bjarman. Olöf Jóna Stefáns- dóttir - Minning Guðrún Sveinsdóttir Breiðabólsstað, Miðdölum Fædd 28. október 1927 Dáin 8. júní 1992 Mig langar að minnst Guðrúnar vinkonu minnar og samstarfskonu með nokkrum orðum, en hún hefði orðið 65 ára .í dag. Það er skarð fyrir skildi að hún fór svo fljótt yfir landamærin. Guðrún var mikil úrvalskona og góður vinnufélagi, en hún vann hjá Strætisvögnum Reykjavíkur við farmiðasölu á Hlemmi síðastliðin fjögur ár. Ég kynntist Guðrúnu fyrst 1956, en þá bjó hún ásamt manni sínum Eyþóri Bjarnasyni í næsta nágrenni við mig. Þau eignuðust þijá syni, þá Svein, Birgi og Gunnar. Þeir reyndust mömmu sinni góðir synir og eins tengdadætur og barnaböm- in öll. Eyþór og Guðrún slitu sam- vistir fýrir mörgum árum. Hún átti við erfíð veikindi að stríða síðustu mánuðina sem hún lifði og bar sig eins og hetja. Hvíli Guðrún mín í friði. Hennar vinkona, Sigga. t Elsku litli drengurinn okkar, REYNIR GÍSLI PÉTURSSON, Lynghaga 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. október kl. 10.30. Ásta Marfa Reynisdóttir, Pétur Árni Rafnsson, Birna Pétursdóttir, Rafn Jóhannsson, Svanfríður María Guðjónsdóttir, Reynir Gísli Karlsson. Innilegar þakkir til andlát og útför t allra sem sýndu okkur vináttu og samúð við KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Irafelli, Laugarnesvegi 86. Börn hinnar látnu og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BERGS SIGURÐSSONAR. Jónína Eggertsdóttir, Helga Hansdóttir, Sigmar Sigurbjörnsson, Sigurður Bergsson, Guðriður Arnadóttir, Þuríður Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSGEIRS BERGS FRIÐJÓNSSONAR héraðsdómara. Kolfinna Gunnarsdóttir, Gunnar Már Ásgeirsson, Friðjón Asgeirsson, Kolfinna Mjöll Asgeirsdóttir, Áslaug Siggeirsdóttir, Friðjón Sigurðsson, Sigurður H. Friðjónsson, Jón G. Friðjónsson, Ingólfur Friðjónsson, - Friðjón Örn Friðjónsson. t Þökkum innilega sýnda vinsemd og samúð við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Háaleitisbraut 48, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 21 A á Landspítalanum. Friðjón Hallgrimsson, Pétur Hallgrímsson, Lena Hallgrímsson, Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.