Morgunblaðið - 30.12.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/C
297. tbl. 80. árg.
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dýrkeypt
kossaflens
Seoul. Reuter.
LÖGREGLAN í Seoul handsam-
aði í gær 37 ára gamla barþernu
sem beit tunguna af tónlistar-
manni og gleypti hana. Maður-
inn hafði kysst konuna án þess
að biðja um leyfi. „Ég var drukk-
in þegar þetta gerðist. Ég beit
tunguna af honum því mér brá
svo þegar hann stökk á mig og
kyssti,“ sagði konan við lögregl-
una. Tónlistarmaðurinn vann á
barnum hennar og hyggst ekki
kæra hana.
Lokahönd lögð á STARTII samning Rússlands o g Bandaríkjanna
Kj amavopnum fækk-
að um tvo þriðju hluta
Forsetar ríkjanna kunna að undirrita samninginn í næstu viku
1 Genf. Reuter.
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands lögðu í gær
lokahönd á nýjan afvopnunarsamning, START II. Samningur-
inn bíður nú samþykkis forseta ríkjanna. Lawrence Eagleburg-
er, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst vona að niður-
staða þeirra George Bush Bandaríkjaforseta og Borís Jelts-
íns, forseta Rússlands, gæti legið fyrir á næstu dögum. Er
talið að samþykki forsetarnir samninginn verði hann undirrit-
aður á leiðtogafundi í rússnesku borginni Sotsjí í næstu viku.
Samningur-
inn kveður á um
að kjarnavopn-
um í vopnabúr-
um ríkjanna
tveggja verði
fækkað um tvo
þriðju hluta og
öllum íjölodda
eldflaugum á
landi verði eytt.
Samkvæmt fyrri
Eagleburger
afvopnunarsamn-
Brögð í tafli í Kenýu
Reuter
Fyrstu fjölflokkakosningarnar í Kenýu í aldarfjórðung
fóru fram í gær. Fregnir fóru af víðtæku svindli og
kosningaóreiðu, einkum þar sem stjórnarandstæðingar
eru taldir sterkastir. 713 menn voru í framboði til þings
landsins og átta til forsetaembættisins, þeirra á meðal
Daniel Arap Moi, sem gegnt hefur embættinu í 14 ár.
A myndinni standa kjósendur í biðröðum við kjörstað
í borginni Kabarnet.
ingi ríkjanna, START I, var kjarna-
vopnum fækkað um 30%, en ekki
hróflað við fjölodda flaugum. Fram-
kvæmd START I samningsins þykir
hins vegar hafa miðað hægt.
Samningamenn ríkjanna tveggja
hafa að undanförnu deilt um eld-
flaugabyrgi á rússnesku landsvæði
sem hýsa SS 18 kjarnaflaugar, af-
drif SS 19 flauga og vopn um borð
í bandarískum sprengjuflugvélum.
Bandaríkjamenn kröfðust þess að
rússnesku skotbyrgin yrðu upprætt
þegar flaugunum sem þau hýsa yrði
eytt. Hafa þeir nú fallist' a að Rússar
noti byrgin undir SS 25 kjarnaflaug-
ar, sem eru færanlegar.
Lækkun
á flugfar-
gjöldum
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa olli
miklu uppnámi í herbúðum ann-
arra evrópskra flugfélaga þegar
það tilkynnti í auglýsingum að það
hygðist lækka flugfargjöld innan
Evrópubandalagsins um allt að
helming um áramótin.
Nýjar og opnari reglur um flug-
mál taka gildi innan bandalagsins
1. janúar og er búist við stóraukinni
samkeppni evrópskra flugfélaga í
kjölfarið og ákvörðun Lufthansa er
talin til marks um að harðvítugt far-
gjaldastríð sé í þann mund að hefjast.
Skandínavíska flugfélagið SAS til-
kynnti þannig í gær að það hygðist
bjóða sömu fargjöld og Lufthansa til
Grikklands, Frakklands, Ítalíu, Spán-
ar og Portúgals. Fulltrúar nokkurra
annarra flugfélaga gáfu þó í skyn
að þau ætiuðu ekki að fara að dæmi
SAS.
Milan Panic knúinn
til að segja af sér
Belgrad. Reutcr.
ÞING Júgóslavíu, sambandsríkis
Serbíu og Svartfjallalands, sam-
þykkti í gær tillögu um vantraust
á Milan Panic, forsætisráðherra
rikisins. Samkvæmt stjórnar-
skránni verður hann að segja af
sér en getur gegnt embættinu til
bráðabirgða þar til nýtt þing kem-
ur saman í næstu viku. Samþykkt
þingsins er mikill sigur fyrir
Slobodan Milosevic, forseta Serb-
iu, sem hefur kynt undir stríðinu
í Bosniu og barist fyrir stofnun
„Stór-Serbíu“.
Efri deildin samþykkti tillöguna
með 30 atkvæðum gegn fimm, en
eitt atkvæði var ógilt. I neðri deild-
inni greiddu 95 þingmenn atkvæði
með tillögunni, aðeins tveir á móti
og 12 sátu hjá. Nýtt þing kemur
saman í næstu viku eftir að úrslit
Fallinn
Reuter
Panic verður að segja af sér emb-
ætti forsætisráðherra Júgóslavíu.
Bush vill undirrita samninginn
Eagleburger og Kozyrev, utan-
ríkisráðherra Rússlands, tilkynntu
um samkomulagið á blaðamanna-
fundi að loknum tveggja daga löng-
um viðræðum í Genf. Talið er að
Bush forseti hafí lagt fast að emb-
ættismönnum að koma samningnum
í höfn, þar sem aðeins þijár vikur
eru til stefnu áður en hann lætur af
embætti. Forsetinn hefur látið þau
orð falla að hann hafi átt þátt í því
að lyfta oki kjarnorkuógnarinnar af
mannkyninu, og telja fréttaskýrend-
ur að START II sé höfuðatriði i þeirri
viðleitni hans.
þingkosninganna 20. desember verða
gerð opinber, en þangað til situr
gamla þingið.
Flokkur serbneskra þjóðemis-
sinna, Róttæki flokkurinn, lagði fram
vantrauststillöguna. Búist er við að
flokkurinn myndi stjórn með Sósíal-
istaflokki Slobodans Milosevics. Rót-
tæki flokkurinn hefur aðeins átt einn
þingmann á serbneska þinginu en
fékk 73 þingsæti í kosningunum.
Múslimar undirbúa sókn
Mik Magnusson, talsmaður Sam-
einuðu þjóðanna í Bosníu, skýrði frá
því í gær að 10.000 múslimskir her-
menn hefðu safnast saman á fjalli í
grennd við Sarajevo og taldi að þeir
víöru að undirbúa stórsókn gegn
Serbum til að binda enda á umsátur
þeirra um borgina.
Sea Shepherd
Tveir menn
veittu Wat-
son aðstoð
TALSMAÐUR Sea Shepherd
samtakanna i Santa Monica
í Kaliforniu sagði i samtali
við Morgunblaðið í gær að
tveir liðsmenn O.R.C.A.
hefðu aðstoðað Paul Watson
við tilraun hans til að sökkva
norska hvalbátnum Nybræna
á annan í jólum. O.R.C.A.
(Oceanic Research and Con-
servation Action) eru samtök
sem bera ábyrgð á aðgerðum
Sea Shepherd á landi.
Watson var væntanlegur til
Los Angeles um tvöleytið í nótt
að ísl. tíma, að sögn Peters
Bralvirs á skrifstofu Sea Shep-
herd. Watson hefur lýst verkn-
aðinum á hendur samtökunum
og segir að látið verði til skarar
skríða gegn öðrum „ólöglegum
hvalbátum" á næstunni.
Aðgerðir ekki ráðgerðar á
Islandi
Magnús Skarphéðinsson,
talsmaður Hvalavinafélagsins,
segir að engar aðgerðir hafi
verið skipulagðar hér á landi.
Að sögn fréttastofunnar NTB
hefur norska lögreglan ekki
beðið bandarísk yfirvöld um
hjálp við að hafa hendur í hári
Watsons.