Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 13

Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 13
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 Egill Ólafsson/ Blátt blátt Tónleikar með helgiblæ - segir Magnús Baldvinsson óperu- söngvari um einsöngstónleika sína Magnús Baldvinsson óperusöngvari heldur einsöngstónleika í Langholtskirkju 2. janúar næstkomandi ásamt Ólafi Vigni Alberts- syni pianóleikara, og flytja þeir verk eftir Bach, Beethoven, Mend- elssohn, Wennerberg, Franck, Malotte o.fl. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30. „Eg hafði jólatímann í huga þegar ég valdi verk á efnisskránna," segir Magnús, í spjalli við Morgunblaðið, sem syngur einnig í Jólaoratoriu Bachs með kór Langholtskirkju á tónleikum 29. og 30. desember, „og að þetta eru fyrstu einsöngs- tónleikar sem ég held í kirkju. Þessi tvöfalda ástæða ljær tónleikun- um viðeigandi helgiblæ og þjónar vel til að minna fólk á hinn sanna boðskap jólanna sem okkur hættir til að gleyma í öllu amstrinu." Meðal verka á efnisskránni er Sál mín er hljóð úr oratoríunni Elías eftir Mendelssohn, er byggir á boðskapnum um að treysta á guð sinn, Lofsöngur Beethovens og verk sem Wennerberg samdi við sálm nr. 24, og boðar að mað- urinn eigi að opna guði hjarta sitt. „Eiginlega er þetta arfleifð mín,“ segir Magnús aðspurður um trúar- leg tengsl tónleikanna, „enda er ég alinn upp að þessu leyti hjá KFUM, og því er helgiblærinn til- kominn af ræktunarsemi við upp- runann." Magnús Baldvinsson stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík frá 1984 til 1987, hélt til Bloom- ington í Indiana-ríki í Bandaríkj- unum til framhaldsnáms, og hefur verið á samningi hjá óperunni í San Francisco síðan júní 1991, og stendur sá samningur til ársloka 1993. Óperan í San Francisco hef- ur aðra stærstu fjárhagsáætlun ópera í Bandaríkjunum, næst á eftir Metropolitan- óperunni í New York, og tekur óperuhúsið rúm- lega þrjú þúsund áhorfendur. Magnús er bassasöngvari og lýsir sjálfur rödd sinni sem „ljósri og lýrískri bassarödd". Hann er á góðri leið með að skapa sér nafn sem söngvari í Bandaríkjunum, og hefur á þessu ári spreytt sig á hlutverkum í Toscu eftir Puccini, Boris Godunov eftir Mússorgskí, Fidelio eftir Beethoven og Andrea Chénier eftir Giordani, svo eitt- hvað sé nefnt. „Það er svartur flekkur á mannorði flestra persóna sem bassasöngvarar syngja,“ seg- ir Magnús, „og þeir vinna sjaldn- ast hjarta stúlkunnar í ieikslok, það gera tenórarnir. Færri hlut- verk eru því skrifuð fyrir bassa. En samkeppnin og framboðið af bassahlutverkum er þess vegna aðeins minni, sem er ágætt á þess- um eitilharða markaði sem þarna er. Markaðurinn er þéttsetinn og verður sífellt erfiðara að koma sér fyrir. Þannig fækkar þeim sem verða stjömur yfir nótt.“ Á næsta söngári hjá óperunni í San Francisco syngur Magnús á Strauss-hátíð þar sem meðal ann- ars vérða fluttar óperumar Salóme, sem er Biblíusögn í út- færslu eftir Oscar Wilde, Daphne og Capriccio við texta eftir Clem- ens Krauss, og einnig syngur Magnús í Meistarasöngvumnum eftir Wagner og Puritani eftir Magnús Baldvinsson Bellini, Piquedame eftir Tsjajkovskí og La Boheme eftir Puccini. Magnús segist vera búinn að koma sér vel fyrir utan, og hyggi ekki á heimför nema ástand- ið hérlendis breytist vemlega hvað varðar starfsgmndvöll og annað það er tengist hinum þrönga ís- lenska ópemheimi. „Ég hefði ekk- ert á móti því að starfa á heima- slóðum, en söngvarar eiga aldrei fast heimili og ég geri mér grein fyrir þessum fylgikvilla starfsins þótt ríkisfang mitt og lögheimili séu og verða íslensk. En ég er alltaf óðfús að koma heim. Og þegar Jón Stefánsson hafði sam- band við mig og bauð mér að syngja með Langholtskórnum, greip ég því tækifærið fegins hendi og nota það til hins ítrasta með því að haida einsöngstónleika líka, þótt undirbúningstíminn hafí verið skammur." I skugga meistaraverks Ef til vill hefði verið skynsam- legt af Agli að láta ein jól líða á milli þessara tveggja verka sinna á tónlistarsviðinu, því óhjákvæmi- lega ber maður þessa afurð saman við hina fyrri. Listamaðurinn Egill Ólafsson stendur hins vegar óhaggaður eftir sem áður enda er „Blátt, blátt“ ekki nema örlítið brot af öllu því sem hann hefur að bjóða úr nægtarbrunni hæfi- leika sinna. legá mjög vaxandi söngkona um þessar mundir og hún syngur með Agli í fleiri lögum og gerir það vel. Einnig er ástæða til að nefna þátt hinnar söngkonunnar á þess- ari plötu, Berglindar Bjarkar, svo og annarra aðstoðarmanna: Björg- vins Gíslasonar á gjtar, mandolín og sítar, Ásgeirs Óskarssonar á slagverk og Haralds Þorsteinsson- ar á bassa, sem bera hitann og þungann af undirleiknum ásamt Agli, sem leikur á hljómborð. Allt þetta fólk skilar sínu með mikilli prýði. í laginu „Ég horfi niður“ nýtur Egill aðstoðar Jónasar Þóris á píanó, Richards Corn á bassa, Oliver Manoury bandoneon auk Ásgeirs á slagverk og þar eru að sjálfsögðu á ferðinni toppmenn, en lagið sjálft þykir mér frekar leiðinlegt enda lítið fyrir tangó, nema að hann sé ósvikinn upp á argentíska móðinn. Síðasta lagið á disknum, „Far vel“ kemur líka eins og skrattinn úr sauðaleggnum og minnir einna helst á breska léttpoppið frá sjöunda áratugnum. Það er í sjálfu sér gott og blessað og ef Egill vill hafa svona tónlist á plötunni sinni þá er það auðvitað hans mál. Það sparast 1.627,- kr. ÞAÐ SPARAST ALLT AÐ 20% Á ÖÐRUM VÖRUFLOKKUM EF KEYPT ER í HEILUM KÖSSUM! PLASTMÖPPUR, GATAPOKAR, SKIPTIBLÖÐ, STAFRÓF, REIKNIVÉLARÚLLUR, TÖLVUMIÐAR, TÖLVUBINDI, DISKLINGABOX OG MARGT FLEIRA Á TILBOÐSVERÐI! BANTEX BREFABINDI Magn 20 stk. Verð 6.120,-kr. Tilboð 4.498,- kr. Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Það getur verið erfitt fyrir lista- menn að fylgja meistarastykkjum eftir og líklega er Egill Ólafsson að upplifa það þessa dagana. Fyr- ir ári síðan sendi hann frá sér sólóplötu, „Tifa, tifa“, sem var kjörin „plata ársins" og það verð- skuldað, enda með betri plötum sem hér hafa heyrst. Nú er komin önnur plata frá Agli, „Blátt, blátt“, sem sver sig í ætt við hina fyrri, en stendur henni þó nokkuð að baki. Það er einkum í lagasmíðun- um sem mér þykir Egill hafa fat- ast flugið því að í sjálfri túlkun- inni bregst honum ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Og um hljóðfæraleik og flutning verksins í heild er margt gott að segja, enda valinn maður í hveiju rúmi. Eins og áður segir er ákveðinn tónn í þessari nýju plötu sem minnir á „Tifa, tifa“ og í bland má greina áhrif frá þjóðlegri þursatónlist, miðaldastemmum með klassísku ívafi og svo leikhús- tónlist, sem að mínu mati orkar dálítið tvímælis í þessu samhengi. Fyrir bragðið fær platan svolítið tætingslegt yfirbragð, sem ef til vill má flokka undir fjölbreytni, en einhvern veginn finnst mér að þessi blanda hafi ekki heppnast alveg nógu vel. Ýmislegt gott má þó um verkið segja og „Blátt, blátt“ hefur að geyma nokkur góð lög og ýmsar skemmtilegar hugmyndir. Lagið „Seint á kvöldin" er til dæmis prýðilegt lag og sömuleiðis titillag- ið „Blátt, blátt“ og „Myrta og rós- ir“ er líka vel útfært lag að mínu mati. í laginu „Hika, hika“ bregð- ur fyrir stuðmannaþeli með skemmtilegum raddbeitingum, góðum texta og liprum hljóðfæra- leik. Eins þykir mér lagið „Til hvers?“ áhugavert þar sem Egill er að þreifa fyrir sér í klassíkinni og í söngnum nýtur hann aðstoðar Guðrúnar Gunnarsdóttur og kórs Langholtsskóla. Guðrún er greini- Nýjar bækur ■ Nýtt bindi bókaflokks- ins íslenskur annáll eftir Viíhjálm Eyþórsson er komið út. Aðþessu sinni er fjallað um atburði ársins 1986. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Árið 1986 er minni- stætt fyrir ýmissa hluta sak- ir. Hagvöxtur var meiri og aflabrögð betri en nokkru sinni fyrr, en þó var verðbólg- an áfram af fullum krafti. Farið var inn á nýjar brautir í kjarasamningum þegar verð var lækkað á bílum og mörg- um öðrum vörum í stað mik- illa beinna launahækkana. Hafskipsmálið hélt áfram að vinda upp á sig og beindist inn á nýjar og stundum óvæntar brautir. Nýtt orð bættist í orðaforða lands- manna: Gleðibankinn. Einn atburður yfirskyggir þó alla aðra; leiðtogafundurinn. í umfjöllun um hann er, eins og ávallt í íslenskum annál, lögð höfuðáhersla á þá þætti sem snúa að Islandi og Islend- ingum. Útgefandi er Bókaútgáf- an íslenskur annáll. Bókin er 336 bls. og kostar 1.080 krónur. Mál ImI og menning Síðumúla 7 - 9, sími: 68 8 577 • Laugavegi 18, sími: 2 42 40 ÖRKIN 2010-100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.