Morgunblaðið - 30.12.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
15
Gissurarson vill gera veg Jóns
Þorlákssonar og hugmynda hans
meiri; það tel ég víst. Báðir þessir
samtíðarmenn starfa að því að
beina hugsun okkar og vitund á
„réttan“ veg, reyna að hjálpa okk-
ur til að sjá og skilja „hina raun-
verulegu mynd“ af því sem hefur
verið og er, í samhengi lífsskoðun-
ar okkar og heimsmyndar. En um
leið og við sjáum merki þess að
einhveijir menn kunni ekki að
vara sig gagnvart vandasömu og
víðsjálu eðli sannleikans verður
hætt við að við berum ekki lengur
alveg fullt traust til túlkunar
þeirra á veruleikanum og verðum
ófúsari að hlíta leiðsögn þeirra um,
hver „hin raunverulega mynd“ sé.
I grófustu dráttum er afstaðan
milli hugtakanna sannleikur og
(raun)veruleiki sú, að þessi orð
bæði vísa í rauninni að mestu til
sama merkingarmiðsins, merkja í
þeim skilningi það sama, en með
þeim mun sem verður af því að á
er litið úr ýmsum áttum. Sögulega
séð er sannleikur gamla hugmynd-
in og orðið, en raunveruleiki eða
veruleiki er nýmæli og nýyrði í
máli okkar sem vísindahyggja
nútímans hefur átt mikinn þátt í
að koma fyrir í hugarheimi okkar.
Hugtakið sannleikur mun taka
yfir víðara svið, vegna þess að
merking raunveruleikans leitar til
þess að takmarka sig við efnis-
heiminn eða það sem við höldum
okkur vita með jafn öruggum
hætti og við höldum að við ættum
að þekkja hann. Þess vegna mun
allur raunveruleiki rúmast innan
sviðs sannleikans, en ekki öfugt.
III.
Á virkan eða óvirkan hátt tökum
við öll þátt í að stofnsetja sannleik-
ann, búa til myndina af raunveru-
leikanum, með því að segja eða
segja ekki, samþykkjast öðrum eða
ekki. í heiminum á sér stað afskap-
lega mikil samkeppni um hlutdeild-
ina í því að búa til þessa mynd og
fá okkur til að samþykkjast hana
í óskaðri gerð. Ríkjandi hlutdeild
eða forræði í þessu efni merkir hin
mestu völd. Þessi allsherjar-sann-
leiksgerð er andleg aflmiðja þar
sem smíðað er og keppt á tungu-
málinu um málefnin og um það
hvað skipti máli. Því komast sverð
í engan samjöfnuð við orð að
áhrifamætti, eins og vitrir menn
hafa löngum vitað, t.d. Napóleon.
í sannleiksgerðinni má enginn ná
fullkomnu forræði, ef ekki á illa
aðfara.
í öllu þessu víða samhengi
stendur sannleikshugtakið og
sannleikstrúin í miðjunni, eða við
hana. Það er af þeim sökum sem
ég hef hér tekið til dæmis ósköp
venjulega meðferð fyrirbærisins í
örfáum orðum tveggja keppenda í
sannleiksgerð íslendinga. Við-
fangsefnið er miðlægt og merki-
legt frá sjónarhólum allra hugvís-
inda, og mér þykir tómlegt og
dapurlegt að vera ekki kunnugt
um sérstaka, íslenzka rannsókn á
því — í neinni fræðigrein. Að hluta
er það vafalítið einmitt vegna þess,
hve miðlægt efnið er í mannlegri
vitund. Um það verður því fjallað
í og með öðrum sérstæðari efnum
sem hægara er að ná áttartökum
á en á því sem er í eða við miðj-
una sjálfa. Menn eru líklega yfir-
leitt seinir til að taka sjálfsagða
hluti til rannsókna með sérhæfðum
fræðilegum tökum einmitt vegna
þess að þeir eru sjálfsagðir. En það
er líka aðkallandi af sömu ástæðu
að það sé gert, því að í slíkum
fyrirbærum felst (bókstaflega) það
sem er í sjálfum undirstöðum
mannlífsins og mannvísindanna.
Ég vona því að þessi orð mín geti
verið aðfari og hvatning til rann-
sóknar með sérhæfðari vísindaleg-
um tökum ýmissa fræðigreina.
Ég nefni að lokum augljóst efni
í stílfræðilega athugun; að taka
fyrir texta allmargra höfunda
(skáldskapar, fræðibóka, pólitískra
rita) og greina hvort, og í jákvæð-
um tilvikum á hvem hátt, þeir
gangi í gildru hinnar goðsagnar-
legu allsheijarviðmiðunar sann-
leikans.
Höfundur er dósent við Háskóla
íslands.
Islandsklukkan
besta verk Hall-
dórs Laxness
Fréttatengd áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu
31. desember n.k. og verður hún þrískipt að þessu sinni,
barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun.
Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk.
BARNAGETRAUN
(ætluð öllum á aldrinum 5-11 ára)
1. íþróttagalli, skór, sokkar og taska frá NIKE.
2. Barnabækur að eigin vali að andvirði 10.000 kr..
3.4 geisladiskar, hljómpiötur eða kassettur að eigin vali frá Skífunni.
- samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs
SKÁLDSAGA Halldórs Laxness,
íslandsklukkan, er að mati íslend-
inga besta verk nóbelskáldsins,
að því er fram kemur í skoðana-
könnun Hagvangs — en nú er
brátt á enda nítugasta afmælisár
skáldsins.
íslandsklukkan er í fyrsta sæti á
lista yfir bestu verk skáldsins bæði
hjá konum og körlum og gildir einu
hvaða aldurshópar eru spurðir. Hún
er einnig efst á blaði jafnt hjá fólki
sem búsett er á höfuðborgarsvæð-
inu, í þéttbýli utan þess og í dreif-
býli. Það sem enn fremur vekur at-
hygli er að enginn munur er á vin-
sældum íslandsklukkunnar eftir því
hvort svarendur eiga að baki langa
eða skamma skólagöngu.
Hagvangur gerði könnunina fyrr
á þessu ári að tilhlutan útgáfufyrir-
tækisins Vöku-Helgafells og náði
hún til 1.400 karla og kvenna á aldr-
inum frá 15 til 89 ára. Spurt var:
Hver finnst þér vera þijú bestu verk
Halidórs Laxness?
Sem fyrr sagði nefndu flestir ís-
landsklukkuna, síðan kom skáldsag-
an Salka Valka og í þriðja sæti á
listanum yfir bestu verk Haltdórs
Laxness er skáldsagan Sjálfstætt
fólk. Sama gildir um bækurnar í
öðru og þriðja sæti og íslandsklukk-
una að þær eru í sömu sætum bæði
hjá konum og körlum og öllum ald-
urshópum þótt hlutföllin séu örlítið
breytileg eftir kynjum og búsetu.
í Qórða sæti á listanum yfir bestu
skáldverk Halldórs Laxness er
Kristnihald undir Jökli, í fimmta
sæti Brekkukotsannáll, Atómstöðin
er í sjötta sæti, Heimsljós í því sjö-
unda, Gerpla skipar áttunda sætið,
fyrsta bók skáldsins, Bam náttúr-
unnar, sem fyrst var gefin út fyrir
73 árum, er í níunda sæti og Paradís-
arheimt er tíunda besta skáldsaga
Halldórs að mati þeirra 1.400 full-
trúa bókaþjóðarinnar sem könnun
Hagvangs náði til.
Ef litið er á vinsældir einstakra
bóka eftir kyni svarenda, búsetu og
menntun kemur meðal annars í ljós
að Salka Valka nýtur meiri hylli hjá
konum en körlum og fær fleiri stig
frá fólki á aidrinum frá 30-89 ára
en þeim sem yngri eru. Hins vegar
virðist Gerpla höfða mun meira til
karla en kvenna og reynist einnig
vinsælli meðal fólks sem komið er
yfir þrítugt en aldurshópsins 15-29
ára. Atómstöðin er meira eftirlæti
fólks á aldrinum 15-29 ára en þeirra
sem eldri eru. Þá kemur í ljós að
skáldsagan Heimsljós virðist njóta
meiri hylli í þéttbýli en dreifbýli en
því er öfugt farið með Paradísar-
heimt. Samkvæmt könnuninni er
langskólagengið fólk hrifnara af
Atómstöðinni, Heimsljósi og Gerplu
en þeir sem hlotið hafa skemmri
skólagöngu.
(Fréttatilkynning)
UNGLINGAGETRAUN
(ætluð öllum á aldrinum 12-17 ára)
1. Ferðageislaspilari, SONY D-32.
2. Ensk-íslenska orðabókin frá Erni & Örlygi.
3.4 geisladiskar, hljómpiötur eða kassettur að eigin vali frá Skífunni.
FULLORÐINSGETRAUN
(ætluð öllum 18 ára og eldri)
1. Alfræðiorðabókin frá Erni & Örlygi.
2. Málsverður á Perlunni að andvirði 15.000 kr.
3.4 geisladiskar, hljómplötur eða kassettur að eigin vali frá Skífunni.
Auk þess fá allir vinningshafar handklæði merkt Morgunblaðinu.
Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir 10. janúar.
Dregið verður úr réttum lausnum 16. janúar og nöfn vinningshafa birt sunnudaginn 17. janúar 1993.
-kjarni málsins!
M 9212