Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
Umrugl
eftirJón Steinar
Gunnlaugsson
i.
í febrúarmánuði sl. fékk ég birta
stutta grein hér í blaðinu undir fyr-
irsögninni „Fyrir bömin okkar“. Til-
efni greinarinnar var hálfgerð mú-
gæsing sem þá hafði gripið um sig
vegna fyrirætlana ríkisstjómarinnar
um að skera niður útgjöld til svo-
nefnds velferðarkerfis. Gat ég þess,
að æsingar hefðu orðið að miklu leyti
að undirlagi opinberra starfsmanna,
m.a. úr hópi kennara. Var vikið að
stofnun samtaka múgæsingarmanna
sem kölluðu sig „Almannaheill" og
sögðust í undirtitli vera samtök um
réttlæti. Erindi greinarinnar var að
benda á að illt væri að kenna þá
starfsemi við „heill“ og „réttlæti"
sem miðaði að því að fá að halda
uppi velferðarkerfi í dag en láta böm-
in okkar borga kostnaðinn af því síð-
ar. Var þetta í grein minni talinn
viðsnúningur á merkingu þessara
orða. Væri nær að stofna samtök
gegn þeirri hálfglæpsamlegu stefnu
að skrifa kostnaðinn við lifnaðar-
hætti okkar hjá bömunum okkar.
Enginn vandi væri að ná miklu meiri
árangri í niðurskurði ríkisútgjalda,
en eiga samt nóg fé til útgjalda til
hagsbóta þeim, sem eiga undir högg
að sækja.
Ég átti svo sem von á því að ein-
hver hinna ötulu baráttumanna gegn
niðurskurði ríkisútgjalda myndi
reyna að svara greinarkorni mínu
einhveiju. Það varð ekki. Og ekki
hefur heyrst mikið frá starfsemi sam-
takanna um réttlætið síðan, hveiju
sem það er að þakka. Hitt gerðist
svo núna íjólabókaflóðinu, að athygli
mín var vakin á iitlum kafla í bók
eftir ríkisstarfsmann úr hópi há-
skólakennara, þar sem vikið er að
grein minni. Var þar kominn Þor-
steinn Gylfason, prófessor í heim-
speki við Háskóla Islands, í bók sem
hann kallar „Tilraun um heiminn".
Hefur hann svo mikið við að eigna
mér lítinn kafla í bókinni, sem hann
nefnir„rugl“, en það er sú einkunn,
sem hann þar gefur þessari litlu
blaðagrein frá í febrúar. Ég fór að
halda að greinin hefði kannski verið
einhvers virði.
II.
Við lestur bókarkaflans varð mér
strax ljóst að hér var ekki annað á
ferðinni en sams konar þrætubók
með útúrsnúningum og er því miður
allt of algeng í dægurþrasi stjóm-
málabaráttunnar á Íslandi. Mér
fannst bókarkaflinn aðeins hafa að
geyma eitthvað sem vel mætti kalla
rugl af höfundarins hálfu. Stóð hann
að því leyti undir nafni. Undarlegast
var að maðurinn skyldi ekki frekar
velja sér annan vettvang en þessa
bók sína, sem greinilega er ætlað
að vera innlegg í fræðigreinina sem
honum hefur verið trúað fyrir að
kenna í Háskólanum gegn greiðslu
af almannafé. Ég hélt raunar að í
háskólafræðum væru gerðar meiri
kröfur en í dægurþrasinu. Þar væru
t.d. útúrsnúningar óheimilir. Ljóst
er a.m.k. aðþessi háskólamaður upp-
fyllir ekki þær kröfur. Hann um það.
Aðalrangfærsla Þorsteins Gylfa-
sonar um grein mína er sú, að hann
gerir mér upp þá skoðun, að aldrei
sé réttlætanlegt að taka lán sem
kunni að lenda á eftirkomendum lán-
takans að borga. Þetta hef ég aldrei
sagt og er reyndar alls ekki þessarar
skoðunar. Hér beitir hann þeirri „list“
þrætubókarinnar að byija á að srtúa
við merkingu þess, sem hann ætlar
að svara, svo að betur henti svarinu.
Að mínu áliti kunna lántökur vita-
skuld að vera réttlætanlegar, þó að
svona standi á um endurgreiðslurn-
ar. Það er fyrst og fremst í þeim
tilvikum að ráðstöfun lánsfjárins
komi þessum efirkomendum til góða,
þ.e.a.s. geri þá betur stadda fjár-
hagslega heldur en annars hefði ver-
ið. Ég tel ekki réttlætanlegt að Þor-
steinn Gylfason, eða hvaða maður
annar sem er, fái upp á sjálfdæmi
sitt að kosta neyslu sína með lánum,
sem afkomendur hans þurfa að
borga. Skiptir þá engu máli hvort
neyslan er í hófi eða óhófi. Aðalá-
stæðan fyrir þessu er sú, að með því
að þurfa að greiða kostnaðinn af
neyslu Þorsteins eru skertir mögu-
leikar afkomenda hans til að kosta
sína eigin neyslu. Ef við hins vegar
tökum lán t.d. til þess að byggja upp
hluti sem borga sig sjálfir, þ.e.a.s.
ef verðmætin sem fyrir lánið koma
og arðurinn af þeim eru samanlagt
meira virði en lánið sem þarf að
endurgreiða og vextirnir af því, þá
finnst mér lántakan réttlætanleg.
Enginn segir að alltaf þurfi að vera
auðvelt að draga mörkin, sem hér
ættu að gilda. Meginhugmyndin hef-
ur engu að síður fullt gildi. í grein
minni var ekki gefíð hið minnsta til-
Jón Steinar Gunnlaugsson
„Hann freistast til að
láta vörslu sinna eigin
hagsmuna spilla fyrir
fræðimennsku sinni.“
efni til þeirra útúrsnúninga um þetta,
sem verða uppistaðan í bókarkafla
prófessorsins.
m.
Ég get alveg fallist á það sem
fram kemur í bók Þorsteins Gylfa-
sonar, að menn hafa mismunandi
hugmyndir um réttlæti. Það sem er
réttlæti eins er ranglæti annars.
Þetta kemur t.d. vel fram við rekstur
dómsmála. Þar er réttlæti annars
málsaðilans oft ranglæti hins. Það
er jafnvel hugsanlegt, að menn hrein-
lega gefist upp á réttlætinu, eftir að
hafa séð hversu erfitt það er viður-
eignar. Hver og einn maður metur
þetta fyrir sjálfan sig. Sá sem vill
kalla það réttlætismál, að menn borgi
sjálfir kostnaðinn við eigin neyslu svo
að aðrir hafi jafna möguleika til
sinnar neyslu, hann er í fullum rétti
til að skýra öðrum frá þessari hug-
mynd sinni um réttlæti og vinna
henni fylgi. Og sá sem hafnar þessu
t.d. vegna þess að hann telur sína
eigin neyslu þýðingarmeiri en neyslu
annarra, hann er líka í sínum fulla
rétti til að reyna að vinna aðra á
sitt band, þó að ekki sé líklegt að
honum verði mikið ágengt. Það er
allt í lagi þó að báðir noti orðið rétt-
læti um hugmyndir sínar, vegna þess
að þeir eru bara að skýra frá sínum
eigin hugmyndum um hvað sé réttl-
átt og öðrum er það ljóst.
IV.
Þorsteinn Gylfason er háskóla-
kennari og þiggur laun úr ríkissjóði.
Niðurskurður ríkisútgjalda, _t.d. til
að kosta starfsemi Háskóla íslands,
er til þess fallinn að draga úr ýmsum
möguleikum hans í starfinu. Hann
gæti jafnvel misst það. Það er greini-
legt að honum hugnast ekki að menn
skuli opinberlega styðja stjórnar-
stefnu, sem gæti haft þessar afleið-
ingar. Þegar hann tekur í bók sinni
dæmi af blaðaskrifum mínum um
þetta, snýr út úr þeim og kallar þau
rugl, þá er honum ekki sjálfrátt.
Hann freistast til að láta vörslu
sinna eigin hagsmuna spilla fyrir
fræðimennsku sinni. Þess vegna
verður bókarkaflinn ekkert annað en
lýsing hans á sjálfum sér. Ég er líka
viss um að hann er miklu betur fær
um að lýsa sjálfum sér heldur en mér.
Höfundur er hæstaréttar-
lögmaður.
>
Öfugþróiin í sjávarútvegi
eftir Önund
*
Asgeirsson
Mikið er skrifað og skeggrætt um
afkomu sjávarútvegsins nú og eru
þar mörg spjót á lofti í senn. Allt
bendir til þess að hin ramm-íslenska
stefna að hagsmunaaðilamir séu
beztu umsagnaraðilar í hveijum
málaflokki sé bara misskilningur. í
sjávarútvegi láta menn sem þeir viti
ekki að Höður hinn blindi hefir fyrir
löngu skotið mistilteininum að Baldri
sem nú gistir Hel. Stórir og aflmikl-
ir skutttogarar hafa sjálfir sannað
að þeir eru gjöreyðingartæki í fisk-
veiðum, sem ekki eiga sér lengur
tilverurétt.
LÍÚ hefur verið slæmur ráðgjafi
gagnvart stjómvöldum og enn verri
gagnvart meðlimum sínum, útgerð-
unum, sem keppast við að breyta
gömlum skipum sínum og byggja ný.
Stærri og aflmeiri fyrstiskip en
nokkru sinni fyrr. Nú blasir landauðn
við landsmönnum, ef ekki verður
strax breytt um stefnu í útgerðar-
málum. Þetta á ekki aðeins við Vest-
firði, sem fram til þessa hafa verið
taldir bezta veiðislóð landsins, heldur
einnig um allar aðrar veiðislóðir. Hin
fullkomna tækni veiðiskipanna legg-
ur allt í rúst. Fyrirhyggjuleysið er
algjört.
Nú byggja menn frystitogara sem
kosta almennt 800-1.000 milljónir
og allt upp í 1.350 milljónir með
tækjabúnaði, en án veiðarfæra.
Rekstrargrundvöllur
frystitogara
Samkvæmt nýútgefnum atvinnu-
vegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar
nam beinn rekstrarkostnaður frysti-
togara 74% af rekstrartekjum, án
fjármagnskostnaðar á árinu 1988.
Gefum okkur, að þessi nýju skip
veiði jafnt og bezti frystitogari lands-
ins, Akureyrin, gerði 1981, eða fyrir
604 mkr. og ennfremur að afskriftir,
vextir og verðbreytingarfærslur nemi
26% af tekjum, svo sem fram kemur
af gögnum Þjóðhagsstofnunar, þá
verða dæmin svona fyrir þessi nýju
skip:
Kostnaðarverð skips (mkr.)
Rekstrartekjur:
Beinn rekstrarkostnaður (74%)
Tekjur án fjármagnskostnaðar
Afskriftir, vextir og verðbreyting-
arfærslur (26%)
Bókhaldslegt tap:
„Hugmyndafræði Sam-
bands-framsóknar-
manna er lævís. Hrun
SÍS ætti að vera nægi-
leg aðvörun, enda sam-
félaginu dýrt. Punktur.
Skammturinn er orðinn
of stór.“
þannig 123 mkr. upp á að meðaltals-
skipið nái Akureyrinni í aflaverð-
mæti. Miðað við framangreinda út-
1.350 1.000 800 600
604 604 604 604
448 448 448 448
156 156 156 156
351 260 208 156
193 102 50 + 2
Hér hefir verið gengið út frá því
að þessi nýju og dýru skip gætu
veitt til jafns við Akureyrina, 18 ára
gamla, sem breytt var í frystiskip
1983. En fyrir því er engin trygging,
þvf að það vantar nefnilega bæði
' kvóta og fiskinn í sjónum, sem skut-
togararnir hafa eytt á undanförnum
20 árum.
Árið 1991 voru 25 frystiskip á
veiðum og meðaltalsaflaverðmæti
voru 381 mkr. á árinu. Það vantar
reikninga, myndi 600 mkr. frystiskip
tapa 57 mkr. á rekstrarárinu. Það
er þannig enginn rekstrargrundvöll-
ur fyrir þessu skipi. Stjórnvöld geta
ekkert gert fyrir slíka útgerð, nema
með þeirri hefðbundnu aðgerð að
stela frá almenningi til að bæta skaða
útgerðarinnar. Þetta hefir verið gert
með aðferðum Framsóknarflokksins
á undanförnum árum, þ.e. stofnað
er til sjóða á vegum ríkisins, sem
lána fé til gjaldþrota félaga, sem
Friðsæl jól í Stykkishólmi
Stykkishólmi í desember.
HÉR I Hólminum áttu borgarar og gestir friðsæl jól. Margir vitjuðu
heimahaga og gamalla ættingja og vina. Á sjúkrahúsi og dvalarheim-
ili var allt tíðindalítið og ekkert í frásögur færandi, nema að þar voru
jólamessur og bænastundir. Kirkjusókn var góð þegar tekið er til veður-
ofsans sem æddi um bæ og sveitir með annaðhvort éljum eða rigningu
og af þeim krafti að við sannfærðumst um að Kári gefur ekki eftir
þegar hann er í ham.
Hvítasunnusöfnuðurinn hélt sína
jólasamkomu með indælli stemmn-
ingu og hátíðarhug eins og vant er.
Ekkert tjón er vitað um af völdum
veðurs, hvorki í höfninni, þar leið
bátunum vel, né á fjallvegum og
þótt Kerlingarskarð væri byljótt,
komust allir með guðs hjálp leiðar
sinnar.
Flóabáturinn Baldur hélt einnig
sínu striki, enda byggður til stórræða
og storma á Breiðafirði. Og leikféiag-
ið Grímnir hafði miðnæturleiksýn-
ingu á leikritinu Síldin kemur og síld-
in fer þrátt fyrir óhagstætt veður.
Hótelið og Knútsen buðu upp á
skötuveislu á Þorláksmessu og þótti
takast vel.
Mikar skreytingar voru að venju
á bænum og kirkjugarðurinn lýstur
og merkilegt hvað vindurinn lét það
allt í friði. Á þriðja í jólum var svo
haldin hin árlega jólatrésskemmtun
barnanna (barnaballið) þar sem var
húsfyllir í félagsheimilinu og sókn
barna og foreldra mikil.
— Árni.
aldrei greiða það aftur, enda ekki til
þess ætlast. Þetta sýnist refsilaust,
a.m.k. nefnir enginn annað en þetta
sé sjálfsagt, jafnvel þótt vitað sé að
samfélagið hefir þegar brotnað und-
an álaginu.
Fjármögnun
offjárfestingarinnar
Sú stefna ríkir nú í fjárfestingar-
málum útgerðarinnar, að lánastofn-
anir, aðallega sjóðir og bankar, lána
allt að % hluta kostnaðarverðs fiski-
skipa, en áður var þetta hlutfall um
85%. Því á útgerð, sem kaupir frysti-
togara fyrir 1.350 mkr. „rétt“ á lána-
fyrirgreiðslu allt að 900 mkr. Þetta
gildir alveg jafnt, þótt rekstraráætl-
anir sýni stórfellt tap, sbr. að ofan,
og eins þótt enginn fiskur sé í sjón-
um, og þannig fyrirsjáanlegt að lítinn
afla sé þaðan að hafa. Eina umsögn
stjórnvalda er frá sjávarútvegsráð-
herranum, sem segir að „útgerðin
verði að vinna sig út úr vandanum".
Það skiptir engu máli, þótt vitað sé
að þetta sé ekki hægt. Það verður
nefnilega ekki aftur tekið, sem þegar
hefir verið gert og orðið er að stað-
reyndum.
Helgi Ólafsson, hagfræðingur,
hefir nýlega gengið frá skýrslu fyrir
Seðlabankann um efnahag sjávarút-
vegsins, sem sýnir þetta í áþreifan-
legum og augljósum tölum:
Önundur Ásgeirsson
og mun fljótlega fá sömu hækkun
og verður þá heildarhækun á skuld-
um útgerðarinnar 6,38% af 93.018
mkr. eða 5.935 mkr. Þetta gengistap
bætist við 8.000 mkr. tap á höfuð-
stól á sl. 3 árum og verður þá heild-
artap sjávarútvegsins um 14 millj-
arðar á þessum stutta tíma. Talsmað-
ur Sambandsfrystihúsanna óttast
lietta þó ekki. Hann vildi fyrir nær
ári fá 28% gengislækkun, sem nú
myndi hafa því nær þurrkað út allt
eigið fé í greininni, og það verður
ekki séð, hvar taka eigi fé til áfram-
haldandi reksturs. Hvorki lánasjóðir
né innlánsstofnanir myndu taka við
slíku þrotabúi. Hugmyndafræði
Sambands-framsóknarmanna er læ-
Efnahagur sjávarútvegs í árslok 1990, 1991 og 30.9.1992
Eignir: (mkr.) Fiskiskip Fiskvinnsla Aðrar eignir 1990 71.671 37.936 23.831 1991 74.428 38.384 21.848 30.9.1992 71.175 39.425 20.916
Eignir samtals Skuldir: 133.438 134.660 131.516
Innlánsstofnanir, lán 37.192 38.699 39.592
Sjóðakerfi 31.690 32.291 34.078
Lánakerfið alls 68.882 70.990 73.670
Utan lánakerfis 18.101 18.644 19.348
Skuldir samtals 86.983 89.634 93.018
Eigið fé 46.455 45.026 38.498
Af 93.018 mkr. pr. 20.9. sl. voru
56.623 mkr. beint gengistryggt og
hefði þannig hækkað um 6,38% eða
3.613 mkr. við 6% gengisfellinguna.
Mismunurinn 17.047 mkr. ertrúlega
verðtryggt miðað við lánskjaravísi-
tölu og kemur sú hækkun fram síðar
vís. Hrun SÍS ætti að vera nægileg
aðvörun, enda samfélaginu dýrt.
Punktur. Skammturinn er orðinn of
stór.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Olís.