Morgunblaðið - 30.12.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.12.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 V-Húnavatnssýsla Hvammstangi. SPARISJÓÐUR Vestur-Húna- vatnssýslu varð 75 ára á þessu ári. I tilefni þeirra tímamóta hef- ur sjóðurinn gefið út afmælisrit, sem prýtt er mörgum myndum, bæði úr sögu sjóðsins og einnig eru myndir úr héraði. Þann 1. september bauð sparisjóðurinn til veislu og opins húss fyrir hér- aðsbúa. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1917 og voru lög um starfemi hans undirrituð af Ara Arnalds sýslu- manni þann 28. febrúar 1917. Frá árinu 1881 höfðu Húnvetningar sameiginlegan sparisjóð, en með skiptingu Húnavatnssýslu í tvö sýslufélög árið 1907, var stofnun Sparisjóðs V-Hún eðlilegt framhald af þeirri skiptingu. Á þessum 75 árum hafa aðeins fjórir sparisjóðs- stjórar setið við stjórn hans, en þeir eru; ísólfur Þ. Sumarliðason (1917- 1944), Kjartan Guðmundsson (1944-1945), Sigurður P. Tryggva- son (1945-1959) og núverandi sparisjóðsstjóri Ingólfur Guðnason frá árinu 1959. Formaður sparisjóðs- stjórnar er Jóhannes Björnsson. Sparisjóðurinn er eina peninga- stofnun héraðsins og er staða hans allgóð. Á ýmsum tímum hafa ríkis- bankar landsins leitað eftir að kom- ast í héraðið, og oftast með hugleið- ingar um að yfirtaka starfsemi sjóðs- ins. Heimamenn hafa ávallt brosað að slíkum hugleiðingum. Afmælisrit Sparisjóðs V-Hún er saga sjóðsins, aðdraganda að stofn- un hans og yfirlit yfir starfsemi og fjárreiður. Olafur H. Kristjánsson, fv. skólastjóri skráði bókina, sem fæst í afgreiðslu sjóðsins og er ókeypis. - Karl. Sparisjóð- urinn75ára Morgunblaðið/Arnór Sigurvegarar í bridsmóti BS og Keflavíkurverktaka. Talið frá vinstri: Bjarni Krisljánsson, Þorgeir Halldórsson, Lárus ólafsson, Einar Júlíusson, Gísli Torfason, Magnús Hallbjörnsson, Sigurður Al- bertsson og Sigurður Sigurðsson. Karl Einarsson mætti til leiks með eiginkonuna Grétu Fredriks- en. Með þeim á myndinni eru Stefán Jónsson og Krislján Kristjáns- son. Þrír spilaranna mættu með konur sínar sem ekki höfðu áður spilað í keppni. Þær fengu konfekt að gjöf frá mótshöldurum. Brids ArnórG. Ragnarsson Fjölmenni í vel heppnuðu móti Keflavíkurverktaka og Bridsfélags Suðurnesja Fjörutíu og tvö pör spiluðu í eins kvölds tvímenningsmóti sem Bridsfélag Suðurnesja hélt sl. mánudagskvöld en það voru Keflavíkurverktakar sem styrktu félagið til mótshaldsins. Þessi glæsilega þátttaka fullvissaði for- svarsmenn félagsins um hvort tveggja, nauðsyn þess að gera eitthvað fyrir hinn venjulega spil- ara sem ekki spilar harðan keppn- isbrids og nauðsyn þess að taka upp bridskennslu á Suðumesjum. Keppnisformið var Mitchell-tví- menningur og var þess óskað að keppnisspilarar kæmu með óvan- an keppnismann með sér eða þá að spilarar sem spila heima kæmu og reyndu með sér. Allir sem mættu fengu að sjálfsögðu að vera með en þó var eitthvað um að keppnismenn spiluðu saman. Stjóminni þótti hins vegar þannig til takast í samsetningu paranna að allir væm gjaldgengir til verð- launa. Nokkrar gangtmflanir voru í mótsmaskinunni í upphafl móts. Félagið hefir eignast tölvu til vinnslu gagna í mótum sem þessu en gangsetningin gekk illa. Þetta stendur auðvitað til bóta og varð ekki til skaða. Gestir fengu sér kaffi og biðu átakanna og ánægj- unnar. Gísli Torfason og Magnús Hall- björnsson náðu langhæstu skor í keppninni. Þeir spiluðu í aust- ur/vestur og hlutu 414 stig en meðalskor var 312. í öðru sæti í þessum riðli urðu feðgarnir Sig- urður Albertsson og Sigurður Sig- urðsson með 374 stig og Högni Oddsson og Guðjón Jónasson þriðju með 352 stig. í norður/suður-riðlinum sigr- uðu Þorgeir Halldórsson og Bjami Kristjánsson, hlutu 376 stig. Sandgerðingarnir Láms Ólafsson og Einar Júlíusson urðu í öðm sæti með 359 stig. Guðjón Jensen og formaður félagsins, Arnór G. Ragnarsson, urðu í þriðja sæti með 357 stig. Keppnisstjóri var ísleifur Gísla- son en Karl Hermannsson móts- stjóri. Aðrir í stjórn félagsins eru Arnar Arngrímsson, Gunnar Sigutjónsson og Hafsteinn Ög- mundsson. Allir þessir aðilar eru boðnir og búnir til aðstoðar við spilara sem vilja reyna sig í keppni félagsins í vetur, Fjorða janúar verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Væntanlega verður spilað í Hótel Kristínu kl. 19.45. Það verður auglýst nánar síðar. Sparisjóðs- mótið, sem er aðalsveitakeppni vetrarins, hefst svo annan mánu- dag. Spilarar sem eru í vandræð- um með myndun sveita hafí sam- band við stjórnarmenn. Drykkir á nýársnótt Aþessum árstíma grípum við niður í og pælum í bókum, sem í annan tíma lægju ósnertar. Bókin, „Quantum Healing", eftir Deepak Chopra, MD er ein þeira. „Dropi af sjó hefur sama saltbragð og heilt úthaf. Vökvi líkamans bragð- ast jafn saltur og hafíð og er jafn ríkur af magnesíum, gulli og öðrum snefílefnum. Lífíð byijaði í sjónum og því aðeins lifum við utan hans, að við berum hafíð innra með okkur. Þegar við erum þyrst og svölum þorstanum erum við að koma jafnvægi á efnasamsetningu alls staðar í okkar innra hafí.“ Bók þessi er hafsjór af fróðleik og maður er sem landkönnuður, þar sem lönd leyndardómanna ljúkast upp á hverri síðu og opnar nýja sýn á sköpunarverkið og höfund þess. Það rifjaðist líka upp, að tengdafaðir minn, sem var togarasjómaður, hafði það fyrir sið, að sökkva flösku í hafíð mitt á milli Skotlands og Islands og hafa sjó heim með sér. Þegar börnin hans fengu ræmu í hálsinn var þeim gefíð Atlantshafíð úr silfurskeið. Það var borin virðing fyrir Atlantshafínu á því heimili enda reru forfeður hjónanna úr Loftsstaðasandi og Tunguósi. Atlantshafíð verður ekki í bland í þá drykki, sem bomir verða fram í þessum þætti, en koma tímar og koma ráð. Gleðilegt nýár. Heitur súkkulaðidrykkur 6 dl mjólk 6 msk. súkkulaðisíróp rifinn börkur af 1 appelsínu 100 g vanilluís appelsínusneiðar 1. Setjið mjólk og súkkulaðis- íróp í pott. Þvoið appelsínuna og rífið börkinn. Setjið út í og látið sjóða. 2. Hellið í 4 glös, setjið ís ofan á. Skerið upp í appelsínusneið og setjið á barm glassins. Kreistið sneiðina út í um leið og þið drekk- ið úr glasinu. Kaffi/kakó með kanil 2 dl vatn 1 dl mjólk 3 tsk. kakó 1 msk. sykur 'A tsk. kanill 1 msk. kaffiduft (instant) 1 dl þeyttur rjómi 1 tsk. kanil/sykur 1. Setjið vatn í pott og látið sjóða. Setjið mjólk, kakó, sykur og kanil í hristiglas, hristið og setjið saman við vatnið. Látið sjóða upp. Setjið kaffiduft út í. 2. Hellið í glös og setjið þeyttan ijóma ofan á, stráið kanil/sykri yfir. Grenadine/ávaxtadrykkur 2 dl grenadinesíróp 2 eggjahvítur safi úr 1 stórri sítrónu 6 dl ananassafi 2 dl greipsafi 1. Setjið grenadinesíróp, eggja- hvítur og sítrónusafa í blandara, hristiglas eða hrærivél. Hrærið eða hristið saman svo að froða myndist. 2. Setjið ananassafa og greips- afa út í. Hellið strax í glös. Athugið: Þennan drykk má bera fram heitan, þá er ananas- safínn og greipsafínn hitaður og hinu blandað saman við. Umsjón: KRISTÍN GBSTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Grenadinesíróp er búið til úr Granadaeplum, það fæst í flestum stærri verslunum. Hér kemur einn áfengur drykk- ur í lokin. Kívídrykkur (áfengur) 1 sítróna 1 dl koníak eða brandy 2 msk. sykur 3 kíví 1 flaska hvítvín 1 flaska freyðivín 1. Setjið hvítvín og freyðivín í kæliskáp. 2. Þvoið sítrónuna, skerið í ör- þunnar sneiðar, notið ekki enda- sneiðarnar. Setjið í skál, setjið sykur og koníak eða brandy sam- an við og látið standa í kæliskáp í 6-8 klst. Hrærið öðru hveiju í þessu. Setjið disk eða plastfílmu yfír skálina. 3. Afhýðið kíví, skerið í sneiðar og setjið saman við. 4. Hellið hvítvíni og freyðivíni saman við og berið fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.