Morgunblaðið - 30.12.1992, Side 24

Morgunblaðið - 30.12.1992, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 Grass geng- ur úr SPD TALSMAÐUR Jafnaðar- mannaflokks Þýskalands (SPD) segir forystu hans felmtri slegna yfir þeirri ákvörðun rithöfundarins Gunther Grass að segja sig úr flokknum. Grass vill með úr- sögn sinni mótmæla stefnu SPD í málefnum flóttamanna. Jafnaðarmenn, sem eru í stjórnarandstöðu, hafa fallist á að styðja stjómarskrárbreyt- ingu sem mun gera flótta- mönnum erfíðara um vik að leita hælis í Þýskalandi. Grass segir að með stjórnarskrár- breytingunni muni Þjóðveijar velta flóttamannavandanum í Evrópu yfir á Pólveija og Ung- veija. Flestir þeirra sem sækja um hæli dvelja í þessum ríkjum áður en þeir koma til Þýska- lands. Búist er við að breyting- in taki gildi snemma á nýju ári. A gægjum í þrjá daga Lögregla í Tókíó hefur hand- tekið mann sem lá á gægjum í íbúð samstarfskonu sinnar í þijá sólahringa, vopnaður myndbandstökuvél. Faldi mað- urinn sig á háalofti og kvik- myndaði allar athafnir konunn- ar. Myndbandagægir þessi mun hafa fellt hug til konunn- ar, en hún vildi ekki þýðast hann. Deng maður ársins Breska blaðið Financial Times hefur valið einn af leiðtogum Kínverska alþýðulýðveldisins, Deng Xiaoping, mann ársins. Deng varð nýlega 88 ára og er talinn heilsuveill. Hann gegnir nú engu embætti innan flokks eða ríkisstjórnar. í til- kynningu blaðsins segir að Deng hafi átt stærstan þátt í markaðsvæðingu Kína og auk- inni hagsæld landsins. Þjóðar- framleiðsla á mann í Kína er talin hafa vaxið um 12% á árinu, sem þýðir að fjölmenn- asta ríki heims býr jafnframt við mesta hagvöxt á byggðu bóli. Rauðu khmerarnir sakaðir um morð Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sökuðu skæruliða Rauðu khmeranna um morð á 12 mönnum af víetnömskum upp- runa eftir árás á þorp í Kambódíu um helgina.. Meðal látinna eru fjögur börn. Talið er að skæruliðarnir hafi komið til þorpsins á tveimur bátum, vopnaðir flugskeytum. Aróð- ursbæklingur sem beint er gegn Víetnömum fannst á vettvangi. Khmeramir leggja sig í líma við að æsa upp hat- ur gegn fólki af víetnömskum uppruna, sem þeir telja að gangi erinda stjórnvalda í Ví- etnam er vilji leggja Kambódíu undir sig. Hersveitir stjórnar- innar í Hanoi réðust inn í Kambódíu í desember árið 1978 og voru víetnamskir her- menn í landinu fram til ársins 1989. Að undanförnu hafa skæruliðamir margsinnis brot- ið vopnahléssáttmála sem er í gildi í Kambódíu, og bera þeir því við að víetnamskar her- sveitir séu enn í landinu. Starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna hefur ekki tekist að renna stoðum undir þessar fullyrðingar. Rcuter Tveir palestínsku útlaganna bera eigur sínar um tjaldbúðirnar á dýnu eftir að vindhviða feykti tjaldi þeirra á brott. Veður hefur verið mjög slæmt í suðurhluta Líbanon undanfarna daga og töluvert frost. Útlagarnir segjast þó ætla að þrauka áfram þar til þeim berist hjálp frá Sameinuðu þjóðunum. Hert bar- átta gegri glæpum Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA innanríkisráðu- neytið hefur blásið til herferðar gegn skipulögðum glæpum og fjölgað liðsmönnum sérsveita sinna um 19.000 í því skyni, auk þess sem þær fá þyrlur og bryn- varðar bifreiðar til umráða. Míkhaíl Jegorov, aðstoðarinnan- ríkisráðherra Rússlands, sem stjórnar baráttunni gegn glæpun- um, kvaðst þó efins um að sigur ynnist. Hann vildi ekki upplýsa hversu margir væru í sérsveitunum en sagði að um 3.000 glæpasamtök væru nú í landinu, með tugþúsund- ir félaga. Mörg þeirra væru í tengslum við erlend glæpasamtök. Jegorov sagði að um fimmtungur glæpasamtakanna væri í sambandi við spillta embættismenn, sem veittu þeim upplýsingar og aðstoð við glæpastarfsemina. Líbanír hafna tíllögum Isra- ela uin flutning hjálpargagna Beirut. Reuter. STJÓRNVÖLD í Líbanon vísuðu í gær alfarið á bug þeirri tillögu ísraela að stjórnir beggja land- anna myndu heimila sendingu hjálpargagna til þeirra rúmlega Kúbverskri farþegavél rænt og snú- ið til Flórída Miami, Reuter. Kúbverskri flugvél var rænt í innanlandsflugi í gær og snúið til Miami á Florída. Talið er að á fimmta tug manna hafi verið um borð í vélinni. Talsmaður yfirvalda á alþjóðaflugvellinum í Miami segir að flestir farþeg- anna hyggist sækja um hæli i Bandaríkjunum. Sjónvarpsstöð í Miami sagði að 44 farþegar hefðu sótt um hæli, en fimm biðu nú eftir fari heim til Kúbu. Vélin, er rússnesk af gerðinni AN26 og í eigu ríkisflugfélagsins Empresa Aero Caribeean. Hún var í áætlunarflugi milli Havana og ferðamannastaðarins Varadero, sem er um 120 km austur af höf- uðborginni. Flugmaðurinn tilkynnti flugturni í Havana á níunda tíman- um í gærmorgun að vélinni hefði verið rænt og snúið til Bandaríkj- anna. Talsmaður bandarísku flugmála- stjórnarinnar sagði að grunur léki á að fiugmaðurinn hefði átt frum- kvæði að því að fljúga vélinni til Bandaríkjanna. Hann hefði hugs- anlega svæft aðstoðarflugmanninn með klóróformi til að ná valdi á vélinni. Starfsmenn á flugvellinum sögðust hafa séð flugmenn vélar- innar slást á flugbrautinni skömmu eftir að vélin lenti í Miami. Tals- maður tollyfirvalda sagðist ekki vita hvort vopn eða sprerigjur væru um borð. Á síðasta ári flúði kúbverskur stjómmálamaður til Bandaríkjanna í rússneskri orrustuþotu. Hann snéri síðar til baka skömmu fyrir jól í Cessna einkaflugvél og flaug með konu sína og börn til Flórída í óþökk kúbverskra yfirvalda. fjögur hundruð útlaga sem haf- ast við í tjaldbúðum í suður- hluta Líbanon. ísraelar vísuðu mönnunum úr landi fyrir tæp- lega tveimur vikum síðan á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í tengslum við samtök múhameðstrúarmanna fjand- samleg ísraelum. Útlagarnir búa við mjög krapp- an kost enda hafa jafnt ísraelar sem Líbanir komið í veg fyrir send- ingu hjálpargagna til þeirra fram til þessa. ísraelar hafa verið harð- lega gagnrýndir á alþjóðavett- vangi fyrir að reka mennina úr landi og í gær lögðu þeir til við Rauða krossinn að tveimur birgða- lestum með hjálpargögnum, ann- arri frá ísrael en hinni frá Líban- on, yrði leyft að halda til útlegð- anna. Hafði Rauði krossinn áður farið fram á að honum yrði leyft að færa útlögunum hjálpargögn. James Jonah, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málinu hélt í gær frá Jerúsalem til Beirút og var búist við að hann myndi reyna að fá líbönsk stjórnvöld til að fall- ast á tillögu ísraela. Að loknum fundi Jonah með Elias Hrawi, for- seta Líbanon, sögðu embættis- menn að forsetinn hefði alfarið neitað að ræða þetta mál. Jonah ræddi einnig við Rafik al-Hariri forsætisráðherra og var afstaða hans jafn afdráttarlaus. „Jonah er að eyða tíma sínum hér. Þessi ferð er til einskis. Okkar sjónar- mið eru skýr,“ sagði forsætisráð- herrann fyrir fund sinn með full- trúa SÞ. Hann sagði það ekki koma á óvart að ísraelar kæmu með tilboð af þessu tagi þar sem þeir skilgreindu þennan hluta Suð- ur-Líbanon sem einskismanns- land. Líbönsk stjórnvöld teldu það hins vegar vera hernumið af ísra- elum og því væri það á ábyrgð ísraela að færa útlögunum mat og lyf. Grunur um að rafeindatæki trufli siglingatæki flugvéla Rakvélar og tölvur bannað- ar í norskum flugvélum? SVO kann að fara að sett verði bann við því að nota ferðatölv- ur, reiknivélar og rakvélar um borð í norskum farþegaflugvélum. Ástæðan er sú að talið er að tæki af þessu tagi trufli siglinga- og sljórntæki, einkum i nýrri flugvélategundunum. Hugsanlegt er að norsk flugmálayfirvöld beiti sér fyrir því að samsvarandi bann verði sett á alþjóðlegum flugleiðum, samkvæmt frétt í norska blaðinu Aftenposten. Rafeindatæki hvers konar verða stöðugt algengari í handfar- angri flugfarþega. Grunur leikur á að notkun þeirra trufli flókinn og fullkominn rafeindabúnað í stjómtækjum flugvéla af nýrri gerðinni. í versta falli er talið að notkun þeirra geti dregið úr flu- göryggi. Geislaspilarar rugla stjórntæki Skýrt hefur verið frá atvikum þar sem talið er að tölvur og ferða- geislaspilarar hafí mglað stjóm- tæki farþegaflugvéla. I einu tilviki var MD-80 þota komin 15 gráður út af réttri flugstefnu. Var ástæð- an rakin til þess að farþegi á fyrsta farrými skrifaði án afláts á ferðatölvu sína meðan á flug- ferðinni stóð. í öðru tilviki blikk- uðu viðvörunarljós fyrir vökva- kerfi þotu af gerðinni DC-10 en um leið og farþegi í sæti 33A slökkti á ferðageislaspilara sínum slokknuðu þau. Sérfræðingar í flugmálum telja þó að flugmenn tilkynni aldrei um langflest atvika af þessu tagi. Vitað er að flugmenn tala þó sín á meðal um alls kyns tæknileg vandamál sem upp koma í flugi og þeir kunna enga skýringu á. Vandamálið er líka það nýtilkomið að allt eins er líklegt að flugmenn geri sér ekki grein fyrir því að samband geti verið á milli tækja- truflana í stjórnklefanum og notk- unár tölvutækja í farþegaklefan- um. 1 Noregi hafa sérfræðingar samtaka flugmanna, rannsóknar- stofnunar landsímans og loft- ferðaeftirlitsins fjallað um leiðir til að stöðva eða útiloka notkun smátækja í farþegaklefa sem kunna að trufla stjórntæki. Vandamálið er að ekki hefur tek- ist að skilgreina hvenær tæki get- ur valdið truflun er varðar flugör- yggi en vonir eru bundnar við að rannsókn sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum leiði það í ljós. Langur listi Á lista sem£ sérfræðingarnir hafa gert um tæki sem hugsan- lega verður bannað að hafa með í handfarangri eða nota um borð í flugvélum eru öll tæki sem senda frá sér hljóðbylgjur. Þar á meðal eru farsímar og talstöðvar, ferð- aútvarpstæki með FM-bylgju, ferðasjónvarpstæki, fjarstýringar, geislaspilarar og rakvélar. í að- flugi og brottflugi yrði bannað að nota segulbandstæki og vídéó- tökuvélar, öll tölvuspil, reiknivélar og tölvur. Samkvæmt niðurstöðum sér- fræðinganna þykir hins vegar ástæðulaust að setja skorður við notkun heyrnartækja sem heyrn- arskertir nota, hjartagangráða, rafeindaúra og eigin síma og kvik- myndatækja flugvélanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.