Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
25
Norrænir forsætisráðherrar funda
Ollum undirbún-
ingi EES verði
lokið sem fyrst
POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, bauð starfsbræðrum
sínum á hinum Norðurlöndunum til fundar í Kaupmannahöfn í gær til
að ræða það sem efst er á baugi varðandi Norðurlandasamstarfið og
Evrópumálin. Einkum var fjallað um aðildarumsóknir Finna, Svía og
Norðmanna að Evrópubandalaginu, EB, en Danir verða í forsvari fyr-
ir bandalagið næstu sex mánuði. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði
í samtali við Morgunblaðið að allt benti til að EB tæki umsóknir Svia
og Finna fyrir þegar í janúar og umsókn Norðmanna væntanlega í mars.
„Það var einnig rætt um nauðsyn
þess að ljúka sem fyrst öllum þáttum
varðandi Evrópska efnahagssvæðið,
EES, annars vegar það sem við eig-
um eftir ógert og hins vegar þær
bókanir sem þarf að gera vegna þess
að Sviss hætti við,“ sagði Davíð.
„Menn líta á þær bókanir sem tækni-
legt atriði í öllum meginatriðum.
Einnig var rætt um gjaldeyrisóróleik-
ann sem gengið hefur yfir og haft
áhrif á gengi sænsku krónunnar,
finnska marksins og nú síðast norsku
og íslensku krónunnar. Þjóðirnar sem
sótt hafa um EB-aðild leggja áherslu
á að tengja gjaldmiðla sína á nýjan
leik við gengisþróunina í Evrópu.
Við erum auðvitað á öðrum báti að
vissu leyti þótt við höfum einsett
okkur að hafa síðar hliðsjón af þróun
Evrópumyntarinnar, ecu“.
Spánveijar hafa krafist þess að
framlag þeirra ríkja Fríverslunar-
bandalags Evrópu, EFTA, sem
hyggjast taka þátt í samstarfi EES
í þróunarsjóð svæðisins verði óbreytt
þótt Sviss verði ekki með. Davíð var
spurður hvort talin væri hætta á að
kröfur Spánveija gætu kollvarpað
EES. „Það var að sjálfsögðu rætt
um þessi mál, formlega og óform-
lega. Menn telja að Spánveijar séu
mjög einangraðir með þessa afstöðu
sína innan EB og vænta þess að
ekki verði þarna um neitt frambúðar-
vandamál að ræða. Ráðherrar EB
munu hittast dagana 13.-14. janúar
og þá er gert ráð fyrir að þessi mál
skýrist".
Davíð sagði að EB hefði þegar
tjáð smáþjóðum á borð við Malt-
veija, Kýpveija og fleiri að þeir
myndu ekki geta fengið aðild að
bandalaginu með fullum réttindum
eins og hinar þjóðirnar. íslendingar
hefðu ákveðið að nýta sér ekki tæki-
færið er EB bauð EFTA-þjóðunum
að sækja um aðild á jafnréttisgrund-
velli. Um þessa stefnu hefði ríkt
sæmileg sátt á íslandi að hans mati
en þetta tækifæri byðist ekki aftur.
„Við finnum hins vegar að nú sem
stendur að minnsta kosti erum við
nokkuð til hliðar í norrænu umræð-
unni vegna þessarar afstöðu okkar,“
sagði Davíð Oddsson.
Keutei'
Norrænir ráðamenn í Kaupmannahöfn. Frá vinstri: Davíð Oddsson forsætisráðherra, Uffe Ellemann-
Jensen, utanríkisráðherra Dana, Carl Bildt, forsætisráðherra Svía, Gro Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana og Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands.
Bush ver áramótunum með
fjölþjóðahemum í Sómalíu
Mogadishu. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti heldur á morgun, fimmtudag, til
Sómalíu til þess að heilsa upp á bandariska liðsmenn fjölþjóðahersins
sem þangað voru sendir fyrir jól á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
til þess að tryggja að neyðarhjálp bærist sveltandi íbúum. Dvelst hann
í Sómalíu um áramótin. I gær tóku bandarískir hermenn til við að
afvopna vopnaðar ættflokkasveitir sem tekist hafa á um völd í höfuð-
borginni Mogadishu.
Bush hyggst dveljast rúman sól-
arhring í Sómalíu og meðal annars
heimsækja matvælamiðstöðvar,
sjúkrahús og hæli fyrir munaðarleys-
ingja. Til Mogadishu kemur hann
með C-141 hei-flutningaflugvél frá
Jeddah í Saudi-Arabíu.
Franska varnarmálaráðuneytið
skýrði frá því í gær að um jólin hefðu
síðustu frönsku hersveitimar, sem
sendar voru til liðs við fjölþjóðaher
SÞ, farið til Sómalíu. Eru þá um
2.100 iiðsmenn frönsku útlendinga-
herdeildarinnar og fótgöngusveita
franska flotans í landinu. Fylgja þeim
500 farartæki og 22 þyrlur.
Skæruliðar myrtu fimm óbreytta
sómalska starfsmenn vestrænna
hjálparstofnana í Mogadishu á mánu-
dag, að því er stofnanirnar skýrðu
frá í gær. Fjórir óvopnaðir starfs-
menn Alþjóða Rauðakrossins voru
myrtir í suðurhluta borgarinnar er
þeir voru á smárútu að sækja starfs-
félaga sína í upphafi vinnudags.
Vopnaðir menn stöðvuðu bifreiðina,
hófu skothríð og flýðu svo á brott.
Síðar sama dag var sómalskur
starfsmaður CARE, alþjóðastofn-
unar sem sinnir matvæladreifíngu
fyrir SÞ, myrtur við grænu línuna
svonefndu í Mogadishu. Vopnaðir
menn rændu bifreið hans, myrtu
ökumanninn og særðu tvo aðra sam-
ferðamenn hans. Atvikið átti sér stað
nokkrum stundum eftir að stríðsherr-
arnir í borginni höfðu samið með sér
vopnahlé.
Að sögn bandaríska blaðsins New
York Times myrtu skæruliðasveitir
Ogadeni-ættflokksins á annað
hundrað trúarleiðtoga, kaupsýslu-
menn og aðra áhrifamenn í hafnar-
borginni Kismayú, síðustu þijá dag-
ana fyrir komu fjölþjóðahersins 9.
desember sl. Að sögn sjónarvotta
fóru vopnaðar sveitir Omars Jess
stríðsherra í Kismayu hús úr húsi
að næturþeli, smöluðu mönnunum
saman og tóku þá af lífi í útjaðri
borgarinnar. Tilgangurinn með
morðunum var, að sögn blaðsins, að
koma menntuðum mönnum, sem
taldir voru líklegir stuðningsmenn
aðgerða fjölþjóðahersins, fyrir katt-
arnef. Fórnarlömbin eru öll af Harti-
ættflokknum sem á rætur í Kismayu.
MISSIÐ EKKI AF
S K ATTAFS LÆTT1N U M!!
OPIÐ Á MORGUN KL 9:00-13:00
m
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki
Kringtunni 5, sími 689080
í eigu Búnaðarbanka íslands
og sparisjððanna
Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér skatt-
afslátt fyrir árið 1992. Hlutabréfasjóðurinn
Auðlind er settur saman af traustum
skuldabréfum og hlutabréfum í fjölmörgum
traustum fyrirtækjum. Slík dreifing minnkar
áhættuna enda hafa hlutabréfasjóðir í vörslu
Kaupþings komið best út allra hlutabréfa-
sjóða á árinu.
•í
SPARISJÓÐIRNIR
/gNBÚNAÐARBANKI
vQ/ ÍSLANDS