Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Frændum hjálpað
orsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra hefur
ákveðið að heimila Færeying-
um að veiða sex þúsund tonn
af botnfiski í íslenskri lögsögu
á næsta ári, þar af 700 tonn
af þorski og 400 tonn af lúðu.
Veiðarnar verða takmarkaðar
við tólf línubáta samtímis.
Þetta jafngildir um 10%
skerðingu á heildarveiðiheim-
ildum Færeyinga hér við land
á yfírstandandi ári en þá fengu
þeir að veiða 6.500 tonn af
botnfiski, þar af þúsund tonn
af þorski og 450 tonn af lúðu.
Þorskveiðiheimildir Færey-
inga eru skertar töluvert miklu
meira en aðrar veiðiheimildir,
eða um 30%, enda var heildar-
þorskafli við Island skertur um
22,6% á yfirstandandi fisk-
veiðiári, sem hófst í septem-
ber.
Fiskveiðisamningur við
Færeyinga var gerður árið
1976 og var þeim þá heimilað
að veiða um 17 þúsund tonn
af botnfiski. Aflaheimildir
Færeyinga hafa síðan verið
misjafnlega miklar. Þær voru
lækkaðar verulega 1984, fóru
svo hækkandi á ný uns þær
voru aftur lækkaðar árið
1991.
Það hafa lengi verið skiptar
skoðanir um hvort heimila
beri áfram veiðar Færeyinga
í íslenskri fiskveiðilögsögu. í
kjölfar aflasamdráttar og
efnahagsþrenginga hérlendis
hafa þær raddir orðið hávær-
ari sem vilja rifta þessum
samningum, enda séu ekki
forsendur fyrir því að veita
Öðrum þjóðum aflaheimildir á
meðan heildaraflinn hrekkur
ékki til fyrir íslensk útgerðar-
jfyrirtæki.
Vissulega er þetta á marg-
ján hátt réttmætt sjónarmið.
Hjá þvi verður hins vegar ekki
litið að Færeyingar tengjast
ökkur nánari böndum en flest-
ar aðrar þjóðir og þessir
frændur okkar ganga nú í
gegnum mun erfíðara sam-
dráttarskeið en við. Stjórn
efnahagsmála hefur í raun
verið tekin úr höndum lands-
stjórnarinar í Þórshöfn og fal-
in Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Færeyingar ramba á barmi
þjóðargjaldþrots.
í forystugrein Morgun-
blaðsins hinn 22. október sl.
er minnt á að þrengingarnar
sem Færeyingar eiga í hafa
komið illa við marga íslend-
inga. „Ekki aðeins vegna þess
að ýmsu svipar til þess sem er
í okkar eigin þjóðarbúskap,
heldur vegna þess að það er
sárt að horfa upp á færeyska
frændur í þessari stöðu. Náin
tengsl eru milli þjóðanna og
margir eru bundir ijölskyldu-
og vinaböndum og svo hefur
verið um aldir. Okkur kemur
við hvernig frændum og vinum
líður. '
Islendingum á að renna
blóðið til skyldunnar og þeir
eiga að koma Færeyingum til
hjálpar á neyðartímum. Við
getum gert það með margvís-
legum hætti, m.a. á vettvangi
norrænnar samvinnu og al-
þjóðasamtaka sem við eigum
aðild að. Við getum greitt fyr-
ir lánum til þeirra úr norræn-
um og alþjóðlegum sjóðum á
hagstæðum kjörum, styrkt þá
til náms og starfsþjálfunar á
Islandi og veitt þeim aðgang
að heilbrigðiskerfinu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Við getum boð-
ið þeim vinnu í fiskvinnslu-
stöðvum, þar sem starfsfólk
skortir.
En síðast en ekki síst getum
við heimilað Færeyingum
veiðar á fisktegundum sem við
annaðhvort nýtum ekki sjálfír
eða eru vannýttar. Veiðiheim-
ildir þeirra á íslandsmiðum
hafa eðlilega verið skornar
niður í takt við okkar eigin
kvóta. Hins vegar er engin
goðgá að taka tillit til ástands-
ins í Færeyjum, næst þegar
fiskveiðisamningurinn kemur
til endurskoðunar.“
Það er fagnaðarefni að sjáv-
arútvegsráðherra hefur
ákveðið að endurnýja fisk-
veiðiheimildir Færeyinga fyrir
næsta ár og þeir eru Islending-
um þakklátir. „Út af fyrir sig
þykir okkur miður að leyfíleg-
ur afli minnki úr 6.500 tonnum
í 6.000 tonn með tilliti til þess
að kvótinn nam 18 þúsund
lestum fyrir nokkrum árum.
En við höfum fullan skilning
á þeirri aðstöðu sem íslensk
stjórnvöld eru í vegna afla-
samdráttar íslenskra fiski-
skipa og erum því þakklátir
fyrir það sem við fáum,“ sagði
Atli Dam, lögmaður Færey-
inga, í Morgunblaðinu á að-
fangadag. Við íslendingar
þekkjum það sjálfír af eigin
raun hversu mikilvægt það er
að fá rétta hjálparhönd þegar
mikið liggur við. Við ættum
því að gleðjast yfir að geta
liðsinnt frændum okkar í neyð.
Atvinnuleysi aldrei meira
Búíst við enn meira at-
vinnuleysi eftir áramót
STARFSMENN verkalýðsfélaga muna fæstir eftir jafn miklu atvinnu-
leysi meðal félagsmanna og nú þó sumir nefni stutt tímabil á árunum
1965-1969. Víða er búist við að atvinnuleysi aukist eftir áramót. Verslun-
armannafélag Reykjavíkur efnir til námskeiða í sjálfstyrkingu, fjármál-
um heimilanna, atvinnuleysistryggingum, atvinnuumsóknum og mann-
legum samskiptum fyrir atvinnulausa félagsmenn sína eftir áramót.
Ekki jiefur verið tilkynnt um fleiri fjöldauppsagnir í desember til Vinnu-
málaskrifstofu en í venjulegu ári.
Gunnar Helgason, forstöðumaður
Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur-
borgar, sagði að 1.134 karlar og 836
Hjáiparstofnun
kirkjunnar
Safnast
hafa 11,5
milljónir
króna
ALLS HAFA nú safnast um 11,5
milljónir króna í landssöfnun
Hjálparstofnunar kirkjunnar,
Brauð handa hungruðum heimi.
Er það heldur lægri tala en á sama
tíma í fyrra. Söfnunin stendur
fram í janúar og enn er hægt að
koma framlögum til skila með gíró-
seðlum sem liggja frammi í bönk-
um og sparisjóðum eða til skrif-
stofu Hjálparstofnunar við Tjarn-
argötu í Reykjavík.
Söfnunarféð fer að þessu sinni
bæði til þróunarverkefna Hjálpar-
stofnunar á Indlandi, í Kenýa og víð-
ar og í neyðarsjóð stofnunarinnar, en
gera má ráð fyrir að áfram verði
þörf fyrir framlög til neyðarhjálpar
bæði í ýmsum Afríkulöndum vegna
hungursneyða og á Balkanskaga.
Jónas Þórisson framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar vildi
koma á framfæri þökkum til lands-
manna fyrir góðar undirtektir við
söfnunina sem greinilega ætti sína
föstu stuðningsménn þrátt fyrir
þrengri efnahag og minnti jafnframt
á að enn væri hægt að koma framlög-
um til skila með gíróseðli eða láta
skuldfæra greiðslukort.
konur, samtals 1.970 manns, hefðu
verið á atvinnuleysisskrá á þriðjudag.
Á sama tíma í fyrra hefðu 496 karlar
og 213 konur, samtals 709 manns,
verið á atvinnuleysisskrá. „Atvinnu-
leysið nú er það mesta sem við höfum
séð,“ sagði Gunnar og benti á að
búast mætti við enn meira atvinnu-
levsi eftir áramót. „Miða ég þá við
upplýsingar sem ég hef fengið og
reynslu undangenginna ára. Það hef-
ur sýnt sig að janúar, febrúar og
mars hafa verið erfíðustu mánuðirnar
í atvinnulegu tilliti," sagði Gunnar.
Guðrún Óladóttir, varaformaður
Sóknar, sagði að 86 félagsmenn hefðu
fengið bætur 18. desember sl. en sam-
tals væru um 100 manns án vinnu.
Á sama tíma í fyrra voru innan við
10 á atvinnuleysisskrá hjá félaginu.
Aðspurð sagði Guðrún að atvinnu-
Ieysi hefði verið að smá aukast allt
árið og myndi sjálfsagt ekki minnka
eftir áramót. Hún sagðist þó ekki
vita til þess að von væri á fjöldaupp-
sögnum í félaginu.
Samkvæmt upplýsingum starfs-
manna Dagsbrúnar fengu 398 félags-
menn greiddar bætur á Þorláksmessu
en rétt rúmlega 100 á sama tíma í
fyrra. Starfsmennirnir mundu ekki
eftir meira atvinnuleysi síðústu 10
ár en sögðu að það nálgaðist tímabil
á árunum 1965-1969.
Hjá Guðmundi Finnssyni, fram-
kvæmdastjóra Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, fengust hins
vegar þær upplýsingar að álíka marg-
ir væru á atvinnuleysisskrá og á sama
tíma í fyrra, eða um 380 manns.
Hann bjóst þó við að atvinnuleysi
myndi aukast eftir áramót. Margir
væru að vinna út uppsagnarfrest og
sennilega bættist hópur fólks á at-
vinnuleysisskrá í janúar og annar með
vorinu.
Aldrei hafa jafn margir fengið at-
vinnuleysisbætur frá Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur og nú eða
542 félagsmenn að sögn Valdísar
Garðarsdóttur starfsmanns VR. Hún
sagði að á sama tíma í fyrra hefðu
rétt rúmlega 100 manns verið á at-
vinnuleysisbótum.
Félagið efnir til námskeiða fyrir
atvinnulausa félagsmenn í samvinnu
Yeiðiheimildir Færeyinga
Erum mjög hissa
á þessari úthlutun
segir Kristján Ragnarsson
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að þeir séu mjög hissa
á því að veiðiheimildum hér við land, 6.000 tonnum, skuli vera úthlut-
að til Færeyinga á næsta ári. „Við töldum að í þeim mikla niður-
skurði sem er á afla hérlendis væri nánast sjálfgefið að úthlutun á
veiðiheimildum til Færeyinga væri hætt,“ segir Kristján. Óskar Vigfús-
son, formaður Sjómannasambands íslands, segir að sambandið hafi
enn ekki tekið afstöðu til þessa máls og meðan svo sé vilji hann ekki
tjá sig um það.
í máli Kristjáns Ragnarssonar
kemur fram að íslendingar þurfi nú
á öllum sínum afla að halda sjálfir.
Dregið hafi mjög úr afla einstakra
tegunda eins og lúðu, keilu og löngu
þrátt íyrir stóraukna sókn sem sýni
að þar sé ekkert til skiptana fyrir
Færeyinga.
„Það er svo annað mál að Færey-
ingar hafa undirboðið þessar teg-
undir fyrir okkur á mörkuðum ytra
og einnig má nefna undirboð þeirra
á öðrum afurðum eins og karfaflök-
um í Þýskalandi,“ segir Kristján.
„Þetta hafa þeir gert í krafti ríkis-
styrkja hjá sér og okkur finnst skjóta
skökku við að ætla að verðlauna
þessa hegðun þeirra með áframhald-
andi veiðiheimildum hér við land.
Við teljum að Færeyingar eigi ekk-
ert inni hjá okkur,“ sagði hann enn-
fremur.
við Menningar- og fræðslusamband
alþýðu eftir áramót. Námskeiðin
standa í 5 daga, hálfan dag í senn,
og eru samtals 25 klukkustunda löng.
Þau verða haldin í húsnæði félagsins
í Húsi verslunarinnar og er skipt í 5
meginþætti sem eru: Sjálfstyrking,
fjármál heimilanna, atvinnuleysis-
tryggingar, atvinnuumsóknir og
mannleg samskipti,
Þá hefur verið ákveðið að bjóða
öllum, sem hafa verið atvinnulausir í
a.m.k. einn mánuð og hafa unnið
meira en 25% starf áður en til at-
vinnuleysis kom, fríkort í forvarnar-
og endurhæfingarstöðina Mátt. Frí-
kortið veitir aðgang að stöðinni milli
kl. 9 og .16 og gildir í sex vikur.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að
'framlengja kortið.
Óskar Hallgrímsson, forstöðumað-
ur Vinnumálaskrifstofu Félagsmála-
ráðuneytisins, sagði að ekki hefði
verið tilkynnt um fleiri fjöldauppsagn-
ir í desember en venja væri í þeim
mánuði og kynni ástæðan að vera sú
að uppsagnir hefðu farið fyrr af stað
en venjulega. Hann sagði að tilkynnt
hefði verið um uppsagnir 1.500
starfsmanna frá því í ágúst til jóla
en sumir starfsmannanna hefðu verið
endurráðnir. Nokkrar af þessum upp-
sögnum taka gildi í janúar.
Þj óðarbúskapurinn
-"- -,*• .. ... ....................................■■■
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Hin nýja viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli sem senn verður tekin í notkun.
Keflavíkurflugvöllur
Viðhaidsstöð Flugleiða tilbúin
Keflavík.
FRAMKVÆMDIR við hina nýju viðhaldsstöð Flug-
leiða á Keflavíkurflugvelli hafa gengið samkvæmt
áætlun þrátt fyrir smávægilegar tafir vegna veð-
urs og þessa dagana keppast iðnaðarmenn við að
Ijúka frágangi stöðvarinnar. Guðmundur Pálsson
framkvæmdasljóri tæknisviðs Flugleiða sagðist
reikna með að nýja viðhaldsstöðin yrði vígð í byrj-
un janúar og í lok mánaðarins væri stefnt í fyrstu
stórskoðunina i nýja flugskýlinu.
Guðmundur Pálsson sagði að með tilkomu nýju við-
haldsstöðvarinnar myndi öll starfsemi tæknideildarinn-
ar flytjast í nýju bygginguna, og þar með um 130
starfsmenn. Guðmundur sagði að áætlaður kostnaður
við bygginguna, sem væri stærsta byggingin á íslandi
í eigu íslendinga, hefði einnig staðist í flestum atriðum
og yrði hann á bilinu 850-900 milljónir króna.
Hátt er til lofts og vítt er til veggja í nýju viðhalds-
stöðinni, lofthæðin er um 20 metrar en sjálf bygging-
in er 12.500 fermetrar. f kjallara er risastór vatnsþró
fyrir slökkvikerfí sem tekur um 1,8 milljón lítra og á
flugskýlinu sem tekur 5 af 6 millilandaþotum Flug-
leiða verða tvær risahurðir sem hvor um sig er 1.120
fermetrar. Sérstakur útbúnaður er á þakinu til að
mæta hitasveiflum, hvor þakplata er um 5.000 fer-
metrar, en áætlað er að flatarmálsaukningin geti orð-
ið allt að 15 fermetrum í mestu sveiflunum og leikur
þakið í sleðum til að mæt.ta þeirri þenslu.
-BB
Skuldabréfaviðskipti lífeyrissjóðanna
og Húsnæðisstofnunar
Þátttaka í útboð-
um á húsnæðis-
bréfum vonbrigði
- segir Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Sambands almennra lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðirnir keyptu sérskuldabréf fyrir 70 milljónir króna af
Húsnæðisstofnun í gær. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins, spgir að sér komi ekki á óvart þó sérskulda-
bréf fyrir 300-400 milljónir seljist í dag og fyrir hádegi á morgun.
Hrafn Magnússon, framkvæmdasljóri Sambands almennra lífeyrissjóða,
segir vonbrigði hversu lífeyrissjóðirnir hafi í litlum mæli komið inn í
útboð Húsnæðisstofnunar fram til þessa. Hann segir að stefnt sé að því
að aðeins sú leið verði farin í framtíðinni og sjóðirnir eigi væntanlega
eftir að taka við sér.
Mesti samdráttur síðan
í lok sjöunda áratugar
SAMDRÁTTUR í þjóðarbúskap íslendinga á þessu ári er meiri en orðið
hefur hér á landi frá því í lok sjöunda áratugarins. Á móti hefur dreg-
ið verulega úr verðbólgu og viðskiptahalla og hefur verðbólgan ekki
verið minni síðan á sjötta áratugnum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir
áframhaldandi samdrætti á næsta ári, þó ekki eins miklum og á þessu,
en telur að úr því geti farið að rofa til í efnahagsmálum.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, að samdráttur hefði
einkennt þjóðarbúskapinn á þessu
ári. „Nú er talið að samdráttur í lands-
framleiðslu verði 2,7% frá árinu á
undan og þjóðarútgjöld dragist saman
um 4,9%. Þessi samdráttur hefur leitt
til þess_ að atvinnuleysi hefur aukist
mikið. í nóvember voru 4.300 manns
atvinnulausir að meðaltali en meðal-
tal ársins var 3.700 manns, sem svar-
ar til um það bil 3% af mannafla, sem
er tvöfalt það atvinnuieysi sem var á
árinu á undan,“ sagði Þórður.
Hann sagði efnahagssamdráttinn
þann mesta, sem orðið hefði hér á
landi frá því í lok sjöunda áratugar-
ins. Hann væri þó nokkru minni en
spáð var í byijun síðasta árs, einkum
vegna þess að horfur um sjávarafla
voru mjög dökkar í upphafi ársins en
síðan rættist úr með loðnuaflann sem
hefur verið mjög góður á þessu ári.
„Orsakir þessa andstreymis hér á
landi eru fyrst og fremst tvær. Ann-
ars vegar hafa alþjóðlegir efnahags-
erfiðleikar væntanlega haldið niðri
' verði á og eftirspurn eftir útflutnings-
afurðum okkar. Hins vegar hefur
sjávarafli okkar dregist töluvert sam-
an á undanförnum árum. Þjóðhagsleg
skilyrði voru að ýmsu leyti verri á
árinu en reiknað var með frá miðju
árinu. Þegar leið á árið komu fram
upplýsingar um ástand þorskstofnsins
og í kjölfarið ákvörðun um samdrátt
í þorskafla. í öðru lagi hefur bata í
alþjóðaefnahagsmálum seinkað sem
hefur lagst á þá sveif'að gera þjóð-
hagsleg skilyrði lakari. Þetta gerði
það að verkum, að talið var óhjá-
kvæmilegt að grípa til efnahagsað-
gerða í lok nóvember,“ sagði Þórður
Hann sagði að sumt hefði þó geng-
ið betur en ráð var gert fyrir. „Verð-
bólgan hefur til dæmis orðið minni
en spáð var, einungis 1,5% innan
þessa árs, sem er minnsta verðbólga
sem hefur verið hér á landi frá 6.
áratugnum og raunar minni verð-
bólga en er í nágrannalöndum okkar.
Sömuleiðis er viðskiptahallinn talinn
verða 6-7 milljörðum minni en árið
1991, og það hefur heldur meira dreg-
ið úrViðskiptahallanum en spáð var.“
Þegar Þórður var spurður hvort
minni viðskiptahalli og minni verð-
bólga en gert var ráð fyrir bendi til
skjótra viðbragða íslendinga við sam-
drættinum svaraði hann að þetta
sýndi að þjóðarbúskapurinn væri
sveigjanlegur. „í öðru lagi virðist
þetta sýna betri skilning almennings
hér á gangverkinu í efnahagslífinu
en víða annarstaðar og það er freist-
andi að draga þá ályktun að íslend-
ingar séu upplýstari um þessi mál en
gengur og gerist,“ sagði Þórður. „I
því sambandi er mjög mikilvægt að
orðið hefur viðhorfsbreyting gagnvart
verðbólgunni og það ríkir skilningur
á að það sé mjög mikilvægt markmið
að halda verðbólgunni hér svipaðri
og er í nálægum löndum. Þetta teng-
ist nánara samstarfi Evrópuþjóða í
efnahagsmálum og þeim breytingum
sem eru að verða með opnara hag-
kerfi.“
Um næsta ár sagði Þórður, að
búast mætti við áframhaldandi sam-
drætti, þó ekki eins miklum og á
þessu ári. „Árið verður frekar erfitt
í efnahagslegu tilliti og það er óraun-
sæi að gera ráð fyrir snöggum um-
skiptum til hins beira. Hins vegar eru
horfurnar betri þegar litið er fram
yfir næstu misseri. Flest bendir til
þess að efnahagslíf í heiminum rétti
úr kútnum og þótt það skiii sér tæp-
ast inn á næsta ár ætti það að hafa
áhrif árin 1994-95, hugsanlega á
þann hátt að áhugi á álversfram-
kvæmdum og annarri fjárfestingu hér
á landi vakni á ný. Síðan er sjávar-
afli nú tiltölulega lítill í sögulegu sam-
hengi og gera má ráð fyrir því að
fiskimiðin geti gefið meira af sér. Því
er full ástæða til þess að ætla að
þessir þættir geti skilað þjóðarbúinu
meiru ef horft er lengra fram í tím-
ann,“ sagði Þórður.
„Almennu kaupin fóru ekki í gang
fyrr en í vor og auðvitað tekur það
sinn tíma fyrir lífeyrissjóðina að læra
á útboðin. Sjóðirnar þurfa svo líka
að kaupa beint af stofnuninni og hafa
kannski verið eitthvað á eftir og því
hert róðurinn að gera skil í þessum
mánuði. En það hefur vissulega vald-
ið okkur vonbrigðum hvað sjóðirnir
hafa komið inn í útboðin í litlum
mæli. Við teljum að það sé framtíðin
að koma þessum skuldabréfum Hús-
næðisstofnunar á almennan fjár-
magnsmarkað og sjóðirnir bjóði í slík
bréf,“ sagði Hrafn þegar spurst var
fyrir um hvaða ástæður lægju að
baki litlum kaupum lífeyrissjóðanna
á bréfum Húsnæðisstofnunar í geng-
um almenn útboð.
Aðspurður sagði Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Hús-
næðisstofnunar ríkisins, að 1. desem-
ber sl. hefðu lífeyrissjóðirnir átt eftir
að kaupa sérskuldabréf að verðmæti
einn milljarður króna af Húsnæðis-
stofnun upp í gerða samninga. Nú
væri búið að panta og kaupa bréf
fyrir um 430 milljónir og stæðu þá
aðeins um 570 milljónir eftir. „Ég er
bjartsýnn á að það seljist fyrir ára-
mót. Reynslan hefur margoft sýnt að
lífeyrissjóðirnir eru snöggir og stór-
tækir síðustu daga ársins,“ sagði Sig-
urður og nefndi að selst hefðu sér-
skuldabréf fyrir 70 milljónir í gær.
„Mér kæmi ekki á óvart þótt bréf
fyrir 300-400 milljónir seldust dag-
inn fyrir gamlársdag og fram að há-
degi þann dag. Þá tel ég að dæmið
um samningsbundin kaup hafi gengið
upp,“ sagði hann.
Kjör sérskuldabréfa eru ákveðin
eftir á og fara eftir meðalávöxtun
spariskírteina ríkissjóðs að sögn
Hrafns.
-------» » ♦------
Húsbréf um
900 milljónir
yfir áætlun
ÚTHLUTUN úr síðasta flokki hús-
bréfa í ár hófst skömmu fyrir jól.
Kvóti ársins 1992, sem alls var
áætlaður 12 milljarðar króna,
dugði ekki til að anna eftirspurn,
og var því fjórða flokkinum bætt
við. Áætlað er að úthlutun úr hon-
um nemi um 900 milljónum nú fyi
ir áramót. Afgangurinn af flokkin-
um, sem alls hljóðar upp á 4 millj-
arða króna, færist yfir á næsta ár
og kemur til frádráttar 11 millj-
arða áætlaðri heildarútgáfu 1993.
Að sögn Sigurðar Geirssonar, yfir-
manns húsbréfadeildar Húsnæðis-
stofnunar, er áætlað að þessi af-
greiðsla endist fram í apríl eða maí
á næsta ári. Næstsíðasti flokkur þessa
árs kláraðist snemma í desember, og
um hundrað manns hefðu þá mátt
bíða eftir afgreiðslu, sumir í 2 til 3
vikur.
Sigurður sagði að desember væri
sá mánuður sem einna minnst væri
að gera í húsbréfadeildinni, og vonir
stæðu til að unnt væri að klára af-
greiðslu velflestra umsókna fyrir ára-
mót.
Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri
Óskað eftir lóð undir fangelsi
við borgarvfirvöld á næstunni
HARALDUR Johannessen, fangelsismála-
stjóri og formaður framkvæmdanefndar um
fangelsismál, segir að framkvæmdanefndar-
menn allir séu mjög sáttir við þá niðurstöðu
sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra
hefur kynnt varðandi staðsetningu fangelsis-
bygginga, enda sé sú niðurstaða í samræmi
við annan af tveimur kostum sem nefndin
gerði tillögu um til ráðherra nú í desember.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær
hefur dómsmálaráðherra ákveðið að fangels-
isplássum í landinu verði fjölgað úr 117 í 139
með því að byggt verði við fangelsið á Litla-
Hrauni og reist nýtt afplánunar- og gæslu-
varðhaldsfangelsi í Reykjavík er komi í stað
Hegningarhússins og Síðumúlafangelsisins,
auk þess sem rekstri fangelsisdeildarinnar á
Akureyri verður hætt. Staðsetning hins nýja
fangelsis í Reykjavík hefur ekki verið ákveð-
in en að sögn Haralds Johannessen er verið
að skoða nokkra kosti í því sambandi og
verður formlega óskað eftir lóð undir fang-
elsið við borgaryfirvöld á næstunni.
Framkvæmdanefndin starfar áfram að undir-
búningi bygginganna og vinnur einnig að ýmsum
öðrum verkefnum, svo sem breytingum á skipu- ’
lagi fangelsismála og undirbúningi reglugerðar-
og lagabreytinga í tengslum við tillögur þær sem
gerðar voru í skýrslu fangelsismálanefndar um
að flutt verði verkefni frá dómsmálaráðuneyti
til Fangelsismálastofnunar.
Að sögn Haralds verður haldinn fundur í
nefndinni eftir áramót þar sem ákveðið verður
hvernig standa eigi að undirbúningi byggingar-
framkvæmdanna en sá undirbúningur verður
meginverkefni nefndarinnar á næsta ári.
30 milljónir króna voru veittar til verkefnisins
á Qárlögum ársins 1993 og verður því fé varið
til ýmiss konar uhdirbúnings framkvæmdanna,
meðal annars vegna hönnunarkostnaðar. „Við
vonumst til að geta hafið byggingarframkvæmd-
ir í lok ársins 1993 eða snemma á árinu 1994
en það er ekki búið að taka ákvörðun um það
hver verður forgangsröð á verkefnum; hvort
bytjað verður á Litla-Hrauni eða í Reykjavík eða
hvort byggt verður samtímis á báðum stöðum,"
sagði Haraldur. Hann sagði útilokað að svo
stöddu að spá fyrir um hvenær nýtt fangelsi
yrði tekið í notkun; það ylti á fjái-veitingum.
Þá sagði hann að ekki hefði verið leitað form-
lega til Reykjavíkurborgar með ósk um úthlutun
á lóð þótt rætt hafi verið við skipulagsstjórn
borgarinnar um lóðir sem komi til álita og á
næstunni verði farið formlega fram á það við
Reykjavíkurborg að fá úthlutað lóð í þeim til-
gangi. Haraldur vildi aðspurður ekki tjá sig um
þá kosti sem verið hefðu til skoðunar á Reykja-
víkursvæðinu.
Aðspurður um kostnað við væntanlegar fang-
elsisbyggingar sagði Haraldur að áætlanir þar
að lútandi væru ekki farnar að taka á sig endan-
lega mynd, enda hönnunarvinnu ólokið, en laus-
legar áætlanir hefðu gert ráð fyrir að kostnaður-
inn yrði á biiinu 280-400 milljónir króna.
Framkvæmdanefnd um fangelsismál var skip-
uð í framhaldi af því að skýrsla fangelsismála-
nefndar var birt í vor og féllst dómsmálaráð-
herra á tillögur nefndarinnar um úrbætur og
stefnumörkun í fangelsismálum. Ráðherra fól
framkvæmdanefndinni að vinna að úrvinnslu og
framgangi tillagnanna og er þeirri vinnu nú lok-
ið með fyrrgreindum hætti hvað varðar staðsetn-
ingu fangelsisbygginga. Formaður fangelsis-
málanefndar, Haraldur Johannessen, er formað-
ur framkvæmdanefndarinnar eins og fyrr segir
en aðrir í framkvæmdanefnd eru Björn Matthías-
son, Hjalti Zóphóníasson og Sigurður Jónsson.
Ritari framkvæmdanefndarinnar er Erlendur S.
Baldursson.