Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Toppurinn tekinn af jólatrénu
Skortur var á jólatijám á Akureyri fyrir þessi
jól og voru þeir margir sem ætluðu að kaupa tré á
Þorláksmessudag en urðu frá að hverfa án þess að
fá neitt. Sjálfsagt hefur mikil örvænting gripið um
sig hjá sumum og einhver hefur gripið til þess ör-
þrifaráðs að fara af stað með sögina í leit að jóla-
tré fyrir fjölskylduna. Eftir jólin tóku starfsmenn á
Akureyrarflugvelli eftir því að toppurinn hafði verið
tekinn af einu af þremur grenitijám sem starfsmenn
Flugfélags Norðurlands gróðursettu um 1970 syðst
á flugvellinum. Tréð er vitaskuld ónýtt á eftir og
þykir FN-mönnum sjónarsviptir af því.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Vann traust Gogga á ný
Svanberg Þórðarson starfsmaður Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar
hefur um árabil gefið fuglunum á Andapollinum og hafa þeir hænst
að honum fyrir vikið. Fyrir nokkrum vikum gerði ölvaður maður mik-
inn usla að næturlagi er hann sneri níu fulga úr hálsliðnum og hafði
á brott með sér og eftir það varð hann Goggi, sem sjá má á mynd-
inni, afar hvumpinn og fálátur og vildi ekkert með Svanberg hafa.
Var hann á varðbergi lengi vel, en nú loks hefur honum tekist að
vinna traust Gogga á ný. Ekki virðist fuglinn þó búin að gleyma atvik-
inu því hann lætur ófriðlega við aðra en Svanberg og til að mynda
var honum lítið um ljósmyndarann gefið.
Vélsmiðjan Oddi
sameinast Slipp-
stöðinni um áramót
Grímsey
Góð kirkjusókn á jólum
KIRKJUSÓKN var afar góð í
jólamessu Grímseyinga sem var
síðasta mánudag, 28. desember.
Að lokinni messu var jólatrés-
skemmtun að viðstöddum sókn-
arpresti. Jólahátiðin hefur verið
afar friðsæl i Grímsey.
Séra Birgir Snæbjörnsson sókn-
arprestur á Akureyri og prófastur
Eyjafjarðarprófastsdæmis kom til
Grímseyjar á mánudag og var hátíð-
arguðsþjónusta í Miðgarðakirkju.
Greinilegt var að Grímseyingar
kunnu að meta þessa stund, því um
80 manns voru í kirkju. Veðrið hef-
ur oft komið í veg fyrir að íbúar
eyjarinnar hafi fengið jólamessu,
en í fyrra var hún haldin á þrettánd-
anum.
Að lokinni messu var haldin jóla-
trésskemmtun í félagsheimilinu
Múla og kom sóknarprestur þar
við, en prestur hefur ekki til fjölda
ára verið viðstaddur jólatrés-
skemmtun í Grímsey.
Vestanátt hefur verið ríkjandi um
langa hríð, flogið var til Grímseyjar
á laugardegi fyrir jól, en síðan var
ekki hægt að fljúga hingað í heila
viku vegna veðurs. Feijan Sæfari
kom tvær ferðir fyrir jól, á mánu-
degi og þriðjudegi, þannig að allir
komust heim í jólafrí fyrir hátíðina.
Línubátar hafa róið þessa síðustu
daga milli jóla og nýjárs og hafa
aflað þokkalega.
HSH
--------»-•■♦ ♦------
■ Fimm hljómsveitir koma fram á
tónleikum sem haldnir verða í
skemmtistaðnum 1929 í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 30. desember, en
þær eru Skrokkabandið, Hún and-
ar, Tomstone, Amma Dýrunn og
Rotþróin. Aldurstakmark er 18 ár.
(Fréttatilkynning)
SLIPPSTÖÐIN og Vélsmiðjan Oddi sameinast í eitt fyrirtæki, Slipp-
stöðina Odda um áramót. Hafist verður handa við að flytja starf-
semi Odda yfir á athafnasvæði Slippstöðvarinnar eftir áramót, nema
hvað veiðarfæradeild verður áfram á sínum stað. Hafnarsjóður
Akureyrarbæjar hefur keypt hluta af fasteignum Odda við Strand-
götu, en hluti þeirra er óseldur.
„Við vonum að þetta muni verða
fyrirtækjunum til góðs og ætti að
vera það. Við reiknum með að halda
þeim verkefnum sem Oddi hefur
verið með og við það aukast hér
verkefni og eins náum við með
þessu umtalsverðum spamaði, til
dæmis hvað yfirstjórn varðar, skrif-
stofuhald verður sameiginlegt, hús-
næði og fleira,“ sagði Knútur Karls-
son formaður stjómar Slippstöðvar-
innar.
Sigurður Ringsted verður fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar
Odda, en starfseminni verður skipt
niður í þijú starfssvið. Torfi Guð-
mundsson sem var framkvæmda-
stjóri Vélsmiðjunnar Odda verður
yfír markaðs- og tæknisviði fyrir-
tækisins, Ólafur Óm Ólafsson verð-
ur yfir fjármálasviði og Brynjólfur
Tryggvason verður yfírverkstjóri
framleiðslusviðs.
Sameining þessara tveggja fyrir-
tækja er liður í endurskipulagningu
Slippstöðvarinnar, en á aðalfundi í
vor var ákveðið að auka hlutafé
stöðvarinnar um 100 milljónir
króna. Vélsmiðjan Oddi sem að
mestu er í eigu Kaupfélags Eyfírð-
inga kemur inn í Slippstöðina sem
ígildi hlutafjár. Þá leggja Akur-
eyrarbær og ríkissjóður fram nýtt
hlutafé til fyrirtækisins. Mikið tap
varð af rekstrinum á síðasta ári eða
upp á 237 milljónir króna, en þar
af var nam niðurskrift eigna 185
milljónum króna, sem einkum er
tilkomin vegna taps á smíði nýrra
skipa.
Hjá Vélsmiðjunni Odda hafa ver-
ið starfræktar þijár deildir, kæli-
deild, þjónustudeild og veiðarfæra-
deild. Flutningur tveggja þeirra
fyrmefndu hefst strax eftir áramót
er reiknaði Knútur með að því verki
ætti að vera lokið í kringum mán-
aðamótin febrúar og mars. Veiðar-
færadeild verður að svo stöddu ekki
flutt yfír á athafnasvæði slippsins,
en hún hefur verið starfrækt í öðru
húsnæði en hinar deildirnar tvær.
Hafnarsjóður Akureyrar hefur
keypt hluta af fasteignum Odda
fyrir um 15 milljónir króna, en hluti
þeirra er óseldur, þar á meðal
Gránufélagshúsið sem stendur við
Strandgötuna. Knútur sagði að von-
ast væri til að húseignir seldust,
það væri fyrirtækinu mikilvægt.
Verkefnastaða er þokkaleg og
hefur verið að undanförnu. „Við
höfum einhver verkefni við viðgerð-
ir eftir áramótin, en það er alltaf
erfítt í þessari grein að sjá langt
fram í tímann. Daufasti tíminn er
framundan, en við getum brúað
hann með vinnu við seinna Malaví-
skipið, sem verður afhent fullbúið
í maí á næsta ári,“ sagði Knútur.
FSA tekur við rekstri Kristnesspítala
Yfirmönnum sagt upp störfum
en aðrir fá uppsagnarbréf í dag
Þeir sem ekki fá endurráðningu sitja fyrir í störf á FSA
YFIRMÖNNUM Kristnesspítala var í gær sagt upp störfum og í
dag, miðvikudag fær annað starfsfólk spítalans afhent uppsagnar-
bréf. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tekur við rekstri Kristnespít-
ala um áramót, en þar verða áfram reknar tvær deildir, endurhæf-
ingardeild og öldrunardeild. Gert er ráð fyrir að það starfsfólk sem
ekki fær endurráðningu gangi fyrir í störf á FSA hafi þeir hug á því.
Þrír yfirmenn Kristnesspítala,
þeir sem ráðherra skipar fengu
uppsagnarbréf í gær, en þar er um
að ræða framkvæmdastjóra, hjúkr-
unarforstjóra og yfirlækni öldrun-
ardeildar. Setning yfírlæknis á end-
urhæfíngardeild rennur úr í janúar-
lok, en yfirmenn spítalans munu
'hætta störfum 31. janúar næstkom-
andi.
Aðrir starfsmenn Kristnesspítla,
þeir sem ráðnir hafa verið hjá
stjórnarnefnd ríkisspítala fá afhent
uppsagnarbréf í dag, en þeir er
sagt upp störfum með þriggja mán-
aða uppsagnarfresti. Þar er um að
ræða um 80 manns.
Skömmu fyrir jól varð að sam-
komulagi að íjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri taki við rekstri Krist-
nesspítala og fékk á fjárlögum
næsta árs til þess 100 milljónir
króna. „Kostnaðaráætlun okkar er
ívíð hærri en 100 milljónir, en það
verður verkefni sem við munum
glíma við á næsta ári að koma
rekstrinum fyrir innan ramma fjár-
laganna," sagði Ingi Björnsson
framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
FSA mun áfram starfrækja á
Kristnesspítala öldrunardeild og
endurhæfingardeild svo sem verið
hefur og sagði Ingi að gerðar hafí
verið áætlanir um reksturinn sem
strax yrði byijað að vinna eftir við
sameininguna, en samkvæmt áætl-
unum FSA er ráðgert að hafa áfram
svipaðan fjölda rúma á deildunum
á Kristnesi og var. Ýmis konar þjón-
usta verður sameinuð, eitt þvotta-
hús rekið í stað tveggja áður, við-
hald verður sameiginlegt og yfir-
stjórn verður á einum stað.
Það starfsfólk sem þörf verður
fyrir eftir breytingar og endur-
skipulagningu verður endurráðið,
en gert er ráð fyrir að þeir sem
ekki verða endurráðnir gangi að
öðru jöfnu fyrir í störf á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri hafi þeir
hug á því.
Messur
um áramót
Glerárkirkja: Dr. Guðmundur
Heiðar Frímannsson heim-
spekingur flytur hugvekju í aft-
ansöng kl. 18 á gamlársdag,
31. desember. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Jóhanns
Baldvinssonar. Á nýársdag
verður hátíðarmessa kl. 16.
Hlíð: Hátíðarguðsþjónusta
verður á Hlíð kl. 16 á gamlárs-
dag. Kór aldraðra syngur und-
ir stjórn Sigríðar Schiöth. Aft-
ansöngur verður í Akureyrar-
kirkju kl. 18. Kór Akureyrar-
kirkju syngur undir stjórn
Björns Steinars Sólbergsson-
ar. Michael Jón Clarke syngur
einsöng.
Akureyrarkirkja: Á nýársdag
verður hátíðarguðsþjónusta
kl. 14. Gordon Jack og Sveinn
Sigurbjörnsson leika á tromp-
et í messunni. Sunnudaginn
3. janúar verður guðsþjónusta
í Akureyrarkirkju kl. 14. Jón
Pálsson cand. theol predikar.
Fjórðungssjúkrahúsið: Guðs-
þjónusta verður á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri kl. 17
á nýársdag.'