Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
33
Á Hávarðsenda
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
„Howards End“. Sýnd í Háskóla-
bíói. Leikstjóri: James Ivory.
Framleiðandi: Ismail Merchant.
Handrit: Ruth Prawer Jhabvala
eftir samnefndri sögu E. M.
Forsters. Aðalhlutverk: Anthony
Hopkins, Vanessa Redgrave,
Emma Thompson, Helena Bon-
ham Carter, Samuel West, James
Wilby.
Þríeykið James Ivory, Ismail
Merchant og Ruth Prawer Jhabv-
ala, sem gert hafa ríkulega búnar,
bókmenntalegar myndir eftir
þekktum skáldsögum, hefur greini-
lega fundið sér sögur við sitt hæfi
í verkum breska rithöfundarins E.
M. Forsters. „Howards End“, ein
af jólamyndum Háskólabíós, er
þriðja myndin sem þau gera eftir
bókum hans og eins og fyrr hafa
þau safnað saman úrvalshópi leik-
ara til að fara með aðalhlutverkin.
Þau hafa gert mynd sem er sannar-
lega ólík því sem við eigum að
venjast hér í bíóunum dags dag-
lega, einstaka úttekt á ströngum
siðum, hefðum og stéttaskiptingu
gamla tímans og ástum og tví-
skinnungi í lífi bresku efri milli-
stéttarinnar um aldamótin síðustu.
Efnið er talsvert þyngra eða
sorglegra en t.d. í hinni fjaöur-
mögnuðu Herbergi með útsýni,
frægustu mynd þríeykisins sem
einnig er gerð eftir sögu Forsters,
en hinn lúmski húmor í persónulýs-
ingum sem einkenndi þá mynd er
þó ekki víðs fjarri. „Howards End“
er tæpar 140 mínútur að lengd og
mætti sjálfsagt stytta frásögnina
en það er bara erfítt að sjá hvar.
Leikstjórinn Ivory og handritshöf-
undurinn Jhabvala taka ekki þátt
í þeim leik að þóknast áhorfendum
heldur taka sér þann tíma sem þau
þurfa til að byggja upp frásögnina
og kynna persónur og viðkvæmt
sambandið á milli þeirra og fyrir
þá sem á annað borð njóta frábær-
lega velheppnaðrar bíóútgáfu af
bókmenntum fá ekkert betra. Það
skáka fáir þríeykinu, sérstaklega
þegar Forster er viðfangsefnið.
Myndin segir frá ríkum kaup-
sýslumanni, eiganda sveitaseturs-
ins „Howards End“, og fjölskyldu
hans, tveimur þýskættuðum systr-
um sem búa í London og þekkja
lítillega til fjölskyldunnar og loks
bláfátækum og ljóðelskum skrif-
stofumanni sem verður ástfanginn
af yngri systurinni en er kvæntur,
gegn vilja fjölskyldu sinnar, konu
með fortíð sem þykir er fyrir neðan
hans virðingu en hann telur sig
fráleitt geta snúið við baki sóma
síns vegna. Eldri systirin giftist
kaupsýslumanninum þegar kona
hans fellur frá, gegn vilja bam-
anna, og yngri systirin snýst líka
Fjöður í hatt þríeykisins; úr „Howards End“.
öndverð gegn ráðahagnum og
finnst nýi eiginmaðurinn hafa kom-
ið illa fram við skrifstofumanninn,
sem nú er skjólstæðingur hennar.
Hér er aðeins tæpt á mun flóknari
söguþræði sem Ivory dregur óend-
anlega fínlegri og ljóðrænni drátt-
um í smáatriðum og blæbrigðum
og ríkulega endurmótuðu andrúms-
lofti horfms tíma og gleymdra siða-
reglna. Hin viðkvæmu tilfinninga-
bönd og brothætta og stundum
hættulega ást verður í höndum
hans og Jhabvala og leikarahópsins
spennandi og hríf-
andi söguefni þar
sem sveitasetrið
Howards End verður
tákn fyrir mannúð og
friðsæld.
Emma Thompson
fer á kostum sem
eldri systirin, skopleg
þar sem hún er síma-
landi eins og af
taugaóstyrk en alltaf
skynsemin og mann-
gæskan uppmáluð. Hopkins geymir
annan og tilfinningaríkari mann
undir hörðum og ósveigjanlegum
skrápnum og tekst illa að fela það
þótt hann haldi fyrir andlitið.
Redgrave er gömul og vís og svolít-
ið útúr heiminum, Bonham Carter
er uppreisnarseggurinn, Samuel
West er frábær sem veiklynda
skrifstofublókin og James Wilby
er öfundsýkin og hugleysið upp-
málað.
Howards End er enn ein föðrin
í hatt Ivorys, Merchants og Jhabv-
ala.
Lækkaðu skattana þína og láttu hjól
atvinnulífsins vinna fýrir þig.
Með kaupum á hlutabréfum í almenningshlutafélögum geta einstaklingar lækkað
tekjuskattsstofn sinn um 94.357 kr. Endurgreiðsla á tekjuskatti er því um 37.500 kr.
Ef um hjón er að ræða eru tölurnar 188.714 og endurgreiðslan um 75.000 kr.
Viö hjá FJÁRFESTINGARFÉLAGINU SKANDIA höfum til sölu hlutabréf
ítraustum félögum, s.s.: EIMSKIP, FLUGLEIÐUM, SKEUUNGI,
OLÍS, GRANDA, SKAGSTRENDINGI, ÚTGERÐARFÉLAGIAKUREYRINGA
auk annarra félaga.
Upplýsingar um hlutabréf og hlutabréfamarkaöinn veita ráögjafar
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS SKANDIA í síma 619700 í Hafnarstræti,
689700 í Kringlunni og 96 -11100 á Akureyri.
Skandia
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
SKANDIA HF
WtÆkSÞAUGL YSINGAR
Blindrabókasafn íslands
er lokað til mánudagsins 11. janúar vegna
skipulagsbreytinga á bókakosti safnsins.
Sjálfboðaliðar óskast, sími 686935.
Við óskum lánþegum og öðrum velunnurum
gleðilegs árs.
Blindrabókasafn Islands.
*&$) Sjómarumfélag Reykjavíkur
Félagsfundur
Fundur með farmönnum í dag, miðvikudag-
inn 30. desember, kl. 14.00 á Lindargötu 9,
4. hæð.
Gestir fundarins verða Halldór Blöndal, sam-
gönguráðherra og Borgþór Kjærnested,
framkvæmdastjóri NTF.
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur.
Jólatrésskemmtun
Í100. skipti
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur
eitthundruðustu jólatrésskemmtunina fyrir
börn félagsmanna sunnudaginn 3. janúar nk.
kl. 15.00 í Perlunni, Öskjuhlíð.
Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr. 200,-
fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu
V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð.
Nánari upplýsingar í síma félagsins 687100.
Verzlunarmanna félag Reykja víkur.
ÖKUKENNSLA
Aukin ökuréttindi
Ökuskólinn í Mjódd, rekinn af Ökukennarafé-
lagi íslands, býður uppá námskeið til aukinna
ökuréttinda, þ.e. próf á vörubíl, rútubíl og
leigubíl, og hefjast þau um miðjan janúar.
Upplýsingar í síma 670300.
Verslunarhúsnæði
við Laugaveg
Óskum eftir að taka á leigu ca 150 fm versl-
unarhúsnæði við Laugaveg.
Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „L - 1304“, fyrir 6. janúar.
Atvinnuhúsnæði til leigu
Til leigu nýtt, glæsilegt 500 fm skrifstofuhús-
næði, stutt frá Hlemmi. Um er að ræða glæsi-
lega þakhæð með miklu útsýni.
Frábær staðsetning. Bílastæði úti og inni.
Nánari upplýsingar í símum 14174
og 985-21010.