Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
37
Anna Krisljáns-
dóttir - Minning
Fædd 7. apríl 1906
Dáin 21. desember 1992
Góð vinkona er fallin frá.
Anna Kristjánsdóttir frá Bjarkar-
lundi í Garðabæ er farin yfir móðuna
miklu og verður útför hennar í dag.
Hún hafði um tíma kennt sér las-
leika, er snögglega ágerðist, svo að
hún var flutt á sjúkrahús. Þar lá hún
helsjúk í rúma viku. Ég leit inn til
hennar, en lítið varð um samræður,
því að hún mókti að mestu og átti
erfítt um mál. Þó sagði hún greini-
lega, að sér liði ágætlega. Þau orð
lýstu henni vel. Það var ekki hennar
venja að kveina eða kvarta, þótt eitt-
hvað bjátaði á með heiisuna.
Ég kynntist Önnu fyrir tæpum
þrem áratugum. Ekki man ég hvern-
ig fyrstu kynnin voru, en hitt man
ég, að fljótt veitti ég því eftirtekt,
hve mikla göfgi og góðvild ásamt
reisn hún bar með sér.
Ekki leið á löngu, áður en ég sat
yfir kaffibolla hjá þeim Önnu og
Jóhanni Jónssyni manni hennar.
Ýmist var það í eldhúsinu eða stof-
unni, sem búin var mörgum góðum
bókum auk blóma og annars þess,
er Ijær heimili hlýju og notalegan
svip. Aður hafði hún komið á heim-
ili mitt í einhveijum erindum Guð-
spekifélagsins. Við vorum bæði í
félaginu og áttum samleið í andleg-
um málum, enda bar þau brátt á
góma, er litið var inn hvort hjá öðru.
Hugur Jóhanns hneigðist ekki í sömu
átt um andleg mál. En hann las
mikið um margvísleg efni og var
hafsjór af þjóðlegum fróðleik. Þótti
mér ég ævinlega hafa sótt mikið til
þeirra beggja, er heimsókn hjá þeim
lauk.
Jóhann andaðist árið 1981. Hon-
um kynntist kona mín ekki og Önnu
ekki að ráði fyrr en að honum látn-
um. Til Önnu þótti henni gott að
koma og féll hún sérlega vel í geð.
Ekki var verra, að^'við þijú vorum
öll á sömu línu í andlegum efnum,
en hvað sem því leið, sagðist kona
mín finna mikinn frið og ró í návist
hennar.
Við Anna störfuðum saman í all-
mörg ár í Flataskóla. Ég hafði kennt
þar í nokkur ár, er hún réðst þangað
í gangavörslu. Þar áttum við margar
ánægjulegar rabbstundir um lífið og
tilveruna. Anna var skyldurækin og
ákveðin, en svo hlý og móðurleg við
börnin, að sjaldan eða aldrei þurfti
hún að beita þau hörku. Hugur
þeirra til hennar kom líka berlega í
ljós, þegar Vilbergur Júlíusson þá-
verandi skólastjóri, skýrði frá því við
skólaslit eitt vorið, að Anna ætlaði
að hætta störfum vegna dvínandi
þreks og heilsu. Þá kváðu við undr-
unaróp og mótmæli frá bamahópn-
um.
Anna sagði mér frá því, hvemig
atvik, sem virtust tilviíjanir einar,
leiddu hana inn fyrir dyr á húsi
Guðspekifélagsins og síðan í félagið,
sem hún hafði ekki vitað nein deili
á. Þann atburð taldi hún hafa orðið
sér til mikillar gæfu. Skoðanir guð-
spekisinna á eðli lífsins með lögmál
orsaka og afleiðinga í fyrirrúmi.urðut
henni verðmæt viðbót við kenningar
meistarans frá Nasaret og raunar
fylling á þeim. Taldi hún skoðanir
þær og kenningar, sem hún kynntist
í félaginu, hafa gefið sér meiri og
betri skilning á öldpróti lífsins og
misjöfnum aðstæðum fólks.
Anna var mjög skyldurækin, eins
og fyrr segir. Til orðs og æðis var
hún sannkristin kona, sem mat
skyldurækni og heiðarleika meðal
mestu dyggða, auk góðvildar glað-
værðar og hjálpsemi við náungann.
Þeir munu líka orðnir margir, sem
á einhvern hátt nutu hjálparhandar
hennar, bæði í þjónustureglu Guð-
spekifélagsins og á öðrum vettvangi.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír
deyr aldregi
hyeim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Vinar er saknað. En minningin
um góða og vandaða konu lifir.
Mestur harmur er kveðinn að börn-
um Önnu og öðrum ástvinum og
aðstandendum. Við hjónin vottum
þeim öllum dýpstu samúð og biðjum
þann, sem öllu ræður, að styrkja þau
í sorginni.
Ari V. Ragnarsson.
Því hvað er að deyja annað en
standa nakinn í blænum og hverfa
inn í sólskinið?
(Kahlil Gibran.)
Það er skrítið að maður heldur
alltaf að þeir sem manni þykir vænst
um verði alltaf hjá okkur, verði eilíf-
ir og alltaf í kallfæri.
Nú kveð ég langömmusystur mína
sem ég kallaði alltaf ömmu eftir að
ég fór að venja komur mínar í Bjar-
karlundinn, til hennar og Guð-
brands. Alltaf kvaddi hún mig vel
og þakkaði mér vel fyrir komuna.
Núna síðast á St. Jósefsspítala þakk-
aði hún okkur Dalla fyrir að líta til
sín, ég hefði þá mikið frekar átt að
þakka henni betur fyrir allt sem hún
er búin að gefa mér, en ég gat ekk-
ert sagt.
Það er sárt að hugsa til þess að
geta ekki lengur skroppið í
Garðabæinn og fengið góð ráð hjá
ömmu sinni.
Aldrei fann maður fyrir kynslóða-
bilinu þó að nokkrir ættliðir væru á
milli okkar og alltaf gat maður ver-
ið viss um að hlustað væri af at-
hygli á hvað maður hafði að segja.
Hún var trúuð kona og hafði
ákveðnar skoðanir á trúmálum. Hún
sagði mér oft frá því að hún bæði
alltaf Guð um að vernda hana Ellu
sína í Vesturbænum á hveiju kvöldi,
þegar hún talaði til Himnaföðurins.
Það þótti mér vænt um.
Nú bið ég Guð um að taka á
móti ömmu og vona að við hittumst
aftur í næsta lífi og verðum jafn
góðar vinkonur og við vorum í þessu.
Elinóra.
Mér er ljúft að minnast hennar.
Kynni okkar skilja eftir sig góðar
minningar. Anna var höfðingi heim
að sækja. Það var yndislegt að heim-
sækja hana í litla húsið hennar, Bjar-
karlund, og síðan í nýju íbúðina
hennar hjá öldruðum í Garðabæ.
Anna var einstaklega hjartahlý
og glaðvær kona. Ég var búin að
þekkja hana frá því að ég var smá-
stelpa. Síðar reyndist hún minni fjöl-
skyldu vel. Anna var mikil hannyrða-
kona. Saumaði og pijónaði margar
fallegar flíkur. Það er erfitt að sætta
sig við að sjá hana aldrei aftur en
minningin um hressa, lífsglaða, góða
vinkonu mun alltaf lifa í hjarta mínu.
Nú þegar komið er að kveðjustund
biðjum við góðan Guð að blessa
minningu hennar og við sendum
aðstandendum hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Jóhanna og fjölskylda.
í dag kveðjum við með söknuði
sæmdarkonuna Önnu Kristjánsdótt-
ur. Anna í Bjarkarlundi eins og hún
var kölluð var myndarleg og hlý
kona. Á stundum sem þessari koma
fram í hugann margar góðar minn-
ingar. Ég var svo lánsöm að kynn-
ast þessari góðu konu þegar ég var
barn og hélst sú vinátta ætíð síðan.
Anna tók alltaf vel á móti mér
þótt hún hafi haft nóg að gera. Það
var alltaf tími fyrir spjall. Hennar
líf og yndi var að pijóna lopapeysur
sem hún gaf eða seldi. Það var unun
að sitja á skammeli fyrir framan
hana og horfa á hve hratt pijónarn-
ir gengu. Og fyrr en varði var kom-
in peysa. Kleinubaksturinn var líka
merkilegur, þá sat ég í tröppunni í
þvottahúsinu á meðan hún bakaði
og ég horfði löngunaraugum á hve
staflinn stækkaði fljótt. Alltaf fékk
ég mjólk og kleinur og Anna var
ekki að spara þær. Anna sá og heyrði
bara það sem var gott. Hún átti allt-
af til hrós og þakklæti handa manni
hversu lítilfjörlegt það var sem gert
var fyrir hana.
Anna var trúuð kona og það hef-
ur hjálpað henni að taka því sem
framundan var. Það var venja að
heimsækja Önnu á aðfangadag færa
henni vanilluhringi sem henni þóttu
svo góðir, þá var sest niður og mál-
in rædd og skipst á jólakveðjum.
En fyrir þessi jól var það ekki nema
í huganum. Því var mikill söknuður
hjá okkur ijölskyldunni. Eins og
yngri stelpan mín sagði: „Mamma
því þurfti Anna sem var svo góð að
deyja?“ Eitt er víst að dauðann flýr
enginn.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Nú þegar kveðjustundin er komin
þá þakka ég Önnu fyrir allar góðu
stundirnar. Börnum, tengdabörnum
og fjölskyldum þeirra sendi ég sam-
úðarkveðjur og bið góðan guð að
gefa þeim styrk á þessari sorgar-
stundu.
Kolbrún Sigmundsdóttir.
Ég vil þakka henni Önnu ömmu
fyrir allt sem hún hefur gefíð mér
um árin. Alltaf var gott að heim-
sækja hana í Silfurtúnið. Ég sótti
mikið í að vera hjá henni. Þar var
ætíð svo rólegt og alltaf gaf hún sér
tíma til að hlusta á mig og sýndi
áhuga á mínum hugðarefnum.
Hún amma var alltaf hress og
fylgdist vel með því sem var að ger-
ast í kringum hana. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
kom þeim á framfæri á sinn ljúfa
máta. Amma var af þeirri kynslóð
sem upplifað hefur miklar þjóðfé-
lagsbreytingar. Hún var ekki alveg
sátt við hið mikla Iífsgæðakapphlaup
sem væri alltaf að aukast. Amma
átti stutta æsku, ráðin sem vinnu-
kona í sveit aðeins 12 ára gömul.
Hún var ætíð að þjóna öðrum. Þótt
lífsbaráttan hafi oft verið erfið var
hún ekki bitur og reyndi að gera
gott úr því sem lífið bauð upp á.
Hún var mjög skilningsrík og í góðu
andlegu jafnvægi, sem gerði henni
auðvelt að gefa öðrum af kærleika
sínum. Amma kynntist mörgu ólíku
fólki og átti marga vini. Ef henni
fannst fólk gera góða hluti átti hún
til að hafa samband við það þótt hún
þekkti það ekkert. Þannig var hún.
„Ef fólk gerir gott á að láta það
vita,“ sagði hún.
Anna amma vann um tíma sem
gangavörður í Flataskóla. Þar eign-
aðist hún magra unga vini sem héldu
tryggð við hana alla tíð og heim-
sóttu hana oft. Amma var því aldrei
einmana í ellinni. Hún hafði gefið
mikið af sér alla tíð og mörgum
fannst gott að koma til hennar.
Amma var sátt við lífið og var
því tilbúin að fara þegar kallið kom.
Ég vil þakka ömmu fyrir allt sem
hún gaf mér og fjölskyldu minni og
ég veit að fyrir mér verður hún allt-
af lifandi í minningunni.
Ragnheiður Halldórsdóttir.
Anna tengdamóðir mín lést á St.
Jósefsspítalanum í Hafnarfirði þann
21. þessa mánaðar eftir stutta legu.
Hún var hress allt fram undir það
að hún fór á sjúkrahúsið, en vegna
gigtar sem þjáði hana vissi hún að
hún gæti ekki mikið lengur verið ein
og yrði þá öðrum háð og þyrfti aukna
umönnun, en hún gat ekki hugsað
sér að aðrir þyrftu að hafa fyrir
sér. Þess vegna var hún sátt við að
jarðvist sinni væri lokið nú þegar
hún veiktist og hún kveið ekki því
sem koma skyldi. Okkur hénnar
nánustu kom það meira á óvart en
henni að hún væri á förum, því eins
og oft vill víst verða á svona stund-
um þá fannst okkur að hún ætti og
myndi lifa mikið lengur.
Tengdamóður minni kynntist ég
fyrst árið 1949 og höfum við hjónin
alltaf haft mjög náið samband við
hana síðan og um tíma bjuggum við
á heimili tengdaforeldra minna.
Aldrei hefur fallið skuggi á samband
hennar við okkur hjónin og börnin
okkar.
Þegar ég nú kveð kæra tengda-
móður mína er mér efst í huga þakk-
læti fyrir allar samverustundirnar
sem við hjónin og öll okkar börn
áttum með henni auk alls hennar
hlýleika og vináttu sem við alla tíð
nutum. Samfylgd hennar var okkur
öllum til þroska.
Anna tengdamóðir mín var fædd
í Brúnavík en ólst upp á Jökulsá í
Borgarfirði eystri. Hún var yngst
þriggja dætra hjónanna Kristjáns
Kristjánssonar og Rósu Halldóru
Friðriksdóttur. Systur Önnu, Sara
og Sigurveig, eru báðar látnar fyrir
nokkrum árum. Kristján faðir Önnu
var ættaður úr Skagafirði en Rósa
Halldóra móðir hennar var sunnan
úr Höfnum.
Anna missti ung föður sinn og fór
skömmu eftir fermingu að heiman
og vann fyrir sér í vist á ýmsum
stöðum í Reykjavík, Eskifirði og
Fáskrúðsfirði.
Árið 1925 eignaðist Anna dóttur,
Guðríði Hallsteinsdóttur. Guðríður
ólst upp hjá föður sínum og föð-
urömmu. Ánna hafð alla tíð gott
samband við Guðríði dóttur sína svo
og börn hennar og þeirra börn.
Anna endaði sína lausamennsku
sem kaupakona í Brautarholti á
Kjalarnesi þar sem hún kynntist
Jóhanni Jónssyni sem hún giftist 30.
maí 1929. Jóhann var sonur Jóns
Eyjólfssonar og Ragnhildar Þórðar-
dóttur sem bjuggu á Háreksstöðum
í Norðurárdal, en nýfæddur fór Jó-
hann í fóstur til föðurbróður síns og
nafna, Jóhanns Eyjólfssonar, sem
bjó í Sveinatungu í sömu sveit og
ólst upp hjá honum og konu hans
Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Jóhann og Anna hófu búskap í
Eliiðakoti ofan við Lögberg en flytj-
ast til Reykjavíkur eftir skamman
búskap þar. Fram til ársins 1943
búa þau í Reykjavík iengst að Auðn-
um sem voru við Langholtsveginn í
innanverðu Kleppsholti. Frá Reykja-
vík flytjast þau suður í Garðahrepp
og urðu þar einir af frumbýlingunum
í þéttbýlinu sem byggðist á túnunum
frá Vífilsstaðavegi og norður að
Arnarneslæk. Lengst bjuggu þau í
húsi sem var kallað Bjarkarlundur,
eða frá 1953 til 1981, er Jóhann
lést. Anna býr þar áfram eftir lát
manns síns þar til fyrir rúmum
tveimur árum er hún flytur í Kirkju-
lund 6 sem er fjölbýlishús fyrir aldr-
aða þar sem hún bjó það sem eftir
var. Anna var oftast kennd við Bjar-
karlund.
Anna og Jóhann eignuðust fjögur
börn: Söru, Kristján, Helgu og Jóann
Inga. Þau lifa móður sína öll nema
Kristján, sem dó ungbarn.
Barnabörn Önnu eru 17, barna-
barnabörn 25 og eitt barnabarna-
barn og eitt barnabarnabarn er lát-
ið. Anna hafði gott samband við alla
sína afkomendur eftir því sem hún
hafði tök á og bar mikla umhyggju
fyrir þeim öllum.
Anna var mikil trúmanneskja og
starfaði mikið í Guðspekifélagi Ís-
lands. Hún var umburðarlynd í trú-
málum og sterkur þáttur í lífsvið-
horfi hennar var að nota krafta sína
til að styðja þá sem á einhvern hátt
höfðu orðið undir í lífinu og liðu
neyð.
Nú þegar Anna tengdamóðir mín
er gengin mun í huganum lifa minn-
ingin um sterka, heilsteypta og góða
konu. Megi trú hennar um aukinn
þroska rætast. Blessuð sé minning
hennar.
Sigurberg H. Elentínusson.
IÞROTTAFELAG HEYRNARLAUSRA
Stofnað 3. apríl 1979
Iþróttafélag heyrnarlausra óskar
öllutn landsmönnum gleðilegs nýs árs
og þakkar veittan stuðning.
Dregið var í Hausthappdrætti
íþróttafélags heyrnarlausra
þann 24. desember sl.
MMC Colt árg. 1993 frá Heklu kr. 935.000
33726
Vöruúttekt frá Smith og Norland kr. 200.000
2883 7048 32892 36039
Ferð með Samvinnuferðum kr. 120.000
22355
Tölvubúnaður frá Tæknivali kr. 100.000
9341 9613 35898
Vöruúttekt hjá Japis kr. 100.000
255 12334 13839 35715 35796
Ferðir með Samvinnuferðum kr. 80.000
2304 16582 29426
3837 17468 33554
Vöruúttekt hjá Radíóbúðinni kr. 20.000
5108 10293 18117 25119 31979
7236 17516 23676 30945 39951
Vöruúttekt hjá IKEA kr. 10.000
245 945 10308 19004 30564
607 6549 13904 29219 33348