Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 42

Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 rm——n—f7—i—!—7-n :—"t"}1 r —t—:—I—t?— félk f fréttum VIÐURKENNIN G Davíð Olafsson Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, óskar Steinunni Ólínu til hamingju með frammistöðuna. Þrjár íslenskar Elísur: Ragnheiður Steindórsdóttir (Leikfélag Akur- eyrar 1984), Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Þjóðleikhúsið 1992) og Vala Kristjánsdóttir (Þjóðleikhúsið 1962). LEIKHÚS Frumsýning á My Fair Lady Söngleikurinn My Fair Lady var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á 2. í jólum. Húsfyllir var á sýning- unni og var henni mjög vel tekið. Fyrsta uppfærsla á My Fair Lady hér á landi var í Þjóðleikhús- inu í mars 1962 og fór þá Vala Kristjánsdóttir með hlutverk Elísu Doolittle. Árið 1984 réðist Leikfé- lag Akureyrar í uppsetningu á söngleiknum og í hlutverki Elísu var Ragnheiður Steindórsdóttir. í uppfærslunni að þessu sinni fer Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með hlutverk Elísu og var henni óspart klappað lof í lófa í lok sýn- ingar. Eftir sýninguna var mikil um og öðrum aðstandendum til stemmning að tjaldabaki og kom hamingju. fjöldi áhorfenda til að óska leikur- fær portúgalska orðu Forseti Lýðveldisins Portúgal, Mario Soares, hefur sæmt Davíð Ólafsson, f.v. seðlabankastjóra, orð- unni „Order of Merit“ af gráðunni Grand Officer. Davíð hefur lengi átt sæti í fram- kvæmdanefnd EFTA-fjárfestingar- sjóðsins og lagt þar af mörkum ómetandi reynslu sína og þekkingu til þróunar í portúgölskum iðnaði. Ræðismaður Portúgals, Þór Þor- steins, afhenti Davíð orðuna á heitnili hans fyrir skömmu. Muddskóli Rafpis Geirdals NUDDNAM janúar 1993 - desember 1994 Mánudaginn 11. janúar nk. hefst nýtt nuddnám og skiptist það í eftirfarandi þrjá þætti: 1. Nuddkennsla kl. 9 - 16 virka daga frá 11. janúar til 7. apríl. Kenndar verða helstu aðferðir í almennu líkams- nuddi: Slökunarnudd, klassískt nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. Einnig verður kynning á svæðanuddi og síatsú. Áhersla er lögð á fræðslu um helstu vöðva líkamans. Einnig fræðsla um heilbrigði, bæði út frá hefðbundnum og óhefðbundnum sjónarmiðum. 500 kennslustundir. 2. Starfsþjálfun Sveigjanlegur þjálfunartími yfir tveggja ára tímabil. 500 klukkustundir. 3. Bókleg fög Öll kennsla í bóklegum fögum fer fram í fjölbrauta- skólum landsins og má taka áður, meðfram eða eftir nuddnám, en sé endanlega lokið fyrir 31. desember 1994: Líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 103, 203), líf- fræði (LÍF 103), heilbrigðisfræði (HBF 102, 203), líkamsbeiting (LIB 101), næringarfræði (NÆR 103), skyndihjálp (SKY 101). 494 kennslustundir. Námið er alls 1.494 stundir. Nemandi, sem stenst öll skilyrði skólans, útskrifast með viðurkenningu sem nuddfræðingur og hefur rétt til sjálfstæðra starfa. Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga. Upplýsingar og skráning í símum 676612/686612 Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík. En þessi sjóður hefur á undanförn- um árum stutt mikið af fjárfesting- arframkvæmdum Portúgala. Henry Higgins, Elísa Doolittle og Pickerton ofursti (Jóhann Sigurðar- son, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Helgi Skúlason) fagna því að langri og strangri æfingatörn er lokið og My Fair Lady er komin á svið. COSPER Gamlárskvöld UNCUNCfiEALL 16 ára/kl. 23-04 JET BLACK JOE KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI Diskótek Verð kr 2000.-. Forsala aðgöngumiða kl. 11-18. KAMELIÓNIÐ á Hótel íslandi, síml 687111 KVIKMYNDIR Krókodíla Dundee eignast erfingja Nú er undirbúningur að gerð þriðju kvikmyndarinnar um Krókodíla-Dundee í fullum gangi og verður aðalhlutverkið sem fyrr í höndum Ástralans Paul Hogan. Eiginkona hans, Linda Kozlovski, sem hefur leikið aðalkvenhlutverkið í báðum fyrri myndunum hefur hafnað stóru boði um að leika enn á ný, þannig að leit stendur yfir að leikkonu til að standa andspæn- is Hogan. Linda hefur sagt skilið við kvik- myndaleik um sinn, hún gengur með barn þeirra hjóna undir belti og hefur sagt að það gangi fyrir að koma því á legg. Vel megi at- huga málin síðar, er barnið sé orðið nokkurra ára gamalt. Þau Hogan- hjónin þénuðu vel á Krókodílamann- inum og hafa reist sér risastórt ein- býlishús á Gullströndinni í Ástralíu. Linda segir það alltaf hafa verið draum sinn að standa úti á verönd á stóru einbýli, sínu eigin einbýli, á eignarjörð, og skima til hafs þar sem það gjálfrar við gullna strönd. Sér fínnist ótrúlegt að draumar af því taginu geti ræst. Hogan-hjónin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.