Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 44

Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Gáfur þínar njóta sín í vinn- unni. Þú gætir tekið til hendi við að ljúka uppsöfnuðum verkefnum. Forðastu ágreining. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhver ágreiningur gæti komið upp varðandi fjármál- in, en dagurinn annars góð- ur. Vinafundir veita þér ánægju. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú finnur hjá þér hvatningu til að ná árangri í lífinu. Láttu til skarar skriða og hlýddu ráðum þeirra sem til þekkja. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hig Sumir eru þegar farnir að fagna áramótunum og eru í hátíðarskapi í dag. Aðrir eru með hugann við væntanleg ferðaiög. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú gætir verið með áhyggjur vegna eyðslusemi unglings. Heimavinna heillar þig. Þú þarfnast hvíldar í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. septemterí <jíe£ Þótt eitthvað fari ekki eins og þú vildir, ættir þú ekki að láta það á þig fá. Þetta verður góður dagur í hópi ástvina. (23. sept. - 22. október) Þú ert á framabraut í vinn- unni og vonir þínar glæðast. Taktu frumkvæðið og stefndu að því að ná settu marki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Skemmtanalífið á hug þinn allan í dag og þig langar að njóta lífsins. Gakktu frá ferðaáætlunum og njóttu kvöldsins með ástvini. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Það er nóg að gera á heimil- inu eftir jólin. Reyndu að sýna ættingja umburðar- lyndi. Bjóddu vinum heim í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Það er í nógu að snúast í dag og þú hefur gaman af að blanda geði við aðra. Þú nýtur þín í samvistum við vini og félaga. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú vinnur að nýju verkefni og finnur leið til að auka tekjumar. Svarið sem þú leitar að finnst þegar á dag- inn líður. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hugsar meira um skemmtanalífið en vinnuna í dag og átt frumkvæðið að því að skipuleggja sam- kvæmi í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI I/'tvr. Úr FyR/R /}£>TZ>m svt/ Ísá rtrroR. ay&TAE>OG. í —7 LJOSKA FERDINAND SMAFOLK cÚmui fáfiondymij CCfumJk H&tt tf\SL UJMAT PID 6RANPMA 61VE ME FOR CURISTMAS? UUMI04 6RANDMA? ANV 6RANPMAÍJ Kæra amma, þakka þér Hvaðgafammaméríjóla- Hvor amman? fyrir. gjöf? Hvaða amma sem er! BRIPS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Önnur jólaþrautin. Suður gef- ur; allir á hættu. Vestur Norður ♦ 54 ¥ Á8752 ♦ KD765 ♦ Á Austur ♦ Á98 ...... ♦DG10762 VG63 ¥KD9 ♦ 982 ♦ 103 ♦ G843 ♦ 102 Suður ♦ K3 ¥104 ♦ ÁG4 ♦ KD9765 Vestur Norður Austur Suður Belladonna Avarelli - - - 1 tígull * Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Allir pass * Kerfið er sterkt lauf, svo opn- un á tígli getur verið byggð á lauflit. Útspil: hjartaþristur. Avarelli stakk upp hjartaás í fyrsta slag og austur lét níuna. Slemman er bersýnilega heldur hörð, vinnst varla nema trompið sé 3-2 og laufið 3-3. Og þó. Avarelli kom auga á einn örlítinn aukamöguleika og tók hann með í reikninginn. Eftir að hafa tekið á laufás- inn, lét hann nægja að spila trompinu tvisvar, spilaði tígul- kóng og tígli á ás. Lagði síðan niður laufhjónin og henti spöðum úr borði. Vandvirknin skilaði sér þegar í ljós kom að austur gat ekki trompað. Avarelli spilaði nú hjartatíu. Austur átti slaginn og spilaði spaða. Avarelli trompaði í borði, fríspilaði hjartað með trompun, fór inn á blindan með því að stinga spaða og lagði niður tígul- drottningu. Síðustu tvo slagina fékk hann á fríhjörtu. Vissulega var Avarelli hepp- inn með leguna í hjartalitnum. Ekki einasta lá liturinn 3-3, heldur varð austur að taka hjartaslaginn og því gat vörnin ekki trompað út til að koma í veg íýrir fríspilun litarins. Og við skulum ekki gagnrýna austur of mikið fyrir að Iáta ekki hjartakónginn undir ásinn í fyrsta slag. Hann gat tæplega séð fyrir þá stöðu sem uop kom. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á mótinu í Baden Baden í Þýskalandi um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Johns Van der Wiel (2.545), Hollandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Klaus Bischoff (2.510), Þýskalandi. Svartur lék síðast 28. — Kf6-e5 og virðist hafa náð að króa hvíta hrókinn á d6 inni. Hvíti riddarinn á heldur ekki aftur- kvæmt eftir 29. Rxc7? — Kxd6. Hollendingurinn hafði undirbúið öflugt svar við þessu: 29. Hxd7! og svartur gafst upp, því 29. — Hxd7 er auðvitað svarað með 30. f4+ — Kxd6, 31. e5 mát. Anatólí Karpov sigraði með yfirburðum á A flokknum. Van der Wiel sigraði hins vegar í B flokki ásamt þeim Ribli, Ungveijalandi, og Brunner, Sviss. Þeir hlutu allir 6'A v. af 11 mögulegum og er óvenjulegt að svo lágt vinningshlutfall nægi til sigurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.