Morgunblaðið - 30.12.1992, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBElt 1992
„þá. þob, O-M i logi. Ffmmtán. eírntf/itís
3 7- mtnútar. "
Ast er...
Með
morgunkaffinu
... að kjósa hana „Konu
ársins“.
TM Reg. U.S Pal Ofl.—all righls reserved
• 1992 Los Angeles Times Syndicale
Það er minni vinna nú en
áður þegar báðir gengu úr
hárum...
HOGNI HREKKVISI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Afnám aðstöðugjaldsins
Frá Guðbirni Jónssyni:
MIKIÐ er um það rætt og ritað,
um þessar mundir, að fyrirhugað
afnám aðstöðugjaldsins muni
verða verulegt innlegg í uppbygg-
ingu atvinnulífsins hjá okkur á
árinu 1993. Nokkuð finnst mér
vanta á röksemdafærslu í þessu
sambandi, einkanlega með tilliti
til þess að í sömu umræðu er þess
getið að allir helstu atvinnuvegir
þjóðarinnar séu reknir með bull-
andi tapi og langvarandi rekstrar-
erfiðleikar atvinnulífsins hafa
hlaðið upp miklum vanskilum þess
af fjárskuldbindingum hjá lána-
stofnunum. Ég tel það nokkuð
fjærri raunveruleikanum að ætla
það, að hámark 1,3% lækkun
rekstrarkostnaðar geri mikið
meira á næstu 1 til 2 árum en
grynnka nokkuð á skuldahalanum
hjá fyrirtækjum. Hugsanlega gæti
afnám aðstöðugjaldsins farið að
skila sér í uppbyggingu atvinnu-
lífsins á árinu 1995.
Það er sorglegt að horfa á að
ríkisstjórnin skuli ekkert gera til
þess að auka gjaldeyristekjur þjóð-
arinnar, en eyði allri sinni starfs-
orku í að rústa það velferðarkerfi
sem marga áratugi hefur tekið að
byggja upp. Það gefur augaleið,
að það, að nýta ekki betur þær
fjárfestingar sem fyrir eru í land-
inu, til þess að framleiða verðmæt-
ari afurðir úr afrakstri fiskimiða
okkar, er fyrst og fremst pólitísk
ákvörðun um að halda þessu sam-
félagi okkar á stigi hráefnisöflun-
ar, fyrir hin ýmsu úrvinnslustig
annarra þjóða. EES-samningurinn
mun litlu breyta í þeim málum,
þar sem engar tollaniðurfellingar
eru á fullunnum sjávarafurðum,
einungis af hráefni, þ.e. fiski, til
frekari úrvinnslu erlendis Það hef-
ur sýnt sig, hjá þeim sem reynt
hafa, að það er fyllilega raunhæft
að framleiða fullunnar gæðavörur
úr afrakstri fískimiða okkar og
með þeim hætti auka verulega
gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Það
eru jú auknar gjaldeyristekjur sem
okkur vantar, tíl þess að standa
undir rekstrarkostnaði samfélags-
ins. Fjöldi annarra tækifæra eru
við bæjardyrnar hjá okkur, ef við
aðeins tökum ákvörðun um að
nýta okkur þá möguleika, og
skapa fjármögnunar- og rekstrar-
grundvöll til þess, með markviss-
um og yfírveguðum aðgerðum af
hálfu stjórnvalda.
Ef við víkjum nú aðeins að upp-
runa þessa ástands í þjóðfélaginu,
verðum við að horfast í augum við
það að við höfum á sl. 12 árum
framkallað verðmætalausa kostn-
aðaruppsöfnun í samfélaginu, upp
á u.þ.b. 1283%.
Þessi veltuaukning samfélags-
ins, umfram það sem rauntekjur
gátu borið, er að koma niður á
okkur núna, þegar verðbólgu-
skrúfan er hætt að fela þessa vit-
lausu efnahagsstjórnun á verð-
bólguárunum. Af þessum ástæð-
um eru heimilin yfírsett af skuld-
um og atvinnulífíð með óraunhæf-
ar fjárfestingar miðað við eðlileg-
an rekstrar- eða viðhaldsmátt frá
rauntekjum þjóðarinnar. Þessi
óraunhæfa veltuaukning leiðir af
sér of hátt hlutfall teknanna í
greiðslu fjármagnskostnaðar,
þannig að lánastofnanir okkar eru
að mestu orðnar milliliðir fyrir
vaxtagreiðslur til erlendra fjár-
magnseigenda. Hlutfall innlends
fjármagns hefur farið ört minnk-
andi í veltu lánastofnana okkar á
undanförnum árum, á sama tíma
og endurlánun á erlendu fjármagni
hefur aukist hættulega mikið.
Á sama tíma og þetta er að
gerast er hringrás fjárstreymis
rofín í fjölmörgum byggðarlögum
víðsvegar um landið, með því að
auka ijárfestingar í fískiskipum
sem flaka fiskinn úti á sjó, og
senda hann beint á erlendan mark-
að. Þetta hefur dregið verulega
úr getu sjávarútvegsins til þess
að uppfylla þá skyldu sína, að við-
halda hringrás fjárstreymis í
byggðarlögunum. Samhliða hefur
aukist verulega það hlutfall verð-
mætis úr auðlindum þjóðarinnar,
sem fer beint úr landi, í formi
vaxta og afborgana af þessum
fjárfestingum, án þess að koma
nokkurs staðar við sögu í veltu-
þætti þjóðfélagsins, þar sem þessi
fískiskip selja afurðir sínar beint
í erlendri mynt, og þau greiða síð-
an aftur vexti af stórum hluta
lánsfjár síns einnig í erlendri mynt.
Það er næsta furðulegt að hag-
fræðingar skuli ekki vera löngu
farnir að vara við þessari óheilla-
þróun. Ég hef reglulega varað við
þessu ferli í greinaskrifum mínum
undanfarin ár, en því miður án
þess að mark væri tekið á því.
Nú verður ekki undan vikist, stað-
reyndirnar tala sínu máli.
Ég sagði áðan að óraunhæf
veltuaukning samfélagins hefði
verið 1283% á sl. 12 árum. Eftir-
stöðvar þessarar vitleysu situr eft-
ir í þjóðlífi okkar, sem yfirskuld-
sett heimili og atvinnulíf. Hreint
innlent fjármagn í lánastofnunum
okkar er einnig í miklu lágmarki,
að þær eru ófærar um að fjár-
magna uppbyggingu atvinnulífs-
ins. Vandi okkar er því mikill. Við
leysum hann ekki með því að færa
skuldabyrði á milli aðila sem þegar
eru ofhlaðnir skuldum fyrir. Ef
atvinnulífið getur ekki borið sinn
hluta leiðréttingarinnar, er vart
við því að búast að heimilin geti
bætt þeirra hlut á sig. Það verður
því að finna aðra Ieið til raunhæfr-
ar lausnar. Ég hef áður bent á
þá leið í skrifum mínum, og mun
fara yfír það í öðru bréfí, sem ég
skrifa fljótlega.
GUÐBJÖRN JÓNSSON
Hverfísgötu 100 b, Reykjavík
Víkverji skrifar
Vinur Víkveija hafði orð á því í
vikunni að alltof fáir virtust
kunna textann „Nú árið er liðið...“
eða aðeins fyrstu línurnar. Vildi
hann því koma þeirri áskorun á
framfæri við Ríkissjónvarpið að það
birti texta ljóðsins á skjánum um
leið og það er sungið um áramótin.
Margir vildu taka undir og á þennan
hátt væri fólki gert auðveldara fyr-
ir. Víkverji gerir þessa áskorun að
Oft ber á því í umræðum um
Evrópumál, jafnt hér á landi
sem annars staðar, að menn telja
Evrópubandalagið reka gífurlegt
skrifræðisveldi í Brussel, sem hafi
það eitt að markmiði að gera al-
menningi lífið leitt með reglugerða-
fargani. Eru til óteljandi þjóðsögur
um þetta mikla bákn, sem ekkert
mannlegt virðist vera óviðkomandi,
og er „Brussel" blótsyrði í flestum
aðildarríkjum EB. Breska tímaritið
Economist gerir í nýjasta hefti sínu
úttekt á þessu „bákni“ og mörgum
þeim goðsögnum sem umlykja það.
Niðurstaðan er á margan hátt at-
hyglisverð. Skrifstofuveldið I Brussel
er sagt vera frekar lítið miðað við
embættismannakerfi aðildarríkj-
anna og líklega eitt það opnasta og
aðgengilegasta í heimi. Þannig vinna
til að mynda einungis um 800 emb-
ættismenn að landbúnaðarmálum á
vegum framkvæmdastjórnar EB
(sem er nokkurs konar ríkisstjórn
bandalagsins) en 30 þúsund í Frakk-
landi og samtals 150 þúsund í aðild-
arríkjunum tólf.
Þá eru rakin frægustu dæmin um
„glæpi“ framkvæmdastjórnar-
innar gagnvart íbúum aðildarríkj-
anna. Franska ostamálið vakti mikla
athygli fyrr á árinu en það blossaði
upp I kjölfar þess að settar voru
reglur um leyfilegt bakteríumagn í
ostum. Hefðu þær að óbreyttu þýtt
að ostar, sem unnir voru úr ógeril-
sneyddri mjólk, yrðu bannaðir.
Franskir ostaunnendur risu upp til
handa og fóta og mikil herferð fór
í gang. Jafnvel Karl Bretaprins varði
frönsku ostana í ræðu í marsmán-
uði. Framkvæmdastjórnin virðist
annað hvort hafa gleymt ógeril-
sneyddu ostunum eða þá ætlað sér
að útbúa sérstakar reglur um þá.
Sú varð líka raunin og niðurstaðan
sú að Frakkar fengu mun víðfeðm-
ari markað fyrir ostana sína þar sem
slakað var á reglum um bakteríu-
magn í t.d. Danmörku. Samt taldi
einn franskur embættismaður að
ostamálið hefði legið að baki fjórum
atkvæðum af hverjum fimm gegn
Maastricht-samkomulaginu I þjóðar-
atkvæðagreiðslunni í september.
Danir áttu svo aðild að nýlegri
uppákomu. Utanríkisráðherra
þeirra, Uffe Ellemann Jensen, veif-
aði epli fyrir framan sjónvarps-
myndavélarnar á leiðtogafundi EB í
Birmingham í október og sakaði
framkvæmdastjórnina um að vilja
banna sölu á litlu sætu dönsku epl-
unum. Þetta vakti mikla reiði meðal
embættismanna þar sem engar regl-
ur eru yfír höfuð til um sölu á epl-
um. Epli eru hins vegar af einhverj-
um ástæðum niðurgreidd innan
bandalagsins en til að setja það ekki
algerlega á hausinn eru til reglur
sem takmarka rétt eplabænda til
niðurgreiðslna.
Oteljandi önnur dæmi eru til, s.s.
varðandi ítalskt pasta, þýskan bjór
og breskar snakkflögur, þar sem
framkvæmdastjórnin hefur verið
borin röngum sökum. Segir Econom-
ist það í flestum tilvikum vera ríkis-
stjórnir aðildarríkjanna sem vilji fá
einhveijar undanþágur sér til handa,
oftast til að koma í veg fyrir utanað-
komandi samkeppni, eða að þær
setji reglurnar sem svo mjög fara í
taugarnar á fólki.