Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
51
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Patrekur Jóhannesson kemst lítið áfram gegn LePetit og félögum í franska landsliðinu. Ef ti! vil dæmigerð mynd
frá leiknum því íslensku Ieikmennimir máttu sín lítils gegn Frökkum. ^
Kemur ekki á óvarl
- sagði Þorbergur Aðalsteinsson
ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, var mjög ánægður
með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu í gærkvöldi, en sagði að
við ofurefli hefði verið að etja. Frakkar væru einfaldlega sterkari
á öllum sviðum og yrðu örugglega á toppnum í HM í Svíþjóð, „en
leikirnir sýna að við erum stutt á veg komnir í undirbúningnum."
Hann sagðist hafa lagt áherslu á
góða vörn og agaðan sókn-
arleik, sem hefði tekist fyrir hlé.
„Það er gott að gera
Eftir 13 mörk, en okkur
Steinþór tókst ekki að fylgja
Guðbjartsson þessu eftir. Við
hleyptum Frökkunum alltof fljótt
inní leikinn, þeir gerðu þijú mörk á
skömmum tíma í byijun seinni hálf-
leiks og voru okkur erfiðir, en mis-
tökin hjá okkur voru líka dýrkeypt."
Þú hældir Gústafi Bjamasyni eftir
mótið í Danmörku en hann lék nán-
ast ekkert gegn Frökkum.
„Við ákváðum að skipta á tveimur
mönnum í vöm og sókn og hann
hefði verið þriðji maðurinn. En Júlíus
fékk snemma tvo brottrekstra og við
það varð ekki ráðið.“
Dagur Sigurðsson fékk litið að
spila?
„Hann er nýkominn inní hópinn
og ég vildi ekki leggja á hann að
stjóma spilinu. Hins vegar er Patrek-
ur góður í því hlutverki gegn svona
liði og er fljótur að nýta sér svæði,
sem skapast, þegar menn koma vel
út á móti.“
Hvað með markvörsluna?
„Hún var mjög góð í fyrstu tveim-
ur leikjunum, en ekki núna.“
Þú sagðir eftir mótið í Danmörku
á dögunum að eftir Frakkaleikina
lægi fyrir hvar íslenska liðið stæði.
Kemur staða þess þér á óvart?
„Nei. Við vitum að við þurfum
meiri samæfingu, fjóra til fimm daga
fyrir svona leiki. Vegna þess hvað
þétt hefur verið leikið hjá félagsliðun-
um hefur ekki gefist tími fyrir landsl-
iðið, en ég vona að við fáum þijá
daga fyrir mótið í Noregi uppúr miðj-
um janúar."
Langt í land
ætli landsliðið sér gott sæti á HM
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik á langt í land ef það
ætlar að standa sig í heims-
meistarakeppninni sem hefst í
Svíþjóð eftir rúma tvo mánuði.
í gær tapaði liðið með sex
mörkum fyrir Frökkum, 22:28,
og átti í raun aldrei möguleika
gegn sterku frönsku liði í síð-
ari hálfleik.
Frakkarnir voru betri á öllum
sviðum. Markverðimir vörðu
betur, homamennimir voru spræk-
ari, skytturnar
SmUnoaT beittari, vamarleik-
Sveinsson urinn sterkari og
skrifar mun léttara yfir
sóknarleiknum. Það
má því teljast gott að hafa haldið
jöfnu til leikhlés.
íslendingar bytjuðu þó betur’
komust í 4:1. Síðan var jafnt á flest-
um tölum fram í leikhlé en þá hafði
báðum liðum tekist að gera 13
mörk. í síðari hálfleik seig fljótlega
á ógæfuhliðina hja'heimamönnum.
Gestimir náðu undirtökunum og
tókst meira að segja að halda í við
okkar menn þó þeir væru tveimur
leikmönnum færri um tíma. Ekkert
gekk hjá okkur og eftir ellefu mín-
útna leik hafði liðinu aðeins tekist
að gera tvö mörk.
Frakkamir virtust í mun betra
líkamlegu ástandi og höfðu kraft
til að leika sterkan varnarleik og
agaðan sóknarleik. Allir virðast
geta skorað hvar sem er og í gær
yoru ellefu leikmenn sem skoruðu.
íslenska liðið virtist ekki hafa kraft
til að leika fijálsan sóknarleik og
sterka vörn þar sem átökin eru
mikil, svo jaðrar stundum við slags-
mál. Júlíus hefur þó þennan kraft
og sýndi það í gær.
Landsliðsþjálfarinn virðist enn
vara að leita að leikstjórnanda. í
gær lék Patrekur á miðjunni en
Gunnar Gunnarsson hefur leikið þar
í undanförnum leikjum. Auk þeirra
hafa Guðjón Ámason úr FH leikið
þessa stöðu, Dagur Sigurðsson úr
Val er í hópnum og fékk að reyna
sig í nokkrar mínútur í gær og Sig-
urður Bjamason hefur einnig próf-
að þessa stöðu í landsliðinu. Fimm
leikmenn, en trúlega verða aðeins
tveir með í för til Svíþjóðar.
Þorbergur Aðalsteinsson á mikið
verk fyrir höndum til að koma lið-
inu saman fyrir HM og ef leika á
þennan fijáls sóknarleik þá þurfa
leikmenn að komast í betra form.
Sem betur fer hefur árangur ís-
lenska landsliðsins fyrir stórmót oft
verið upp og ofan þó svo liðið hafi
síðan staðið sig ágætlega þegar á
hólminn er komið. Við skulum vona
að leikirnir við Frakka sýni aðeins
sannleiksgildi máltækisins: Fall er
fararheill.
ísland - Frakkland
22:28
Laugardalshöll, vináttulandsleikur í handknattleik, þriðjudaginn 29. desember 1992.
Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 4:4, 6:6, 8:8, 10:8, 10:10, 12:12, 13:13, 13:15, 14:15,
14:18, ,15:19, 17:20, 17:23, 19:25, 22:28.
Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 6/4, Júlíus Jónasson 4, Valdimar Grimsson 4,
Geir Sveinsson 3, Konráð Olavson 2, Patrekur Jóhannesson 2, Gústaf Bjömsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 6/1, Sigmar Þröstur Óskarsson 3 (þaraf 2
til mótheija).
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Frakklands: Gardent 5, Munier 4, Stoecklin 4, Volle 3/1, Wiltberger 3/2,
Pascal 2, Monthure! 2, Quintin 2, LePetit 1, Anquetil 1, Julia 1.
Varin skot: Thiebaut 8 (þaraf eitt til mótheija), Martini 5/1 (þaraf eitt til mótheija).
Utan vallar: 10 mínútur.
Áhorfendur: 747.
Dómaran Hans og Jiirgen Thomas. Dæmdu þokkalega en leyfðu svolítið mikið.
Landsliðið sigraði
Landslið kvenna hefur þegar
tryggt sér sigur í jólamótinu
sem fram hefur farið undanfama
daga. Mótinu lýkur í kvöld í Ás-
garði i Garðabæ. Selfoss og Víking-
ur leika kl. 19.30 en KR og Stjam-
an kl. 20.45. Síðan verður verð-
launaafhending til sigurvegara og
bestu einstaklinga.
í gær sigraði KR Víkingsstúlkur
19:15 og Landsliðið vann Stjömuna
28:22 og tryggði sér þar með sigur
í mótinu.
59% nýting
fyrirhlé
I iðin vom með 59% sóknamýt-
™*ingu í fyrri hálfleik, en eftir hlé
skildu leiðir; íslendingar náðu tæp-
lega 43% nýtingu í seinni hálfleik
en Frakkar liðlega 71% nýtingu.
Árangur einstakra leikmanna ís-
lenska liðsins í tölum var á þá leið
að Sigurður gerði 6/4 mörk í 9/4
tilraunum, fiskaði vítakast, átti tvær
línusendingar, sem gáfu mörk og
missti boltann tvisvar.
Valdimar gerði fjögur mörk úr
sjö tilraunum. Júlíus skoraði úr
þremur af fimm skotum eins og
Geir, en fiskaði tvö víti og átti tvær
línusendingar, sem skorað var úr.
Geir fiskaði eitt víti. Konráð skoraði
tvö úr þremur tilraunum og fiskaði
víti. Patrekur var með 50% nýtingu
og missti boltann tvisvar eins og
Gunnar, sem var með 100% nýt-
ingu, en það var Gústaf einnig.
Magnús skaut einu sinni og skoraði
ekki, en Dagur missti boltann einu
sinni.
íslendingar gerðu sjö mörk fyrir
utan en Frakkar 11. Línumörkin
voru 4:4, vítin 4:3, hraðaupphlaupin
2:6, mörk úr hornum 4:4 og Sigurð-
ur Sveinsson gerði eina mark leiks-
ins með gegnumbroti.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Guðni með Spurs
og stal senunni
GuAnl Bergsson
GUÐNI Bergsson vakti athygli
ensku dagblaðanna í gær og
hefur ekki fyrr fengið eins
..mikla umfjöllun. Hann lék
tvær sfðustu mínúturnar með
Spurs, sem vann Nottingham
Forest 2:1, en leikur hans var
ekki á allra orði heldur „villtur
stríðsdans á hliðarlínunni við
Stuart Pearce, fyrirliða Forest
og enska landsliðsins rétt
áður en ég kom inná,“ eins
og Guðni orðaði það við
Morgunblaðið í gær. Atvikinu
voru gerð góð skil f máli og
myndum.
Tildrög málsins voru þau að
Mabbutt gerði ánnað mark
Spurs flórum mínútum fyrir leiks-
lok. Skömmu sfðar barst boltinn
út fyrir hliðarlfnu, „nánast upp í
fangið á mér, þar sem ég var að
hita upp,“ sagði Guðni. „Pearce
ætlaði að taka innkastið strax, en
ég var ekkert á því að láta hann
fá boltann umsvifalaust, tafði að-
eins á minn íslenska hæga hátt
og það kunni hann ekki að meta.
Hann ýtti við mér og ég hrasaði,
en í hita leiksins rauk ég til baka
og fór fram fyrir hann.“
Ensku blöðin sögðu að þú hefð-
ir skallað hann og tekið um háls
hans?
„Nei, það er ekki rétt. Hins
vegar setti ég andlitið upp að hans
svo nefin nánast snertust, gnísti
tönnum og horfði grimmdaraug-
um á hann, var mjög vondur.
Enda skiljanlegt eftir framkomu
hans, en dómarinn og h'nuvörður
skárust í leikinn og menn af
bekknum stukku til og héldu mér,
en ekki stóð til að láta hnefana
tala.“
Hafði þessi uppákoma einhvem
eftirmála?
„Nei. Hins vegar finnst Bretum
gaman af svona og eftir leikinn
vildu blaðamenn gera mikið úr
framkomu fyrirliða enska lands-
liðsins, sem var ekki réttlætanleg.
Svona getur alltaf gerst og hann
sagði að þetta hefði ekki verið
neitt. En eftir á að hyggja get ég
ekki annað en brosað. Oll gremja
sfðustu mánuði rauk út í veður
og vind í þessu skemmtilega atviki
og ég er allt annar maður eftir.“