Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
Fiskvinnslustöðvar
Vaxtahækk-
un þvert á
gefin loforð
SAMTÖK fiskvinnslustöðva mót-
mæla þeim vaxtahækkunum um
áramótin og skora á banka að
endurskoða þær nú þegar að því
er fram kemur í fréttatilkynningu
sem samtökin hafa sent frá sér.
Hækkun innlendra vaxta um hvert
prósentustig leiði til 350 millj.
heildarhækkunar á fjármagns-
kostnaði á íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum á ári.
Segja samtökin þessar vaxta-
hækkanir ganga þvert á gefin loforð
bankastofnana og stjómvalda við
gerð síðustu kjarasamninga um að-
gerðir þeirra til lækkunar raunvaxta.
„Þessar vaxtahækkanir munu
leiða til aukins vaxtamunar innlána
og útlána hjá bankastofnunum.
Greinilegt er að útboð á spariskírtein-
um ríkissjóðs og ríkisvíxlum frá síð-
asta hausti hafa misheppnast og leitt
til vaxtahækkunar í stað vaxtalækk-
unar sem þeim var ætlað,“ segir í
fréttatilkynningunni. Þá er bent á
að verði ekkert að gert nú þegar
muni vaxtahækkanir banka án efa
kynda undir verðbólgu og leiða til
hækkunar dráttarvaxta frá 1. febr-
úar næstkomandi.
*
Utför Ingvars Vilhjálmssonar
Morgunblaðið/RAX
ÚTFÖR Ingvars Vilhjálmssonar var gerð frá Dóm-
kirkjunni í gær. Frumflutt var verk sem Atli Heim-
ir Sveinsson tónskáld samdi í minningu Ingvars við
sálminn Lærdómstími ævin er, eftir Helga Hálfdán-
arson. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng í útför-
inni, Gunnar Kvaran lék á selló, Laufey Sigurðardótt-
ir á fíðlu og Marteinn H. Friðriksson á orgel. Þá
söng Karlakórinn Fóstbræður en séra Guðmundur
Óskar Ólafsson og séra Frank M. Halldórsson önnuð-
ust athöfnina. Myndin er tekin eftir útförina en kist-
una bera Jón H. Bergs, Sveinbjöm Dagfínnsson,
Hjalti Geir Kristjánsson, Kristján Ragnarsson, Hörð-
ur Sigurgestsson, Garðar Halldórsson, Benedikt
Sveinsson og Indriði Pálsson.
Fjármálaráðuneytið um lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts
Eingöngu þörf á 7% hækk-
un á verði landbúnaðarvara
SÉRFRÆÐINGAR fjármálaráðuneytisins telja að lækkun
endurgreiðslna vegna virðisaukaskatts á nautgripakjöti,
kjúklingum, eggjum og hrossakjöti leiði til mun minni verð-
hækkunar á þessum búvörutegundum en talsmenn þessara
búgreina hafa talið þörf á. Samkvæmt útreikningum á áhrif-
um þessara breytinga sem gerðar voru í fjármálaráðuneytinu
í gær munu þær geta leitt til um 6% hækkunar á verði eggja,
6,5% hækkunar á kjúklingum og svínakjöti og um 10% hækk-
unar á verði nautakjöts eða um 7% verðhækkunar að meðal-
tali.
komist að niðurstöðu á grundvelli
búvörulaganna. Fjármálaráðuneytið
hefur komist að annarri niðurstöðu.
Við höfum hvorki forsendur né er
það okkar hlutverk að reikna út
hækkanir," sagði hann en hann
kvaðst fagna því mjög ef hækkanirn-
ar yrðu minni én boðað hafí verið.
Þorfinnur
fær Gylli
Flateyrarhreppur hefur form-
lega neytt forkaupsréttar síns á
togaranum Gylli og endurselt
Þorfinni hf. skipið. Það verður
afhent í dag og segir Þorleifur
Pálsson stjórnarformaður Þor-
finns að afla úr fyrsta túr verði
landað á Isafirði á næstu dögum.
Flateyrarhreppur á 30% í Þorfinni
og íshúsfélag Isfírðinga 70% en fé-
lagið var stofnað rétt fyrir áramót.
Samið hafði verið um sölu á Gylli
austur á firði eftir að ísfirðingar
kváðust ekki hafa hug á togaranum
síðasta haust. Kaupin nú má að sögn
Þorleifs rekja til breyttra áforma um
Ishúsfélagið. Það á að gera að al-
menningshlutafélagi og nauðsynlegt
að styrkja hráefnisöflun þess. Stefnt
sé að því að mestöllum afla Gyllis
verði landað á fsafirði til vinnslu hjá
íshúsfélaginu. Áhöfnin af Flateyri
verði að mestu óbreytt. „Við von-
umst til að með Gylli hverfí atvinnu-
leysi á ísafirði," segir Þorleifur.
Hann segir menn horfa til jarð-
ganga varðandi möguleika Flateyr-
inga til vinnu við vinnsluna. Til að
byija með komi Gyllir fyrst og fremst
ísfirðingum til góða. Gyllir fari út á
næstunni og landi líklega í_ byrjun
næstu eða þarnæstu viku á ísafirði.
--------» ♦ ♦--
Aðeins 6%
þorskaflans
óunninutan
ÚTFLUTNINGUR á óunnum fiski
fjögurra helztu nytjategundanna,
þorski, ýsu, ufsa og karfa, til Bret-
lands og Þýzkalands varð í fyrra
minni en nokkru sinni síðustu 6
árin, eða 56.600 tonn.
Þetta er samdráttur upp á tæp
15.000 tonn frá árinu áður eða um
21%. Verulegur samdráttur hefur
orðið í sölu þorsks, ýsu og ufsa en
karfasalan stendur nánast í stað.
Sjá nánar í Úr verinu bls. B1
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að ef
þessir útreikningar ráðuneytisins
séu réttir verði tafarlaust að draga
hluta verðhækkananna til baka og
samtökin hljóti að krefjast skýringa
á þessum mun. Þetta veki spurning-
ar um hvort ekki sé hægt að treysta
útreikningum í miðstýrðu verðlagn-
ingarkerfi landbúnaðarvara.
Talsmenn búgreinafélaganna
hafa talið þörf á nær 12% verðhækk-
un að meðaltali á þessum matvörum
eða frá 10-15%.
Að sögn Bolla Þórs Bollasonar,
skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt-
inu, voru útreikningar ráðuneytsins
sendir til forsætisráðherra í gær.
Þeir byggðust á sömu forsendum og
landbúnaðarráðuneytið hefði reikn-
að út í haust vegna breytinganna.
Aðspurður hvort hann teldi eðlilegt
að verðhækkanir kæmu allar strax
fram sagði Bolli að gera mætti ráð
fyrir að niðurfelling aðstöðugjalds
myndi vega að einhveiju leyti upp á
móti þessum hækkunum.
Á blaðamannafundi sem bú-
greinafélögin boðuðu til á mánudag
kom fram að samkvæmt þeirra út-
reikningum hækkar verð á nauta-
kjöti þegar um 14% en hinar grein-
arnar taka hækkun á sig að hluta til
í fyrstu og því hækkar verð á kjúkl-
ingum fyrst um sinn um 9,6% og
egg um 5% en ákvörðun um hækkun
svínakjöts hefur ekki verið tekin.
„Hið undarlegasta mál“
Jóhannes Gunnarsson segir þetta
hið undarlegasta mál. „Opinber
nefnd verðleggur nautakjöt og hefur
Reykjavíkurprófastsdæmi kaþólsku kirkjunnar á íslandi
Fyrstu úrskurðir um
ógildingu hjónabanda
Reykjavíkurbiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar á íslandi hef-
ur nú í fyrsta sinn tekið á móti beiðnum um ógildingu hjóna-
banda og hafa þegar verið kveðnir upp fjórir úrskurðir fyrir
biskupsdæmið. Málsmeðferð ógildingarmála er talsvert flókin
og þarf að skjóta málinu til hjúskapardómstólsins í Osló og
því næst til hjúskapardómstóls erkibiskupsdæmisins í Westm-
inster til endurskoðunar. Þetta kemur fram í grein eftir AI-
freð Jolson, biskup kaþólskra á Islandi í 4. hefti Merki kross-
ins 1992 sem gefið er út af kaþólsku kirkjunni á íslandi.
í grein sinni bendir Alfreð Jol- að umrætt hjónaband hafi frá
son á að ógilding hjónabands feli
í sér yfirlýsingu sem gefin er um
í dag
Dómkirkjun
Fyrsti vígsluþegi við kirkjuna í 83
ár 5
Kristján Jóhannsson____________
„Þetta tók mikið á og ég var mjög
hrærður“ 18
ýz=wmm§m
Útflutningur á ísudutn físki mÆlAa'
minnkaði um 21% milli ára
ST—T~i
Winston ChurchiU
Flýtti hann hruni Breska heims-
veldisins? 20
Úr verinu
Leiðari
Vígvæðingarkapphlaupinu lokið 22
► 20% samdráttur í ísfisksöl-
unni - Veiðar á síld í flottroll
- Þróun stærðar fiskiskipaflot-
ans - Tillaga um hvalveiðar
næsla sumar -
Myndasögur
► Stafarugl - Völundarhús -
Strikaspil - Pflukast - Músabox.
upphafi verið ógilt. Höfuðatriði
þess að hjónaband sé gilt sé að
báðir aðilar hafi gengið í það af
fijálsum vilja og sé ljóst að hjóna-
bandið sé ævilangt og óijúfanlegt.
Ýmis atriði geta þó leitt til þess
að hjónaband sé lýst ógilt, s.s.
vanþroski, kynhvörf svo og hvaða
frávik frá eðlilegu kynferðislífi
sem er, áfengissýki, lyfjafíkn og
stjórnleysi í kynlífi. Þrýstingur og
nauðung geta einnig dregið úr
frelsi karls eða konu til að ganga
í gilt hjónaband og skortur á full-
nægjandi þekkingu vegna andlegs
vanþroska eða geðbilunar. Sama
á við ef aðrir aðilar hafa beitt
þrýstingi til að koma fólki í hjóna-
band. Auk þess geta lagalegir eða
kirkjuréttarlegir meinbugir gert
hjónaband ógilt að því er fram
kemur í greininni.
Rannsókn á hjónabandinu
Þegar leitað er eftir ógildingu
hjónabands innan kaþólsku kirkj-
unnar er sérfróður maður fenginn
til að kanna hvort ástæða virðist
til umsóknarinnar og hefst rann-
sókn á því hvemig að upphafi
hjónabands var staðið. Ef svo
reynist vera er farið nánar út í
málið, og spurningar lagðar fram
til þess að afla upplýsinga um
hvort fyrir hendi séu sannanir sem
heimili ógildingu. Málinu er síðan
skotið til hjúskapardómstólsins í
Osló sem kveður upp dóm. Fallist
hann á ógildingu er úrskurðurinn
sendur til hjúskapardómstóls erk-
ibiskupsdæmisins í Westminster
til endurskoðunar sem sendir úr-
skurð sinn síðan aftur til Oslóar.
Einnig kemur fram í greininni
að talsverður kostnaður fylgi mál-
um af þessu tagi og að í fyrstu
fjórum úrskurðunum í Reykja-
víkurbiskupsdæmi hafi kostnaður
numið 20 þúsund krónum á hvert
mál. Alfreð Jolson segir að ráð-
gert sé að koma hjúskapardóm-
stóli á laggirnar í Reykjavík.
„Kaþólska kirkjan hefur ekki
breytt afstöðu sinni varðandi
hjónabandið. Menn fá ekki að
ganga í annað hjónaband nema
hún hafi lýst því yfir að hjónaband
annars hvors aðilans eða beggja
hafi verið ógilt frá upphafi og til
þess að hægt sé að lýsa því yfir
þarf sannanir sem oft er erfitt að
afla,“ segir Alfreð Jolson biskup
að lokum í grein sinni.