Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 7

Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 7
I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 7 Brotístinn í leiffuíbúð Sophiu Hansen í Istanbúl Fjórmenningar, tveir karlar og tvær konur, brutust inn í leiguíbúð Sophiu Hansen í út- hverfí Istanbúl í Tyrklandi rétt fyrir áramót. Líkur benda til að fólkið hafí dvalið í íbúðinni á fjórða sólarhring, frá 27. fram á 30. desember, en ekki er enn ljóst hvort einhveiju hafi verið stolið þaðan. Innbrotið varð uppvíst þegar hús- vörður í fjölbýlishúsinu hafði sam- band við kunningja Sophiu, sem gætir íbúðarinnar, og sagði að hann hefði orðið var við mannaferðir í íbúðinni. Hann sagðist hafa spurt fólkið hvort það hefði leyfi til að vera í íbúðinni og hefði það fullyrt að leyfi hefði fengist hjá Sophiu. Þegar fólkið var hins vegar spurt hvort það hefði leyfi frá gæslu- manni íbúðarinnar neitaði það því. Eftir að húsvörðurinn hafði haft samband við gæslumanninn fór sá síðarnefndi í íbúðina en þá hafði fólkið haft sig á brott. Hins vegar var ljóst að það hafði dvalið í íbúð- inni, sofið og notað eldunartæki og bar aðkoman vott um afar slæma umgengni. Ekki er fullljóst hvort einhveiju hefur verið stolið úr íbúð- inni en rannsókn málsins er í hönd- um tyrknesku lögreglunnar. Ekki er vitað hvort innbrotið tengist for- ræðismáli Sophiu, sem mjög hefur verið í fréttum ytra. ----»----- Læknisþjónusta Afsláttar- kortístað fríkorta FRÍKORT vegna læknisþjónustu voru lögð niður um áramótin og ekki er ljóst hvernig nýtt fyrir- komulag verður. Jón Sæmundur Siguijónsson í heilbrigðisráðu- neytinu segir að afsláttarkort verði tekin upp í staðinn og þar sem fólk þurfi talsvert margar heimsóknir til læknis áður en kort fáist sé ennþá svigrúm til að kveða á um þau. Eftir gömlu reglunum þurftu þeir ekki að borga meira sem farið höfðu yfir 12.000 krónur í greiðsl- um til sérfræðinga og heilsugæslu- lækna á síðasta ári. Þá dugði að framvísa fríkorti sem fengust í Tryggingastofnun. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega var línan dregin við 3.000 krónur. Jón Sæmundur segir að væntanlega verði mörkin svipuð, en í stað algerrar niðurfell- ingar gjalda borgi hið opinbera hluta af þeim 1.500 krónum sem heimsókn til læknis kostar. Hann býst við að reglur um afsláttarkort- in verði tilbúnar fyrir næstu helgi. ----» » ♦ - 5 slasast í 2 árekstrum Þrír bílar skullu saman á mótum Miklubrautar og Réttarholtsvegar um kl. 11.30 á mánudag. Farþegi og ökumaður úr einum bílanna voru fluttir á slysadeild, en meiðsii þeirra munu minni háttar. Þá varð árekst- ur tveggja bíla á mótum Stjörnu- grófar og Seljalands kl. 14.20. Öku- maður og tveir farþegar úr öðrum bílnum voru fluttir á slysadeild, en eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Morgunblaðið/Knstinn Annirí bönkunum Það var nóg að gera hjá banka- starfsmönnum í gær, - enda fyrsti dagurinn á nýju ári, sem opið var. Sá dagur er einn mesti annadagur ársins í bönk- unum. í Landsbankanum, þar sem myndin var tekin, náði biðröðin að gjaldkerastúkunum út að dyrum. Sumir voru eflaust að ná í launin sín, sem hafa kannski farið jafnharðan til að greiða jólareikningana, en aðrir hafa ef til vill viljað kanna, hvaða vextir lögðust á innstæður þeirra um áramótin. ÓDÝRAR SAS-FERDIR FRÁ KAUPMANNAHÖFN TIL 19 EVRÓPUBORGA. TILBOÐ TIL 15. JANÚAR SAS býður ferðir frá Kaupmannahöfn á tilboðsverði sem gildir til og með 15. janúar. Tilboðið giidir á ferðum til 19 borga í Evrópu og er síðasti heimkomudagur 31. mars. Frá Kaupmannahöfn 9.060 kt:* Hamborg, Hannover, Frankfurt, Diisseldorf, Stuttgart, Munchen, Berlin. 12.490 kr. Aþena, Róm, Feneyjar, Milano, Alicante, Malaga, Barcelona, Madrid, Lissabon, Nice, París, Brussel. Reykjavík Kaupmannahöfn Helgarfargjöld 26.940 kr. ** Hámarksdvöl 4 nætur, lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags. Bókun er fram að brottför. Lukkufargjöld 30.160 kr. ** Hámarksdvöl 1 mánuður, lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags. Bókun 7-14 dögum fyrir brottför. Sérstakt tilboð er til eftirfarandi borga ef ekki er stoppað í Kaupmannahöfn: Frankfurt 38.150 kr., Hamborg 36.900 kr., París 33.720 kr. * Verð miðað við gengi. 1 DKR er 10,23 ISK. Ef stoppað er í Kaupmannahöfn bætist danskur flugvallarskattur 670 kr. við verðið. * * íslenskur flugvallarskattur 1.310 kr. er ekki innifalinn. S4S Laugavegi 172, sími 622211 S8mi/ifínuíepilpLaiiilsj/ii Austurstræti 12, sími 691010 Söludeild Hótel Sögu, sími 692277

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.