Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 11

Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1993 11 í fótspor„Reistra makka“ Bækur Valdimar Kristinsson Hjalti Jón Sveinsson: í farar- broddi - Hestamenn af lífi og sál, viðtalsbók. Útlit: Gísli 6. Björnsson. Prentun: G. Ben. prentstofa. Útgefandi: Skjald- borg, 255 blaðsíður. Fyrir nokkrum árum kom út bóka- flokkurinn „Með reistan makka“ þar sem birt voru viðtöl við kunna hesta- menn þar sem sagt var frá frægum eða góðum hestum eða einhverju minnisstæðu eða undraverðu úr heimi hestamennskunnar, skráð af Guðrún Anna Tómasdóttir Píanó- tónleikar _____Tónlist___ Jón Ásgeirsson Guðrún Anna Tómasdóttir hélt sína fyrstu tónleika í Listasafni Is- lands, sl. mánudag og lék vek eftir Haydn, Faure, Scijabín, J.S. Bach og Schumann. Guðrún Anna hefur stundað nám í Hollandi og nýlega lokið þar píanókennaraprófi. Tónleikarnir hófust á sónötu í E dúr eftir Haydn og er hún merkt H XVI:13. í Groves er hún flokkuð meðal verka sem eru eignuð Haydn og var hann ekki sjálfur (1808) viss um þetta verk, sem ýmist er nefnd partita eða divertimento. Hvort sem verkið er eftir Haydn eða Playel, er það skemmtilegt og leikandi og var sérlega fallega flutt af Guðrúnu Önnu. Noktúman op. 33 nr. 1 eftir Faure er nokkuð óvenjuleg fyrir franska músík og var á sínum tíma talin frumleg tónsmíð. Guðrún lék verkið á sannfærandi máta en helst á of skýran, þar sem meiri dulúð hefði víða mátt ráða ferðinni. Sjö prelúdíur eftir Scijabín, sex úr op. 11 og ein úr op. 16, voru mjög vel ieiknar. í þessum stuttu verkum leikur Scrjabín sér með snjalla tækni sína og á milli horfir hann inn í fegurð hljómanna, eins t.d. í op. 16 nr. 4. og op. 11. nr. 9, sem er hrein tónperla. í hægferðugu prelúdíunum var leikur Guðrúnar Ónnu mjög fallegur en þrátt fyrir að þær hraðari væru vel útfærðar vantaði hana „eldingahraðann", t.d. í þá síðustu, op. 11 nr. 14. B-dúr partítan (BWV 825) nr. 1 eftir J.S. Bach var glæsilega flutt en gigue-kaflinn er sérkennilegur, eins konar „solfeggio" og var frábær- lega vel útfærður. Lokaverkið var áttunda novellettan í op. 21 eftir Schumann. Þetta er mjög „innspírer- að“ verk, t.d. sá frægi millikafli sem ber yfírskriftina „raddir úr fjarska", en niðurlagið er sérlega þróttmikið og í heild býður verkið upp á mikla margbreytni í túlkun, sem Guðrún Anna útfærði mjög vel. Guðrún Anna Tómasdóttir er efni- legur píanóleikari og lék hún öll við- fangsefnin af öryggi og var leikur hennar í partítunni eftir Bach mjög góður, en þó sérstaklega eftirminni- legur í novellettunni eftir Schumann. Erlingi Davíðssyni. Nú fetar Hjalti Jón Sveinsson fyrrum ritstjóri Eið- faxa í fótspor Erlings og birtir viðtöl við tíu nafnkunna hestamenn, átta karlmenn og tvær konur í bók. Rekja viðmælendumir í grófum dráttum þann hluta lífshlaups síns sem að hestunum og hestamennskunni lýt- ur. Rætt er við Þorkel Bjamason á Laugarvatni, Ingimar Bjarnason á Jaðri, Einar E. Gíslason á Skörðu- gili, Jón M. Guðmundsson á Reykj- um, Skúla Kristjónsson í Svigna- skarði, Einar Höskuldsson á Mos- felli, Ólöfu Guðbrandsdóttur í Nýjabæ, Jón Bergsson á Ketilsstöð- um, Ingimar Sveinsson á Hvanneyri og Kolbrúnu Kristjánsdóttur í Rauðuvík. Ýmislegt hefur á daga þessa fólks drifið í viðskiptum þess við hestinn og hefur þar af leiðandi frá miklu að segja. Stíll Hjalta Jóns er látlaus, einfald- ur og rennur yfirleitt þægilega í gegnum viðtölin og oft á tíðum nær hann athygli manns allri en sjálfsagt ræðst það af áhugasviði hvers les- anda. Þarna kemur ýmislegt fram hjá þessu þekkta fólki sem almenn- ingur vissi ekki og er bæði fróðlegt og skemmtilegt eins og til dæmis samskipti Þorkels Bjarnasonar við hestinn á sínum yngri árum svo eitt- hvað sé nefnt. Hjalti ritar inngang með hveiju viðtali en gefur síðan viðmælendunum orðið án frekari inn- skota, í flestum tilfellum. Setja má spumingamerki við þessa aðferð eða framsetningu efnisins. Hugsanlega hefði bókin verið skemmtilegri ef skrásetjarinn hefði kryddað viðtölin með innskotum þar sem komið hefðu fram skoðanir annarra eða skýringar á ýmsu sem fjallað er um eða jafn- vel eitthvað frá eigin bijósti skráse: tjarans. Þá hefði hugsanlega hafa mátt hafa viðmælendurnar færri en fara þess í stað ítarlegra í ýmis áhugaverð mál eða atvik. Aðeins ber á því að hratt sé farið yfir sögu á stöku stað og rétt tæpt á hlutum. Hefur maður á tilfinningunni að vað- ið sé úr einu i annað. Millifyrirsagn- ir létta mjög útlit bókarinnar og lest- urinn sömuleiðis sérstaklega ef grip- ið er niður í bókina hér og þar. Gísli B. Björnsson sá um útlit bókarinnar og fer hann ekki venju fremur troðnar slóðir. Brýtur hann nokkuð upp hið hefðbundna form, er til dæmis með sum viðtölin í tví- dálk og fyrirsagnir settar inn á miðj- ar síður og felldar inn í textann. All nokkuð er af myndum í bókinni yfir- leitt tengdar umræðuefninu. Eins og eðlilegt má telja eru þetta ekki allt úrvals góðar myndir enda margar þeirra gamlar og teknar við misjafn- ar aðstæður. Margar hveijar eru stórskemmtilegar og ómissandi eigi að síður. Gott jafnvægi er á milli texta og myndafjölda það er að segja að bókin er ekki ofhlaðin myndum, en sjá má dæmi um slíkt í hestabók- um sem gefnar hafa verið út síðustu árin. í fararbroddi er hvort tveggja í senn fróðleg og skemmtilgg bók auk Hjalti Jón Sveinsson þess að vera um leið söfnun og varð- veisla á ýmsum góðum heimildum um það fólk sem rætt er við. Eðli málsins samkvæmt býður þetta form upp á framhaldsútgáfu svo lengi sem athyglisverðir og skemmtilegir hestamenn koma fram á sjónarsvið- ið. Er það undir skrásetjara og útgef- anda komið hvort framhald verður á en mest veltur það þó á kaupendun- um. Ég gæti vel hugsað mér að fá aðra slíka bók um næstu jól en þá fyndist mér skrásetjari mætti leggja ögn meiri vinnu í textann í þá átt er ofan var getið. Vera kann að í þessum efnum sé um smekksatriði að ræða. Nokkrar meinlegar og óþarfar villur hafa sláeðst inn í bæði mynda- og megintexta og hefði mátt koma í veg fyrir slíkt með því að láta kunnuga lesa yfir handrit. Gámastöðvar - Breyttir tímar Breytingar hafa veriö geröar á opnunartíma gámastööva sem hér segir: Opið í vetur frá kl. 13.oo-20.oo LOKAÐ verður á stórhátíðum og eftirtalda daga: ÁNANAUSTUM mánudaga GARÐABÆ mánudaga MOSFELLSBÆ mánudaga og fimmtudaga JAFNASELI þriðjudaga GYLFAFLÖT miðvikudaga KÓPAVOGI miðvikudaga SÆVA RHÖFÐA fimmtudaga Sumartími: 15. apríl-30.september kl.13-22 Reglum um losun fyrirtækjaúrgangs á gámastöðvum hefur einnig verið breytt og verða þær nánar kynntar á næstunni. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.