Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 19

Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1993 19 Efnt til Árs aldraðra í Evrópu ’93 Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in WHO, Evrópuráðið og margvís- leg samtök aldraðra hafa ákveðið að helga árið 1993 málefnum aldr- aðra í Evrópu. Hér á landi felst meginmarkmið átaksins í að kynna kjör og stöðu aldraðra, bæði fyrir þeim sjálfum og öðrum þjóðfélagshópum, efna til menn- ingar- og listviðburða með þátt- töku aldraðra og skipuleggja sam- komur, skemmtiferðir og gagn- kvæmar heimsóknir aldraðra inn- anlands og til og frá Norðurlönd- unum. Efnt verður til fjölþjóða- ráðstefnu í Kaupmannahöfn 1.-3. mars um viðhorf til aldraðra. Á kynningarfundi vegna Árs aldr- aðra í Evrópu kom fram að mikið hefði áunnist í mál- efnum aldraðra frá Ári aldraðra 1982. Víða væri þó sár skortur og rík þörf á að efna til um- ræðu um viðhorf til aldraðra og spurn- fERv*LóDpRuA,Ð9R9* ingar tengdar því. Meðal þeirra eru spurningar eins og þessar: Hveijir eru möguleikar eldra fólks til þátttöku í stjórnmálum?, Hvers virði eru aldraðir á vinnumark- aðinum?, Eru eldri konur annars flokks borgarar?, Hvernig brúum við kynslóðabilið á 21. öldinni? Sr. Sigurður H. Guðmundsson, formaður ellimálasambands Norður- landanna (NORSAM), sagði að ýmis- legt væri á döfinni á vegum samtak- anna í tilefni ársins. Mætti þar nefna gerð myndefnis um stöðu og hagi aldraðra á Norðurlöndunum, mynd- listarsýningar á verkum eldri borg- ara, ráðstefnu leikhópa aldraðra í Danmörku, ferðaiög og kvikmynda- hátíð hér á landi. Á hátíðinni er ætlunin að sýna kvikmyndir um og eftir aldraða. Þess má geta að stefnt er að því að efna til dags aldraðra í sjónvarpi og útvarpi hér á landi á árinu. Þess má geta að í tilefni árs aldr- aðra ætlar fræðslunefnd Öldrunar- ráðs íslands að leggja áherslu á svo- kölluð „mýkri mál“ á ráðstefnu sín- um á árinu. Á fyrstu ráðstefnunni í Rúgbrauðsgerðinni 22. janúar verður t.a.m. fjallað um hamingjna og verða Óttar Guðmundsson, læknir, og Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akur- eyri, meðal annarra með innlegg. Háskólinn veitir viðurkenningu fyrir merkt starf að dýrasöfnun Safn íslensks sjómanns er uppistaða fjölda fræðigreina Þrotlaust starf þakkað Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, afhendir Jóni Bogasyni viðurkenningarskjal og ritsafnið íslenska sjávarhætti fyrir þrotlaust starf hans að söfnun lindýra við ísland. „LINDÝRIN virka kannski fyrst leiðinleg og ljót, en þegar maður skoðar þau betur þá eru þau afar skemmtileg og falleg eins og allt annað í náttúrunni," sagði Jón Bogason, sjómað- ur, sem Háskóli Islands heiðraði í gær fyrir þrot- laust starf að söfnun lin- dýra við Island. í máli Sveinbjörns Björnssonar, háskólarektors, kom fram að fjöldi fræðimanna, ís- lenskir sem erlendir, hefur notað upplýsingar frá Jóni sem undirstöðu fræði- greina um lindýr. I ávarpi háskólarektors við afhendingu viðurkenningar til Jóns Bogasonar í gær kom fram, að Jón er sá íslendingur, sem hefur verið einna atkvæðamestur við söfnun dýra. Jón hefur safn- að fjölda tegunda, _sem ekki höfðu áður fundist við ísland, svo sem þanglúsum, krabbaflóm, burstaormstegund, skrápdýrum, auk allra þeirra lindýra, sem hann hefur fundið og getið er í fræðigreinum. Sveinbjörn nefndi þar sérstaklega greinar Svíans Anders Warén, en tvær þeirrra eru afrakstur heimsóknar War- éns hingað til lands og er safn Jóns Bogasonar meginuppistaða greinanna. „Fundur einnar teg- undar er einstakur og er líkleg- ast merkasti fundur Jóns,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta er fundur teg- undarinnar Micropilina minuta. Tegundin er af lindýraflokknum Monoplacophora, sem var talinn útdauður fyrir um 350 milljónum ára, fram til þess tíma að tegund- in Neopilina galathea fannst í danska Galathea-leiðangrinum 1950-1952. Síðan þá hafa 11 tegundir fundist, en Jón fann tólftu tegundina, Micropillina minuta, á rúmlega 700 _ metra dýpi vestan og suðaustan íslands og er þetta nyrsti fundur Monoplacophora hingað til og fjórða tegundin sem 'finnst í Norður-Atlantshafi.“ Sveinbjörn Björnsson benti á að í greinum Anders Waréns væri að finna viðurkenningu á starfi. Jóns, sem fælist í því að Warén hefði nefnt áður óþekkta ættkvísl og dýrategund í höfuðið á Jóni, snigil, sem lifir á 100 til 200 metra dýpi norðan og norð- austan Islands, af ættinni Diap- hanidae. Tegundin heitir nú Bogasonia volutoides. Áhuginn kviknaði í Flatey Jón Bogason sagði í stuttu samtali við Morgunblaðið, að áhugi hans á dýrum hefði kvikn- að þegar hann var drengur í Flatey á Breiðafirði, en þar fæddist hann hinn 9. apríl árið 1923. „Ég safnaði nú litlu þá, en fylgdist með dýralífinu í fjör- unni,“ sagði hann. „Þá fylgdist ég einnig vel með þegar ég var á sjónum, en ég var sjómaður í fjölda ára. Söfnunin byijaði hins vegar ekki af alvöru fyrr en ég hóf störf hjá Hafrannsóknar- stofnun árið 1972. Ég var á skip- um Hafrannsóknarstofnunar og hélt alltaf þeim sið að taka sýni úr sjónum allt í kringum landið. Nú hef ég um 1.500 tegundir á skrá og hef útbúið kort sem sýn- ir útbreiðslu þeirra.“ Jón sagði að safnið væri að mestu á Náttúrugripasafni Kópavogs. „Ég á mér ekki neina uppáhaldstegund, enda er erfitt að gera upp á milli dýranna. Þau virðast kannski ljót og leiðinleg í fyrstu, en þegar maður fer að skoða þau þá eru þau skemmti- leg og falleg, eins og allt í náttúr- unni,“ sagði hann. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Frá afhendingu 1. bindis ritverksins um sögu Akraness. F.v. Indriði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Prentverks Akraness, Jón Böðvarsson, söguritari, Steinunn Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Akra- ness, forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Gísli Gíslason, bæjarstjóri og formaður ritnefndar. Fjölbreyttu afmælishaldi Akraneskaupstaðar lokið Akrnnpsi. FORMLEGU afmælishaldi í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælis á Akranesi lauk nú á síðustu dögum liðins árs og hafði að vonum margt á daga heimamanna drifið, enda afmælishátíð fjölbreytt og vel til hennar vandað. Hápunktur hátíðarhaldanna var heim- sókn forseta Islands til Akraness 3.-4. júlí sl., en sú heimsókn þótti takast sérlega vel enda skörtuðu veðurguðirnir sínu fegursta. óvart koma hve saga Akurnesinga í nóvember kom út fyrsta bindi ritverksins Akranes, en ritverkið verður í þrem bindum. Jón Böðvars- son ritar söguna. Flestum mun á er samofin stjórnmála- og menning- arsögu þjóðarinnar, einkum á Sturl- ungaöld og á endurreisnarskeiði því er upp rann um 1800 eftir alda- langa hnignun og hörmungar af völdum náttúruafla og versluna- reinokunar. Það er Prentverk Akra- ness hf. sem gefur ritverkið út og fer vel á því, enda fagnaði fyrirtæk- ið eins og Akraneskaupstaður 50 ára afmæli á sl. ári þann 27. nóvem- ber sl. Forseta lslands var afhent fyrsta bindi ritverksins. Skrifstofutsekni • INNRITUN HAFIN • Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar: § Bókfærsla § Ritvinnsla § Verslunarreikningur § Tölvubókhald § Töflureiknir § Tollskýrslugerð § Gagnagrunnur § Windows og stýrikerfi Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5.000 á mánuði til tveggja ára. Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.